Morgunblaðið - 19.08.1925, Blaðsíða 4
4
MGRGL NRLAPIÐ
BtlÍgTBKJ^
Auglýsm^ad&g bók.
*■»
Viiskifti. Illll
Nýkomið: Mjög fallegir sport-
sokkar á drengi og telpur, hekluð
hálsbindi, axlabönd, sportbelti,
enskar húfur og karlmannshálf-
sokkar í öllum nýjustu litum og
gerðum. Guðm. B. Vikar, Lauga-
reg 5.
Tómir kassar til sölu í Höepfn-
erspakkhúsi, Hafnarstræti 21.
Nýkomið: Hatar, húfur, man-
chettskyrtur, flibbar, axlabönd,
Yasaklútar, bindislifsi, nærföt,
sokkar, nankinsföt, ferðateppi o.
fj. Einnig gamlir hattar gerðir
sem nýir. — Karlmannahatta-
verkstæðið í Hafnarstræti 18.
Húsnæði.
Barnlauk hjón óska eftir 3—4
herbergjum og eldhúsi í septem-
ber eða október. Áreiðanleg borg-
tm. A. S. í. vísar á.
Flóra íslands
2. útgáfa, fsest á
Afgr. Morgunbladslns.
nefndar Moldbrekkur, eru í landi
Árbæjar, vestan í Selsás. —
Vatnsveitugatan af þjóð-
veginum er bílfær, þegar þurt er
tnn, upp fyrir Selásskverk að
Vatnsbrú. Reykjavíkurbær á jarð-
irnar Árbæ og Breiðholt, enábú-
endur eiga vitanlega landsnytj-
arnar, meðan þeir hafa ábúðar-
rjettinn.
Suðurendi Árbæjarlands, sem á-
búandi hefir leyft að Ieggja und-
ir umferð sunnudagagesta úr Rvík
er aðalbeitilandið fyrir búfjenað
búandans, því á þeim hlutanum,
sem nær er veginum og bænum,
er ætíð hvert strá rótnagað af
ánauð ferðamanna. Greiðasala er á
Árbæ, og þar verður því að þola
átroðninginn, sem henni fylgir. En
þar af leiðir, að búfjenaðurinn
leitar sjer bjargar í landi ná-
granna. Leyfið verður því víðtæk-
ara en sýnist, þó fólkið gætti þess
að fara ekki yfir merkin, sem ekki
þarf við að búast. Að vísu voru
merkin greinilega vörðuð, með
samvinnu beggja aðila, í borgar-
stjóratíð Páls Einarssonar, en lítið
ber nú á þeim vörðum; þær eru
flestar hrundar, eða jafnaðar við
jörðu með talsverðri fyrirhöfn, að
því er virðist, og hefir nú síðari
árin ekki tekist að fá samvinnu
til að endurreisa þær. — Fari bær-
inn að sjá fólki sínu fyrir stað
utan borgar til dvalar á sunnud.,
| eða þá er það hefir tækifæri til að
bregða sjer úr bæjargöturykinu
um stund, og verði staðurinn þá
valinn þarna, ætti að afmarka með
girðingum landshluta þá, sem fólk
inu eru frjálsir. Að austanverðu
færi best á því, að Selás allur, að
veginum að Markgróf, væri fólk-
inu frjáls, og yrði þá að leigja
eða kaupa þann hlutann, sem bær-
inn ekki á.
