Morgunblaðið - 10.09.1925, Side 4
4
k-GftGUNBLAÐlÐ
*
Tóbaksvörnr hverju nafni sem
nefnast kaupa menn þar sem úr
mestu er að velja.
Tóbakshúsið, Austurstrœti 17.
Tækifærisgjafir, sem öllum kem-
nr vel að fá, eru fallegu konfekt-
kassarnir úr Tóbakshúsinu, Aust-
urstræti 17.
Mikið af fallegum legsteinum
fyrirliggjandi. — Gunhild Thor-
eteánsson, Suðurgötu 5. Sími 688.
Mestur vanndinn er að fá vand-
aðar og fallegar leirvörur fyrir
■lítið verð, en það tekst, ef kaupin
eru gerð í versluninni „Þörf“,
■Hverfisgötu 56. — Sjálfra yðar
vegna ættuð þjer að líta þar innl
áður en kaup eru gerð á öðrum
stöðum.
Sykur og rúgmjöl, afaródýrt,
danskar kartöflur, pokinn 14 kr.
Hannes Jónsson, Laugaveg 28.
Taurullur, tauvindur, þvottabal-
ar, blikkfötur.
Hannes Jónsson, Laugaveg 28.
Lampar og lampaglös allskonar.
Nátttýrur.
Hannes Jónsson, Laugaveg 28.
DAGBÓK.
D. Egger þýski óðalsbóndinn, er
hjer var á ferðinni í sumar og
sagði frá austurrísku glímunni, er
nú kominn heim til sín. Hann
skrifar Morgunblaðinu þaðan og
biður um að flytja þeim kveðjur
«r hann kyntist hjer, og þakka
fyrir góða viðkynningu.
Bráðlega mun hann senda grein-
argerð um austurrísku glímuna.
Til Strandarkirkju frá K. kr.
10,00. —
Þjóðbankmn danski hefir lækk-
að forvexti niður í 5%%■
Et stort norsk specialfirma i
malervarer, fabrik 09 förste-
klasses generalagantur, söker
dygtig godt indfört agent. Refe-
rencer utbedes.
Ing. 8. B. Fleischer
Bergen, Norge.
Værelse söges.
En ung dansk Kontormand sög-
er et pent möbleret Yærelse, helst
í Midbyen. Billet mærk. „Pas“,
sendes A. S. 1.
Afgreiðslu blaðsins
HÆHIS
á Seyðisfirði
annast í Reykjavík
Guðmundur ÓLafsson,
Fjólugötu (áður innheimtumaður
hjá H. í. S.) Til hans ber einnig
að snúa sjer með greiðslu á blað-
inu. —
S i vn aft
24 vomlunP
23 PoulMn,
27 .Fot«b*rg
Klapparsí-ís 28.
Skrúfstykki.
Farþegar á „Lyra“ hingað, nú
síðast voru m. a.: Einar Arnórs-
son prófessor og frú hans, Lárus
H. Bjarnason hæstarjettardómari,
Þórður Edilonsson læknir og frú
hans, og sonur, Sigurður Magn-
ússon læknir og frú hans, Helgi
Tómasson læknir og frú hans, dr.
Alexander Jóhannesson, Jes Zim-
sen konsúll, frú hans og tvær
dætur, sjera Friðrik Rafnar, Mar-
teinn Einarsson kaúpmaður, Jó-
hann Ólafsson stórkaupmaður, frú
Sophy Bjarnarson, frú Ellingsenog
þrjú börn hennar, Þorkell Ole-
mentz, Loftur Loftsson útgerðar-
maður, og frá Vestmannaeyjum
kom sjera Árni Björnsson pró-
fastur í Görðum.
Jón Egilson skrifstofustjóri
meiddist á sunnudaginn var, hraut
hann af húströppuin og brákaðist
eitt rif í honum.
Union, saltskip, sem hjer hefir
legið, fór hjeðan í gær fullfermt
saltfiski til Spánar.
'Lyra, fer hjeðan í dag klukkan
6. Meðal farþega eru: sjera N.
Steingrímur Þorláksson og frú
hans, Forberg landssímastjóri, G.
Funk, frú T. H. Ólafsson, G. Fann
berg, A. Bentsen; áleiðis til Ame-
ríku fara: ungfrú Kristín V. Poul-
sen, frú Valgerður Helgason og
Kristín Oddgeirsdóttir.
Henriette Strindberg söngkona
er meðal farþega á Lyra hjeðan
í dag. Hún söng í síðasta sinni
hjer í gærkvöldi við góða aðsókn
cg góðan orðstír áheyrenda.
