Morgunblaðið - 22.07.1925, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.07.1925, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Auglýsingadagbók. —II Vifekifti. ■■■II Kvenreiðfataefni, verð 9 krón- ur naeterinn, víbreiður. Karl- mannasökkar, hálsbindi, hnfnr, axlabönd, sprotar og margt fleira. Guðm. B. Yikar, Laugaveg 5. fá blaðið ókeypis til næstkomandi mánaðamóta. Lítið hús óskast til kaups. Til- boð merkt „1400“, sendist A. S. í. Ferðalög eru óskemtileg í rign- ingu. En mikið má auka ánægj- nna í ferðalögum, með því að kaupa tóbak og sælgæti í nestið í Tóbakshúsinu, Austurstræti 17. Til sölu er Hænsnahús (með 2 liænum og 1 hana), Handvagn og Barnakerra. Upplýsingar á Þórs- götu 7 eða í síma 1629, eftir 'kl. 6 síðd. GENGIÐ. Rvík í gær. Sterlingspund............ 26.25 Danskar krónur............115.38 Norskar krónur............ 98.08 Sænskar krónur...........145.38 Dollar................... 5.41% Franskir frankar .. .. .. 25.73 nillllliWI Vinna. Bil|||||||B Eldhússtúlka getur fengið at- vinnu nú þegar. Hátt kaup. Hótel Island. Þeir, sem ætla að láta gljá- brenna reiðhjólin sín, ættu að koma með þau strax til okkar. Við gljábrennum næstu daga. — Þorbergur og Kjartan, Skólabrú 2. — 2—3 herbergi, ásamt eldhúsi, óskast til leigu 1. okt. n. k. Uppl. í síma 720. 1—2 herbergi óskast, helst í Mið- eða Austurbænum. Upplýs- ingar í síma 215 eða 877. Húsnæði. 5 herbergja íbúð með baðherbergi og stúlknaherbergi, á fallegum stað nálægt miðbænum, fæst gegn láni með trvggu veði í húsinu. A. S. í. vísar á. Illblttl Tapað. -‘T31HIÍ Peningar töpuðust á Strand- götu í Hafnarfirði 21. þ. m. — Skilist gegn fundarlaunum í Aust- urhverfi 3 í Hafnarfirði. Sími 144. DAGBÓK. Hjúskapur. 18. þ. m. voru gef- in saman í hjónaband af sjera Friðrik Hallgrímssyni, ungfrú Guðlaug Sveinsdóttir og Rósant Óskar Sveinsson. iSettur bæjarfógeti er Lárus Jó- liannesson hrjm.flm. í fjarveru föður hans. Hefir Lárus viðtals- tíma á bæjarfógetaskrifstofunni !kl. 4—5 e. h. í þakkarávarpinu frá Katrínu Pálsdóttur á Einarsstöðum, er birtist í blaðinu í gær, hafði fall- ið niður nafn Gunnlaugs Einars- sonar læknis; en hann hafði rjett ekkjunni og börnum Eennar myndarlega hjálparhönd. 0 . Forsætisráðherra, Jón Magnús- sen, og frú hans, voru meðal far- þega á íslandi í gær. „Hermóður“ kom í gær; ’hafði verið að flytja ýmislegt til vit- anna. Nora, norskt kolaskip, fór i gær. Hafði engan farm meðferðis. munið aö uarsla uið 'lóbakshúsi^ Besf að augfýsa í JHorguabí. og hafoícf. Suðurland kom í gær úr Borgar- nesi, og var fjöldi farþega með. Ágúst Flygenring var meðal farþega á íslandi í gær. Hefir hann skrifað gagnorða skýrsluum verslunarmálaráðstefnuna fyrir Morgunblaðið; er birtist hjer á morgun. Lækjartorg er nú laust við „Sjálfsalann“, sem þar var. Um 20 bensírdunnur voru á torginu í gær. fslánd kom hingað seinnipart- inn í gær. Meðal farþega voru: Bankastjórarnir Magnús Sigurðs- son og Sigurður Eggerz, Þorleif- ur