Morgunblaðið - 19.07.1925, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.07.1925, Blaðsíða 8
MORCUNBUAÐIÐ 8 H.f. Þvottahúsið Mjallhvít. Sími 1401. — Sími 1401. pvær hvítam þvott fyrir 65 aura Mlóið. Sækjum og sendum þvottina. FyriHiggjandia Rúsínur „Sun-Maid4* í pk. og lausri vigt. Haframjöl Hrísmjöl Hveiti „National Choise“ do. „Venus“ do. „Venus“ i. 7 lbs. Bakarafeiti. flENnSSDNSlB Simi 144. AUGLÝSINGAR óskast sendar tímanlega. Haraldur Sigurðsson. Enn eru þeir of margir, sem hafa það álit á hljóðfæraleik, að prjál sje hann og fánýtur; fara þeir hinir sömu oftlega á mis við þá unun og þá andans hressingu, sem góður hljóðfærasláttur mætti veita þeim. Hvað má segja íþeirra garð, sem fyrir fáfræði og heimsku sína missa af hinum snildarlega leik Haralds Sigurðssonar. Þeir ættu þó að gera tilraun til þess að sjá handleikni lians, þó ekki væri annað, og dást að fimleik fingra hans; mætti þá vera, að eyru þeirra opnuðust örlítið fyrir öllum þeim fagra tónastraum, sem hendur hans töfra úr hljóðfærinu út í söngsalinn. Þá færu þeir sennilega að skilja, að list hans er ekki af því tagi, sem í aska verður látin eða til peninga met- in. Til þess er hún alt of háleit og göfug. Þessar línur eru sjer- staklega tileinkaðar þeim, sem enn ekki hafa gert tilraun til þess 'að tileinka sjer, þó ekki væri nema smábrot af hinum töfrandi áhrif- um tónanna. „Durch alle Töne tönet im bunten Erdentraum ein leiser T o n gezogen fúr den der heimlich lauschet.“ Svo hljóðar „motto“ við Fantasie Sehumann's, sem Haraldur ljek með snild og snillingsljóma hins fullþroskaða listamanns. Margt fagurt var á boðstólum annað við hljómleik Haralds. Skal það ekki upp talið nú, því öðrum en áheyrendum Haraldar í þetta sinn voru ætlaðar þessar línur, nefnilega þeim, sem ekki voru þar eða ekki hirtu um það að vera þar, handa þeim voru eft- ir fáein sæti auð í salnum. Tvær snotrar, velgerðar ,Humor eskur* ljek hann eftir Pál fsólfs- son; hlutu þær dynjandi lófatak að maklegleikum. Hljómleikurinn endaði með As-dur 'Ballade Cho- pins, sem aukanúmeri. Það er ó- þatfi að lýsa leik Haralds í hon- um og öðrum snildarverkum pró- gramsins. Haraldur hafði ágætt, nýtt Flygel frá Hornung & Möller til þess að leika á. Mjúkir, fagrir og skrautlegir tónar skiftust á og margur mun hafa frá leik Haralds farið í ljettara skapi og bjart- sýnni en fyrir hljómleikinn. Það er máttur tónanna, sem framar öllu öðru fær varpað ljós- geislum inn í dapurt sálarlíf ein- staklingsins og gert hann betri og göfugri. „ Böse menschen ha- ben keine Lieder,“ svo sagði vit- ur maður eitt sinn, svo mun það og vera enn um marga, þó ekki þori jeg að fullyrða, að til kunni að vera einhver góður maður svo „ónormal“, að hann lítilsvirði eða hati „musik“. Haraldur myndi þó geta gert hann að betri manni. L Th. ÖRSTUTT GREINARGERÐ. 1 nýlega komnum blöðum úr Rvík, sje jeg þess getið, að hr. P. Y. G. Kolka læknir hafi flutt erindi um dularfullar lækningar hjer í Eyjum síðastliðinn vetur og auglýst, að þar yrðu teknar til athugunar skýrslur þær í Morgni, sem undirritaður safnaði.. f tilefnl þessa vildi jeg mega taka fram, að á umræðufundi um þessi efni, er stofnað var til hjer í vetur, voru þessi hin sömu vott- orð lesin upp og stóðu algerlega óhögguð að ræðu læknisins lok- inni. En hafi honum aftur á móti fundist hægara um vik og tiltæki- legra að gagnrýna þau eða vje- fengja, þar sem enginn málinu kunnugur gat mætt til andsvara, þá er ekki annað um það að segja, en að minsta kosti flestum hjer virðist eigi vandráðin ástæðan til slíkrar aðferðar. Annars er dálítið •broslegt að heyra lækni þennan stöðuglega klifa á „rannsókn“ sinni í málinu. Hún hefir hlotið að fara fram með einhverjum mjög dularfullum hætti, þareð enginn þeirra, sem vottað hafa fenginn bata — að þeim skilst fyrir þenna hulda kraft — hefir orðið hinnar minstu rannsóknar var frá hendi læknisins. Þó hljóta allir að sjá, að þeim tilfellum ber fyrst og gerst að leita skýringa á. Mjer hafa borist í hendur æðimörg vott orð um kynlegan bata, og engan einasta þeirra sem þau gáfu hafði tjeður læknir fundið að máli til fyrirspurna á lækningunni. Hitt má vel vera, að hann hafi athugað heilan hóp fólks, sem kunnugt var um, að ekkert hafði batnað, og því ttnnið efir þessu eina innlenda fjelagi Þegar þjer s]ó- og bruna* tryggið. Pósthólf 