Morgunblaðið - 22.07.1925, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.07.1925, Blaðsíða 3
M.ORGL NBLAÐIf) M0RGUNBLA6ie. Btofnandi: Vilh. Fln»en. Útgefandi: FJeliR I ReykjaTlX. Jllt»tJ6rar: J6n KJartan»»on, Valtyr Stefá.n««on. a.ni?lý«)ngaatJ6ri: E. Hafber*. Skrifstofa Austurstræti 8. Slmar: nr. 498 og 500. Auglý«inga»krif»t. nr. 700. aeima»lmar: J. KJ. nr. 74Í. V. St. nr. 1Í20. E. Hafb. nr. 770. Áskriftagjald innanlands kr. 2.00 á mánuSi. Utanlands kr. 2.50. J lausasölu 10 aura elnt. ,Fagurt fordæmi!“ Því var spáð hjer í blaðinu í gær, að Hallbjörn Halldórsson og fjelagar lians, mundu fagna af alhug frjettunum af Siglufirði. Kom það líka á daginn. Er synd að segja að Hallbjörn dragi nokk- ra fjöður yfir gleði s'ína og fögn- uð í Alþbl. í gær. Fögnuður mannsins hefir í gærmorgun ver- ið svo mikill, að hann hefir á hinn æskilegasta hátt flett ofan af áformum sínum og siðferði — eða bllu heldur siðleysi. Hann 'kallar verkfallið á Siglu- firði „fagurt fordæmi“ fyrir verkalýð þessa lands. Æskilegri játningu gat Hallbj. Halldórsson ekki gefið. Takið eftir. Það er fagurt for- dæmi að rjúfa samninga, fagurt fordæmi að ganga á gefin loforð, fagurt fordæmi að svíkjast aftan að atvinnurekendum, þegar þeim TÍður mest á. Þetta er siðfræði, hugsjón og stefna Hallbjarnar Halldórssonar, TÍtstjóra Alþýðublaðsins. • um. Hann þegir yfir því — og ! skammast sín ef til vill. Hliðstæð dæmi geta bændur átt yfir höfði sjer og það, sem nú kom fyrir útgerðarmenn á Siglu- firði, ef •— og það verða menn að draga í efa — verkafólk þeirra fer að óskum Hallbjarnar og tek- ur „fordæmið“ frá Siglufirði sjer til fyrirmyndar. Bændur hafa ráðið til sín kaupa- fólk. Samið er um fast kaup. En þegar glaðnar til í lofti og útlit er fyrir að bændur geti bjargað einhverri eftirtekju fyrir goldið kaup, áhættu og erfiði, þá segir kaupafólkið: Nú vinn jeg ekki handtak, — heyinu 'bjarga jeg ekki nema hækkað verði kaupið að mun. |Sá maður, sem gleðst yfir slíku framferði, og kallar það „fagurt fordæmi“, fyrir verkafólk þessa lands, hann hefir nýlega gert kröfu til að fá styrk hjá sam- vinnufjelögunum, til þess að geta útbreitt þetta sitt evangelíum. Sjúkr>ahúsið á ísafirði. p m Ilið nýja sjúkrahús á fsafirði er loka má algerlega frá spítalanum. eflaust veglegasta og vandaðasta Inn í deild þá er sjerstakur inn- Bókin kom út hjá merku forlagl í Edinborg. Eins og kunnugt er, hefir Cra- igie verið prófessor við háskólann í Oxford. En bráðlega mun hann flytjast alfarinn til Chicago, -og tekur hann þar við prófessors- embætti í rannsókn enskrar tungu. Craigie er íslands-vinur mikill og hefir tvisvar komið hjer til lands. sjúkrahúsið á landinu. Var það tekið til afnota í fyrra mánuði. Alls mun það hafa kostað 280 þúsund krónur. Er þar rúm fyrir 40—50 sjúklinga. Húsameistari ríkisins gerði upp- drætti að húsinu, en Asgeir Ste- fánsson, úr Hafnarfirði og fjelag- það er ekki hjá þeim mönnum, sem ætla að nota sjer samvinnu- ÍHvar er hámark ósvífninnar, ef . ’ , ’ ar hans sau um smiðma. Á neðri (aðal-) hæð hússins er skurðstofa og sjúkrastofur. Auk fjelög >ess að útbreiða onnur ^ þar fars6ttardeUd gem eínS „fordæmi". I _^ Hvar er lágmark skilnings, ef það er ekki hjá þeim mönnum, sem halda að bændum sjeu það kærkomnir fjelagar þeir Hall- björn og fylgifiskar hans. gangur, sjest hann til hægri á myndinni. Á efri hæð eru sjúkra- stofur. f miðjunni, upp af aðal- innganginum er dagstofa sjúk- linga. í kjallara er eldhús og þvottahús, klefi fyrir geðveika og líkhiis. Auk þess er í kjallaranum bað- hús, sem er til afnota fyrir al- menning. Á þakhæð er íbúð starfsfólksins. FINNUR JÓNSSON málari, er nýkominn frá Þýskalandi. Listaverslun „Sturms“ hins