Morgunblaðið - 22.08.1925, Side 4
4
ILGRGL NBLAÐIÐ
iiiiiiT“ TiiSiii
Nýkomið: Mjög fallegir sport-
sokkar á drengi og telpur, hekluð
hálsbindi, axlabönd, sportbelti,
enskar húfur og karlmannshálf-
sokkar í öllum nýjustu litum og
gerðum. Guðm. B. Vikar, Lauga-
veg 5.
lllllllllllllll! Húsnæði. lÍliiiillllliiiliÍ
Eitt stórt eða tvö samliggjandi
herbergi, móti sól, í góðu húsi,
óskast til að kenna í.
Jóna7 Sigurjónsdóttir, Kennara-
skólanum, sími 618.
Peningaveski hefir fátækur
drengur tapað á götum bæjarins
með 34 krónum í. Finnandi skili
því á Hverfisgötu 92.
I
Flóra Islands
2. útgáfa, fæst á
Afgp. Morgunblaðsins.
III.
1. I grein minni um erlend
sorprit drap jeg lauslega á rit-
dómana. Því verður ekki neitað
með rjettum rökum, að ritdómar-
ar hafa verið og eru með þjóð
vorri mjög svo ljelegir. Jafnvel
í ritdómum hinna vönduðustu
tímarita vorra verða fyrir oss
svo örg öfugmæli, að firn mega
heita. Þó eru ritdómar þeir, sem
hinir og þessir skjóta inn í blöð-
in, ennþá lakari. Þeir eru hrein
og bein auglýsing af lakasta tægi.
Bækur koma út tugum saman
á ári hverju — og allar fá þær
meira eða minna lof. Fer það mest
eftir því, hve höfundurinn er dug-
legur að skjóta upp herör og
senda málalið sitt fram á ritvöll-
inn. Með þessu móti má það fyrir-
brigði ske, að höfundar, ger-
sneyddir skáldskapar- og lista-
gáfu, sendi á bókamarkaðinn eina
bókina annari fáránlegri. Einn
hinn argasti, en um leið stríð-
montnasti ritklaufi Islands, sendi
t. d. á markaðinn í fyrra fimtu
•— segi og skrifa fimtu bók sína
—- og mjer er sagt að hún sje
uppseld!!!
Það getur vart heitið afsakan-
legt, að vitrustu og rithæfustu
menn þjóðarinnar þegi í hel það
af góðum bókmentum, sem út
kemur, og láti bullið og vitleysuna
sigla sinn sjó í friði. Þetta deyr
aí sjálfu sjer, segja menn um
sorpritin. Jú, það kann að vera,
að þau taki aldrei sess í bókmenta
sögu vorri, en þau spilla máls-
og bókmentabragði almennings og
loka sæmilegum og góðum bók-
mentum leið til fjöldans. Jeg hefi
heyrt hina ábyrgu, andlegu leið-
tóga vora afsakaða með því, að
þeir fengju ekkert fyrir ritdóma
sína nema skammir. Satt er það,
að jafnan þá er einhver skrifar
sanngjarnan ritdóm, lofar og
lastar með fullu rjettdæmi, setj-
ast þegar að honum hundrað
krunkandi hrafnar. En það hrafna
garg ættu menn að geta látið sjer
í Ijettu rúmi liggja, ella eru þeir
ekki færir um andlega leiðsögn.
Nú munu sumir ef til villhalda
að jeg líti svo á, sem almennast er,
þrátt fyrir alla skrumdómara, að
íslenskar bókmentir sjeu komnar
í mestu niðurlægingu, að heimur
versnandi fari og hin yngri skáld
vor sjeu að engu nýt. En það er
þvert á móti. Jeg Mt svo á, að nú
sje allmikill og kjarngóður gróð-
ur í bókmentum vorum — og í
hreinu og fögru formi hafa þær
sjaldan staðið jafn hátt og nú;
einkum má segja, að sum af hin-
um yngri ljóðskáldum vorum sjeu
þar afbrigða snillingar. En fleira
er gefið út en nokkru sinni áður
— og meiri hlutinn er sem oftast
einkis virði. En sú er hættan
mest, að í ritdómunum er öllu
hælt, svo að almenningur veit
hvorki upp nje niður í völundar-
húsi bókmentanna.
Framh.
Guðmundur Gíslason Hagalín.
GENGIÐ.
Reykjavík í gær.
Sterlingspund ............ 26,00
Danskar kr............ .. 123,28
Norskar kr................ 99,73
Sænskar kr.............. 144,12
Dollar .................... 5,37
»
Franskir frankar ......... 25,40
<S>-
D AGBÓK.
Messur á morgun: í dómkirkj-
urmi klukkan 11 árdegis, sjera
Friðrik Hallgrímsson. í Landa-
kotskirkju hámessa klukkan 9. f.
hád. Engin síðdegisguðsþjónusta.
ÍSjera Ólafur Ólafssou fríkirkju-
prestur á 45 ára prestsskaparaf-
mæli í dag.
