Morgunblaðið - 19.08.1925, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.08.1925, Blaðsíða 2
MOR 1 o NgLAÐiÐ ÖMsmm Höfum fyrirliggjanöi: Rúsínurp Sveskjur, Epti, þurkuð, ApricotSf Döðlury Fíkjur. iBarnasokkar bómuliar, brúnír, svai’tir og hvítir, fiestar stærðir. yKvikmy ndaw jel1 ásamt ágætum nýjum rafmagns- mótor til sölu með tækifærisverði. Upplýsingar í síma 1401. Trawl-vfrar, Trawl-garn, Manilla, Bindigarn Síml 720. Húsmseður I Allir vilja hafa kökurnar sem bedtar, en til þess þarf að bafa gott hveití. Þið ættuð því allar að kaupa það í versL ÞÖRF, Hverfisgötu 56, því þá verðið þið vissar um að fá kökurnar ykkar verulega hvítar og góðar. Nýkomið; Sjerlega falleg og góð, svört, frönsk, r Peysufata- klcedi. Verð kr. 17.50, 19.50, og 21.00 meterinn. Kafli úr fyrirlestri, fluttum á Skála undir Eyjaf jöllum, 17. júní 1925. Niðurl. Ætli það sje annars nokkur vinna, sem hefir meira gildi fyrir ‘þroska mannsins, andlegan og líkamlegan, eins og einmitt jarð- ræktarstarfsemin yfirleitt, enda hefir hún altaf verið talin óræk- asti votturinn um menningar- þroska þjóðanna. Og hvað sem bókmentum okkar líður, sem ó- neitanlega í margar aldir hafa haldið heiðri okkar uppi sem ntenningarþjóð, þá vil jeg minn- ast þess, að jeg hefi sjeð verklegar minjar ættmanna okkar, sem til forna bygðu Grænland, sem nú eftir margar aldir standa þar og lýsa betur en nokkur frásögn, at- orku, byggingarhagleik og jarð- ræktarkunnáttu þeirra manna. Svo fast standa öll veruleg snild- arver.k. Svona eignm við að hyggja fyrirtæki okkar, til heilla og heiðurs þessn landi á jafn traustum grundvelli. Og nú er- um við hjer að fást við garðyrkj- una og ræktunarmálin. Það til- heyrir mestu ræktunarmálum lands vors. En ekki verður transt- lega að þeim unnið til verklegra framkvæmda, fyr en átökin verða sterkari og almennar en þan eru nú og að það er ræktarsemin við íslensk heimili og ást á landinu, sem hrindir þeim af stað. Ounnar á Hlíðarenda sagði forðum, þegar öll sund hamingj- nnnar voru lokuð fyrir honum, og ebkert var annað fyrir en að yfirgefa landið: „Fögur er Hlíðin, bleikir akrar og slegin tún, og mnn jeg hvergi fara“. Hann vildi heldnr bíða hel, en horfinn vera fósturjarðarströndum. Ættjarðar- ástin gerði hann færan um að fórna lífi sínu. Svipuð tilfinning liggur ennþá í blóði þeirra manna, sem ein- hverju vilja fórna, eitthvað á sig leggja fyrir landið; þeir vilja heldur „híða hel“, það er að segja þola einhver vonbrigði og sársauka, en að gefast upp við örðugleikana. Við höfum svo mismunandi hugsjónir; sjálf sagt hafa allir einhverjar, þótt misjafnlega gangi að láta þær rætast. En >á hugsjón veit jeg stærsta og veglegasta, og það er sú, að beita hugsun sinni og kröft- um til þess að gera öðrum lífið betra, fegurra og sólskinsríkara ei. það er. Það er hægt að vinná að >ví á ýmsan hátt. Við getum notað íslenska náttúrufegurð meira en við gerum.til þess að göfga okkur og skapá okkurmeiri listasmekk. Jeg er viss um, að það eru einmitt þessir kostir, sem liggja í okkar eðli, en við njótum þeirra ekki í eins ríkum mæli, af því við höfum ekki nógu fagurt í kring um okkur til þess að þroska þessa eiginleika. Reynum | því að færa íslensku trjen og blómin heim til okkar, veitum >eim skjól og umönnun, og lát- um það vera með >ví fyrsta, s.em' við kennum börnum okkar: að hirða og elska þau. Þá verður af sjálfu sjer útrýmt öllum óþrifnaði í kringum bæi okkar, sem ekki sómir menningarþjóð, en alstaðar reynt að gera grænt og grösugt.; Það er þá fyrst og fremst þrifa- ’ leg og skipuleg umgengni innan-! bæjar og utan, sem setur menn- ingarstimpil sinn á heimilin. Löngun okkar eftir allri feg- urð og fögrum litum eru sjálfsagt mörgum okkar i barnsminni. — Þann unað, sem við þráðum að sjá í litskrúði blómanna, eigum við að keppa að að geta veitt öðr- um, og það sem fyrst, svo við get- um með sanni ‘kallast eins og skáldið segir, „Vormenn íslands“,| Rannveig H. Líndal. • allir þroskaðir söngvinir og marg- ur áheyrandi Haraldar mun huga renna til hinnar frægu myndar af Beethoven, þar sem hann situr við hljóðfærið og leikur fyrir blindu stúlknna. Þessi tvö hljómleikakvöld þeirra hjóna verða eflaust hestu musik- viðburðir ársins, að öðrum góðum hljómleikum ólöstuðum. Það má ganga að því vísu, að hljómleikar þessir verði