Alþýðublaðið - 07.01.1929, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.01.1929, Blaðsíða 3
rm 3 'TPtÐUBLAÐIÐ Handsápur í stóru úrvali. Eínnig Skeggsápa og Brilliantine. FyrlrspiiPM af tilefraf nsnmæla Jéras Þorlákssoitar é frandi, sem Fasteignaeigendafélaglð efndi til, nm áreiðanleik og fiárhagsástand Þ|éð« vejrja. tv --- Ritstjöra Alþýðublaðsins hefir borist eftír farandi íyrirspurn: Ein hier sesshafter Deutscher ware der Zeitung sehr dankbar wenin isie im Stande ware, ihm mitzuteilen ob es richtig sei, dass einer der islandiscben Minxster iin einer Versamlung der kouserva- ttven Partei geaussert hatte, dass es gefdrlich sei mit deutschen Geschaftsleuten und mit Deut- schen. uberhaupt in Gescháftsver- bindung zu treten, wegen ihrer aus s ero r den t li chen Unzutverl assig- keit und Unsoíiditat, uind dass ein vom Minister bei der Ge- legenheit . gemachtex Vorschlag ahnlichen Innhaltes mit Stimmen- mehrheit angenptmuaen worden sei. Á íslenzku: Þýzkur maður, búsettux hér, fflundi kunna blaði yðar þakkir, ef pað: gæti skýrt frá jwí, hvort það er rétt, að einn íslenzku ráð- herranna hafi látið sér það um munn fara á fundi Ihaldsfiokks- ins„ að það sé áhætta [hættulegt] að taka upp viðskiftasambönd við þýzka kaupsýslumenn og Þjóð- verja yfirleitt, vegna þess, hve ákaflega öáreiðanlegix þeÍT séu og ótryggir fjárhagslega, og að tíllaga frá ráðherranum sVipaðs efnis hafi verið aamþykt með meirihluta atkvæða við það tæki- færi. Eftir því, sem ritstjöri Alþýðu- blaðsins bezt veit, eru málavext- ir þes'Sir: Á fundi, sem Fasteignaeigenda- félagið boöaði tíl um miðjan dez- ember til þess meðal annars að ræða um brunatryggingar bæj- armanna, varaði Jön Þoxláksson (ekki ráðherra, heldur fyrwerandi ráðherra íhaldsflokksins) við því, að tryggja hús bæjarmanna hjá þýzku félagi, sagði meðal apnars: að ömögulegt væri að vita á hvaða fjárhagsgrundvelli nokkurt þýzkt félag stæði fyr en búið wæri að pkveða endanlega hern- aðarskaðabœtur lijó'ðverja til bandamanna. í sambandi við þessa ræðu sína bar hann fram tíllögu, sem samþykt var á fund- inum, og var einn liður hennar svolátandi: „1) Að samið sé við alveg tryggt félag." En ræða Jóns hneig öíl í þá átt að sýna fram á, að- þýzka fé- lagið, sem bauðst til að taka að sér tryggingamar, og yfirleitt ekkert þýzkt félag, gæti talist „al- veg tryggt félag'1. Siglufirði, 6. jan. Kjósa her fjóra bæjarstjórnar- fulltrúa til 5 ára. Þessir listax* fram komnir: A-listi. Jafnaðarmenn: Siguröur Fanndal kaupmaður, Hermann Einarssotn verkamaður, Vilhjálmur Hjaltason kaupmaður, Krfstján Dýrfjörð rafvirki. B-listi. Ihaldsmenn: Alfons Jönsson Jögfræðingur, Jón GMason Verzlunarstjóri, Snorri Stefánsson vélstjöri, Frið- björn xN’íelsson kaupmaður. C-listi. „Fxamsóknar“-menin: Þormóður Eyjólfsson. einkaisölu- skrifstofustjöri, Vilhelm Jónsson iimheimfúmaður Islandsbanka, Einar Hermannsson sildarmats- maður, Guðmundur Sigurðsson settur yfi rs íklarmatsmaöur. Kasningiin fér fram 12. þ. m. Um áðgkii og vegiiun. Næturlæknir er í nött Daníel Fjeldsted, Lækjargötu 2, símar 1938 og 272. Neðanmálssagan. Þar var síðast frá horfið, er Jimmie Higgins hafði tendrað eld, og konan, sem fylgdist með Laoey , Granítch, milljönaslæp- ingnum, þerraði klæði sín. „Hún stóð við eldstóna, skalf dálítiÖ! Og hað fylgdarrmann sinn í öil- um bænurn að hraða sér, firma einhver ráð til þess . . .“ Síldareinkasaian. Stjörn síldareinkasölunnar hef- ir, samkvæmt heimild ,í reglu- gefð, ákveðið að styrkja einn eða tvo menn ,til utanfarar til að kynna sér meðferð og verk- un á síld. Þurfa styrkþegar helzt að hafa nokkra málaþekkingu. Umsóknarfrestur er til 20. þ. m, Jafnaðarmannafélag íslands heldur aðalfund armað kvöld. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður þar fluttur fyrixlestur um heilbrigði og húsakynni. FJytur Guönnmdur Björnison landlæknir fyrirli'Sturinn. Er þar maöur, sem gott vit hefir á þeim efnum, eins og kunnugt er. Kaupdeila tetendur yfir á Akureyri milli háseta á handfærasldpum og út- gerðarmanna. Handavinmmámskeið verður hér í Reykjavík í þrjá mánuði, eí nægileg þátttaka fæst, og byrjar 11. þ. m. Þær, sem óska að nema þar, snui sér til Halldóru Bjarnadöttur eða Arnheiðar Jóns- dóttur. Sjá nánar í auglýsingu. Arshátið verkamannafélagsins „Hlifar“ í Hafnarfirði för' fram s. I. laug- ardagskvöld. Davíð Kristjánsson bæjarfulltríii setti hátíðina með stutfcri tölu. Stefán Jóh. Stefáns- son talaði um hlutverk verklýðs- stéttarinnar í framsóknarhaxáitt- Unni og mintist í því sambandi nokkuð á istarfssögu 1 „Hlifar'. Næst var sungið, en síðan las Öskar L. Steinsson upp söguna „Hneykslið“ eftir Jön Jöklara. Lais óskar söguna prýðitega og skemti fólki vel. HaraWur Guð- mundsson flutti erindi. — Skýrði hann frá uppástungum Péturs G. Guðmundssonar í alþingishátíð- arnefndinni um, að alþingi 1930 gæfi þjóðinmi fullkohina trygg- ingarlöggjöf i afmælisgjöf. — Bjarni M. Gíslason .las upp nokk- ur kvæði, en isíðan var danzað tll kl. um 4 að morgni. Var árs- hátíðin hin fullkomnasta í alla staði og verkamahnafélaginu »Hlif“ til súma. i Álfadanzsnn í .gærkVeidi var hinin prýðileg- astí. Búningar álfanna, fjölbreytt- Sr og skrautlegir, söngurinn og spil Lúðrasveitarinnar, skrúð- gangan og danzinm, brennan og blysin, — alt hjálpaðist að tíl að gera skemtunina tilkomumikla og ánægjulega. Flugeidaxnir voru sérlega fagrir og litskrúðugir. Og síðast en ekki sízt er þess að; minnast, að skemtunim fór vel og skipulega fram, og trufluðu hana engar strákaglettur, enda voru mægir gæziumenn til staðar. Trúlofun sína opinberuðu á gamlárskvöld unigfrú Margrét Grímsdóttir, Ár- nesi við Lauganesveg, og Víg- lundur J. Guðmundsson bifreið- arstjöri, Laugavegi 70. — Á Þor- láksmessu birtu trúlofun sfna ungfrú Guðbjörg Jónsdóttir frá ísafirði og Þorvaidur Guðjónáson í Keflavik. Bæiarstiómarkosnmg i SiglntirOi. Skipafréttir. „Suðurland" kom aftur í gær frá Borgarnesi. Togararnir. „Ari“ kom frá Engiandi í fyrri nótt. Liggux hann hjá Viðey. — En-skur togari kom í nótt eitt- hvað bilaður. „KinnarhvoIssystui“ eru enn leiknar á ísafirði, og þykir meðferð leikritsins alt af fara batnandi. Mest kveður að léik frú Ingibjargar Steinsdöttux, er leikur Olrikku. Er leikur liénn- ar yfirleitt mjög góður, en allra beztur í síðasta þætti. Af öðrnm leikendum má einkum néfna Elías Halldórssonar, frú Evu Pálma- döttur og ungfrú Elínu Júlíús- döttur, ér öll ieika mjög smekk- lega og af talsverðum tilþrifunt. Búningar eru vandaðir og útbún- aöur Ieiksviðsins íburöarmikili. Leiðbeiningar og aðstoð til að útfylla eyðu- blöð til skattaframitails geta menn tfengið í sltattstofunnii næstu daga milli kl. 1 og 4 e. hi. Menn eru ámintir um að skila framtöium sínum hið allra fyrsta. Veðrið. Á Halamiðum var í jnohgun suðausfem-sthmingskáldi. I gær- kveldi var sögð ísbreiða austan til á þeim máðum. Útlit á Suð- vestur- og Vestur-landi: Allhvöss sunnan-. og suðaustan-átt. Þíð- viðri. Sums staðar smáskúrir. Hjálpræðisherinn. Opinberar b/enasamkomur eru í kvöld og tvö næstu kvöld kl. 8. Gestur J. Árskóg kapteinn og frú han-s stjöma þeim. St. Æskan nr. 1. Næstkomandi miðvikudag held- ur stúkan jöiafögnuð fyrir félaga 'sínia. — Sjá nánar í auglýsingu hér í blaðiriu. Vegna prengsla verða erfend símskevti að bíða næsta blaðs. — Auglýsingalistf yfir dezembermánuð kemur bráð- lega. Vesínr-islenzkar frétíir. Ný uppfundning. Mr. Paul Johnson, rafmagns- fræóingur í Winnipeg, hefir fundið upp nýtt áhald til þess að lialda bifreiðamótorum hlýjum, svo að hægt sé að koma þeim; í hreyfingu fyrirhafnarlltíð, þötii ‘bifrei&arnar hafi staðið lengi í köldu húsi. Mr. Johnson >hefi(r fengið einkaleyfi fyrir uppfundnr ing sinni. Er sagt, að áhald þetta (auto engine heater) sé þægilegra og fullkomnaTa en önnur áhöld, sem notuð eru til hins samai Áhaldið mun kosta um sex doll- ara. , (FB.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.