Mannöáö
er besta bókin sem út heflr komið langa lengi: — Ko3tar ób. kn
5,00, ib. 7,50 og 9,00.
. Fæst hjá bóksölum.
Bókav. Sigfúsar Eymundssonar.
Umboðsmaður óskast.
Stórt Kaupmannahafnarfirma í dívan- borð- og veggteppum
ásamt efnum til húsgagnagerðar, óskar eftir duglegum og þektum
umboðsmanni, með þekkingu á þessum vörum.
Einungis fær maður, sendi nákvæmar upplýsingar og meðmælÍL
merkt: 4083, til De Forenede Annoncebureauer, Köbenhavn K.
Til Rómaborgar er sjera Bjarni
Jónsson dómkirkjuprestur nýlega
koipinn. Sat hann á kirkjufundin-
um í Stokkhólmi, en fór svo það-
an suður.
Þýsku stúdentamir, sem hjer
eru nú, fara til Þingvalla á morg-
un. Hefir Sigfús Blöndahl kon-
súll boðið þeim í bifreiðum þang-
að. Þaðan fara þeir fótgangandi
til Gullfoss, og munu skoða sig
um víðar hjer austur undan. Þeir
koma hingað aftur eftir vikutíma.
10S
gefum við i 7 daga af ca. 30 fataefnura. Komið á meðan nógm
er úr að velja til
Andersen & Lauth, Austurstræti 6.
Vesturíslenskar frjettir. |VIIKIL NYUNGI
fb. í sept. ’25 Umbossala öllum boðin
Stefanía Guðmundsdóttir leik-
kona liggur veik á ljóslækninga-
stofnun Finsens í Danmörku, hefir
legið þar síðan fyrst í ágúst, og
mun verða þar eitthvað fyrst um
sinn. Hún hefir sagt af sjer for-
mensku Leikfjelagsins hjer.
Knattspyrna. 1 kvöld keppa
Valnr og Víkingur á gamla íþrótta
vellinum. Aðgangur ókeypis.
4
Þýsku stúdentamir sungu við
líkneski Ingólfs Arnarsonar kl.
7% í gærkvöldi. Tveir ljeku á
hljóðfæri, og var söngurinn fjör-
ugur, þó að enginn stúdentanna
væri mjög mikill raddmaður. —-
Áheyrendur skiftu mörgum hundr
uðum og klöppuðu þeim lof í lófa.
GENGIÐ.
Reykjavik í gær.
iMerkur íslendingur látinn.
Þann 25. júlí þ. á. andaðist í
Chicago íslendingurinn Benedikt
læknir Einarsson. Blaðið Lögberg
fer svofeldum orðum um hann:
„Var hann stórmikill hæfileika-
maður, að sögn, og skaraði mjög
fram úr í skurðlækningum. Hann
fvar fæddur í Mývatnssveit 12. ág.
G855 og fluttist vestur um haf 17
ára að aldri. Starfaði hann fyrst
sem túlkur í þjónustu járnbraut-
arfjelaga, en tók síðan að stunda
nám við Michigan-háskólann. —
Lauk hann þar prófi í læknisfræði
með ágætis vitnisburði. Til Chi-
’cago fluttist hann 1891 og dvaldi
<þar upp frá því. Sænskt blað, er
dánarfregn þessi er höfð eftir,
telur Benedikt heitinn eigi aðeins
hafa verið mikinn og merkan
lækni, heldnr hafi mannkostir
Minst 50 kr. ÚaSlGOUF OFÓQÍ.
Duglegt fólk karlar og konar hverrar
stjettar sem er, fær miklar aukatekjur^,
háar prósentur og föst, laun á mánuði
fyrir að selja mjög eftirs]>urða vörn.
Skrifið strax og þjer fiið nánari upp-
lýsingar.
Bankfirmaet S. Rondahl.
3 Drottninggatan 3, Stockholm, Sverige,
H, iDlli lll.
Via Vincenzo Russo 5,
Napoli (Italia).
óskar eftir að vera umboðsmaður
fjTÍr íslenskt útflutningsfirma £
saltfiski.
Tilboðs óskast sem fyrst.
Brjefaskifti á dönsku.
Sterlingspund ....... 24,00
Danskar kr.............123,71
Norskar kr.............107,07
Sænskar kr.............132,30
Dollar .................. 4,96y2
Franskir frankar ....... 23,51
hans verið svo miklir, að fátítt er.
Bókelskur hafði hann verið með
afhrigðum, fróður um sögu íslands
‘óg bókmentir. Hann lætur eftir
sig konu og tvö börn.“
-------
Símnefni: „Bonus“, Napoli.
