Morgunblaðið - 22.09.1925, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.09.1925, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAIIÍ, ijtofnandl: Vilh. Fln»en. iítsefandi: FJelag: i ReykJ-XTÍit. »it*tJ6rar: Jðn KjartanMor., ValtjT Btaf&naioom. A.usiy®ingastjðri: K. Haíber*. Skrifstofa Austurstræti 8. Slmar: nr. 4118 og 600. AugiyainBaskrifat. nr. 700. Haiaaaaimar: J. Kj. nr. 74S. V. St. nr. 1180. K. Hafb. nr. 770. Áakrlftagjald innanlanda kr. 1.00 á. mánuöl. Utanlands kr. 2.50. t lauaaaölu 10 aura aint. Veiðivatnarannscknir dr. Reinsch í Borgar- firðinum. — Áður en þeir fjelagar dr. Reinsch og Lúðvíg Guðmundsson föru austur á land átti Morgunbl. tal við þá um rannsóknarför þeirra um Borgarfjörð vestra. Pullnaðarskýrsla um rannsókn- irnar og árangur þeirra birtist síð- ar. Hjer verður aðeins drepið á nolkkur atriði e^ftir viðtali við þá. Prásögn þeirra var á þessa leið: Yjer fórum til Borgarness þann 13. ágúst, komum aftur til Rvíkur þ. 4. sept. Aðalstöðvar vorar í Borgarfirði voru Hvanneyri og ‘Qr.und í Skorradal. Rannsökuðum vjer dýralíf í Vatnshamravatni, Hreðavatni og Skorradalsvatni. Auk þessa, Hvítá, Norðurá, Gríms- -á og Þverá. Skorradalsvatn. í vötnum þeim, sem vjer enn liöfum rannsakað, fundum vjer fá- fcreyttast og minst dýralíf í Skorradalsvatni. Silungsveiði er lítil í vatninu og miklu minni en verið gæti. Vatnið er mjög langt; liggur í löngum, djupum dal, sem að neðan er lokað af jökulöldu. Hýpi er allmikið og aðdjúpt víða, einkum um mitt vatnið. Mest dýpi fundum vjer 46 metra. Út frá strönd vatnsins niður í 20 metra dýpi er talsverður botn- gróður og dýralíf í botnleðjunni. Þar sem aðdjúpt er nær gróður þessi aðeins örskamt út í vatnið. Þar sem dýpra er þekur botninn ófrjó leðja. Upp um alt vatn og alllangt niður er talsvert af svif- (dýrum. Orsakir aflaleysisins. Aðalorsök aflaleysisins við 'Skorradalsvatn er: Röng veiðiað- feits og afleit veiðitæki. Aðal- veiðin er í brygningarstöðvunum um örygningartímann. Má eigi búast við mikilli eða aukinni veiði ú meðan svo er. Væntalega sjá bændur hag sinn í aukinni veiði og bindast samtökum um að vernda silunginn um hrygningar- tímann. Klak er gott þar sem rjettilega er um búið og vel hirt. Einhlýtt er það þó ekki; einn eða fleiri hrygningarstaðir í hverju veiðivatni ætti að vera alfriðaður og veiði bönnuð í öðrum um hrygningartímann. Net þau, sem alment eru notuð við vatnið eru ræflar af síldar- netum og óhæf til silungsveiði. Möskvar þeirra eru alt of litlir. Smæsti silungurinn ánetjar sig en vænn silungur eigi. Er hann þó til í vatninu og mvndi vera meira um hann ef uppfæðingurinii væri eigi drepinn. Meginþorri þeirra silunga, sem veiðast, eru Vi kg. Leikur enginn vafi á því að auka mætti veiði í vatninu að allmiklum mun ef breytt verður frá núverandi veiðivenjum, iklaki komið upp við vatnið og veiði- reglur samdar fyrir það — og þeim hlýtt. Sama gildir um öll önnur vötn, sem vjer höfum rann- sakað í sumár. Laxveiðin stunduð með fyrirhyggju. Eins og öllum er kunnugt er Laxveiði mikil í Hvítá og þver- ám hennar. Náttúrleg skilyrði fyrir laxveiði eru þar ágæt og engin ástæða til að óttast afla- lej-si á meðan þverárnar eru leigð- ai