Morgunblaðið - 27.09.1925, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.09.1925, Blaðsíða 9
H. aukablað Morguublaðsins 27.' sept. 1925. MORGUNBLAÐIt) Norömenn. (Þetta ágæta kvæði orti Stephan G. Stephansson í minningu um 100 ára landnám Norðinanna í Ameríku. Hjeldu Norðní. eins og kunnugt er, liátíð mikla og mintust aldarveru þeirra vestanhafs. Kvæðið birtist í lleimskringlu, en Morgunbl. getur ekki stilt sig um að prenta það upp og gefameð því fleirum kost á að sjá það, en þeim, sem Heimskringlu fá. Það hefir alla kosti bestu kvæða höf. og er afburða snjalt). Sú var tíðin, að sama var þjóðin Snær og Norr — deildu vöggu og gröf Er við sigldum með sverðið og Ijóðin Sigurbrautir um veraldar höf. Á ikom stórviðri, bylur svo bitur, Bygðir dreifðust, en lán af því hlaust — Eins og stormur úr fjallshlíðum flytur Fræ af mörkum í eyjar, um iiaust. Milli okkar þó stælan og stálið Stundum sýndist að efst lægi á baug, Saman áttum við minning og málið Miklu lengur, sem hjartfólgna taug. • Ásamt geymdum, er öðrum varð heimska Ættar hjartfólgna minningiá sín, Hvernig rógur og glapvíg og gleymska Gullið aldanna földu við Rín. H. Ennþá vakir vorra feðra andi: Víðförlið og trú á eigin, kraft — t Heilsumst enn á hverjum legi og landi Leikbræður — en nú með tunguhaft! Dýru gulli grýttuð þið í ána! Gnítalieiði varð að Leggjabrjót: Ávarpið Jijá öðrum tungum lána Er við hjerna sitjum bræðramót! Djörfu Norðmenn, leitar-Skatar landa! Lesið upp vorn frægsta æskubrag — Þar ver ísland Helguskarðið handa Hverri norskri móður, enn í dag. Stephan G. — Þessi slcýring fylgdi kvæðinu frá höf. hendi, og er rjett, að hún íylgi e'innig hjer: Aths.: — Oss þykir tillilýðilegt að birta hjer það sem skáldið segir um síðustu vísuna, í brjefi er fylgdi kvæðinu: — „Skatar hjetu þeir, er fylgdu Skata konungi", segir .forn sögn, og er snjalt —■ og færi okkur betur í munni en. enska afmánin: Skátar, sem nú tíðkast. — „Helguskarð“, sbr. Harðar sögu og Hólmverja og hendingum| Steingríms: „Dáðrökk kleif upp dóttir jarls, Með drengi Þyri stríðan ...... Þar Helguskarð er síðan“. Frá Noregi. Efftir Guðmund Hannesson. Frá Björgvin. Á Haukeland-spítala. Óðar en jeg hafði bjargað pjönkum mínum inn á gistiliús í Björgvin, símaði jeg til forstöðumanns sjúkrahúss- ins, Sandbergs yfirlæknis, sem jeg þekki að fornu fari. Vissi jeg að spítalinn hafði fært drjúgum út kvíarnar síðan jeg sá liann 1920 og langaði mig til þess að sjá þessi nýu mannvirki. Var mjer þar vel tekið og sýndi dr. Sandberg mjer nýju byggingarn- ar. Þar hefir Röntgendeild að- setur, margar hjúkrunarstúlkur o. fl. Er þessi nýja álma gríðar- stór bygging og mikið nýtísku snið á henni. Má með sanni segja, að þar hefir ekkert verið sparað. Að sjálfsögðu eru sjúkrastofur allar rúmgóðar og vandaðar, en svo er og um öll nauðsynleg aukaherbergi, borðstofurj dagstof- ur sjúklinga, deildareldhús, bað- klefa, salerni og hvað sein lieiti hefir. Er þar ærið rúm á öllum stöðurn og frágangur á öllu liinn vandaðasti bæði á húsi og hús- munum. Mjer varð ósjálfrátt að hugsa til landsspítalans okkar, þar sem klipið er af hverjum hlut alt livað af tekur og öllu slept, sem mögulegt er að vera án — og þó ógnar öllum kostnaður- inn. „Selvbyggerhusene". Þess hefir verið getið áður Heilbrigðistíð., að menn bygðu liús sín sjálfir í Björgvin. Bærinn kemur upp hús- unum svo fokheld sjeu, en