Erfitt á jeg með að gera mjer
grein fyrir því, hversvegna Björn
í Grafarholti kennir kulda frá rit-
stj. Mbl. eða öðrum Rvíkingum
fyrirþað, að hann telur borgarbúa
skorta rjett til að leggja undir sig
að eigin vild land Grafarholts eða
annara jarða, sem eru í eign eða
ábúð einstakra manna, eða að
hann lætur í ljósi misþóknun á
því, að landsnytjar bóndans eru
teknar frá honum leyfislaust
(framið rán). En svo rótgróinn
virðist nú þessi ásælnishugsunar-
háttur vera, að fólkinu finst sjer
misboðið ef minst er á þetta! —
Morgunblaðið segir, að fólkinu sje
„nauðugur- einn kostur að ganga
yfir mela og ef til vill eitthvað af
lyngi í landareign Björns íGrh.“,
ef það vilji „fara upp að Baldurs-
haga“. Þetta á að gilda við ábú-
anda Grafarholts, en ábúar Ár-
bæjar og Elliðavatns eru beðnir
leyfis. — Síðastliðinn rúmanfjórð
ung aldar hefir engum, sem leyfis
hefir til þessa leitað, verið neitað
um að fara yfir land Grafarh.,
tína ber o. þvíl., stundum leyfðar
skemtisamkomur fjelögum, og
aldrei verið tekið gjald fyrir
slíkt. Alþýðufjelög Reykjavíkur
fengu að hafa samkomu í Sauða-
dal við Selás, og er það þó slægju-
land. Grundirnar þar hafa bæjar-
menn síðan nefnt Fögruvelli. Það
er beint í leið milli Moldbrekkna
og Baldurshaga, og þýðara undir
fæti en „melar og lyng“. Þar, og
á Harðavelli litlu sunnar (í landi
Grafarh.) eru bestu barnaleikvell-
ir á þessum svæðum. Það er að-
eins sjálftektin og virðingarleysi
fyrir rjetti þess, sem með á, sem
við Grafarholtsmenn ömumst við,
og teljum siðleysisvott, en erum
ekki verri viðskiftis en aðrir, sje
sæmilega að farið. Gatan frá þjóð-
veginum suður að Vatnsbrú, sem
Mbl. „ávísar bílunum til umferð-
ar, liggur að miklu leyti í Graf-
arholtslandi, og á landeigandinn
víst fullan rjett á að leyfa eða
banna umferð þar, og girða án
hliðs, ef bami vildi. Leyfi býst
jeg við að hefði verið auðfengið,
en þess er eigi leitað við „Grafar-
holtsbóndann". Engin jörð á landi
þessu (líklega ekki á vorri jörð)
er eins ánýdd af almenningi og
Grafarholt. í fárra km. fjarlægð
frá 2 fjölmennum kaupstöðum (c.
7 km. frá Rvík, 11 km. frá Hafn-
arfirði) liggja 2 fjölförnustu
þjóðvegir landsins um endilangt
land jarðarinnar, annar 3 km.
hinn 5 km., og hinn 3. er reiðveg-
ur samhliða lengri veginum, milli
þeirra þvert yfir landið er enn
2 km. einkavegur Grafhyltinga,
sem allir leyfa sjer að nota, er
vilja. Meðfram vegum þessum
beggja megin eru breið belti und-
irorpin ágangi af umferðinni, —
„einn kemur þá annar fer“, alla
tíma frá vordögum til veturnótta,
menn æja öllum skepnum, þar
á meðal fjárrekstrum alt haustið,
borgarbúar fara þar hópum sam-
an í berjamó, og á vorum reka
þeir sumir þangað fje sitt, eins
og í afrjett, jafnvel að tilhlutun
lögreglunnar — alt heimildarlaust.
Og stjórnarvöld borgarinnar hafa
nokkrum sinnum tekið til *eigin
afnota, eða til eyðileggingar
skársta hluta utantúnsslægna
Grafarholts, án þess að gera eig-
anda aðvart nje bjóða bætur. En
leyfi „Grafarholtsbóndinn“ sjer
að mögla um slíkt, þá eru honum
vís hnjóðsyrðin, ef ekki „skellr
fyrir skillinga“.
Þetta þykir okkur „skrítið
rjettlæti" !
B. B.
P. S. Morgunbl. er ljúft að
flytja ofanritaða grein frá Birni
í Grafarholti. — Eftir greininni
að dæma er ekki annað sýnna, en
Björn hafi verið eitthvað misskil-
inn fram til þessa. Hann hefir
ekki amast við umferð um landar-
eign sína, hafi leyfis verið leitað.
