Morgunblaðið - 18.07.1925, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.07.1925, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Áuglýsingadagbók. M aiiimi 55 Amatörar! Notið eingöngu Im- perial-filmur, þær eru bestar. — Pramköllun og kopiering móttek- #n. Amatörverslunin, sími 1683. Þorl. Þorleifsson. Landabrjef Þorv. Thoroddsen óskast keypt. Ætti helst að vera á stokkum. Mælikvarði 1:600. A. S. í. vísar á. Kvenreiðfataefni, verð 9 krón- ur meterinn, víbreiður. Karl- mannasokkar, hál&bindi, hufur, axlabönd, sprotar og margt fleira. öuðm. B. Vikar, Laugaveg 5. Salat, körvill, plöntur og út- sprungin blóm til sölu. A. S. 1. yísar á. Steinbítsriklingur ódýr í versl. Ounnars Gunnarssonar, sími 434. Reyktur ranðmagi, ódýr í versl. Gunnars Gunnarssonar, sími 434. burtu úr bænum, til lengri eða ekemri dvalar, ættu að birgja 8ig vel af tóbakavörum og sælgæti úr Tóbaks- húsinu, Austurstr. 17. Af því að þar er úr mestu að velja, — og verðið er saungjarnt. iQbafísnusid Austurstp. 17. Egg, góð og ódýr í versl. Gunn- ars Gunnarssonar, sími 434. TiBsynningar. S. f. „Álmaþór" hefir fengið síma nr. 1650. Dansskóli Sigurðar Guðmundssonar. Vegna beiðni margra nem- enda, verður dansæfing í Good- templarahúsinu í kvöld kl. 91/). Vimta. llllli Eldhússtúlka getur fengið at- vinnu nú þegar. Hátt kaup. Hótel ísland. fusnæði. Illlllllllll Bamlaust fólk óskar eftir íbúð 3—4 herbergi og eldhús á góðum stað í bænum, 1. október. Fyrir- fram greiðsla getur komið til greina. Tilboð merkt: „Barnlaust fólk,“ sendist A. S. 1. bræður hafa einkaleyfi á henni fyrir ísland. Farþegar á Lyra hjeðan í fyrra- dag, voru auk þeirra, sem áður voru taldir, Ingibjörg H. Bjarna- son alþm., Þorsteinn Þorsteinsson skipstjóri og frú hans og sonur, Capt. Mansfield, Andrjes Andrjes- son klæðskeri, frú Sophy Bjarna- son, Sigurður Sigurðsson, Fr. Nathan stórkpm.; til Vestmanna- eyja fóru Bogi Ólafsson, menta- skólakennari og Páll Kolka læknir Siglingar. — Undanfarna daga hafa þessi skip komið m. a.: Hund veag, kom frá ísafirði, og er farið nú, fisktökuskip frá Asgeir Sig- urðssyni; Nora, kolaskip til Geirs Thorsteinssonar; Ravnedal, fisk- tökuskip til Proppé-bræðra, var búið að taka fisk á höfnun kring um land. Fór hjeðan í nótt. íshrafl, en þó ekki til baga, sagði skipstjóri á Clementínu hafa verið á Halanum, er hann kom síðast inn til Þingeyrar, nú fyrir stuttu. Var Halinn orðinn íslaus um tíma, en þetta hrafl hefir svif- að að aftur. Clementína fór út í fyrrakvöld. Sleford heitir enskur togari, er kom hingað inn í gærmorgun. — Kom að fá sjer kol. Þór fór hjeðan í gær norður til eftirlits á síldveiðasvæðinu í sum- ar. Með honum tók sjer fari sr. Björn Stefánsson á Auðkúlu. Framkvæmdarstjórastaðan við Ræktunarsjóðinn er veitt Pjetri Nýii* kaupendui* að fá blaðið ókeypis til næstkomandi mánaðamóta. Magnússyni hæstarjettarmálaflutn ingsmanni. Tekur sjóðurinn