til stangaveiði eins og nú er gert. Mest hætta stafar af ádrætti. Hafa margar góðar veiðiár verið eyðilagðar með honum á örskömm- um tíma. Ádráttur tíðkast enn á nokkrum l^töðum í Borgarfirði t. d. við Grímsá og Andakílsá. Þarf hjer röggsamlegra aðgerða með ef vernda skal veiðina. Onn- ur hætta er laxveiði búin þar sem veiðimenn hefta göngu lax- ins upp árnar að hrygningar- stöðvunum með þverlögnum eða því sém næst. Þessa urðum vjer hvergi varir í Borgarfirðinum. Bændur við Hvítá eru framsýnir veiðimenn og binda sig eigi við lagabókstafinn um lágmarksstærð laxnetamöskva sem er 2% þuml. leggurin. Þeir nota eigi laxanet með minni möskvum en 3 þuml. legg. Veiða þeir þá stærri og jafn- ari lax. Smálaxinn ánetjar sig e'kki en vex upp bændum að kostnaðarlausu og kémur svo í netin þeirra seinna — ef aðrir veiða hann ekki áður. Skordýr a-rannsóknir. Meðal margra annara líffræði- legra athugana, sem vjer höfum gert, nefni jeg hjer eitt. 1 Hvítá fundum vjer allmikið af lirfu- tegund einni (mý). Tókst. oss að finna fluguna á öllum þroskastig- um og mun ferill hennar vera þessi. Plugan verpir eggjum sín- um á steina við ána. Vaxa lirf- urnar þar upp en sleppa steinun- um er þær hafa náð fullri stærð, og fljóta með straumvatninu og synda í því. Púpa þær sig í því og mun skamt líða frá því að þær piipa sig uns flugan fullþroskuð flýgur úr púpunni. Lirfur þess- arar flugu halda sig eingöngu í jökulleirlitaða vatninu. Á móts við Veðranes fellur kvísl af Hvítá í Þverá. Hægri helmingur árinn- ar er þar tær og ca. 9° heitur; vinstri helmingurinn skollitaður af jökulleir og aðeins 6° heitur. í skollitaða vatninu og við vinstri bakka árinnar er mikið af lirf- unni, en þar sem vatnið er tært, hægra inegin, verður hennar hvergi vart. Nokkru neðar, þar scm vatnið er blandað orðið og alt jafnlitt fundum vjer báðar tegundirnar. Gestrisni. Oss er skylt að þakka Borg- firðingum gestrisni og rausn, sem vjer mættnm þar. Sjerstaklega þökkum vjer þó hr. skólastjóra Halldóri Vilhjálmssyni á Hvann- eyri og frú hans. Hýstu þau hjón oss og fæddu og Ijeðu oss hesta eftir þörfum og aðstoðuðu oss á annan hátt, alt án endurgjalds. Hinnar sömu gestrisni urðum vjer og aðnjótandi hjá Bjarna Bónda á Grund í Skorradal og víðar. Nýir kaupendur að Morg- unblaðinu fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Ymsir aðrir greiddu för vora t. d flutti e.s. Suðurland farangur vorn, sem var fjórir hestburðir, endurgjaldslaust til og frá Borg- arnesi. — Samkvæmt ósk búnaðarsam- bands Austurlands fóru þeir fje- la.gar austur á land með Esju síð- ast, til þess að rannsaka dýralíf í Lagarfljóti og lífsskilyrði nytja- fiska í því. Er með þeim stud. art. Eiríkur Einarsson. Er búist við að þeir komi hingað aftur í iok þessa mánaðar og munum vjer þá skýra frá austurför þeirra og árangri hennar. Mosul-hjeraðið. Eitt af verkefnum Alþjóðaj bandalagsins á þessum fundi er að fella dóm um, hverjum skuli fengin í hendur yfirráðin yfir Mosulhjeraðinu, hvort beri að sameina það Tyrklandi, eða hvort það haldi áfram sambandinu við Irak, sem er undir umboðsvaldi Bretlands. Friðarsamningarnir, er gerðir voru í Lausanne þ. 24. júlí 1923, kváðu svo á, að Tyrkir og