Morgunblaðið - 08.12.1925, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ
3 -V
MORGINBLABII.
SStci£nandt: Vilh.
.'widl: B'Jnlng 1 íi®y ís Jvt3B.
ítttetjorar: J6it K.JartaKeit'.it'..
Valtjr Bt*í*.»*B:e-».
Æ.?tjírl7iílniía»tJ6rl: K. Hstloiare.
8krlf*tofa Au*tur*trœtl H.
(J.ra»ar: nr. 498 o* BOO.
Aug:lýe!.njía*)8.rlf»t. ttr. TOS.
m*tiaaoIaiar: J. Zi. nr. 74S.
V. St„ nr. JSIO.
B. Hafb. nr. 770.
ÁakrlftasJald lnnanland* kr. 1.00
& mánuOl.
Utanlanda kr. 2.50.
H lauaaaölu 1Q aura olnt.
HIN FYRIRHUGAÐA
SKIPAVIÐGERÐARSTÖÐ.
SíSustu gerðir í málinu.
Skjalafölsunin
Og
Hriflu-Jónas.
ERLENDAR SÍMFREGNIR
Khöfn, 6*des. PB.
Stjómarskifti í Þýskalandi.
Hindenburg snýr sjer til jafnaðar-
mauna.
Símað er frá Berlín, að Luther
ríkiskanslari hafi í gær beðið um
lausn fyrir ráðuneytið, vegna ó-
mögulegrar samvinnu við þýska
Þjóðernissmna. Er sá flokkur
andstæður því að inna af hendi
skyldur gagnvart Bandamönnum
og jafnvel fyrirlítur árangur af
Locarnofundinum. — Hindenburg
■óskar að jafnaðarmenn taki þátt
í nýrri stjórnarmyndun.
Hindenburg liefir beðið Luther
og alla ráðherrana að gegna
stjórnarstörfum áfram, þangað til
nýja ráðuneytið sje myndað.
Loftskip siglir með flugvjel.
Símað er frá London, að gerð
hafi verið tilraun með loftskipið I
R. 33, þannig, að því hafi verið
siglt og höfð flugvjel áföst við
það. Flogið hafi síðan verið í
vjelinni frá loftfarinu og snúið
aftnr, og hún tengd við loftfarið
aftur á fiugi. Pór þetta alt vel. j
Fjölkvæni.
Símað er frá London, að :kom-
ist hafi upp um mann einn, að
hann var giftur 21 konu og trú-
lofaður 100. Narraði hann fje út
úr unnustum sínum og konum.
Reymond,
pólska skáldið, er hlaut Nobels-
verðlaun í fyrra, er látinn, að því
•er símað er frá Yarsjá.
Khöfn 7. des. PB.
Óeirðirnar í Sýrlandi.
Símað er frá París, að eftir
ákaflega iharða árás ’hafi Prökk-
um tekist að undiroka Drúsa-
flokkinn í Sýrlandi. Hafði verið
barist með öllum hugsanlegum
nýtískn stríðstækjum, flugvjelum,
tanks o. s. frv. Bardaginn fór
fram af hinni mestu grimd.
Kapptef lið,
Síðustu leikir:
1. Borð.
Hvítt. Svart.
ísland. Noregur.
10. B g 3—h 2. c 7—c 6.
20. d 5 x c 6. b 7 x c 6.
2. borð.
Hvítt. Svart.
Noregur. fsland.
19. a 2 x b 3. f 7—f 6.
20. e 5 x f 6. R d 7 x f 6.
Hljótt hefir verið um það mál
nú um skeið. 1 fyrra var undir-
búningur hafinn, eins og knnnugt
er, til þess að koma hjer upp
skipaviðgerðarstöð, þar sem hægt
væri að framkvæma allar aðgerð-
Í£ við togarana, og jafnVcl stærri
skip.