H. Bjarnason, Jón Ófeigsson og frú, Sæmundur Halldórsson kaupm., frk. Sigríður Björns- dóttir bóksali, Troels Lund dóm- ari, Svend Fleuron rithöfundur og m. m. fl., þar á meðal allmarg- ir útlendingar, Englendingar, Þjóðverjar og Danir. Þýska skemtiskipið kom hingað í gærkvöldi kl. 8. Helmingur ferðamannanna fara til Þingvalla í dag. En þeir sem eftir verða skoða bæinn fram til hádegis. Kl. 3 verður haldin glímusýning fyrir þá á Austurvelli, ef veður leyfir. Verði veðrið of slæmt til þess, verður glíman sýnd í Iðnó. — 1 kvöld verður íslenska kvikmyndin sýnd úti í skipinu, og fyrirlestur haldinn um Island. Veðrið. Enga von hafði Þorkell Þorkelsson um verulega veður- breytingu í gærkvöldi er Morgun- blaðið átti tal við hann. Suðvestan áttin allrík ennþá. Bjóst hann varla við að dagurinn í dag yrði rigningalaus, — en hafði von um skúraskil. Sjálfsala hafa málhreinsunar- menn nefnt „átómata“. B. „Pai er eni ieo eies iið" Hreins stangasápa hefir alla sömu 'kosti og bestu erlendar þvottasápur. Hreins stangasápa er ó- dýrari en flestar erlend- ar þvottasápur. Hreins stangaspáa er ís- lensk fþróttavöllurinn nýi Daglega vinna þar 15 menn, og gengur verkið vel. Er vonandi að því verði lokið að mestu í haust. — Á gamla íþróttavellinum stendur enn baðklefinn og búningsslkúrinn og gert ráð fyrir að skúrinn standi þar áfram, til þæginda fyr- ir þá, sem æfa á gamla vellinum. En því miður hafa verið gerð þar ýms spéllvirki, (brotnar rúður, skemdar dyralæsingar og fleira). Er leitt að eigi skuli enn hafa tekist að ná í þá óþokka sem þetta fremja, en vonandi verður þess ekki langt að bíða úr þessu. Emil Deckert framkvæmdarstjórí íslandsvinafjelagsins í Berlín, er meðal farþega á Múnchen. Jón Stefánsson málari kom með íslandi í gær. —■■—«m>-------— Duglegir þjófar. Nýlega hefir lögreglan í París handsamað 12 þjófa. Höfðu þeir haft fjelag með sjer. Als gengust þeir við að hafa framið 1200 innbrotsþ j ófnaði. mafiiSnianistíanic Hálfvirði á Sumar- kápum Og Höttum in íiii Fyv»ii*ligg|andi i Bindigarn IN Mmm l Ei Sími 720. Sokkar. Mesta og besta úrval lands- ins er hjá okkur, bæðí á börn og fullorðna, úr silki, ull og baðmull. Karmannssokkar ódýrastir hjá okkur. Verðið frá kr. 0,75 til 9,00 parið. Allur tilbúinn fatnaður bestur hjá okkur. Iföpuhúsið. liýkomið * Sfrausykur, Högginn melis, Toppasykur, FIAr- sykur, Kandis. Sími 144. SPÆJARAGILÐEAN X. KAFLI. Undrunarefni Spencers. Duncombe var, eins og allir nngir Englending- ar, íþróttamaður, og fann ekki til taugaóstyrks. En þó stóð honum ekki á sama þessa stundina. Þögnin í herberginu var óvenjulega ónotaleg. Hann sá ekki neitt og heyrði ekki annað en tíst í úri einhvers- staðar í herberginu. Hann þreifaði í ofboði eftir eldspítunum. En þegar til átti að taka var stokkurinn tómur. Hon- um þótti hálft í hvoru vænt um, þá hafði hann næga ástæðu til að fara. Hanu gekk aftur á bak út úr herberginu og hraðaði sjer síðan niður stig- ann. — Gamla