Morgunblaðið - 17.09.1925, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.09.1925, Blaðsíða 5
AuRabl. Morgbl. 17. sept. ’25. MOkGUNBLAÐIÐ Heilbrigðistíðinði það byggingarlag, >ví vandaðir torfbæir eru allra húsa hlýastir — og þó mikið ódýrari en önnur Almennar frjettir vikuna 6. til 12. september. 1 Reykjavík er mjög gott heilsu- far, svo að læknar hafa lítið að gera. Tveir sjúklingar hafa verið lagðir á farsóttahúsið með tauga- veiki. Þeir eru báðir nýkomnir í bæinn, úr Árnessýslu, hafa smit- ast þar. Þó er ekki kunnugt um taugaveiki þar eystra. Jeg talaði í dag við hjeraðslækni á Eyrar- bakka. Segir hann mjög gott heilsufar í sínu hjeraði, hefir ekki oiðið var við taugaveiki, eða aðr- ar farsóttir. Annarstaðar af land- inu er ekkert að frjetta öðru nýrra, heilsufar gott yfirleitt. 15./9. — ’25. G. B. * Úr bændabygðum. (Frh.) Húsakynni. Ollum er ljóst að góð húsakynni eru afarmikils virði fyrir heil- brigði manna. Nú að undanförnu hefir margt verið um það mál rætt og ritað. Sumir góðir menn hafa látið í Ijósi, að heilbrigði þjóðarinnar myndi borgið úr öll- um verstu kröggunum, ef allir hefðu góð húsakynni. Menn hafa t. d. haft orð á því, að góð húsa- kynni muni nægja til að vinna bug á berklaveikinni. Nú er það að vísu satt, að góð húsakynni, húsnæðisbætur yfirleitt, er einn þátturinn í berklabaráttunni, en alls ekki eini þátturinn. Yið sjá- um berklaveikina í sífellu hremma herfang sitt á bestu heimilum, þar sem húsakynnin eru ólastan- leg og fólkið á við góð kjör að búa. En meðal annara orða: Hvað eru góð húsakynni?. Við eigum að rífa torfbæina og reisa stein- hús í staðinn — segja menn. Það er athugaverð kenning. En eftir henni lifir þjóðin. Þegar fólkið var talið 1910 og aftur 1920 voru íbúðarhús skráð, úr hvaða efni þau væru. Útkoman Var sem hjer segir á öllu land- inu, og hafa fyrri tölurnar (1910) áður komið á prent (Landshags- skýrslur 1912), en þær síðari hefir Hagstoan látið mjer í tje: 1910 1920 Torfbæir .. .. 5354 4934 Timburhús............ 4488 5174 Steinhús og steinbæir 371 1058 'jr, Hjer tná sjá, að torfbæjunum fækkar, en timburhúsin fjölga,’ og þó einkum steinhúsin. Og það kemur í ljós, að á þessu 10 ára: skeiði hefir steinhúsum fjölgað mest í sveitunum. Það sýna þess- ar tölur: Steinhús og steinbæir 1910 1920 Reykjavík.............. 157 351 Aðrír kaupstaðir og kauptún.............. 76 304 Sveitir................ 138 403 Yngri skýrslur eru ekki til um pessi efni. En engum getur dulist að undanfarin 5 ár hefir breyting- in gengið hraðfara í sömu átt og 1910—1920. Nýreist timburhús eru nú fásjeð í sveitum. Ný stein- hús verða afarvíða á vegi manns. Torfbæjunum fækkar, Er rjett að verið, er rjett að fordæma torfbæina, eru steinhús- in hollari mönnum en tarf bæirnir 1 Þetta eru í mínum augum mikil vafamál. Jeg er ekki húsameistari. En jeg er læknir og gamalt sveita- barn og allvel kunnugur um land alt. Og hygg jeg það illa farið. að kunnáttumenn okkar í húsagerð skuli snúa bakinu að torfbæjunum, í stað J?ess að leita allra bragða til að bæta þá, bæta gamla byggingarlagið. Þetta er víst: 1 mörgum lijeruðum lands- *fns endast torfbæirnir von úr viti. Bærinn á Marðarnúpi í Vatnsdal, sem faðir minn bygði 1876, stend- ur enn í dag óhaggaður, ósnar- aður og ófúinn, og mun vafalaust geta staðið enn í 2—3 mannsaldra, ef honum verður haldið við, eins og faðir minn og bróðir hafa gert.' Jeg gæti nefnt ótal dæmi þessu' lík. Og nú kunna menn