Morgunblaðið - 11.09.1925, Síða 4
4
h-ORGLNBLAÐlÐ
Tóbaksvörur hverju nafni sem
nefnast kaupa menn þar sem úr
mestu er að velja.
Tóbakshúsið, Austurstræti 17.
Tækifærisgjafir, sem öllum kem-
ur vel að fá, eru fallegu konfekt-
kassarnir úr Tóbakshúsinu, Aust-
urste’æti 17.
MikiS af fallegum legsteinum
fyrk-Hggjandi. — ' Gunhild Thor-
steinsson, Suðurgötu 5. Sími 688.
Reiðhjól, gummi og varahlutír
í heildsölu. H. Nielsen, Westend
3, Kbhvn.
iJurtapottar, stórir og smáir,
nýkomnir í verslun Ingvars Páls-
scnar, Hverfisgötu 49.
Ársgömul er í dag verslunin
„Þörf“, Hverfisgötu 56. — Þess
vegna selur hún í næstu þrjá daga
allar leir-, postulíns- og bursta-
vörur verslunarinnar með 10—
30% afslætti. Einnig hveiti ■ og
Sykur með lágu verði. Er hjer
sjerstakt tækifæri fyrir húsmæð-
ur að gera kaup á góðum vörum.
„Þörf“, sími 1137.
Komið í FatabúSina og skoðið
nýju vörurnar: Regnkápur og
rykfrakkar á konur og karla. —
Kven-vetrarkápur. — Telpukápur.
Golftreyjur. Langsjöl. Morgun-
kjólar og Svuntur. Nærfatnaður.
Treflar o. m. fl. Hvergi betra. —
Hvergi ódýrara. Sími 269.
* Rúgmjöl og sykur, afaródýrt í
heilum stykkjum.
Hannes Jónsson, Laugaveg 28.
Harmónikur og munnhörpur,
góðar og ódýrar.
Hannes Jónsson, Laugaveg 28.
Burstar, kústar og skrúbbur frá
2Z aur.
Hannes Jónsson, Laugaveg 28.
og Iho. Það er langhæst þessara
6kipa, hefir fengið um 5000 tunn-
TU’. —
jppSMKDH]
Æ dUrUNOIJUfClB
J Val)aratræti4. LaugaveglO
Kökur og brauð
viðurkend fyrir gæði.
ENRIQUE MOWIMCKEL
Bilbao (Spain)
— Stofnað árið 1845 —
Saltfiskur og hrogn
Simnefni: »Mowinckel«
H. f. Þvottahúsið Mjallhvít
Sími 1401. — Sími 1401.
pvær hvítan þvott fyrir
65 aura kílóið.
Sækjum og sendum þvottinn.
Jarðarför Jóns Jónatanssonar
fer fram í dag og hefst á heimili
hans, Lindargötu 20 B, klukkan 1
eftir hádegi.
45 ára er í dag Guðmundur Ás-
bjarnarson, kaupmaður og bæjar-
fulltrúi.
Kvæðabók Guðmundar Friðjóns-
sonar, sem verið hefír í prentun
undanfarið, er nú komin út. Fylg-
ir mynd höfundarins. Bókin kost-
ar 10 krónur, og er útgefandi Þor-
steinn Gíslason. Bókarinnar verð-
ur rækilega getið hjer í blað-
inu síðar.
Suðurland kom frá Borgarnesi
í gær.
Sigurður Magnússon læknir á
Vífilsstöðum sat fund berklalækna
í Stokkhólmi þ. 25. og 26. ágúst.
Islendingar voru þar ekki aðrir
en hann og Pjetur Bogason. Að
afloknum berklalæknafundinum
var þar haldinn læknafundur, þar
sem rætt var um ýmsa innvortis-
sjúkdóma.
Sigurður hjelt einn fyrirlestur,
um liðagigt í berklaveiku fólki.
Rætt var um sanocrysin-lækn-
ingarnar og tilraunir þær, sem
gerðar hafa verið með það meðal.
Eru Danir mjög vongóðir um ár-
angur af meðali þessu; en Svíar
aftur á móti vondaufir. Læknar
frá Finnlandi og Noregi voru
þarna ekki útaf eins vondaufir
og þeir sænsku um að meðalið
gæti komið að gagni.
Jóhannes Jóhannesson bæjarfó-
geti fór með Botniu frá Danmörku
til Seyðisfjarðar. Hann kemur
hingað með Gullfossi.
Gull — á Austurstræti. Um kl.
3Y2, seinnipartinn í gær, fóru þeir
um Austurstræti með handkerru
Gísli ísleifsson skrifstofustjóri og
Sigurjón Markússon. Eigi var
hægt að gera sjer grein fyrir því,
af ytra útliti ækisins, að þeir
liefðu nýstárlegan flutning með-
ferðis. En það vakti eftirtekt veg-
farenda, að þessir menn voru við
keyrsluna.