Án leyfis ábúenda eða eigenda
mun Mbl. aldrei ávísa sunnudaga-
gestum á land til umferðar. En
eftir þessi ummæli Björns bónda
er Mbl. hugleikið að sækja um
leyfi til umferðar einn eða tvo
sunnudaga í sumar fyrir sunnu-
dagagesti, um svæði það, sem
Björn minnist á, Selás í Grafar-
holtslandi, Fögruvelli o. s. frv., að
Baldurshaga.
í grein Björns er talað um
Moldbrekkur. Svo heita brekk-
urnar og hvammarnir rjettu nafni,
er hjer hafa verið kallaðir „Elliða-
árhvammar“.
Þar sem Björn minnist á, að
girða svæði fyrir sunnudagagesti
úr Reykjavik, þá samrýmist það
ekki áformi Morgunblaðsins með
ferðum þessum. Sunnudagaferðir
þessar hafa mætt svo mikilli vel-
vild, að vjer erum í engum vafa
um, að leyfi til umferðar er víða
auðsótt, og því engin ástæða til
þess að einskorða þessar ferðir
til sömu staðanna sunnudag eftir
sunnudag. Það yrði óþarflega til-
breytingarlítið.
DAGBÓK.
Landssíminn. Fyrst um sinn
verður hægt að ná til allra stöðva
á landinu í I. fl. A, til kl. 10 að
kvöldi. En undanfarið hefir það
ekki verið hægt lengur en til kl. 9.
Nýbreytni þessi byrjaði 17. þessa
mán. Stöðvarnar sem næst til fyr-
ir þessa lengingu símatímans eru í
Reykjavík, Hafnarfirði, Yest-
mannaeyjum, Borðeyri, Isafirði,
Akureyri, Siglufirði og Seyðis-
firði,
Af veiðum komu í gær: Skalla-
grímur með 110 tunnur, og Skúli
fógeti með 95. Skallagrímur fór á
veiðar aftur í gærkvöldi.
Á veiðar hafa farið nýlega Maí
og Apríl.
Af Alftanesi eru sagðar þær
frjettir, að bændur sjeu þar búnir,
þrátt fyrir hina stopulu þurka,
að ná inn mest allri sinni töðu, Og
henni með sæmilegri nýtingu.
Enskur togari, Sleaford, kom
hingað inn af veiðum í gær.
Edilon Grímsson skipstjóri. 1
gær var hjer í blaðinu sagt frá
afmæli hans, og hann þar talinn
75 ára. En þessi gamli sægarpur
er eldri orðinn, skortir eitt ár á
áttrætt, og ber hann ellina af-
burðavel.
Dánarfregn. 16. þ. m. andaðist
á heimili sínu hjer í bænum, Vest-
urgötu 30, Einar Jónsson, skó-
smiður, gamall borgari bæjarins.
Hækkun krónunnar. í gær lækk-
aði sterlingspund um 25 aur., úr
ki. 26,25 niður í kr. 26,00.
Maður meiddist í Bankastræti
í fyrradag; kom hann á hjóli ofan
strætið, með miklum hraða, rakst
á hestvagn, sem á götunni var og
kastaðist af hjólinu.Meiddist hann
nokkuð á höfði, og æð skarst sund
ur um annan öklann. Læknir var
sóttur og stöðvaði hann blóðrás-
ina. Annars munu meiðslin ekki
hafa verið hættuleg.
Ritstjórn Varðar. Settur rit-
stjóri Varðar Kristján Albertsson,
IVEikið úrval'
af
Sundffitum
nýkomid
lföruhúsið.
Papplrspokar
lægst verð.
Harluf Clausen.
Slml 39.
ins. Til þess hafði Árni alþingism.
áður verið ráðinn, en aldrei tekið
við. Hann hefir nú verið leystnr
frá samningi sínum við hlaðið, ett
slýrir því þó nú í hili, í fjarvem
Kristjáns Albertson, sem nú hefst
við í Bjarnarhöfn vestra í sumar-
leyfi, eins og áður er getið hjer
í blaðinu.
