Morgunblaðið - 18.08.1925, Page 4
MGRfít NBLAÐIÐ
saiiiii viískifti. lifliii
Nýkomið: Mjög fallegir sport-
sokkar á drengi og telpur, hekluð
hálsbindi, axlabönd, sportbelti,
enskar húfur og karlmannshálf-
'sokkar í öllum nýjustu litum og
gerðum. Guðm. B. Vikar, Lauga-
veg 5.
Tómir kassar til sölu í Höepfn-
erspakkhúsi, Hafnarstræti 21.
élHllliH HúsnæSi. UBIIlib"
íbúð, 2 eða 3 herbergi og eldhús
úskast 1. október eða fyr. Areið-
anleg greiðsla. A S. f. vísar á.
^— iii i ■ i ^
Góð íbúð, 3 til 5 herbergi ósk-
ast 1. október,- handa barnlausu
fólki. Tilboð merkt: „Barnlaust
fólk“, sendist A. S. í.
4 til 5 herbergja íbúð í eða við
miðbæinn, óskast til leigu 1. októ-
ber eða fyrr. A. S. í. vísar á.
Stúlka, vön skriftum, óskar eft-
ir skriftum og vjelritunarstörfum.
A. S. í. vísar á.
I
Flóra Islands
2. útgáfa, fæst á
Afgi*. Morgunblaðsins.
gert hefir verið. Vil jeg þar með
beina máli mínu bæði til einstakra
manna og kvenna, og ungmenna-
fjelaga landsins, og vona ekki að-
eins að farið verði að tala eitt-
hvað um nauðsyn á að bæta þetta,
því það hefir verið gert fyr, en
ao það yrði eitthvað gert, ef nokk-
ur neisti af áhuga og ást á land-
inu leynist í þeim.
Hugsa sjer að kauptúnin, sem
hafa jafn mörgu fólki á að skipa,
skuli ekki víðar en nú er, koma
upp hjá sjer garðyrkjunámsskeið-
um. Það mundi hafa vekjandi á-
huga á unglingana; víða vantar
hjer aðeins vakningu og viljagott
fólk til að standa fyrir þessu.
Námsskeið þessi þyrftu að vera
dálítið skemtileg. Þeir sem stjórna
þeim þurfa helst að vera færir
um að geta æft söng og þjóðdansa
með unga fólkinu. Líka þyrftu að
vera haldnir fyrirlestrar í þjóð-
legum fræðum, annað slagið, og
ná í valda menn til að flytja þá.
Við íslendingar þekkjum alt
of lítið til þess að nota ýmislegt
kálmeti, sem reynsla er fengin
fyrir að getur þrifist hjer, okkur
til matar; eins og það er þó dýr-
mætt og holt með kjöti og fisk-
meti, því, sem við höfum svo mik-
ið til af. En það er með kálmeti
og garðávexti þá, sem lítt eru al-
menningi kunnugt, að það þýðir
lítið að kenna aðeins að rækta
það, það verður líka að kenna að
matreiða það. Þess vegna þurfa
námsskeið þessi að vera haldin
bæði haust og vor. Þetta þyrftu
hvorki að vera löng eða kostnaðar
söm námsskeið, ef hyggilega væri
að farið.
1 sveitunum legðu bændur til
garða sína fyrir starfssvið, eða
ungmennafjelögin, ef þair eiga
jarðarbletti afgirta eða trjágarða,
fyrir námsskeið þessi, og hefðu
þá svo til umhirðu yfir sumarið.
Á sömu stöðum þurfa svo mat-
reiðslunámsskeiðin að fara fram
að haustinu, og stúlkum þar kent
að matreiða og geyma þær mat-
jurtir, sem kent hafði verið að
rækta að vorinu. Skal jeg hjer
nefna hinar helstu tegundir, sem
hvert sveitaheimili þyrfti að
kunna að rækta og matreiða, auk
kartafla og rófna, svo sem: græn-
kál, teppkál, blómkál, spinat, sal-
at, hnúðalauk, graslauk, hreðkur,
rabarbara.
Ykkur vex þetta nú líklega í
augum, og viljið segja sem svo
við mig, að fyr megi nú vera
jarðræktin, en farið sje að fást
við alt þetta á þessu kalda landi.
En jeg skal þá segja ykkur það,
að jeg er viss um að ótrú og
framtaksleysi okkar íslendinga er
hjer miklu meiri þröskuldur í vegi
er: nokkur kuldi.
Margir halda, að það þurfi svo
og svo mikinn lærdóm til þess
að geta fengist við garðyrkju;
en slíkt er misskilningur. Bestu og
þrifalegustu garðar sjást oft hjá
því fólki, sem ekki hefir lært
nema „upp á sínar spítur“, sem
kalla má, af bókum um þau efni,
en þó einkum af sínum eigin til-
raunum, bygðum á þeirri árvekni,
sem sönnum garðyrkjumanni er
eiginleg.