Timburskonnorta, er „Fylla“
heitir, kom með trjáviðarfarm til
„Völundar“ í gær.
Esja fer hjeðan í dag, klukkan
níu. — Meðal farþega eru: Jóhann
Kristjánsson byggingafræðingur,
Þorgils Ingvarsson bankaútbús-
stjúri, Jón Þórarinsson fræðslu-
málastjóri, Jón Guðmundsson af-
greiðslumaður á Skálum, Þór. Ní-
elsen bankamaður, Sigurður Kvar-
an læknir, Andrjes Þormar síma-
maður og Jón Víðis mælinga-
maður.
Gullfoss fer hjeðan í dag kl. 4
til útlanda. Farþegar eru meðal
annara: Magnús Kjaran kaupmað-
ur, Haraldur Arnasön kaupmað-
ur, Björn Björnsson bakarameist-
ari, Ingvar Ólafsson kaupmaður,
rnóðir hans og tveir bræður, ung-
frú IngibjÖrg Zimsen, ungfrú
Arpi, ungfrú Elín Jakobsdóttir,
ungfrú Ragna Þorvarðardóttir,
ungfrú Sigurbjörg Ólafsdóttir, Ey
júlfssonar, frú Anna Ghristensen,
lyfsala í Stykkishólmi, Gísli Finns-
son járnsmiður og frú hans, Jón
Björnsson kaupmaður, Schmidt-
Reinecke, þýski fiðluleikarinn, og
sjö stúdéntar.
Haraldur Sigurðsson píanoleik-
ari og frú hans, taka sjer fari
hjeðan með Esju til Vestmanna-
eyja. Ætla þau að halda hljóm-
leika í Eyjum, en halda síðan á-
fram með Gullfossi til Danmerkur.
Austan úr Mýrdal komu nýlega
Þorsteinn Þorsteinsson kaupmað-
ur í Vík og Sveinn Þorláksson
stöðvarstjóri. Segja þeir, að slátt-
ur gangi illa í Mýrdal vegna sí-
feldrar vætu. Eiga menn mikið úti
af heyjum, og liggur það sumstað-
ar undir skemdum. Er það eink-
um á þeim bæjum í austurhluta
Mýrdals, sem liggja fjær sjó,
að veðráttan hefir verið erfið
vegna sífeldra fjallaskúra.
Checko-Slóvakískur konsúll. —
Þess var getið hjer í blaðinu fyrir
skömmu, og haft eftir Lögbirt-
ingablaðinu, að hr. stórkaupmað-
ur Jón Laxdal hefði verið viður-
lcendur Cheeko-Slóvakískur kon-
súll í Reykjavík, en nú hefir Lax-
dal skýrt Morgunblaðinu frá því,'
að hann sje konsúll fyrir alt ís-
land, með aðsetur í Reykjavík. j
Aukadýrtíðaruppbót. Samþykt j
var á bæjarstjórnarfundinum í1
fyrrakvöld aukadýrtíðaruppbót
fyrir fasta starfsmenn bæjarins í
3.—9. launaflokki. Nemur hún
100 kr. á ári fyrir hvert barn
innan 16 ára og hvern skyldu-
ómaga, er starfsmaðurinn hefir á
framfæri sínu.
Úr ferðalagi um Vestfjörðu er
nýlega kominn Sigurður Sigurðs-
son búnaðarinálastjóri.
Baldur kom af veiðum í gær,
með 110 föt lifrar.
Mjölnir kom hingað í fyrrinótt,
og tekur hjer fisk til útflutnings.
Kom frá Hafnarfirði og hafði tek-
ið þar 164 smálestir af fiski.
Á veiðar fór Menja í gærkvöldi,
en Gulltoppur fer í kvöld. Þá
mun og Ver fara á veiðar mjög
bráðlega.
Kolafarm fjekk Kveldúlfur ný-
lega með skipi, er Stockpole heitir.
Suðurland fer til Borgarness í
dag með norðan- og vestanpóst.
Tampen, norskur línuveiðari,
kom frá Grænlandi í gærmorgun.
Sagði lítinn afla.
Áheiit á Strandarkirkju frá G.
kr. 5,00.
Vestur-íslenskir gestir. Væntan-
leg eru hingað með „Lyra“, nú
eftir helgina sjera N. Steingrímur
Þorláksson og frú hans. Er hún
norsk og hafa þau verið í kynnis-
för í Noregi hjá ættingjum og
vinum hennar, en ætla að bregða
sjer hingað til lands snöggva ferð.
S.jera Steingrímur er meðal kunn-
ustu Vestur-fslendinga. Hann er
Þingeyingur að ætt, fæddur 1857.
Fór hann ungur af landi burt, og
las guðfræði bæði vestan hafs og
í Osló. Voru í gær liðin rjett 38
ár síðan hann vígðist. Síðastliðin
25 ár hefir hann verið prestur
íslenska safnaðarins í Selkirk í
Manitoba, og tvö árin síðustu for-
seti Kirkjuf jelagsins. Sjera stein-
grímur er mjög vinsæll meðal Is-
lendinga vestan hafs, og hefir
unnið af miklum áhuga að prests-
skaparstarfi sínu. Heimili þeirra
hjóna er orðlagt fyrir gestrisni.