Nú fer árlega stórfje út úr
lfndinu, einkum til enskra skipa-
smíðastöðva, fyrir viðgerðir á ís-
lenskum togurum. Allir sjá hve
þetta hefir mikil óþægindi í för
með sjer, og er til mikils óhag-
ræðis fyrir þjóðarbúskapinn.
Undirbúningsfjelag hefir verið
stofnað, til þess að koma þessu
fyrirtæki á fót, og hefir málinu
altaf verið haldið vakandi.
Eitt af því markverðasta, sem
gert hefir verið í þessu upp á
síðkastið, er það, að forstjóri við
„FIydedokken“ í Höfn,* O. Mnnck,
var hjer á dögunum, til þess að
athuga staðhætti við höfnina, þar
sem reisa á stöðina o. fl. Var
hann boðaður hingað af for-
göngumönnum þessa væntanleg§
fyrirtækis, Sveini Björnssyni fyr-
Verandi sendih. o. fl.
Munck verkfræðingur fór með
Lýru um daginn. Aður en hann
steig á skipsfjöl, hitti tíðinda-
maður Morgunblaðsins hann að
máli, og spurði hann, hvort liann
gæti ekki sagt lensendum blaðsinsr
eitthvað um þetta væntanlega fyr-
irtæki.
Jeg hefi í rauninni fátt um það
að segja á þessu stigi málsins,
segir hr. Mnnck. Alt er enn á
undirbúningsstigi. Erindi mitt
hingað var það, að gefa mönnum
hjer bendingar um ýms fyrir-
komulagsatriði sem að verklegum
framkvæmdum lýtur. En mjer er
með öllu ókunnugt rnn öll fjár-
hagsmál, og hvernig horfir við
með stofnun fyrirtækisins.
Jeg hefi með ánægju gefið
mönnum hjer allar þær víslwnd-
ingar og upplýsingar sem jeg hefi
getað. „Plydedokken" hefir haft
mikil skifti við íslendinga, og
yið vonumst eftir að þau viðskifti
geti haldið áfram.
En þó „Plydedokken“ sje ein-
hver stærsta skipaviðgerðarstöð í
Norður-Evrópu, hefir hún aldrei
haft viðgerð íslensku togaranna
á bendi. Það dregur því ekkert
úr viðskiftum okkar, þó gert j
verði við alla togarana hjer.
Jeg endurtek það, segir hr. O.
Munck að lokum, að mjer er hin
mesta ánægja af því, ef jeg get
stuðlað að því, að þetta fyrirtæki
hjer komist sem best á laggirn-
ar, og sem fljótast út úr öllum
byrjunarörðugleikum. Við ættum
að hafa svo mikla reynslu, að
við gætum miðlað þekkingu, sem
ao gagni kæmi í þessum efnum.
Og nú virðast engir tekniskir örð-
ugleikar á því að koma fyrirtæk-
inu fyrir.
Allir, sem þekkja „Plydedokk-
en“, dugn^ð og hæfileilra 0.
Muncks verkfræðings, efast ekki
um það, að aðstoð hans getur
orðið þessu fyrirtæki til hins
mesta gagns.
Hriflu-Jónas hefir nú um nokk-
urt skeið verið að reyna að kasta
hnútum til aðalpóstmeistara, S.
Briem. Hnútur þessar hafa aðal-
lega verið fyrir það, að póst-
stjórnin hefir ákveðið að flytja
brjefhirðingu frá Kirkjubæjar-
klaustri á Síðu að Hólmi í Land-
broti. —
Jónas hafði að vísu áður reynt
að kasta hnútum til aðalpóst-
meistara fyrir breyting á tilhög-
un tveggja aukapósta í V.-Skafta-
fellssýslu. En það mál hefir ver-
ið rætt ítarlega áður í blöðum,
og einnig var það rætt á síðasta
Alþingi, svo ekki gerist þörf á að
ræða það frekar nú. Þar fór Jón-
as svo eftirminnilega sneypuför,
að margir áf hans trúustu fylgis-
mönnum í Framsókn sneru við
honum bakinu, gengu af fundi og
neituðu að greiða atkvæði í mál-
inu, — en hann stóð einn eftir
með skömmina.