Framh.
Rannveig H. Líndal.
DAGBÓK.
„Bautasteinar‘ ‘, minningarljóða-
bók Þorsteins Björnssonar frá Bæ,
er að koma út nú innan skams.
Aðeins óprentaður nokkur hluti
nafnaskrár. Ljóðin sjálf eru á 4.
hundrað blaðsíður, en nafnaskráin
(með fæðingar- og dánardægrum
allra, nær 1200 nefndra manna),
einar 60 blaðsíður, Er bókin því
alls um 400 blaðsíður. Góður frá-
gangur verður á bókinni, og fá um
2000 áskrifendur hana fyrir til-
tölulega lágt verð.
Áheit á Elliheimilið. Frá D. V.
kr. 5,00, N. N. kr. 10,00, K. G.
kr. 10,00, einstæðing kr. 10,00 og
kaffigestum kr. 5,00.
Har. Sigurðsson.
75 ára er í dag Edilon Gríms-
son skipstjóri. Hann er einn af
þektustu sjómönnum hjer sunnan-
lands, og þótti mikill garpur á
sinni tíð. Hann var um mörg ár
búsettur hjer í bæ, en á nú heima
í Hafnarfirði.
Af veiðum hafa nýlega komið
Apríl og Maí, Apríl með 75 tunnur
en Maí með 82.
Gamalmennaskemtunina á þessu
sumri hefir nú verið ráðgert að
halda á sunnudaginn kemur vestur
við Elliheimilið Grund, ef veður
verður gott. Verður þar ýmislegt
til sk.emtunar gamla fólkinu, eins'
og áður hefir verið. Ekki ætti að
þurfa að minna styrktarmenn og
vini Elliheimilisins á það, að sýna
því sama velvildarhug þennan dag
og þeir hafa áður gert, þegar gam-
almennaskemtun hefir verið hald-
in, því vafalaust láta þeir eittlivað
af hendi rakna til glaðningar gamla
fólkinu.
Vánarfregn. Nýlega ljest á Tjörn
í Svarfaðardal í Eyjafirði, Þor-
björg Þórarinsdóttir, systir Krist-
jáns. heit. Eldjárns Þórarinssonar
og þeirra systkina, en ekkja Sig-
urðar Jóhannssonar bónda frá Gull
bringu, sem hjer ljest á sjúkrahúsi
í vetur. Þorbjörg var yfir áttrætt,
og hafði búið við allmikla van-
lieilsu síðustu árin. Hún var hin
greindasta og fróðasta kona svo
sem hún átti kyn til.
Á veiðar munu fara bráðlega
Otur og Geir.
Skaftfellingur kom að austan í
gær og frá Vestmannaeyjum. í
kvöld fer hann til Víkur.
Sjöspröjt, fiskflutningaskip, kom
í gær úr fisktökuferð kringum
land, og bætir hjer við farminn.
Skipið tekur fisk fyrir Edinborg-
arverslun.
Flakið af Inger Benedikte er nú
Geir farinn að sprengja, og hefir
unnið að því nokkra undanfarna
daga. Hefir flotið upp úti fyrir
hafnarmynninu ýmiskonar trjárusl,
lúkur og annað skran. Ekki mun
vera farið að ná upp n-einu af
kolunum enn, er aðeins verið að
sprengja utan af þeim.
íþrótltamót það, sem haldið var
á eyrunum við Kollafjörð í fyrra
dag, fór vel fram, þó veður væri
ekki sem best, og aðsókn því
minni. Helstu skemtiatriðin voru
glímur og dans. Þóttu glímurnar
góðar.
Nordpol heitir kolaskip, sem
hingað kom í gær til Kveldúlfs.
Kemur það með kolin frá Spitz-
bergen.
með og án fiibba í góðu órvali
Húsmæður!
Allir vilja hafa kökurnar sena
bestar, en til þess þarf að hafa
gott hveiti. Þið ættuð því allar að
kaupa það í
versl. ÞÖRF,
Hverfisgötu 56, því þá verðið þið'
vissar um að fá kökurnar ykkar
verulega hvítar og góðar.
3 i man
24 veralwiiíi,
23 PonlðfiQ, .j
27 FoB»b»rg„ >t
Klapparstíg 28,
Málning,.
IPappírspokar
isegst verð.
Herluf Clauaen.
Siml 39.
SHBsssææsKsssæsssssECfta
AUGLÝSING AR
óskast sendar tímanlega.
SPÆJARAGILDRAN
hún sje ungfrú Fielding og það er mjer nóg — það
verður einnig að vera þjer nægilegt.
