Morgunblaðið - 19.07.1925, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ
Nhiww
Höfum fpirtiggjandi
Apricots, þurkaðar,
Epli, þurk.,
Ferskjur, þurk.,
Sveskjur,
Rúsínur,
r Gráfíkjur,
Döðlur.
Súkkulaði, .Consuin,*
— „ísafold,“
— „Vanille,“
— „Fin Vanille No. 5,‘
Cacao,
Kaffi,
The.
ium Biin viðurkendu
n
Spaethe
PianO; F I y g e I
u
Harmonium (orgel)
lferð hvergi lægral — Talið við okkur
áður enn þjer gerið kaup annarstaðar.
Sturlaugur clansson 5 Cn.
von
tn
ex
MILK
5M0RBÐ0DKJEX
ATCLltR C O
AðalumboSsmenn:
I. Brynjólfsson & Kvaran.
Simar 1680 & 547.
Pó^thússtræti 7.
Fj árm
Abyggilegur maður, er nú um nokkurt skeið befir rekið umboðs-
i
og heildverslun hjer í bænum, óskar eftir fjelaga, sem getur lagt
fram talsvert fjármagn til aukningar versluninni. Yerslunin hefir)
j
mikil og góð sambönd og einkasölu á íslandi fyrir margar góðar
vörutegundir. j
Lysthafendur geri svo vel og sendi tilboð sín í lokuðu brjefi
auðkent „Fjármagn“ til A. S. í. fyrir þriðjudagskvöld næst-
komandi. i
Noregs saltpjetur.
Berið Noregs saltpjetur á hána.
Lítið eitt óselt.
MJðEkurfjðlag Reykjavikui*.
Ú t v a r p.
Meat urval af
höfuðftttumi
Hattar
fleiri tegundir
Enskar húfur,
karla
Regnhattar,
karla og drengja
Enda þótt flestir eða allir les
endur þessa blaðs hafi heyrt út<- ]
varpsins (einnig nefnt víðboð eða
víðvarp — en útvarpsnafnið hefir
verið lögfest) — getið og ef til
vill lesið meira eða minna um það,
eiu þó enn margir, sem vita eigi
með vissu hvað það er í raun og
vern og enn fleiri sem misskilja
það. Til dæmis hefi jeg oft orðið
þess var, að menn halda að ætlun
okkar fjelaga, sem sóttum til
þingsins um sjerleyfi, sje að setja
hjer á stofn viðtökustöð eingöngu,
til þess að taka erlent útvarp 'og
lofa mönnum að heyra gegn ein-
hverju gjaldi. Slíkt er hinn mesti
misskilningur. Til þess að leið-
rjetta þennan og annan misskiln-
ing, eru línur þessar ritaðar.
Utvarp er nefnd sú hagnýting
þráðlauss firðtals, að dreifa iit,
eða boða mönnum í ræðu alls
konar frjettir, fróðleik og annað,
sem gagnlegt er og skemtilegt;
enn fremur er með sama útbúnaði
hægt að senda út söng og hljóð-
færaslátt, og hvers konar hljoð
sem er. Senditæki þau, sem notuð
eru í þessum tilgangi, framleiða
sveiflur í ljósvakanum, en áður en
þau láta þær frá sjer fara, laga
þau þær til eftir talinu eða hljóð-
unum. Sveiflur þessar berast svo
um geiminn, í ljósvakanum, á sama
hátt og talöldur frá mönnum ber-
ast. um loftið. Getum við skynjað
þær (heyrt hljóð það, er þær
flytja), ef við höfum þar til hæf
„eyru“. Þessi eyru útvarpsins
nefnum við í daglegu tali „mót-
tökutæki“, og er hlutverk þeirra
að breyta Ijósvakasveiflunum í
hljóðöldur, svo að okkar venju-
legu eyru geti heyrt þær. Hljóðið
myndast í heyrnartóli, líku og not-
að er við talsíma, og á sama hátt
og þar, og er að heita má óafbak-
að, sjeu bæði sendi- og móttöku-
tækin góð. 'í stað heyrnartóls má
einnig nota gjallarhorn (loud
speeker), ef menn óska að fá
hljóðið út um herbergið, svo að
margir geti hlustað í einu.
Þessi hagnýting loftskeytatækj-
anna er aðeins 4—5 ára gömul, og
átti upptök sín í Bandaríkjunum
í Norður-Ameríku. — Til Evrópu
barst hún mjög fljótt og er nú
búin að leggja undir sig flest öll
ríki hennar; er líklega óhætt að
segja, að við Islendingar munum
reka þar lestina, svo sem okkar
er venja. Þó eru nú ástæður til
að vona, að eigi þurfum við að
híða lengi ennþá eftir þessari
menningarbót.