Þær kærur, sem þá höfðu kom-
ið fram á hendur brjefhirðing-
unni á Kirkjuhæjarklaustri fyrir
vanskil á blaðasendingum, reynd-
ust allar rjettar, og voru yfir-
sjónir, brjefhirðingarmanns svo
miklar, að fylsta ástæða var til
að láta hann hætta öllum störf-
um fyrir póststjórnina. En breyt-
ing varð ekki gerð önnur en sú,
að valdsvið hrjefhirðingarinnar
var minkað, með því að 2 auka-
póstar, er þaðan gengu, voru
látnir ganga frá öðrum stað. —
Brjefhirðingin var látin vera kyr
á Klaustri, en brjefhirðingarmað-
urinn látinn sæta áminningu fyr-
ir yfirsjónirnar.
Fiðlur og fiðlukassar, fjölbreytt
úrval, nýkomið. Sömuleiðis Viola
(Brats).
Nótnaverslun
Helga Hallgrímssonar,
Sími 311. Lækjargötu 4.
svo út, seni aðalpóstmeistari væri
að ofsækja brjefhirðingarmann-
inn á Kirkjubæjarklaustri. Hriflu-
Jónas hefir aldrei með einu orði
minst á skjalafölsunina, sem á
undan var gengin. Hvers vegna ?
Vegna þess, að hann veit það vel,
að um leið og hann væri búinn
að segja satt frá því, máli, hefði
hann slegið öll vopnin móti aðal-
póstmeistara úr höndum sjer.
Jónas veit mjög vel, að aðalpóst-
meistari hefir ekkert gert annað
í þessu máli, en það sem var
rjett og sjálfsagt. En það voru
pólitískir fyigismenn Jónasár er
áttu í hlut; þess vegna þarf hann
að ná sjer niðri á aðalpóstmeist-
ara.
Bardagaaðferð Hriflu-Jónasar
verður lengi í minnum höfð fyrir
ofsóknir hans á hendur einstök-
um mönnum. Hefir aldrei þekst
maður, sem hefir verið eins ill-
g.iarn og rætinn í þeim efnum,
sem Hriflu-Jónas. Og ekkert er
til svo ljótt í fari pólitískra
fylgismanna Jónasar, að hann
ekki segi það göfngt og fallegt.
Jafnvel skjalafölsun er vítalaus,
ef hfín er framin í því augna-
miði, að hefta framgang pólitískra
andstæðinga Hriflu-Jónasar.
Þannig er nú „morall“ Sam-
vinnuskólastjórans. Og þessum
manni er falið að móta hugarfar
hins upprennandi æsknlíðs í land-
inu!
Þessi heimsfrægu piano era
fyrirliggjandi:
Fr. Liszt, mesti piano snilling-
ur sem nppi hefir verið, segir:
„Við tónlistar hátíðahöld fjekk
jeg tækifæri til þess að reyna
hin ágætu flygel og piano fbá
J Grotrian Steinweg og f jekk það
■ ,álit á þeim, að þau eigi skilið
,'bestu meðmæli, sökum þess hve
tónhlærinn er fagur og mikill, og
ih ve auðleikið er á þau, og hve
ýerðið er sanngjarnt.“
Pjöldi slíkra ummæla hinna
frægustu snillinga, meðal þeirra
Haralds Sigurðssonar.
Einkasali á íslandi Helgi Hall-
grímsson,
N ótnaverslunin.
Lækjargötu 4. Sími 311.
P. S.
Orgel koma meg Lýru — nokk-
ur þeirra óseld — athugið það 1
itíma.
GENGIÐ.