Bretar yrðu að koma sjer saman um þetta innan 9 mánaða. Svo var ennfremur fyrir mælt, að málinu slkyldi skotið til úr- skurðar Þjóðabandalagsins, ef að- ilar ekki gætu komið sjer saman. Samningar byrjuðu, en stóðu að- eins skamma stund vegna ósam- komulags. Báðum var fullljóst, að málið yrði seint til lykta leitt með þeim hætti. Pyrir ári síðan setti Þjóðabandalagið nefnd á stofn til að rannsaka hvernig sakir stæðu, og hvað gera skyldi. Nefnd þessi var skipuð þrem óvil- höllum mönnum, einn var sænsk- ur, annar belgiskur og sá þriðji var ungverskur. Nefndin samdi heljarmikið álit og kom með þá uppástungu, að annaðhvort skuli Mosul þegar sameinast Tyrklandi eða Irak og ef hið síðara vrði endirinn, ætti England að skuld- binda sig til að hafa umboðsvald yfir Irak 25 komandi ár. Tyrkir vilja umfram alla muni ná í Mos- ulhjeraðið aftur (það liefir áður verið undir Tyrklandi), en þetta er Bretum mikillega á móti skapi, en á hinn bóginn kynoka þeir sjer við að taka að sjer kostn- aðarsamt umboðsvald um svo langan tíma. Báðir aðilar hafa augastað á steinolíulindunum í Mosul. Úrskurðurinn, hver sem hann kann að verða, mun valda ríg milli Tyrkja og Breta um langan aldur. T. S. Gullnáma nýfundin í ítalíu. Prjett frá Florens um síðustu mánaðamót, segir nýfundna gull- námu í kvarsæð í fjallinu Amiata í nánd við Florens. Flyktist fjöldi fólks að fjalli þessu til gullgraftr- ar. — Gullið í Miðdal er í kvars- æð. — 3 T Þetta reipi slitnar ekki M hlýtiiF að UBFa \n MHNDnLS REBERBHHE Stofnuð 1775. Noregsstær>sfa reipaverksmSðja Aðalumboðsmaður T. Tredriksen. (Timbur & Kolaverslunin). Hlutabrjef í togurum. Af sjerstökum ástæðum eru 5000 krónu hlutabrjef í H.f. Kári, H.f. Otur og H.f. Höfrungur, til sölu. Tilboð í öll eða einstök, óskast send til A. S. í., fyrir 15. okt> óber næstkomandi, merkt: „Hlutabrjef.“ Helgi Hjörvar: j Ný bók J Sögur Kostar í bandi kr. 7.75. Fæst hjá bóksölum. í aðalútsölu hjá Prentsm. Acta h.f. ÚTSA L A hefst í dag á öllum hinum þektu og vönduðu , vörum verslunarinnar. 10 °|o afsláttur. gefinn. Hafnfiröingar! notið nú tækifærið! — Uersluiin S. Bennann, — Hafnarfirði. Heimsmet. Kona nokkur gift í Antwerpen, Carlier að nafni, hefir á einu og sama ári eignast sex börn. Hún eignaðist þríbnra í janúar, árið sem leið, en náði ekki hala sínum og eignaðist aðra þríbnra í desem- ber sama ár. Óhætt mun að kalla þetta heimsmet á þessu sviði. Kensluhók fyrir rakara er nýkomin út á dönsku. Er hún að sögn eina bókin í þeirri fræði- grein á Norðurlandamálunum. 4 Chaplin veikur. Hinn góðkunni, víðfrægi kvik- myndaleikari er sagður veikur um þessar mundir. Er það hjartasjúk- dómur sem þjáir hann. Er hann | ekki í lífsliættu, en verður að halda kyrru fyrir lengi. S f m ari 24 rersluia, 23 PouImd, 27 PoMberj. KlsppArstíg 29. Skrúfstykki. Kirkjan og klæðnaður kvenna. Vakið hefir það umtal meðal lcennimanna í Lundúnum, hve leik konur leikhúsanna væru oft ljett- klæddar. Þykir þeim það ískyggi- legt tímanna tákn, að klæðaburð- ur þeirra minkar með hverju ári. Vilja þeir, að settar verði skorð- ur fyrir því, að leikkonur sjeu eins afklæddar og þær nú eru oftj á leiksviðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.