Munið A. S. í.
Sími 700.
ca
SPÆ'JARAQILDRAN
spxirði hertoginn. Okkur herra Grisson og mjer leik-.
nr mikill hugur á að sjá blaðið.
— Það er hjartanlega velkomið mín vegua.
svaraði Guy, en get jeg ekki fengið farangur minn
hingað?
Hertoginn neitaði því.
— Það er of snemt, sagði hann. Við verðum að
gefa herra Grisson tima til þess að taka mál yðar
að sjer.
— Jeg vil ógjarnan gerast of spurull, mælti
Guy, en hvað getið þjer sagt mjer af systur minni?
— Henni er borgið, svaraði hertoginn.
XXVI. KAFLI.
Líkið í Signu.
Nokkrum klukkutímum síðar bað hertoginn
Guy um að finna sig í bókasafnsherbergið.
Hertoginn og fjelagi hans voru þar báðir, er
Guy kom þangað. Hertoginn tók til máls:
— Nú er búið að rannsaka farangnr yðar grand-
gæfilega. Bankaávísanaheftið var þar, en blaðið
fanst hvergi.
Guy horfði spyrjandi augum á hertogann, og
trúði honum ekki meira en svo.
— Jeg veit með vissu, sagði hann, að blaðið var
þar kvöldið sem jeg fór %á gistihúsinu. Það hlýtur
að vera þar enn, þó það fyndist ekki.
Hertoginn hristi höfuSiS, hann var viss í sinni
sök.
— Það nær engri átt, sagði hann. Blaðið hefir
verið tekið.
— Hver ætti að vita nokkuð eða hirða nokkuð
um það, svaraði Guy.
— Nú skal jeg segja yður nokkuð, sagði her-
toginn. Við Grisson álitum, að úr því, sem komið
er, sje rjett að segja yður frá leyndarmáli. Hafið
þjer aldrei hugsað neitt um atburð þann, sem kom
fyrir yður í Posen?
— Onei, það hefi jeg raunar ekki.
— Við erum orðnir sannfærðir um, segir hertog-
inn, að þar hafið þjer verið vottur að samfundi
þeirra keisaranna, Rússakeisara og Þýskalandskeis-
ara. Átti samfundur sá, að fara fram með hinni
m;estu leynd. Þjer vornð eini sjónar og heyrnarvott-
ur á þeim fundi, auk nokkurra hjálparmanna.
Guy spurði hversvegna fundur þessi hefði átt
að fara fram með svo mikilli leynd.
— Ef þjer hefðuð ekki komið til sögunnar, seg-
ir hertoginn, hefði fundur þessi haft hinar mestu af-
Ieiðingar fyrir Norðurálfuþjóðirnar. Yður er vafa-
laust kunnugt um, hversu velvildarhugurinn fer
vaxandi milli þjóða vorra.
— Jú. Guy kannaðist við það.
— Rússnm hefir v#rið meinilla við þennan sam-
drátt. Þeir byrjuðu þegar að undirbúa ófrið við
Englendinga, er þeir biðu fyrsta ósigurinn í viður-
eigninni við Japana. Það er alment álit stjórnmála-
manna yfirleitt, að það hafi verið Frakkar, sem
skárust í leikinn og komu í veg fyrir að Rússar rjeð-
ust til ófriðar gegn Englendingum.
— Þetta er mjög merkilegt að heyra, segir Guyp.
jafnvel fyrir mig, sem aldrei skeýti um stjórnmál,
en------
— Sagan er ekki búin enn, segir greifinn. Rúss-
ar fengu enga aðstoð okkar til þess að vmdirbúa
árás á Breta. Þeir sneru sjer því til Þjóðverja. Og
við komumst að því, að eitthvað makk var milli Rússa
og Þjóðverja. En við gátum á engan hátt orðið neins
vísari um. það, hvernig í þessu makki lá. Þjer, herra
Poynton, eruð sá fyrsti sem gefið okkur upplýsingar
um þetta, sem eitthvað er græðandi á.
Gay leyndi því ekki að hann var steinhissa,.
enda þótt hann mœlti ekki orð frá vörum.
Hertoginn mælti: „Fyrir yðar augum kann
það að líta svo út sem það hafi ekki mikla þýð-
ingu að þessir tveir þjóðhöfðingjar talist við- En
við, sem þekkjum til, vitum vel hve miklar afleið-
ingar slíkir samfundir geta haft. Þeir hljóta að
hafa gert einhvern samning með sér. En hvernig
hefir samningur sá verið? Á pappírsblaði því, sem
þér eitt sinn höfðuð handa á milli mun það hafa