flestum ógleymanlegir síðarmeir. Svo fullkomin er list þeirra hjóna. Á. Th. WiIIiam Bryan. Sigurvegarinn í „apamálinu“, er varð bráðkvaddur um daginn. Kaopið yður gl raugu þar sem gæðin eru best, úrvalið mest og vee*dið lægst. j Laugavegs Apéfek Sjóntækjadeildin ■ •*•••>•'•>•>«■•>•<(■•■••• Hljómleikar. Frú Dóra og Haraldur Signrðsson. Annað kvöld og föstudagskvöld; fá bæjarbúar tækifæri að hlýða, í! síðasta sinni á þessu ári, á list | þeirra hjóna í Nýja Bíósalnum. | Þau hjónin eru nú á förum til út-! landa en ætla að kveðja höfuð-1 stað vorn með úrvals hljómleik í þetta sinn. Verkefnin ern svo marghreytt og fögur að jeg get ekki stilt mig um að vekja athygli söngvina á þeim með fáum orð-, um, ef það mætti verða til þess að einhverjir þeirra yrðu ekki af; fágætri listanantn fyrir það, að þeim væri verkefnin ókunn. Frú Dóra Signrðsson er hin1 fullkomnasta listakona í sönglist,1 sem hjer hefir enn látið til sínj heyra. Ætlar hún að syngja ,Frau- enlibe und Lehen,1 kvæðaflokk eftir Adelbert von Chamisso, und- ir tónnm Robert Schumann’s; eru það 8 smálög í samhengi ,hvert öðru fegurra, hrein meistaraverk og viðkvæm og ástríðumikil lýsing á efni því, sem titill flokksins bendir tiL Þar við bætist á efnisskránni 4 af hinum bestu lögum Sehubert’s:! „Der Lindenbaum,“ „Der Neugie-j rige,“ „Wohin“ og ,Fischerweise.‘, Enn syngur frúin tvö frönsk lög, j annað eftir Fauré, hitt eftir Deb-j ussy, ágæt frönsk tónskáld. Loks! fáum við að heyra „Sofnar lóa“ j og „Ein sit jeg líti á steini,“ eftir j Sigfús Einarsson. Þau þekkja all- ir, en fyrirfram má segja að þau verði bæði meistaralega flutt af frúnni. Tvö ný lög sýngur hún ennfremur eftir Pál ísólfsson: „Jeg sje þig enn“ og ,Vögguvísa.‘ Við alt þetta munu meistara- hendur Haraldar bæta: „Tungl- skins-sónötu Beethovens,“ „Wand- ererfantasie“ Schubert’s og Beet- hoven’s Sónötu Nr. 110, næstsíð- ustu sónötuna sem meistarinn mikli samdi; hefir hún aldroi ver- ið leikin hjer áður og verður, með höndum Haraldar, fáheyrt góð- gæti fyrir áheyrendur. „Tunglskins-sónötuna“ þekkja Fyrir nokkru var dómur upp kveðinn fýrir undirrjetti í Ten- nesee í hinu víðfræga svo nefnda „Apamáli“, sem getið hefir verið um lijer í blaðinu. Málinu lauk þ nnig, mö Joh" Scopes k-miari var dæmdur í 100 dala sekt fyrir að brjóta lögin og fyrir villutrú, þareð hann hefði kent lærisvein- um sínum þróumrkeiiningu Darwins. William Bryan hafði unnið sig- ur í baráttunni gegn villntrú þeirri, sem felst í kenningum Dar- wins. Var þess vænst, að hann fylgdi málinu eftir með eins mikilli elju og dugnaði er það kemur fyrir hæstarjett í sept.her. En rjett eftir að málið var a enda kljáð fyrir rjettinum í Ten- nesee varð William Bryan bráð- kvaddur. Bessastaðakirkju koma margir til að skoða. Þó hafa færri komið nú upp á síðkastið síðan sett var einnar krónu gjald fvrir hvern, sem hún er sýnd. — Hugmyndin með þessu er sú, að safna nokkrum aurum handa kirk junni, sem er eignalaus en þarf mikið til síns viðhalds. Fyrir fáum áium gekst Matth. Þórðarson forn minjavörður fyrir samskotum til handa kirkjunni og var því fje varið til viðgerðar hennar. Á Matthías milda þökk skilið fyrir forgöngu sína í því máli. Ef kirkjan á að standa verður hún að eignast sjóð. Vænti jeg að góð- ir gestir láti það ekki fæla sig frá að skoða kirkjuna þótt það kosti eina krónu. Að loknm vil jeg geta þess að hjer kom nýlega Stefán Sandholt bakari og vjek kirkj- unni 50 krónnm. Votta jeg honum hjermeð fyrir- kirkjunnar hönd bestu þakkir. Jón H. Þorbergsson. yyGullfossc< fer hjeðan á laugardag 22. ágúst síðdegis, til útlanda (Leith og Kaupmannahafnar.) ÍFarseðlar sækist á morgun eða fðstudag. 9! II fer hjeðan á laugardag 22. áúgst austur og norður um land, sam- kvæmt 11. ferð áætlunarinnar. Vörur afhendist í daga eða á morgnn. Farseðlar sækist á morgun. Þessa annáluðu ágætistegund sel jeg afaródýrt í heilum 'kössnm. Hannes Jónsson. Laugaveg 28. í bú ð 2—3 herbergi og eldhús óskast 1. október eða fyr. Fyrirfram greiðsla. A. S. í. vísar á. H.f. Þvottahúsið Mjallhvít. Sími 1401. — Sími 1401. Rvær hvítan þvott fyrir 65 aura Mlóið. Sækjum og sendum þvottinn. Liptons: Gerduft, ---Eggjaduft, ---Búðingspúlver. SfmiPK 24 vnrslania, 23 PonlasE, 27 Fosab»rg Klapparstíf 29. Málning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.