þó miklu betur að gera góða torfbæi en' fyrir 50 árum. Hins vegar rekst jeg hvívetna á steinhús, sem eru mjög athuga- verð. Mörg af þeim eru’þrengri en toríbæirnir. Þar sem útveggir eru einfaldir verða húsin köld og rök. Ef steinkús eru þiljuð innan og stoppað á milli verður það rajög dýrt. Þá fúnar það líka að innan, ef það er ekki síhitað, og það miklu fyr en vandaður torf- bær, þó ofnlaus sje. Jeg kom fyrir nokkrum árum í nýlegt steinhús,.; þiljað innan, gisti þar og sá gor-' kúlur vaxnar inn úr þiljum í stof-’’ unni. Ef útveggir í steinhúsum eru tvöfaldir og stoppaðir, þá get- ui húsið orðið hlýtt og endingar- gott. En þá er það líka mjög dýrt, tvöfalt til þrefalt dýrara en torf- bær af sömu stærð, og þó engu lrollari íbúð en vel vandaður torfbær. Okkar mikla mein í þessum efn- lim — það eru kuldinn og rakinn, eða með öðrum orðum: eldsneytis- skorturinn. Og jeg vil bæta einu við. Það er myrkrið, myrkrið á vetrum. í bæjum (kaupstöðum) verður að snúa húsinu eftir götum. Þar verða margir að fara á mis við sólarbirtu í húsum sínuin. í sveit- um er öðru máli að gegna. í dala- sveitum og fjörðum er það að vísu þjóðsiður að snúa húsum eftir dalnum eða firðinum. Það er óþarfi og það er skakkur siður. í sveitum er alstaðar ger- legt að snúa mannahúsum rjett. Og við eigum að snúa öllum mannahúsum móti sólu, móti suðri. Herbergin, sem fólkið dvel- ur í á daginn eiga að snúa móti suðri, og ef ekki það, þá móti suðvestri. Þannig snúum við nú öllum okkar nýju sjúkrahúsum. í sólbyrgjunum sunnan á Landa- kotsspítala (stendur hátt) er sum- ar í skammdeginu þegar sólin skín. Ljósið, sólarljósið er lífsins mesta hollusta og besta sóttvörn- Sólin vermir og lífgar og fjörg- ar. Sólarljósið dæsir eða drepur allar sóttkveikjur, sólin sótt- hreinsar. En hjer á landi eru oft sólar- litlir dagar á vetrum og úrfella- samt og kalt. Þess vegna er það alveg rangt að fordæma torfbæina í stað þess að leggja allan hug á að bæta hús. Þó er ekkert einhlítt við kuld- anum og rakanum á vetrum ann- að en það, að verma húsin. Þar er vandinn, einn okkar mesti og versti þjóðarvandi. Það er elds- neytisskorturinn. Kol eru hjer óvíða og hvergi góð. Enda er ógerningur fyrir bændur a ðflytja að sjer eldsneyti langar leiðir — í járnbrautalausu landi. Og kol verða jafnan dýr. Mótak er víða, og miklu meira notað en áður. Það er mikil framför. Og auð- vitað mætti nota mómýrarnar miklu meira en gert er. En þar eru tveir agnúar. 1 mörgum sveit- um er áreiðanlega ekki til nýti- legur mór. Annað er hitt, að nú eru verkalaun orðin svo há, að rnórinn verður bændum of dýr. Mætti vafalaust bæta talsvert úr því með móvinsluvjelum. Þær eru tiT af ýmsum gerðum, smáar og stórar, og afar mikið notaðar í öðrum löndum. Þá eru skógarnir. Þar höfðu forfeður okkar liitann úr — þess vegna köllum við enn alt elds- neyti eldi-við. Það hefir verið reiknað út, að á vænu sveitaheim- ili þurfi ekki stærri skóg en nemi 100 dagsláttum til þess að úr hon- um megi höggva árlega nógan eldivið handa heimilinu. Og víst er það — þjóðin stendur í skuld við landið, hefir rúið það, reltt af því fegursta skrúðið, skóganna, á nú eftir að skrýða landið aftur, skrýða það skógum; gera bæjar- skóg á hverri bújörð — það á að vera markmiðið. En hvað á að gera þegar þjóðin' er orðin stór, þegar bændabýlin eru orðin 60 þúsund eða tífalt fleiri en nú, og síðar margfalt fleiri? Því er auðsvarað. Þá koma fall- vötnin okkar til sögunnar