Frá Hafnarfirði. í fyrradag kom
enski togarinn ,Lord Fisher', með
110 föt, en í gær „Kings Crey“
frá Englandi. Á hann að fara á
saltfisksveiðar í stað ,James Long‘.
En hann fer á ísfiskveiðar. Kom
hann inn í gær með 105 föt.
Flutningaskipið Mjölnir kom frá
Stykkishólmi í gær, en fór strax
til Akraness, og tekur þar fisk,.
en kemur svo síðan til Hafnar-
fjarðar aftur.
Óðinn, jan.-júní-heftin, er ný-
lega kominn út, og flytur fjölda
greina um merka menn og nafn-
kunna og greinir um þá. Er þar
t. d. löng grein um prófessor Val-
tý Guðmundsson, vel skrifuð, og
mynd af honum, mynd af Birni
heitn. Jónssyni ráðherra og kröft-
ugt kvæði um hann, eftir Guð-
mund Friðjónsson, grein um Magn
úr Th. Blöndal útgerðarmann og
mynd af honum, og er í greininni
myndir af fiskverkunarstöð „Sleip'
nis“-fjelagsins í Haga ,og lýsing
af henni, og fjöldi annara mynda
ar. ýmsum mönnnm og æfiatriða
þeirra. Er „óðinn“ með allra fjöl-
breyttasta móti nú.
Esja kom hingað í gærkvöldi.
Meðal farþega voru sjera Árni
Sigurðsson og íþróttamennirnir úr
K R., frá Vestmannaeyjum.
BPÆ JARAGILDRAN
við. Mjer gat ekki dottið í hng, að þjer sæjuð nokk-
urt sambánd milli komn minnar hingað og bvarfs
ungfrú Poynton.
— Þessu er þannig varið, tók Duncombe nú
til máls, að um þessar mundir dvelur nng stúlka
sem gestur hjá Runton lávarði, og Pelham heldur
því fram, að rödd hennar sje nákvæmlega eins og
rödd Phyllis, og að ytra útliti minnir hún allmikið
á mynd, sem jeg hefi sjeð af Phyllis, og þú sást,
það játa jeg. En það er tilviljun ein og heimska, að
byggja nokkrar staðhæfingar á því. Þessi nnga
atúlka heitir Fielding, og dvelnr ásamt föður sín-
um hjá Runton lávarði.
— 1 mínnm eymm er rödd allra ungra stúlkna
eins, sagði Spencer.
— Mjer skilst þá, eftir þessn öllu að dæma, að
þjer hafið ekkert nýtt að segja okkur af ungfrú
Poynton, sagði Pelham.
— Engar, sagði Spencer.
— Þá ætla jeg að bjóða ykkur báðum góða
nótt.
Pelham gekk til svefnherbergis síns. Spencer
mælti síðan örstuttu á eftir:
— Segðu mjer eitthvað um þessa ungfrú Fiel-
ding og föður hennar.
— Þau eru frá Ameríku. Hefurðu heyrt þeirra
getið fyr?
— Já, nokkrum sinnum.
— Það lítur út fyrir, að þú viljir kynnastþeim
meira en lítið.
— Mig langar ekki til að kynnast ððrum mönn-
um fremur.
Duncombe náfölnaði.
— Hvað áttu við? spurði hann.
— Herra Fielding frá New York fór til Ame-
ríku frá Havre á laugardaginn var. En dóttir hans
tók sjer á sama tíma ferð á hendur til Rússlands
með nokkrum vinum sínum.
Duncombe hrökk við, eins og hann hefði verið
barinn.
— Hvaða fólk er þetta þá?
Speneer ypti öxlum.
— Mjer datt í hug, að það gæti verið nógu
gaman að skreppa hingað yfir sundið og rannsaka
málið, svaraði hann.
XIX KAFLI.
Mótið á hæðadrögunum.
Ofurlitlu fyrir klukkan 10 næsta morgun kon»
ríðandi maður frá Runton lávarði með eftirfarandí
brjef til Duncombe s ■ .