Morgunblaðið - 03.01.1926, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
NOKKUR ORÐ
UM FISKIVEIÐAR
VIÐ ÍSLAND.
Eftir Sveinbjöm Egilson.
í blaðinu „Vesturland", rar í
gnmar stungið upp á, að Fiski-
fjelag Islands sneri sjer að því
að rannsaka hvort fiskur gangi
til þurðar kringum landið. „Vest-
urland“ er ekki eitt um þetta, því
alment er rætt um meðal manna,
hve lengi uppaustur sá af fiski
geti haldist, sem nú er, þegar
togurum og mótorbátum landsins
fjölgar stöðugt og útlendingar
sækja fisk á fiskislóðir lands-
manna og ávalt verið að bæta
við skipum í fiskiferðirnar. Fisk-
drápið er gífurlegt og auk þess
fara hrognin að forgörðum, og
þar með er eyðilagt það, sem
halda á kynstofninum við. Sú
eyðilegging nemur billionum á
því, sem, er fram líða tímar, gæti
orðið að þorskum og öðrum fisk-
um. Þetta vita menn, því dag-
lega sjá þeir eyðileggingu fyrir
augum og geta gert sjer grein
fyrir að hún sje, en hvort þorsk-
urinn í sjónum sje svo margur, að
þessi eyðilegging, sem nemur
billionum þorskefna, sje hverf-
andi eða að um hana muni svo,
að þorskur minki, það munu fáir
geta fullyrt, ef nokkúr.
Þegar botnvörpuveiðar byrjuðu
hjer fyrst, er sagt, að fiskur hafi
verið fyrir, hvar sem leitað var.
Spurningin verður þá, er svo enn,
eða heldur hann sig aðeins á þeim
miði— sem nú eru stunduð og
bregðist þau og fiskur verði þar
ekki eins ör, er það vegna þess,
að hann flyiur sig á aðrar slóðir,
eða eru birgðirnar, sem á miðun-
um eru, að ganga til þurðar?
Á landi hefir tekist að rann-
saka ýmislegt, sem áður hefir ver-
ið mönnum hulið og efiginn ef-
ast um dugnað og góðan vilja
vísindamanna, en eitt eru rann-
sóknir á landi, annað í sjó eða á
hafsbotni, þar sem duglegustu
kafarar komust ekki lengra niður
í sjóinn, en 210 fet alt fram að
árinu 1925, þegar Þjóðverjar tóku
að reyna hin nýju köfunaráhöld
(búninga) og fullyrða nú, að með
þeim megi fara 480 fet niður, en
þá fer skygni að verða ljelegt, og
illt aðstöðu til að grenslast eftir
þeim leyndardómum, sem hið
mikla haf geymir. Þetta dýpi,
sem hjer um ræðir, 480 fet, er
l1/} stjórafærislengd, en dýpi er
hjer og þar svo, að 70—80 stjóra-
færislengdir eru til botns. Ymsum
dýrum hefir verið náð upp úr
djúpinu með þar til gerðum á-
höldum. þeim sem óþekt eru, er
gefið nafn og sett í spiritus, ef
því verður við komið og ýmislegt
dregið út úr fundinum, það skráð
í bækur og opinberlega birt með
skýringum og theorium.
Að vísindi,g-vjelar eða nokkuð
það, sem mannlegar verur hafa
ráð á, geti stýrt og ráðið göngum
og ferðalagi fiska sjávarins, ætti
enginn að láta sjer detta í hug
og það mun vísindamönnum síst
allra detta í hug, en að líkind-
um ætlast þeir til, að vísinda-
menn komi einnig til skjalanna,
sem stinga upp á, að rannsakað
sje, hvort fiskur kringum ísland
gangi til þurðar eða ekki.
Mennirnir reyna eftir bestu getu'
' að rannsaka hnöttinn sem þeir
h.vggja, en margt bendir þeim á,
að þeir komast skamt áleiðis. Dýr-
ar tilraunir til að komast upp á
hæsta fjallstind jarðarinnar 8,440
metra yfir sjó, hafa mishepnast
j hvað eftir annað. 9,780 metra
sjávar dýpi er til; þangað reynir
enginn að komast og hvernig
liði mönnum í 20 kílómetra hæð
frá jörðu. Enginn hefir enn reynt
að rannsaka ástæður, hversvegna
segulskaut jarðar eru á hreyfingu
jafnt og gott úrverk væri, og
þannig mætti halda áfram að telja
upp. Maður ferðast fáliðaður yfir
þvera Asíu. Hann fer stystu leið,
j því kynþættir þeir, sem á leið
hans verða eru ekki árennilegir
og flýtir því maðurinn sjer sem
mest má verða að ljúka ferðinni.