til starfa í hinni nýju mynd þann 1. okt. í síðasta lagi. / Pianoleikur Haralds Sigurðsson- ar í gærkvöldi vakti hina mestu aðdáun áheyrenda, eins og endra- nær. Verður hans nánar minst hjer í blaðinu á morgun. i Hátíðahöld verslunarmanna 2. ágúst, verða í ár haldin á túninu á Sunnuhvoli. IÞar verður glímt um bikar þann sem Hallgrímur Jónsson vann í fyrra. LAUSAVÍSUR Síðasta vísa höfundar ort í bana- legunni, sem bæði var hörð og löng: Mig vill enginn maður sjá mjer á sama st-endur, flý jeg vonarfjörðinn á frelsarans í hendur. Ebenezer Árnason, Húnvetningur. Kveðið nokkru fyrir dauða sinn: Horfinn vörnum hrekst jeg á fheirns tálgjörnu brautum, konu og börnum flæmdur frá, fjör í hrörnar þrautum. Heilla árum horfinn frá hjarta-sárum kvalinn hrekst jeg bárum angurs á einn um tára-dalinn. Ebenezer Árnason, Húnvetningirr. an Uc m tye Sportjakkar frá 32,65. Spcrtbuxup frá 18,50 og Vefjjup frá 4,85 er best að kaupa í m Eglll laiobsen. 1 Laugaveg i ý k o mið: Reiðjakkar vatnsheldir frá 35,00, Reiðbuxur frá 24,00. Mest úrval af alsk. vinnufatnaði. — Einkasala á íslandi fyr- ir Olskind oliufatnað. Reynið hann, og þið munuð aldrei nota ann- an olíufatnað, hann er ódýrastur en samt sterkur. Vöruhúsið Byggingarlóðir til sölu. Hjálpræðigherinn hefir ennþá til sölu nokkrar byggingarlóðir. — Nánari upplýsingargefurBrigader B. Holm, Kirkjustræti 2, sími 1603. Notid eingfingu pene súkkulaði og kakao Þetta vörumerki hefir á skömmum tima rutt ejer til rúms hjer á landi, og þeir, sem eitt sinn reyna það, hiðja aldrei um annað. Fæst í heildsölu hjá I. SfíWssdh s hnt' Símar: 890 & 949 AYVAWAVé*A\VlWÍ' Ef Þvottad agur er á morgun, þá gleymið ekki að bestu og ódýrustu þvottaefnin selur Vepslunin „ÞBrf,£ Hverflsgötu 56. — Sími 1137. — Notið það besta. S i m am 24 veralunin, 23 Poulaen, j 27 Fouberf, Klapparstíg 29. ,, Málning allar stærðir. Verð frá 6 krónur. . G. Guiiitlatissson & Austurstræti 1. co. Dagur langur liðinn er, lækkar gangur sunnu, laus við angur uni jeg mjer oft í fangi Gunnu. Jón Pálsson, Húnvetningur. Schous Needlers Landsöl Tofffee. w> Siml 720. Flóra Islands 2. útgáfa, fæst á Afgr. Nlopgunblaðsins. SPÆJ ARAGILDEAN Dyravörðurinn útvegaði henni pappír og umslag. Hún settist við lítið kringlótt borð og leit flótta- lega í kringum sig. Þegar hún þóttist þess full- viss, að enginn veitti sjer eftirtekt, hripaði hún í flýti nokkrar línur, lokaði umslaginu, skrifaði utan á það og fjekk dyraverðinum. — Viljið þjer fá Duncombe þetta strax og hann kemur heim. Það er ákaflega áríðandi. >— Duncombe skal fá það. Flossie ljet slæðuna falla fyrir andlitið og hraðaði sjer síðan á burt. Þegar hún var komin skamt frá gistihúsinu, hægði hún gang sinn og varp öndinni eins og hún kastaði af sjer þungri byrði. — 20 þúsund frankar, tautaði hún fyrir munni sjer. Ef jeg gætj unnið mjer inn svo mikla peninga, þá mundi verða tekið á móti mjer heima. Þá