Hjeðan munu þau fara aftur til
Noregs, og þaðan vestur um haf.
Gamalmennaskemtunin verður á
raorgun kl. 2 til 6 a tuninu við
Grund, ef veður leyfir. Reynt verð
ur að sækja ellihruma, sem um
það biðja. Eru þeir, sem þann
flutning þurfa, beðnir að segja til
sín í síma 1019 kl. 5 til 7 síðdegis
Nýir kaupesidw*
að
murnu
fá bla’ið
ókeypis
til næstkomandi mánaðamóta^
SÉmari
24 verslBiíiB
23 Ponkeu,
27 Fouberft
Klapparstíg 23.
Málning.
Fyrirliggjandi s
Trawl-virar,
Trawl-garn,
Manilla,
Bindigarn
Simi 7ZO.
Gott
Betra
Best
Sal-
gati
Innlendur og erlend-
ur Brjóstsykur, —
Karamellur, — Kon-
fekt f lausri vigt og
I Bskjum, að ógleymd-
um hinum mörgu tegund-
um af Atsúkkulaði.
Alt þetta selur
lóbalishiisid
Austurstræti 17.
í dag. — Lesendurnir eru beðnir
að minna gamla fólkið á þetta
svo enginn gleymist.
SPÆJARAGILDRAN
XX. KAFLI.
Herra Fielding í nýju hlutverki.
Það var óvenjulega hljótt í höll Runtons lá-
varðar þennan dag, þar sem allir gestirnir, að und-
anteknum amerísku feðginunum, voru á veiðum, á
samt mörgum heimamönnum.
Þó var ekki verulega friðsamlegt í einu gesta-
herberginu á neðstu hæð, stórum, skrautlegum sal.
Einni stundu áður hafði innistúlkan skilið við alt
þar í röð og reglu. En nú leit það öðruvísi út.
Á miðju stofugólfinu lá maður á grúfu. Úr
gagnauganu flaut blóð úr opnu sári niður á gólf-
teppið. í hvert sinn, er hann dró andann, stundi
hann sárt við. Borð og stólar lágu á hliðinni og
bent það á, að hörð barátta hefði átt sjer þarna
stað. Um það bar einnig vitni útlit hins mannsins,
sem í stofunni var.
Þessi maður var herra Fielding. Hann lá á
hnjánum og rannsakaði í ákafa innihald kassa eins
úr svörtu mahogni. En hann virtist vera fullur af
ýmiskonar skjölum. Við hlið Fielding á gólfinu lágu
allskonar verkfæri, sem hann hafði brotið upp kass-
ann með. Fielding var ekki sjálfum sjer líkur á
þessu augnabliki. Hann var náfölur; við og við
þreifaði hann á annari öxl sinni, og var auðsjeð, að >
hann kendi þar mikið til. Ofurlítil púðurlykt var í
stofunni, og við fætur hins deyjandi manns lá
skammbyssa. En Fielding sinti engu öðru en kass-
anum.
En alt í einu var hann truflaður. Hratt fótatak
heyrðist á ganginum og sá, sem kom, staðnæmdist
við dyrnar. Síðan var drepið á dyr, hvað eftir
annað.
Særði maðurinn stundi enn meir, og reyndi að
velta sjer á hliðina, því hann hafði ekki mist með-
vitundina. Fielding lokaði 'kassanum og stóð upp
með erfiðleikum. Hann stóð um stund ráðþrota og
starði á dyrnar. Hver gat þetta verið? Hann hafði
beðið um að verða ekki ónáðaður. Stórir svitadrop-
ar spruttu fram á enni hans. Loks gekk hann hægt
að dyrunum.
— Hver er þar? spurði hann með aðdáunar-
verðri ró.
— Það er jeg! Hleypið þjer mjer strax inrt,
var svarað. Fielding þótti sýnilega vænt um. Hann
opnaði dyrnar og dró ungu stúlkuna inn í stofuna.
— Hvers vegna komið þjer svona fljótt aftur?
spurði hann reiðilega. Jeg ætlaðist alls ekki til þess.
Hún ætlaði að tala, en kom ekki nokkru orði
upp. Maðurinn á gólfinu stundi hátt við. Þá fóf
hryllingur um ungfrúna og lienni lá við falli.
— Hver fjandinn er þetta? Getið þjer ekki
svarað? Hjer hefir farið fram ljótur leikur. Jeg ei
særður, og jeg er hræddur um að jeg hafi sært þenn
an náunga fullmikið.
— Jeg gekk niður í garðinn, gat ungfrúin loks-
ins stunið upp, og jeg sá þá koma. Þeir koma allir
aftur.
— Koma þeir aftur?
— Þeir eru nærri kornnir.
— En bifreiðin?
— Hún bíður hjer úti.
Fielding hafði nú alt í einvi gleymt sárinu.