sá, sem á að fá húsið, þiljar alt inn- an og fullgerir liúsið sjálfur. Fá menn alt að láni hjá bænum með góðum kjörum, og þurfa lítið að ‘borga rit í hönd, og nokkurn síyrk til byggingarinnar í ofaná- lag, (15% af húsverðinu.) Mjer ljek hugur á að sjá þessi hús, sem hefir verið svo mikið talað um og leitaði þau uppi. Það var auð- velt verk, því þau eru nú orðinn svo að segja dálítill bæjarhluti og skifta hundruðum. Þykja mönnum kjörin góð og gott að geta sparað um 2000 kr. á hverju húsi, ineð því að vinna nokkuð að verkinu sjálfur. Þar sem mig bar fyrst að þessu bæjarhverfi, var heil húsaröð með götu í smíðum. Var bygð samfeld hngja af tvílyftum timburhúsum meðfram allri götunni, mjög ein- föld að allri gerð, skrautlaus og með fremur lágu þaki, svo jeg get ekki sagt að hús þessi væru bein- línis fögur á að sjá, þó hins veg- ai mætti segja, að þau væru þokkaleg. Þessari miklu húsa- lengju var svo1 skift með eitthvað 7 álna millibilum í ,,hús“ og voru þá á hverri hæð 2 herbergi auk forstofu og stiga, en í kjallara geymsluherbergi, þvottaherbergi, salerni og dálítil smíðastofa. Háa- loftið var lágt en nothæft þó til þurks eða geymslu. Hitað var upp með einföldum ofnum og voru ekld fáir reykháfar á allri húsa- lengjunni. Útveggjagerðin var þannig: yzt liggjandi sköruð borð (klæðning) 1”, þá standandi þiljur 1 ’ þá 2 lög af góðum pappa (isoleringspap), þá grind, þá 1” liggjandi þiljur, innan á þeim tvöfalt pappalag og inst %” standandi þiljur. Voru þá lög- in orðin ærið mörg í veggnum og ólíklegt, að húsin verði ekki hlý. Hinsvegar var það auðsætt, að ódýrt gat það aldrei orðið að byggja á þennan hátt, enda kost- aði bvert hús 15 þúsund krónur eða 13 þúsund án vinnunnar, sem menn leystu sjálfir af hendi. Þetta myndi þykja dýrt heima, því Bankahúsin svn kölluðu kostuðu uppkomin úr steinsteypu með steypuloftum ekki nema 13 þús. og voru þó bæði iniklu eigulegri og miklu fallegri. Þess má þó geta, að á öðrum stöðum sú jeg samskonar hús öllu betri. Voru tvö og tvö bygð saman og dáiítii lóð umhverfis. Þau voru eldri og kostaði hver endi 14 þús. ki. Ilöfðu þessi hús verið nokknð’ ódýrari í fyrstu, en bærinn hækk- aði verðið síðar. Jeg var svo heppinn að ná í umsjónarmanninn með bygging- nm þessum og sýndi hann mjer góðfúslega alt, sem jeg óskaði að sjá. Jeg hitti inni í einu husinu húseigandann og stóð hann þar snöggklæddur við vinnu sína. Hann var kátur og glaður, sagð- ist vera bankamaður en smíð:íí fór honum auðsjáaulega vel, úr hendi, og gat jeg ekki sjeð neinn viðvaningsbrag á því. Smíðaði hann hús sitt að innan þegar bankastörfunum var lokið og ljet vel yfir starfinu. Aftur sagði um- sjónarmaður mjer að trjesmiðum væri illa við þessa nýbreytni og get jeg trúað því. Ekki er það þó víst, að atvinna þeirra yrði meiri þó ekki væri bygt, en skrilSurinn komst einmitt á byggingarnar, er ljett var undir þær með þes'sari njlbreytni. Það virðist mjer, að hyggilegar mætti byggja hús þessi en gert er og mun ódýrar, jafnvel gera mönnum mögulegt að vinna sjálf- ir enn meira að þeim. Menn geta lært að steypa góða hleðslusteina, hlaða úr þeim veggina á litlum húsum, og smíða margt annað, þó nokkuð af vandasömustu vinnunni Munið eftir þessu sina innlenda fjelagl Þegar þjer sjó- og bruna- trygging Sími 542. Pósfthólf 417 og 574. Simnefnis Insuranoe. Vigfús Guðbrandsson klæðskeri. Aðalstræti 81 Ávalt