konan sat enn og las í blaðinu. En hún lagði það frá sjer, þegar Duneombe kom, og horfði á hann yfir gleraugun. — Fyrirgefið þjer, sagði hann og tók ofan hattinn; herbergi ungfrúarinnar var ólokað, og þar er enginn inni, og auk þess kolniða myrkur. Gamla Ikonan leit aftur í blaðið. — Þá er ungfrúin væntanlega úti, sagði hún eins og ekki þyrfti frekar að. ræða það mál. Hún er það venjulega á þessnm tíma. Þjer getið skilið eftir nafnspjaldið yðar eða sagt mjer hvað þjer heitið. — En það stóðu allar dyr galopnar, hrópaði Duncombe. — Þá skal jeg ganga upp og loka þeim, rjett strax, sagði gamla konan. Það hefir verið asi á ung- frúnni, þegar hún þeysti út síðast, óþrifatuskan sú arna. Duncombe dróp upp úr vasa sínum allra fall- egasta gullpening. Kerlingaranginn fleigði í vet- fangi blaðinu frá sjer og starði á peninginn, eins og liíin ætlaði að hrifsa hann úr höndum Duncombe með augunum einum. — Þjer gerðuð mjer mikinn greiða með því að fara upp strax, sagði Duncombe. Jeg þarf að vita það fyrir víst hvort unga stúlkan er heima eða ekki. Gamla konan var rekin á stað með furðulegum flýti. — Við verðum að hafa með okkur ljós, mælti Duncombe. Könan ikveikti á lampa og talaði á meðan í sífellu. — Þjer eruð ákaflega ástúðlegur, herra minn. Ungfrú Flossie er allra elskulegasta stúlka. Það er ekki undarlegt, þó hún eigi marga vini. Hún kom heim seinni partinn í gær með einhverjum karl- manni — en hann fór strax aftnr. Ó, þessir stigar! Mjer finst þeir verða brattari og verri með hverjum degi, sem líður — eða þá að jeg hrörna og eldist, eða fitna. Það er ekki gott aÖ segja, hvort heldur er. Loksins kc^i.iust við allra leið! Hún hratt hurðinni opinni, og gekk skáhalt inn ganginn. Duneombe fylgdi fast á eftir, og var ekki í neinum vafa um það, að hjer væri eitthvað ískyggi- legt á ferðinni. Það fyrsta, sem ljósglampinn skein á í herberginu, var borðdúkur og brotin blómaskál, hvortteggja á gólfinu. Rjett hjá lá stóll á hliðinni. En það ægilegasta sem sást, var kvenlíkami á legu- bekk. Hárið flakti laust, og augun voru opin og brostin. Gamla konan setti lampann á borðið, og íóe að hrópa og æpa og láta öllum illum látum. — Drottinn minn dýri! Ungfrúin dau<5. Duneombe brá sjer í snatri út á götuna eftir tveim lögregluþjónum. Svo beið hann á meðan þeir athuguðu allar ástæður. Þeir sögðu, að þetta væri, — að því er sjeð yrði, — mjög hversdagslegt' morð. Morðinginn hefði ekki látið eftir sig neitt merki um sig. Hringarnir höfðu verið teknir af fingrum hinnar látnu, og skrautgripaskrín hennar var tæmt, og alt, sem nokkurs virði var, hafði morð- inginn tekið. Peningaveskið var tómt. Annars var ekkert á að byggja. Gamla konan, dyravörðurinn, sem sjeð hafði þann mann, sem kom heim með Floss- ie, lýsti honum þannig, að hann hefði verið lágur vexti og haft flókahatt. Lögregluþjónninn, sem yf- irheyrði hana, þótta þetta litlar upplýsingar. Hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.