Landið, sem hann fór um, var
i
mörg þúsund fermílur. Þegar
hann að lokum kemur heim, sest
hann niður og skrifar heljarmikið
1 verk um landafræði, siði og háttu
hinna ýmsu kynstofna, er land-
flæmið byggja, trúarbrögð, barna-
uppeldi og alt, sem skrifa ber
um eitt land. Hann er gerður að
doktor, bókin rennur út, allir
láta sjer vel líka nákvæmar upp-
lýsingar og lofa og prísa mann-
inn. En hve mikið sá hann sjálf-
ur og hve nákvæmar eru upp-
lýsingar? Skyldu menn t. d. í
Tibet lesa slíka bók, færi líkt fyr-
ir þeim og okkur, ef við læsum
ferðabók eftir mann, sem væri
hjer öllu ókunpur, ferðaðist í
skyndi landveg frá Þórshöfn á
Langanesi að Vík í Mýrdal, skildi
engan og færi svo á skip þar, sem
flytti hann til útlanda til að
skrifa um okkar land. Ráðgert
hcfir verið að fara á flugvjel til
tunglsins; er meðalfjarlægð þess
frá jörðu 384,420 kílómetrar, en
þó mun órannsakað enn, hvernig
öllu hagar til í 50 kílómétra fjar-
lægð frá jörðu, en það mim koma
í hendi eins og annað og um gagn
af slíkri för tölum við ekki.
Flestar þessar fyrirætlanir og til-
raunir eru spekúlationir einstakra
manna, sem slá sjer upp á þeim
og safna til þeirra of fjár, sem
væri miklu bet.ti r varið á annan
veg.
A jörðinni er ekki eins glæsi-
legt umhorfs og menn halda.
Vinnulausir eru hundruð þúsund-
ir manna, sem vilja vinna; kola-
birgðir, steinolía og málmur
minka og ýmsar breytingar í
vinuaðferðum eru að koma fram,
sem eykur tölu þeirra, sem hvergi
komast að til vinnu. Uppgötvist
eitthvað, sem bæta mundi efna-
hag manna t. d. gullfundur, þá
streymir fólk þangað; alt verður
vitlaust og heldur áfram að vera
vitlaust, þangað til ekki finst
meira fjemætt. Íslensku fiskimið-
unum má líkja við gullnámu, sem
allir streyma að, og halda áfram
að flokkast að, þangað til him
er tóm, geti hún tæmst og stung-
ið er nú upp á, að það sje rann-
sakað. Yrðu menn sammála um
að fiskur gangi til þurðar, þá
væri það slíkt alvörumál, að
hugsa yrði þegar upp ráð, svo
þeir sem við sjóinn lifa, kæm-
usf, ekki á vonarvöl er fram líða
stundir.
Frh.
Kjarnfóður.
Prajnkvæmdarstjórinn á flótta.
1 dag, 20. des., hefir framkv.-
stjóri Mjólkurfjelagsins sent mjer
kveðju sína, um leið og hann
gefur upp vörnina fyrir sinn mál-
stað og leggur á flótta, því að
rangar tilvitnanir útúrdúrar og
útúrsnúningar teljast ebki varnir
eða rök. í grein minni, sem birt-
ist, 12. þ. m. (en var skrifuð 7.
f m.), stendur ekki: „að móti
þinni betri vitund sjeu fjósa-
mennirnir“, heldur: „svo að fjósa-
mennirnir eru neyddir til þess,
móti okkar betri vitund“ o.s.frv,
en átti að vera: „svo að við f jósa-
mennirnir erum“ o. s. frv. Og
gefur það orðalag enga ástæðu
til að draga í efa að jeg sje fjósa-
maður.