Eftir því sem vjer vitum sann-
ast og rjettast, voru 150,000 doll-
arar í gulli á kerrunni. Þeir komu
úr íslandsbanka og fóru vestur í
Landsbanka.
Þýslku stúdentarnir lögðu í gær
a1’ stað í ferðalag austur í sveitir.
— Áður en þeir fóru, kom. einn
þeirra, hr. Kaiser, á skrifstofu
„Morgunblaðsins“ og bað það um
að votta bæjarbúum kærar þakkir
stúdentanna fyrir þær ágætu mót-
tökur, sem þeim hefðu verið veitt-
ar hjer í bænum. Af samskota-
fjenu, sem safnaðist á Arnarhóli,
ljetu þeir renna 150 krónur í stú-
dentagarðssjóðinn.
Afarmikið af heyi berst nú til
bæjarins. Er valllendishey selt frá
7—10 aura pundið.
Forberg landssímastjóri fór með
„Lyra“ í gær til útlanda sjer til
heilsubótar. — Seint í næsta mán-
uði verður gengið til samninga
við „Stóra norræna", um sæsím-
ann. Er Forberg ekki væntanlegur
heim aftur, fyrri en eftir þann
tíma.
Einar Benediktsson skáld er nú
á leið til Ameríku. Lagði af stað
vestur frá Hamborg fyrir nokkru.
Hann er væntanlegur hingað heim
eftir 2—3 mánuði.
Eggert Stefánsson söngmaður
et í Stokkhólmi um þessar mund-
ir. Hann ætlar að halda þar söng-
skemtun í nóvember. Síðan býst
hann við að verða í París í vetur.
Anna Ásmtmdsdóttir ,eigandi
hattaverslunarinnar í Kolasundi,
er nú í Höfn á heimleið frá París.
Fór hún þangað til þess að kynna
sjer nýjustu tísku og sjá sýning-
una miklu, sem þar er í sumar af
skartlist helstu menningarþjóð-
anna. Hefir hún vitanlega keypt
vöruforða til verslunar sinnar þar
svðra, er koma mun fyrir vetur-
inn.
Gullið, sem flutt var á kerrunni
Gjörið svo vel
að athuga hvort ekki er ráðlegt að gerast kaupandi að Frem eða
Familie Jeupnal eða Hjemmet — til sýnis og sölu í
Bókav. Sigfúsar Eymundssonap.
Linoieum -gólfðúkar.
Miklar birgðir nýkomnar. — Lægsta verð í bænum.
Jónatan Þorsteinsson
dimi 8 6 4.
í gær úr fslandsbanka, hefir rík-
issjóður keypt af bankanum sam-
kvæmt lögum frá 1921. íslands-
banki hafði það aflögu vegna
seðlainnlausnarinnar.
Frá Hafnarfirði. Af síldveiðum
eru þess skip nýkomin: Ýmir,
veiddi 4300 tunnur og m.b. Sig-
urður, veiddi 2300 tunnur. Her-
móður kom í gær með fisk írá
Grindavík. Þessa viku hefir verið
flutt talsvert af fiski á mótorbát-
um af Suðurnesjum til Hafnar-
fjarðar.
Knattspymumót 2. aldurflokks.
Kappleikurinn í gær á milli Vals
og Víkings fór svo, að Valur vann
leikinn með 2:1. Úrslitaleikurinn
á milli K. R. og Vals verður háður
á morgun klukkan 6 síðdegis. Að-
gangur er ókeypis, eins og verið
hefir á mótum fjelaganna í sumar.
Útsalan hjá Haraldi. Aðsóknin
var þangað svo mikil, að búðinni
varð að loka og hleypa fólkinu inn
í smáhópum. Mannþröng stóð við
dyrnar allan daginn.
Fyrstu hlutaveltu haustsins
heldur Knattspyrnufjelag Reykja-
víkur á sunnudaginn kemur. Vænt
ir fjelagsstjórnin þess að fjelags-
menn bregðist vel við og styrki
hlutaveltuna ríflega.
Et stort norsk specialfirma i
malervarer, fabrik og förste-
klasses generalagantur, sttker
dygtlg godt indfört agent. Refe-
rencer utbedes.
Ing- l> B> Fleischer
Bergen, Norge.
S fl m «ð»i
M veríláaiK
23 Pouhmx,
27 JoMbwf',
Klapp&ristó* 20, . %
Skrúfstykki.
STOR NYHEDS:
Agentur tilbydes alle.
Mirntst 50 kr. toFtieneste dagílg.
Energiske Personer ogsaa Damer
i alle Samfundsklaaser erhoholde stor
extra Bifortjeneste, hoj Provision og
fast Lon pr. Maaned ved salg af en meget
efterspurgt Artikel, som sogar i disse
daarlige Tider er meget letsœlgelig. Skriv
strax, saa erholder De Agentvilkaarene
gratis tilsendte.
Bankfirmaet S. Rondahl.
8 Drottninggatan 8, Stockholm, Sverige,
GENGIÐ.
Reykjavík í gær.