þýska, hefir tekið myndir hans að sjer. Kemur þetta nokkrum á óvart? Er þetta í frásögur færandi? Var það ekki á hvers manns •vitorði, að Hallbjörn og Alþýðu- blaðið fylgdi eindregið óheiðar- legustu stefnu jafnaðarmenskunn- ;ar? Vissu menn það ekki áður, að Alþýðublaðið er kommúnistameg- in, fylgir þeim flokknum, sem rjúfa vill orð og eiða, hvenær -sem verður við komið? Ef til vill hafa stöku menn •ekki vitað það fyrri en nú, að blað það, sem gefið er út af al- þýðuflokknum íslenska, það hag- ar sjer eins og það væri gefið út fyrir rússneskt ránsfje. „Fagurt fordæmi“ — Þessi orð eru hentugt. brennimark á Bolsasleikjuna Hallbjörn Hall- dórsson og blað hans. Þegar þess er gætt, hvert tilefni þeirra var. Að þau voru töluð í fögnuði yfir því, að samtök fengust til þess að sVíkja samninga milli vinnu- 'veitenda og verkafólks. — Fyrir fáum vikum stóð Tþessi sami postuli Bolsanna, Hallbjörn Halldórsson á fundi Sambapds ^sl. Samvinnufjelaga. Hann bað um fjárstyrk lianda blaði sínu. Eins og kaupfjelögun- nm íslensku nú er stjórnað, átti þ>essi maður fulla sanngirniskröfu til þess að ósk hans yrði uppfylt. ,Þá rennur upp ljós fyrir full- trúum bænda á fundinum. Ekkert •er bókað um málaleitun jafnaðar- ímanna. Ritstjóri Tímans þorir ekki einusinni að skýra frá því, að Hallbjörn liafi verið á fundin- ]RLENDAR SlMFREGNIR SÖGUFJELAGIÐ er byrjað að gefa út Þjóðsögur Jóns Árnasonar. 95 nýir fjelagar hafa bæst við síðastliðið ár. Bækur Sögufjelagsins eru ný- komnar út. Eru þær í þetta sinn; 1. Registur yfir skólameistarasög- Khöfn, 21. júl'í. FB. ur, 2. Blanda, með ýmsum skemti- Stjórnarbylting í Lissabón legum fróðleik og í þriðja lagi, mistekst. 1. hefti af Þjóðsögum Jóns Árna- Símað er frá Lissabon, að sonar- nokkrir herforingjar liafi gert til- Loksins hefir Sögufjelagið ráð- raun til þess að gera stjórnar- ist í það vinsæla og þarfa verk, byltingu. Náðu þeir einu herskipi*að gefa út Þjóðsögurnar að nýju. á sitt vald. Stjórnin bældi upp- Því svo bera Þjóðsögur Jóns Árna reisnina niður. sonar af öðrum þjóðsögusöfnun, sem komið hafa hjer út, að þær Ógurlegur bruni í Gautaborg. eru oftast í daglegu tali nefndar Símað er frá Gautaborg, að f Þjóðsögurnar, eins og um aðrar eldur hafi kviknað í trjesmíða- væri ekki að ræða. vinnustofu og breiddist snögglega Þetta hefti sem nú er komið út, út til geymsluhúsa, þar sem eru einar einustu 4 arkir (64 bls.), geymdar voru byrg'ðir kola og en þjóðsögurnar allar nimlega 80 olíu. Bruninn er hinn fárlegasti, arkir. Hinn mjög erfiði fjárhagur og sjest eldhafið alla leið frá Skagen. Frá Marokkó. Símað er frá Paúís, • að þrír franskir hershöfðingjar, er stjórna eigi fyrirhugaðri aðalsókn á hend- ur Abdul Krim í Marokko, hafi nú náð saman. Lausafregnir herma, að Abdel Krim nálgist nálgist Foz, höfuðborgina. Frá Akureyri. Akureyri 21. júlí. FB. Síldveiðin gengur treglega enn- þá. Aðeins einstöku skip fengið afla, þetta frá 100-300 tunnur. Á land eru ekki komnar yfir 5000 tunnur í Eyjafirði og Siglufirði. Hjeðan rekur stærsta útgerð Otto Tulinius, og liefir 15 skip, flest dönsk og færeysk leiguskip. Sögufjelagsins veldur þvi, að eigi| hefir verið hægt að gefa út meira i ár. í Sögufjelaginu eru nú 580 fje- lagar. 