byrgur af fata. og frakkaefnum.Altaf ný efni með hrerri ferð, AV> Saumastofunni er lokað kl. 4 e. m. alla laugardaga. Linoleum -gólfðúkar. Miklar birgðir nýkomnar. — Lægsta verð í bænum. jónatan Þorsteinsson dímí 8 6 4. yrði að sækja tii iærðra smiða. — Alþýða hefir gert gömlu torfhúsin og henni er engin vorkunn á að iæra að byggja einföld steinhús, svo góð sjeu að öllu leyti. í Rvík gæti bærinn greitt stórum götu manna, ef sjeð væri fyrir ódýrum ióðum, ódýru steypuefni, hentug- um steypumótum, vinnuskála svo steypa mætti steina á atvinnulausa timanuin að vetrinum, góðum upp dráttum og nauðsynlegri leiðbein- ingu við verkið. Allt þetta gæti bæriun gert, en mjer hefir virst lítið unnið í þessa átt, jafnvel belstu framkvæmdirnar vera, að banna mönnum að taka möl og sand á öllum Stöðum, sem nálægir eru. lloltasand, sem sóttur er all- langa leið og oft skítugir, selur bærinn fyrir all-hátt verð. Mjer sýnist að minna megi það ekki vera, en að hann leyfði mönnum sandtökuna ókeypis. _____ w., ' f-r.^ •-- * *íi'V-LLA<i vS'i.y . Frá Osló. Einn dag hefi jeg dvalið á þessu ferðalagi uppi í Haddingjadal, djúpum, skógivöxnum dal leugst uppi í sveit. Mjer þótti betra að skrifa þar og bugsa í sveitakyrð- inni en í borgaskröltinu. Mjer er það kreinasta keilsubót, að koma á svo fagran stað og rólegan, og erfitt hlýtur það ætíð að verða að byggja borgir, er bafa svo lieilsu- samfeg áhrif á sál og líkama eins og fagrar sveitir hafa. Það er eins og' sveitirnar sjeu guðs verk, en borgirnar mannanna, og er von til að þar skilji nokkuð á milli. En mjer var ekki til setunnar boðið þar í lladdingjadalnum. Næsta dag varð jeg að fara í -skiöltandi járnbrautarlestina og komst með henni til Osló eftir 5—6 klst. i'erð. Hafði jeg' þá farið óiaveg, yfir mörg hjeruð og sum- staðav gegn um hálsa -og liæðir. Talandi hauskúpur. Viðbrigði voru það að koma ofan úr sveit- inni og niður í stórborgina, með öllum borgargnýnum, mann- straummnn, háu húsunum og öllu því galdraverki, sem þar er sam- an komið. Á skólaárum mínum voru bæjarbúar hjer um 100,000 eu nú eru þeir um 300,000 og Aðalumboðsmenn: I. Brynjólfsson & Kvarmn. livað verður úr þessu með sama áframhaldi eftir 100 ár ? Jeg ætla þó ekki að fara bjer út í þá sálma, $vo Jón Þorbergsson haldi heilum sönsum. Jeg hafði ýmislegt að erinda í Osló og meðal annars vildi jeg skoða iiið mikla safn Háskólans ai hauskúpum. Hann á þær í þús- uudatali. Jeg þurfti að athuga sjerstakt atriði á svo sem 100 kúpum, og felkk óðara leyfi til þess hjá prófessor Schreiner. Hann vísaði mjer á hauskúpusafn, sem var frá 15. og 16. öld og mældi jeg 100 kúpur af þeim. Af hauskúpum þessum mátti margt merkilegt læra, en það þótti mjer hvað eftirtektarverðast að tannskemdir voru litlar sem engar. 1 mörgum kúpum voru allar tenuur, stundum mjög slitn- ar en eigi að síður lausar við alla tannátu. Hjer gat 'hver maður þreifað á því, að tannpína hefir fyrrum verið mjög sjaldgæf, en nú er hún algengust af öllum kvillum. Ekki hefir það verið tannburstum að þakka og tann- hirðingu, að mennirnir höfðu svo stálhraustar tennur, því slík tæki voru þá ekki til. Hvað hefir þá valdið þessari miklu breytingu, scm bæði spillir heilsu manna og gerir þeim lífið leitt? Menn hafa getið margs til um þetta, en sennilega er matarhæf- inu um að kenna og það er þá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.