Sterlingspund ........... 24,00
Danskar kr...............123,84
Norskar kr...............108,98
Sænskar kr..............132,82
Dollar .................. 4,96V2
Franskir frankar
liriiilHliiiil
frá kr. 6.00 í kjólínn-,.
rniin EDn: d
B F M”J ARAÖILDSAH
staðið hvað þeim fór á milli. Nú skiljið þér hvaða
þýðingu blað það hefir fyrir okkur.“
„Það var í rauninni heimskulegt af mér“,
muldraði Guy fyrir munni sjer, „að hirða ekki bet-
ur um blaðið.“
Hertoginn mælti: „Við verðum líka að taka
það til greina í þessu sambandi að síðastliðinn mán-
uð hefir verið unnið dag og nótt á öllum skipa-
smíðastöðvum Þjóðverja. Við höfum þefað uppi
að verið sje að gera aðrar víðtækar hemaðarráð-
stafanir. Ef þér hefðuð ekki komið til sögunnar,
þá hefðum' við getað verið í vafa um það, gegn
hverjum Þjóðverjar brugga sín launráð. Enska
stjórnin hefir nú fengið nákvæma skýrslu um alt
saman. Englendingar hafa látið sem svo, að þeir
ætluðu að fara í flotaleiðangur til Eystrasalts, hafa
þeir smátt og smátt dregið saman herskipastól
sinn. Við höfum komist á snoðir um, að Rússar ætla
sér að finna sér eitthvað til, til þess að hefja
ófrið gegn Bretum þegar minst vonum varir. Og
Þjóðverjar ætla að ganga í lið með Rússum. Við,
sem í orði kveðnu eram bandaþjóð Rússa, eigum
ekkert um þetta að fá að vita. Vinarþel vort við
þjóð ykkar hefir spilt fyrir okkur hjá Rússum.
— Þetta er eins og ljótur draumur, sagði Guy.
— Hefi jeg talað nógu skýrt til þess að gera
yður skiljanlegt, hversu mikilsverð hefir verið sýn
yðar í skóginum í Posen? Gott! Það er í þágu
þjóða okkar beggja, að þjer haldið þessu stranglega
leyndu. Það vakti allmikinn grun, þegar það vitn-
aðist að þjer voruð viðstaddir. Þýskir njósnarar
voru á hælum yðar til Parísar, og ef þeir hefðu vit-
að til fulls hvað mikið þjer höfðuð komist
á snoðir um, hefðuð þjer verið fyrir löngu dauður.
Það lítur út fyrir að þeir sjeu mjög óánægðir yfir
því, að geta ekki haft hendur í hári yðar. Fjöldi
karla og kvenna leitar að yður í París og í Eng-
landi. Þjer eruð nokkum veginn öruggur hjer. En
mjer væri ekki á móti skapi, að leiða njósnarana
á villigötur. Jeg gæti vitanlega haft yður í svo
ströngu varðhaldi að ómögulegt væri að hafa upp
á yður. En það vil jeg ekki. Jeg kýs heldur að
fara með yður eins og aðalsmann og gera yður
þátttakanda í leyndarmáli okkar og ráðagerðum,
eins og þjer sjáið að jeg hefi gert.
—r Jeg get fullvissað yður um, að jeg þakka
yður fyrir það, og er fús til að haga mjer eins og
þjer ákveðið.
— Morgunblöðin munu í fyrra málið flytja þí»
fregn, að lík yðar hafi fundist í Signu, sagði her-
toginn hægt.
-r- Llk! Hvað sögðuð þjer ? hrópaði Guy.
— Því er öllu saman fyrir komið af lögregl-
unni. Jafnframt munu koma upplýsingar um allan
yðar feril síðan þjer komuð til Parísar. Það verður
að vísu ekkert þægilegt fyrir yður. En þjer verðið
að hafa það hugfast, að mestu skiftir, að hinum
þýsku vinum vorum sje vafinn hjeðinn að höfði.
Eftir svo sem mánaðartíma rísið þjer upp frá dauð-
um, og við látum blöðin leiðrjetta alt.
— En systir mín? spurði Guy.
— Hvað systur yðar snertir, mælti hertoginn^
þá skulum við gefa yður nánari upplýsingar um
hana áður en langt um líður. Þangað til verður yður
að nægja að vita það, að hún er í París, og að hún.
heimsækir yður eftir nokkra daga
— Jæja. Jeg tek þessu með rósemi, mælti Guy.
En hvað ætlist þjer fyrir með mig?
__ |>jer verðið hjer. Við ráðfærum okkur við
emsku stjórnina; og þegar að því kemur að við
getum lýst yfir því að við höfum komist að leyni-
makkinu, þá fáið þjer frelsi yðar.
— Verð jeg þá algerlega frjáls?
— Fujlkomlega, svaraði hertoginn.
Það var hringt í símann. Hertoginn talaði
nokkur orð og mælti síðan:
- — Líki yðar hefir skolað upp nú í dag, scS