417 og 574. Slmnefnia Insurance. Sirni 542. Laxveili. Grímsá í Borgarfirði, ein af bestu laxveiðiám lancU ins, fæst leigð viku- til hálfsmánaðar tíma í eihu, ef unl semst. Veiðirjettinum fylgir stórt íbúðarhús með öllum áhöldum. Ölafur Johnson. Sími 174. var næsta auðvelt að rannsaka. Annars • hefi jeg auðvitað enga hugmynd nm, hvaðan þessi fengni bati, sem vottorðin hljóðp um, er kominn og jeg hefi alls enga til- hneigingu til að halda fram neinu „yfirnáttúrlegú* í sambandi við hann, meðan alt er ósannað. En atburðirnir þóttu mjer kyn- legir; því gaf je.g þeim gaum og óskaði, að þeir yrðu rannsakaðii; — af skynsamlegu viti. Gefst ef til vill færi seinna á að reifa þetta nánar. Vestmannaeyjum 13./7. ’25. Hallgr. Jónasson. SPÆ JARAGILDRAN nættis. Þá bað hann um bifreið og Ijet aka sjer til Montmartre. Hann gekk bratt í gegnnm fremri sal- inn og inn í þann innri. Þar kom Alfred á móti bonnm og hneigði sig í sífellu. — Þjer hafið vitanlega borð handa mjer ? mælti Duncombe og litaðist um. Hvar má jeg sitja ? Herra Alfred hristi höfuðið lengi og dapurlega, baðaði út hendleggjunnm og leit út fyrir að vera ákaflega bnugginn yfir plássleysinn. — Mjer þykir leitt að verða að segja yður það, að í kvöld er hvert borð lofað. Jeg hefi þegar orðið að neita mörgum. Dnncombe leit forviða á hann. Salurinn var hálftómur. — Þjer hafið sjálfsagt eitthvert smáborð handa injer, Alfred. Sje það vegna þess, að jeg er einn, skal jeg kaupa handa tveimur og heilt úthaf af víni. Það reyndist ógerningur að fá hr. Alfred til að hreyta þessu. Hann kvaðst vel þekkja Duneombe, og sjer þætti það heiður, að hann kæmi í kaffihús sitt. En í kvöld gæti hann ekki látið hann fá borð. Það fór að þykna í Duncombe. — Gott, mælti hann þó rólegur, þá sit jeg í fremri salnum. Þaðan getið þjer þó ekki rekið mig út. Alfred hjelt fast við sitt mál. Hann lýsti því yfir, að hann óskaði einskis framar en að Duncombe skemti sjer; en í fremri salnnm væri fólk, sem hann gæti tranðla setið með. Svo er þar að auki, bætti hann við, kaffihúsið Mazarin hjer rjett hjá, mjög ske.mtilegur staður. Þar koma yndislegustu konur veraldarinnar. Þjer ættuð að reyna. Dyravörðurinn getur vísað yður veginn. — Þakka yður fyrir. En jeg ætla að reyna það næsta kvöld, mælti Duncombe. Hann settist fram í fremri salinn og bað ura vín. Það var mikill munur á því fólki, sem þarna hafðist við og hinu, sem í innri salinn fór. Við lítið borð skamt frá Duncombe sat gömul kona, hvukkótt í andliti. Fyrir framan hana var þykk verslunar- bók og hár stafli af reikningum. Það var einhver forn og dularfullur hlær yfir henni. Hún mælti ckhi orð frá vörum, og andlitið var líkast því, sem væri það höggvið í marmara. Einu sinni mættust augu þeirra. Hún horfði fast á Duncomhe, en sagði ekki neitt. Unga stúlkan, sem stóð hak við veit- ingaborðið, tók einnig eftir honum. Hún var há og grönn, hvít í andliti og greiddi hárið sljett aftur; frá enninn. Stöðugt reykti hún vindiinga. Hún var sítalandi, en breytti aldrei um svip, hvað sem hún talaði nm og við hvern sem hún mælti. Einu sinni fjekk hún tvo hermenn til að flytja sig ofurlítið, og Duncombe sá ekki betur en það væri gert til þes^ að hún gæti betur athugað hann. Alt í einn var talað til hans. Það var gamlai- konan með reikningana. — Ef þjer viljið hlýða góðu ráði, þá farið hjeð- an strax. Duncombe leit forviða á hana. En hún leit ekkl upp úr höfuðbókinni, heldur skrifaði í sífellu. Efi hann hefði ekki heyrt rödd hennar svo nálægt sjer, mundi hann hafa verið í vafa um hvort hún hefði nokkurntíma sagt nokkuð við hann. — Hversvegna, frú mín? spurði hann. Því ættí jeg að fara? Jeg er hjer ekki fyrir neinum, og jcg borga það sem jeg bið um. Hún dýfði pennanum í blekið. t— Jeg þekki yður ekkert nje verk yðar, sagði hún án þess að líta upp, en svo mikið veit jeg, að herra Alfred óskar þess ekki að þjer sjeuð hjer. — Fjandinn hafi Alfred, sagði Duncombe gram- ur. Jeg bíð hjer til þess að ná tali af manni einum, sem vanur er að koma bingað, og jeg bíð þar til hann kemur. Konan hjelt áfram að skrifa. En eftir nokkraf stund leit hún á Duncombe og sagði: — Það ikemur vitanlega ekki mjer við, h’vernig þjer hagið yðnr, en Alfred hefir sent eftir lögreglu- þjóni. Það er hægt að finna yður ýmislegt til for*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.