Ef svo er, sem mjer er sagt,
að Mjólkurfjelagið hafi einkasölu
á Langelands fóðurblöndun, þá
tel jeg það skyldu þess að hafa
þá fóðurblöndun jafnan til, og
því fremur þegar hún má teljast
mjög góð. Nú heldur framkv.-
stjórinn því fram, að ekki sje
nema um t,vær fóðurblandanir að
ræða hjá fjelaginu, þ. e. „Lange-
lands“ og M. R. og sje því ekkert
um að villast. En það veit jeg
með vissu, að undanfarin ár hefir
fjelagið selt fleiri fóðurblandanir.
Tilkynningar fjelagsins til við-
skiftavina þess, nótur og afgreið-
slumiðar, koma eigi ætíð í liendur
okkar fjósamannanna, og mætti
því framkvæmdarstjórinn vel
taka til greina þá bendingu mína,
að láta seðil fylgja hverjum poka,
er sýndi glögt, hvert innihald
hans er. — En sem sagt, fram-
kvæmdarstjórinn er á flótta, og
jeg sje enga' ástæðu til að reka
flóttann. Og jeg sje heldur ekki
ástæðu til að seðja forvitni fram-
kvæmdarstjórans, enda þótt jeg,
hvorki stöðunnar vegna nje at-
bugasemda minna við greinar
framkvæmdarstjórans, skammist
mín fyrír að birta nafn mitt. —
Stndi jeg honum því kveðju raína
— og jólaóskir, — sem óbreyttur
20. dcs. 1925.
Fjósamaður
FREMSTI MAÐUR
SPIRITISM ANS.
Ummæli Conan Doyle
um andahyggjuna.
í einu danska blaðinu stóð fyr-
ir nokkru alllöng grein um „æðst*
prest“ spiritismans. Reit hana
Erna Mildé. Dönsku blöðin hafa
yfirleitt undanfarið verið heldur
tómlát í garg spiritismans. En á
ýmsu má sjá það, að þau eru nú
tekin að ræða hann og flytja
fleiri greinar 11 m hann en áðnr.
„Æðsti prestur“ spiritismans,
sá sem um er rætt í þessari grein,
er Arthur Conan Doyle. Verður
þessi grein þýdd hjer lauslega,
því hún bregður sjerlega skýru
ljósi yfir afstöðu Doyle’s til anda-
hyggjunnar, og yfir hina brenn-
andi og bjargföstu sannfæringu
hans um sambandið við annan
heim.
í greininni segir svo:
„Oll veröll veit, að hinn heims-
frægi rithöfundur, Conan Doyle,
er orðinn spiritisti. Og fyrir utan
það, að hann heldur erindi um
spiritismann víðsvegar, þá hefir
hann nú sett á stofn bókaverslun
í London. „Psyckhic Library“
stendur yfir búðardyrunum með
stórum, gyltum stöfum.
Er jeg geng inn í þeirri von,
fio hitta eigandann, kemur á móti
mjer vinnusamur ungur maður.
Conan Doyle var ekki viðstaddur,
en ungi maðurinn biður mig mjög
ákveðið að líta á safnið í kjall-
aranum á meðan.
Sir Arthur er ágætismaður, seg-
ir ungi maðurinn, hvað eftir ann-
að. AUir veggir safnsins eru þaktir
andamyndum.
Kl. 4 kemur Conan Doyle. Höf-
undur Cherlock Holmes-sagnanna
er mikill maður vexti og þrekinn.
og minnir á virðulegan biskup
vegna gráa hársins og loðnu augna-
brúnanna. Og víst er um það, að
rneöal spíritista skipar hann svip-
að rúm og biskup innan kirkju-
deildanna. — —
(Framhald.)
BRBEtaBBiftamrr- ai
VÍKING URINN.
neyddir til að láta yður úti. Því nú verðið þjer að
hefja dauðagönguna á ný.
— Rjett er það, mælti Don Diego, og brá sjer
ekki hið minsta. En er það nú nauðsynlegt
— Stingið hendinni í eigin barm, sagði Blood.
Segið mjer hvað þjer, reyndur og harðdrægur sjó-
ræningi hefðuð gert í mínum sporum.
— En þarna er einmitt munur á. Þjer hrósuðuð
yður af því að vera mannkærleikamaður.