byrjaði jeg nýtt líf. Það er minsta kosti ástæða til að reyna þetta. Jeg bjó^t ekki við að jeg mundi verða svona hrædd eins og jeg varð. Hún vatt sjer inn í kaffihús eitt, og bað um eitt glas af líkör. Þegar hún setti glasið á borðið, leit maður, er sat við annað borð, á hana, og reyndi að horfa í augun á henni. Hún reyndi að brosa, en fann tiÞNhikiIs hjartsláttar og varð dauðhrædd. — Þetta er ákaflega heimskulegt af mjer, hugs aði hún. Jeg get ekki þekt þennan mann neitt. Því væri hann einn af Gustavs-mönnum, hlyti jeg að þekkja hann. iHún brosti til hans aftur, og hann færði sig til hennar. Þau drukku eitt glas af likör og fóru síðan. Duncombe hjelt heim í gistihúsið, þreyttur og dapur í hragði, eftir árangurslausa leit á ýmsum stöðum í París. Hann hafði ekki komist að neinu, .sem gæti leitt hann á rjetta braut. Ráðning þessarar gátu virtist honum nú erfiðari en nokkru sinni fyr. . Hann opnaði brjefið, sem dyravörðurinn fjekk hon- um, með ólund. En þegar hann hafði hlaupið yfir innihald þess, lifnaði alt þrek hans og allur áhugi hans í einu vetfangi. 1 brjefinu stóð: „Jeg get gefið yður upplýsingar um ungu, ensku stúlkuna, ef þjer gefið mjer drengskapar- orð yðar fyrir því, að þjer komið ekki upp um mig. Jeg þori ekki að koma hingað í gistihúsið aft- ur, og jeg þori yfir höfuð ekki að tala við yður í viðurvist annara. Komið þjer í kvöld í kaffihúsið Sylvain, og biðjið um kvöldverð í sjerstöku her- bergi. Jeg kem kl. 714. Flossie. Ðuncombe varð himinlifandi. Loksins átti hann- að verða einhvers vísari. Hann gaf dyraverðimun nokkra peninga og gekk síðan’ brosandi að lyfti- vjelinni. Dyravörðurinn hrysti höfuðið, og virðing sú, er liann bar fyrir Duncombe, þvarr að mun, þrátt fyrir peningagjöfina. Dyravörðurinn leit svo>' á, að Flossie væri ekki samboðin öðrum eins sæmd- armanni. og Duncombe, jafnvel þótt hann þekti hann ekkert. Duncombe blandaði sjer eitt glas af cocktail og” reykti einn vindling meðan hann hafði fataskifti.. Nú eygði hann í fyrsta skifti ofurlítinn möguleika til þess að ráða fram úr þessu vandamáli. En þá mintist hann alt í einu aðvörunar Spencers, og varð alvarlegur. k Hann kom í tæka tíð í lcaffihúsið Sylvain. Báð' hann strax um kvöldverðinn og gaf nákvæma lýs- ingu á ungu stúlkunni, sem ætti að vísa inn til' hans. Síðan beið hann rólegur við eitt glas af apsinth og vindlinga. Þegar klukkan átti eftir 15- mínútur í 8, fór hann að verða órólegur. Hann hringdi eftir þjóninum, og gaf enn greinilegri lýs- ingu af Flossie. Þjónninn fullyrti, að þangað hefði engin stúlka komið, sem þessi lýsing gæti átt við. Klukkan 8,20 borðaði Duncombe einn. 40 mín- útum síðar fór hann heim í gistihúsið í von um að finna þar einhverja skýringu á því, að Flossie kom ekki. En þar varð hann einnig fyrir vonbrigðum. Síðan las hann enslt blöð 0g skrifaði brjef til raið*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.