95 hafa bæst við á síðast- liðnu ári, svo fjelagar voru aðeins tæplega 500 fyrir ári síðan. (Enginn getur eignast þessa nýju útgáfu af Þjóðsögum Jóns Árna scnar, nema fjelagar Sögufjelags- ins. Þeir sem hana vilja eignast verða því að ganga í fjelagið. — Fjölgi fjelagsmönnum að mun — og sú mun raunin á verða — batn- ar og hagur fjelagsins, svo hægt verður að gefa mikið stærri hefti af þjóðsögunum árlega framvegis. Afgreiðslumaður fjelagsins er Helgi Árnason, Safnahússvörður. Árgjaldið einar 8 krónur. kona“. Fær íslendingadagsnefnd- in nokkrar stúlkur til þess að vera í kjöri, og kjósa menn svo um þær, eins og í venjulegum kosningum, þótt kosningabarátta sje lítil eða engin. í þetta sinn eru þær í kjöri Miss Dorothy Pol- son í Winnipeg og Miss Stefanía R. Sigurðsson (Sigurbjörns Sig- urðssonar) í Winnipeg, stúlka fædd og uppalin hjer í Reykja- vík fram að 14 ára aldri. íslenskur námsmaður, Har. Jón Stephensen, hefir hlotið svo kall- aðan Mac-Kenzie-námsstyrk, sem ætlaður er til þess að stunda nám árlangt við Toronto-háskólann í Ontariofylki. Piltur þessi lauk námi við Manitoba-háskólann í vor með ágætiseinkunn. Lagði liann stund á sögu og bókmentir og heldur áfram við það nám í Toronto. Á kirkjuþinginu í ár var Valdi- mar J. Eyland vígður, og á hann að þjóna Melanktonsöfnuði í Mou- se River bygð í North Dakota. — Valdimar útskrifaðist af presta- skóla norsku kirkjunnar í St. Poul, Minn., í\Vor. Finnur Jónsson málari, hefir dvalið í Þýskalandi um langt skeið, aðallega í Dresden. Og nú hefir „Sturm“ tekið af honum 12 myndir til sýningar og sölu. Listaverslun „Sturms“ hefir sýningar um alla Mið-Evrópu. —■ Myndir þær, sem verslunin tekur til sölu, fara því borg iir borg, og eru sýndar hvað eftir annað á sýningum Sturms. En „Sturm“ tckur ekki myndir nema þær sjeu * gerðar í anda nýtískustefnanna. *— Þegar listverslun þessi hef- 1 ir einusinni tekið verk af mönn- um, þá heldur hún því áfram, meðan myndir mannsins eru gerð- ar eftir hinum ríkjandi nýmóðins listastefnu verslunarinnar. Fái myndírnar annan blæ, eru þær, gerðar afturreka. Mjög eru skiftar skoðanir um listagildi „Sturms' ‘ -myndanna. Er Mbl. hitti Finn Jónsson hjer á dögnnum, spurðum vjer hann að því, hvort hann ætlaði ekki að halda sýningu hjer i Reykjavik. Bjóst hann við því. Það mun þó ekki verða fyr en með haustinu. |Sjeu myndir hans, sem hann sýnir hjer, áþekkar þeim, sem Sturm hefir tekið hjá honum, verður sýningin nýstárleg hjer í Reykjavík. Ameríkumenn, mestir í öllu. Vestur-íslenskar frjettir. Reykjavík i júlí 1925. FB. fslendingadagur verður hátið- lcgur haldinn í Winnipeg 2. ágúst, að venju. Er það orðið að fastri venju vestra að íslensk stúlka er 1 kjörin til þess að vera „Fjall- Ný lesbók í forn-íslensku. Leskaflarnir allir úr ágætustu fomritunum. Fyrir stuttu síðan er komin út eftir hinn ágæta málfræðing og prófessor, W. A. Craigie, lesbók fyrir byrjendur í námi forn-ís- lenskrar tungu. Er svo sagt af þeim, sem bókina hafa sjeð og vit hafa á því efni, að hún sje hin besta, mjög aðgengileg og ljett, og telja margir hana þá lieppi- legustu bók, sem þeir geti fengið, er nema vilja forn-íslensku. Helstu atriði íslenskrar málfræði fylgja og bókinni. í henni eru 60 leskaflar, allir í óbundnu máli, og valdir iir ágæt- ustu fornritunum, svo sem Snorra- Eddu, Heimskringlu, Flateyjarbók, Landnámu, Njálu, Kristnisögu og Fornaldarsögum Norðurlanda. í amerískum blöðum er þess get- ið að enginn standi Ameríkumönn- um á sporði í manndrápum. — 1 stórborgum Ameríku eru árlega framin 10 morð fyrir hverja 100.- 000 íbúa að meðaltali. í New-York vorn 387 mamia myrtir árið sem leið. Engin furða þó Ameríkumenn hafi gætur á að framandi óaldar- lýður komist ekki inn í lönd þeirra. Þeir eiga nóg með það, sem fyrir er. ---—------------ Frábæra matarlyst hefir hann liaft maðurinn, sem ný- lega dó í ensku fangelsi. Andlát lians bar bráðan að, og gátu menn ekki gert sjer grein fyrir því, hvað olli dauða hans. Var lík- ið rannsakað. Kom þá í ljós, að maðurinn hafði gleypt þrjú hnífa- sköft, tvær teskeiðar, tvo gaffla, fjórtán tölur, bút úr skærum, buddulás og part úr úrfesti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.