Blood settist upp á brúnina á eikarborðinu og
hagræddi sjer þar.
— En jég er ekki heimskur, sagði hann. Og jeg
get ekki látið meðfædda írska viðkvæmni mína koma
mjer í glötun. Þjer og menn yðar eruð háski fyrir
þetta skip. Þar að auki er matar- og vatnsforði skips-
ins lítill. Yið erum að vísu ekki margir, en þið eruð
þungur baggi á öllum vistum. Þjer sjáið, að rið erum
nauðbeygðir til að slíta samvistunum, þó okkur falli
það þungt. Við verðum að biðja yður að ganga
í sjóinn. .
— Já, sagði Spánverjinn hugsandi, og reis upp.
Jeg játa, að þjer hafið mikið til yðar máls.
— pjer kastið af mjer þungri byrgði, sagði Blood.
Jeg vil ekki sýnast harðbrjóstaðri en þörf er á, sjer-
staklega þegar jeg og menn mínir eiga yður svo mikið
að þakka. Því, hvað sem aðrir mega segja um komu
yðar til eyjarinnar, þá var hún fyrir okkur sann-
kölluð endurlausnarferð. Það gleður mig þessvegna,
að þjer viðurkennið, að jeg hefi ekki nema einn kost
fyrir höndum hvað yður snertir.
— En það hefi jeg ekki sagt.
— Ef þjer getið bent á einhverja aðra leið, þ>á
skal jeg með gleði athuga málið.
— Viljið þjer gefa mjer frest til morguns? Jeg
hefi svo mikla verki í höfðinu, að jeg get ekkert
hugsað.
Blood hagræddi sjer á borðinu, og mælti síðan:
— Jeg verð því miður að láta yður vita, að jeg
verð að flýta þessu öllu saman. Jeg gef ýður klukku-
stundarfrest. Verði þjer ekki kominn þá með sæmilegt
tilboð, þá-----
Blood ypti öxlum og fór burt úr klefanum.
Nákvæmlega klukkustund síðar kom hann í klef-
ann aftur. Spánverjinn reis upp og leit fast í augu
Bloods.
— Jeg hefi fundið leið úr ógöngunum. En það er
undir mannkærleika yðar komið, hvort þjer sam-
þykkið eða ekki. Jeg legg til, að þjer setjið okkur á
land á einhverri eyjunni hjer umhverfis, og látið auðnu
ráða, hvort okkur verður lífsauðið eða ekki.
— Þetta hefir ýmsa örðugleika í för með sjer,
sagði Blood rólega.
— Já, mjer datt það í hug. Don Diego andvarp-
aði. Við skulum ekki minnast frekar á það.
— Eruð þjer ekki hræddur við að deyja, Don
Diego ?
Spánverjinn rjetti úr sjer og leit hvössum augum
á Blood.
— Þetta er móðgandi spurning, herra minn!
— Við skulum þá setja hana fram í öðru formi:
Langar yður til að lifa?
— Þessu get jeg svarað. Já, jeg vil svo sem lifa,
og það sem skiftir enn meira máli — jeg kýs þó syni
mínum líf umfram alt. En þessi brennandi ósk mín,
skal þó ekki gera mig að aumingja í augum yðar.
Þetta var í fyrsta sinni, sem Blood heyrði gremjn-
yrði falla frá Spánverjanum.
Blood þagði um stund, en sagði svo:
— Eruð þjer ásáttur um að vinna okkur ofur-
lítið þægðarvik til þess að frelsa líf yðar og sonar og'
annara manna yðar?
— Ofurlítið þægðarvik! sagði Don Diego og var
skjálfti í rödd hans. Ef það getur samrýmst sóma
míniim.
— Pjer getið verið rólegur þess vegna, sagði
Blood. Mjer er það ljóst, að jafnvel sjóræningi hefir-
sína sómatilfinningu. Ef þjer viljið líta út um glugg-
ann hjerna, þá sjáið þjer eins og blátt ský úti við'
sjóndeildarhringinn. Það er eyjan Barbadoes. Við
höfum siglt í allan dag undan vindi til þess aö fjar-
lægjast eyjuna sem mest. En nú, þegar land er aö
hverfa, byrja vandræði okkar.
t