— En hvað um Spencer? spurði Andrew dálítið
hvast.
— Spencer vinnur eftir mínum tilmælum í
þessu máli. Ef eftirgrenslun hans viðvíkjandi ungfrú
Poynton yrði að einhverju leyti móðgandi fyrir ung-
frú Fielding, þá stöðva jeg hann á sama áugnabliki.
— Jeg þekki Spencer ofurlítið, og haldir þú,
að hann láti skipa sjer þannig eins og smábarni, þá
ferðu villur vegar. Þú kant að geta sagt honum að
hætta leitinni, eða hvað þú vilt kalla það, en jeg er
ekki viss um að hann hlýði þjer. Hann leitar að ung-
frú Poynton; hann kemur hingað til þess, og jeg
er þeirrar skoðunar, að hann muni finna hana
Gluggarnir stóðu opnir. Alt á einu sneru báðir
mennirnir sjer út að þeim, því til þeirra barst bif-
reiðarblástur, og fáum sekúndum síðar heyrðu þeir
hreina karlmannsrödd.
— Gerið svo vel, hjer eru aksturslaunin. Góð;*
nótt.
Hliðið var opnað augnabliki síðar og hár mað-
ur í ferðafötum, með litla tösku í hendinni gekk
inn í garðinn. Hann sá Duncombe í glugganum og
veifaði til hans. Þegar hann kom nær, sást greini-
lega, að hann brosti vingjarnlega og var hinn á-
nægjulegasti á svipinn.
— En sú hepni, að þú skyldir ekki vera geng-
inn til hvíldar enn, kallaði hann. Fjekstu skeytið?
— Já — fyrir einni klukkustund. En hvað má
jeg bjóða þjer.
— Wisky og sódavatn. Gott kvöld, Pelham. Jeg
vona, að jeg hafi ekki verið ykkur til óþæginda, þó
jeg komi svo skyndilega, og a þessum tima.
— Auðvitað ekki. En eina spurningu vil jeg
bera upp. Og-------
— Svara ekki neinum fyrirspurnum í kvöld,
svaraði Spencer ákveðinn. En segðu mjer, mælti
hann við Duncombe hvernig stendur á, að Pelham
hefir áhuga á þessu máli.
— Hann var nágranni ungfrú Poynton, svaraði
Duncombe hikandi. Það var að hans tilstilli, að jeg
fór til Parísar til þess að leita að Phyllis.
— Þá þykir mjer vænt um að mega leggja fyrir
yður nokkrar spurningar á morgun, sagði Spencer
við Pelham.
— Þjer verðið að svara einni spurningu minni
nú, sagði Pelham.
Spencer hóf brýr sínar hátt á enni. Síðan sneri
hann sjer að víninu, sem á borð hafði verið borið.
Auk þess hafði verið komið með smurt brauð, og
þótti Spencer auðsjáanlega vænt um það.
— Drottin minn dýri!, hrópaði hann, jeg átti
ekki von á, að jeg væri svona hungraður. En hvað
voruð þjer að tala um, Pelham? Ætluðuð þjer að
spyrja mig um eitthvað?
— Já. Þjer senduð skeyti til Duncombe, með
fyrirspurn um nöfn á gestum Runton’s lávarðar. Ogf
nú lcomið þjer sjálfir. Hversvegna?
— Jeg kom hingað vegna þess, að mjer varð
ekkert ágengt í París. Mjer datt í hug, að lausnina
á ráðgátunni, sem við erum að fást við, væri að
finna hjerna megin sundsins.
Pelham þreifaði sig áfram að borðinu, sem
Spencer stóð við og staðnæmdist hjá honum.
— Herra Spencer, sagði hann nokkuð fastmælt-
ur, jeg er nær því alblindur, og jeg get ekki sjeð
sviðbrigði yðar. En jeg óska þess, að þjer segiS
mjer sannleikann, og jeg treysti því, að þjer gerið
það.
— Því miður verð jeg að segja yður það, a5
jeg verð, eins og þessu máli er nú komið að þegja
yfir því, sem jeg kann að vitá.
Pelham lamdi kreptum hnefa í borðið, svo glös
og baldii hoppuðu. Hann var orðinn dreirrauður í
andliti.
— Þjer verðið minsta kosti að segja mjer„
hversvegna þjer vilduð fá að vita um nöfnin á gest-
um Runton’s lávarðar.
— Aðeins vegna þess, að jeg vildi gera vini
mínum, sem skrifar frjettir í „New York Herald“r
dálítinn greiða.
Pelham varð þðgull.
— Mjer þykir það mjög leitt, ef jeg liefi á
einhvern hátt gert yður falskar vonir, bætti Spencer