TJm sama leyti og verið var að
útkljá þetta mál, kvisaðist það, að
frá Klaustri kæmi annað mál,
miklu alvarlegra en það, sem á
undan var gengið. Blaðið „Vörð-
ur“ hafði fengið brjef-snepil
fcendan að austan, þar sem
stóð á yfirlýsing 17 manna — 14
úr Kirkjubæjarhreppi og 3 úr
Leiðvallarhreppi — um afsögn á
blaðinu „Verði“. Þar sem grunur
ljek á, að hjer væri ekki alt með
feldu, þá sendi ritstjóri „Varðar“
sýslumanni Skaftfellinga kæru, og
óskaði eftir að hann rannsakaði
þetta mál.
Málið var svo tekið fyrir á
manntalsþinginu síðastl. sumar.
Þar upplýstist, að 16 af nöfnun-
um voru fölsuð. Aðeins einn mað-
ur, af þeim 17, er stóðu á skjal-
inu, játaði undirskrift sína. Það
var Jóhann Signrðsson á Kirkju-
bæjarklaustri. Að öðru leyti
mundi hann ekkert hvenær á ?íð-
astliðnu. ári hann undirskrifaði
skjalið; mundi ekki hvar hann
undirskrifaði það; mnndi ekki hjá
hverjum hann undirskrifaði skjal-
ið, eða hjá hverjum hann hafði
fengið það til undirskriftar* o. s.
frv. •
Eilll laiDlsii.
Hriflu-Jónas á sök á því, að
þetta leiðinlega mál hefir verið
rifjað upp aftur. Hann hefir
verið að reyna að sverta aðal-
póstmeistara í augum almennings.
Hann hefir reynt að láta það líta
Sterlingspund.............. 22,15
Danskar kr...............114,06
Norskar kr............... 93,24
, Sænslkar kr..............122,33
jDollar................... 4,5734
Prankar.................... 17.96
DAGBÓK.
□ Edda 59251287 = 2.
Togaramir. í dag fara á veið-
ar: Baldur, Walpole og Apríl. I
gærkvöldi voru 5 togarar enn
inn í Sundum, þeir Gylfi, Kári,
Austri og Skúli fógeti. Auk þeirra
voru enn ófarnir m. a. Arinbjörn
heisir og Snorri goði. — Af þeim
togurum sem út hafa farið, hafa
einir 5 farið á saltfisksveiðar.
Hellyers togararnir ern væntan-
legir hingað frá Englandi næstu
daga.
Eiríkur rauði, heitir hinn nýji
togari, sem Geir Thorsteinsson
kemur með hingað á morgun.
Stúdentafjelag Rvíkur heldur
fund klukkan 814 í kvöld í Iðn-
aðarmannahúsinu (uppi). Á dag-
skrá verður: 1. Minnisvarði yfir
Jón Eiríksson. 2. Listamannasjóð-
ur íslands (kosning fyrstu stjórn-
ar hans). 3. íslenskt síkólakerfi,
frummælandi Jón ÓfeigsSon ad-
junkt. Mun hr. J. Óf. skýra fund-
inum frá athugunum þeim á fyr-
irkomulagi erlendra skóla, sem
hann gerði í fyrra vetur í utan-
för sinni, og tillögum þeim í ís-
pilllllllllilllllllllllllllllllllllllllUlilllllllllllllllllimillllllir^
Með Botníu kom
Epli |
§ í kössum.Jonatanextrafancy* ||
Epli
= g
= í tunnum,York Imperialnr. 1‘ g
I Vínber og Gerhveiti i
11. Bruni
I £
Símar 890 og 949.
ÍiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimimiiiiiiiHiiiii
Kálmeti
margskonar
fæst í
NÝLENDUVÖRUDEILD
yes Zimsen.
lenskum skólamálum, sem hann
nú hefi sent stjórninni.
„Gluggar“, hinn nýji sjónleik-
ur Leikfjelagsins, þykir með at-
hyglisverðustu og hugnæmusttt
verkum, sem sýnd hafa verig hjer
í bæ á seinni árum. Er mikið
talað um leikinn af listelsku fólki
í bænum. Menn dáðst að mann-
lýsingum skáldsins og listinni í
samtölunum og fylgja með spenn-
ingi baráttu hins unga mannvin-