Það sem útvarpið flytur mönn-
ur er þétta:
Almennar frjettir,
veðurfregnir og veðurspár,
fyrirlestrar,
söngur og hljóðfærasláttur,
prjedikanir.
Auk þess fá hörn sögur sagðar
og æfintýri á kvöldin, áður en
þau fara að sofa. Þá geta stjórn-
málamennirnir „skemt“ kjósend-
um sínum og öðrum, þótt langt sje
á milli, og loks geta menn, auk
annars fróðleiks, fengið tilsögn í
tungumálum útvarpsleiðina. — Að
nota gramófón við tungumála-
kenslu er þekt og góð aðferð, en
útvarpið er þó enn hetur til þess
fallið, sökum þess að það aflagar
framburðinn minna en gramófónn
inn.
1 öðrum löndum er útvarpið
notað fult eins mikið til gamans
Grotrian Steinweg piano.
Ummæli þekipn snillieiga.
Joh. Brahms (1833—1897). Jeg er yður mjög þakkláur fyrir
að þjer fenguð mjer í hendur flygel sem jeg hafði mikla ánægju
af, cins og öllum hljóðfærum frá hinni ágætu verksmiðju.
Franz Liszt (1811—1885), mesti pianosnillingur, sem uppi
hefir verið.
Við tónlistarhátíðahöld fjekk jeg tækifæri til að reyna hin
ágætu flygel og piano, og fjekk það álit á þessum hljóðfærum
að þau eigi skilið bestu meðmæli, sökum þess, hve tónblærinn er
fagur og mikill, hve auðleiikið er á þau, og hve verðið er sann-
gjarnt.
Eugen d ’Albert. — Flygel yðar hefir fallið mjer vel í geð,
tónninn mikill og fagur og er auðleikið á það.
Max Reger (1873—1916). Hinir framúrskarandi kostir hljóð-
færanna stilla þeim í fremstu röð af nútíma píanoum.
Frederic Lainond.
Grotrian Steinweg votta jeg viðurkenningu mína fyrir hin-
um aðdáunarverðu afrekum þeirra á sviði pianobyggingar.
Haraldur Sigurðsson.
Hljóðfæri frá Grotrian Steinweg, bæði flygel og piano, sem
jeg hefi reynt, eru að mínu áliti afbragðsgóð, hljóðin hæði mjúk
og hljómfögur.
Hljóðfæri frá verksmiðjunni er til reynslu í nótnaversluninni
Lækjargötu 4.
Kynnið yður hljóðfærin. Pantanir afgreiddar um hæl.
Einkasali á íslandi.
Helgl Hallgrímsson.
Gaddavlr, Vfrnat
Fyritliggjandi pantanir óskast eóttar, eetn fyrst
IVRjóBk&s^fjelag Reykjavikup.
eins og til gagns. Þar eru skólar
víða og samgöngur góðar, svo að
frjettir berast daglega um „alt
land“. Fræðimenn eru víða og
eiga hægt með að komast á milli.
Hjer háttar öðru vísi til; hjer eru
samgöngur slæmar og frjett.aburð
ur því mjög takmarkaður. Fræði-
menn eiga erfitt með að ferðast
hjer um og tiltölulega lítill hluti
þjóðarinnar verður þv.í fræðslu
þeirra aðnjótandi. Þá fer allur
hávaði þjóðarinnar á mis við þá
hollustu og göfugustu skemtun,
sem til. er, söng og hljóðfæraslátt,
og guðsorð heyra þeir sjaldan, sem
helst þrá það og huggunar þurfa
og styrktar við. Útvarpið bætir
úr þessu öllu; það færir þeim
sjúku og afskektu guðs orð og
annan gleðiboðskap og styttir fyr
ir þeim stundirnar. Það getur flutt
hl jómleika Páls ísólfssonar og Har
alds Sigurðssonar jafn vel fram
í instu afdali, til fólks, sem aldrei
hefir jafnvel þorað að láta sig
dreyma um að heyra þessa töfra-
menn listarinnar. Útvarpið gerir
þessum sömu mönnum kleift að
fylgjast með í öllu því er gerist,
bæði utan lands og innan.
.Teg er hræddur um að jeg yrði
of rúmfrekur í blaðinu, ef jeg
hjeldi áfram að telja upp alt það,
Gerpúlver,
Eggjapúlver,
Crempúlver,
Vanillesykur,
Cardemommur.
Efnagerð Reykjavikur
Slmi 1755.
er útvarpið getur gert fyrir okk-
ur íslendinga, og þó sjáum við
líklega ekki í dag nema nokkurn
hluta þess. Hjer er um svo merki-
lega framför í loftskeytafræðinni
að ræða, framför sem enn er í
bernsku, og því ekki hægt að sjá
hvað orðið getur úr, en vonandi
að liún geti orðið þjóð vorri til
mikilli heilla.
O. B. A.
Y.X