í fullri alvöru. Þá verða stórvötnin virkj- uð að sunnan og norðan og aust- an og vestan, og tengd saman og taug lögð heim á hvem bæ til að verma og lýsa og vinna. Þetta er ekki draumur. Það er forspá (Frh.) 15. sept. 1925 G. B. GENGISMÁLIÐ. Herra ritstjóri! Utaf grein í blaði yðar í gær viðvíkjandi ummælum mínum við Alþýðublaðið um samþykt gengis- nefndarinnar 19. maí þ. á. vil jeg biðja yður að birta brjef þetta í blaðinu. í Alþýðublaðinu, sem út kom 11. þ. m., var sagt að almælt væri að jeg liefði lofað nokkrum f iskútf ly t j endum að sterlings- pundið skyldi ekki lækkað að mun fyr en eftir miðjan september „og að skráning erlends gjaldeyris sje höfð svo langt yfir sannvirði eingöngu til að friða samvisku þessa mæta manns.íl Útaf þessu hringdi jeg til rit- stjóra Alþýgublaðsins, — sagði honum að þetta væri.alveg rangt, jeg liefði ekki sagt mönnum annað um gengið en það, sem gengis- nefndin hefði samþykt 19. maí ,þ. á., að halda sterlingspundinu „SUNNUDAGSBLAÐIÐ.“ byrjar aftur að koma út um næstu helgi. Það verður af sömu stærð og blaðið ,Stormur‘, og verður aðallega mynda- og skemtiblað. Blað- ið verður ekki gert úr garði eins og venjulegt frjettablað, en eigi að síður verður efni f jölbreytt. í fyrstu blöðunum verður m. a.: Fimtíu ára landnám íslendinga í Vesturheimi, (R. Beck), ritdómur eftir dr. S. Blöndal, þýðing á frægu kvæði eftir Öhlensclhæger, gerð af Stgr. Th., áður óprentuð, greinar með myndum, myndir af kvik- mvndaleikurum, saga 0. fl. Blaðið verður til sölu laugardaga og til hádegis á sunnudögum. — Söludrengir fá góð söluláun. Útgefandi: Axel Thorsteinson. Afgreiðsla: Kirkjustræti 4. Sími 1558. Pósthólf 956. Matsvein vantar á togara. Upplýsingar árdegis í dag hjá Guð- mundi Guðmundssyni skipstjóra, Þórsgötu 18, sími 1388. Fermingargjafir. Ókeypis nafn á allar leðurvörur. 10—25% afsláttur á fráteknum birgðum, þar á með- al: Manicurekassar, Ferðaveski, Skrifmöppur, Skrif- færakassar, Dömu- og herrabuddur. Leðurvörud. Hljóðfærahussins. Fjölbrevtt úrval af sjerstaklega vönduðum og smekklegum nýtísku leðurvörum, svo sem: Kventöskum, veskjum, peningabuddum og seðlaveskjum. Einnig afarfallegar samkvæmistöskur handa kvenfólki, nýkomið í Verslunin Goðafoss Sími 436. Lægsta verð í borginni! uiljiQ já góQ hafragrjón þá kaupiQ grjónin í pöhkunum í að minsta kosti kr. 26,00 geugi, til miðs septembers. Þetta birtist 1 AÍþýðublaðinu 12. þ. m. og útaf því hefir formaður gengisnefndar birt í Alþýðublaðinu í gær mót- mæli þau gegn þessum ummælum mínum, sem þjer gerið að um- talsefni í grein yðar í gær. En jeg held því fram að jeg hafi í engu hallað rjettu máli. Til þj^? nú að menn geti skilið mál þetta tii fulls, skal jeg skýra frá því sem hjer segir: í síðastl. maímán. var svo kom- ið, að sennilegt var að fiskversl- unin mundi aðallega komast á hendur útlendinga, sem áttu til peninga til fiskkaupa, sakir þess ht er óvissa var um gengið á sterlingspundum. þar sem íslensk- ir fiskkaupmenn höfðu eigi ann- að fje til fiskkaupa en lánsfje úr bönkum, en bankarnir þorðu eigi að lána slíkt fje og fisk- kaupmenn þorðu eigi heldur að taka slík lán, hvorttveggja af ótta við það að sterlingspundið fjelli svo mikið að stórtap yrði á kaupunum. Samskonar óvissa var um það fyrir hvaða verð út- gerðarmenn skyldu selja afla sinn. Með því að þessi afstaða þótti óviðunandi, varð það úr, að gengisnefndin skyldi lækka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.