Morgunblaðið - 10.01.1926, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.01.1926, Blaðsíða 8
MORQUNBLAÐIÐ 8, , , Útsalaí3daea iaánudaginn, þriðjudaginn og miðvikudaginn næstk. 10% af öllu nema heilum borðstofu, svefnherbergis og herraherbergishúsgögnum. Þegar búið er að draga 10 % frá, verður verðið neðanskráð: — Sólur mahognipól. og svartar frá kr. 9,45. Saumaborð ár eik með skúffu frá kr. 29,70. --- mahognipól., fjórfætt með skúffu frá kr 41.40. Borðstofustólar með stoppaðri setu frá kr. 14,85. --- borð, úr eik með aukapöltum frá kr. 90,00. --- — úr eik frá kr. 58,50. Skrifborð með eikarplötu, með skúffum og skápum frá kr. 189,00. Skrifborðsstólar úr eik, með stoppaðri setu frá kr. 54,00. Myndarammar, ódýrasta og fallegasta úrvalið í bænum. Salonborð, mahogni og mahognipóleruð frá kr. 133,20. _ §i»eglar, stórir frá kr. 12,60 (breiður fallegur rammi). Rnggustólar mahognipól. með plysch, mism. litir kr. 82,80. Gólfteppi nokkur styklki verða seld með afslætti. Olíumálverk frá Noregi, eftir viðurkendá norska málara. o. fl. o. fl. — Athugið ofanvert verð, sem er það allra lægsta sem boðið hefir verið hjer í bænum t. d. ef þ.ier þurfið að fá Borðstofuborð og 4 samstæða stóla með stoppaðri setu, kostar það: ■— 1 matborð með eikarplötu........... Kr. 58,50 4 stoppaðir stólar á 14,85 =..........— 59,40 alls Kr. 117,90 Útsalan er aðeins í 3 daga, komið því meðan nógu er úr að velja. Húsgagnaversl. Kirkjustr. 10. AV. Vörur sendar um alt land gegn póstkröfu. fíögnason þar í herlúður, og var förmaður verkamannafjelagsins •ffurliði borinn. Ileimtuðu verka- rt,enn sama kaup og áður. Fylikti íisleifur liði og menn hans og komu fram með ærslum og hót- «,ðu þeim barsmíðum er unnu, — eyjda þótt það væru menn, sem ■eígi voru ráðnir fyrir tímakaup, wenn, sem* varðaði engu samþykt öaglaunamanna. Þótt óróamönnun væri sýnt fram á, að fram- ferði þeirra væri með öllu móti •Sanngjarnt, og fastráðnir starfs wtenn atvinnurekenda væri nauð- Kjrnleg vernd gegn ofbeldi þeirra, æstust menn ísleifs og hótuðu að beita öllum vopnum til að geta spilt vinnu. Yarð það að samningum, að atvinnurekendur lofuðu sama kaupi og áður, uns samið yrði hjer í Reykjavík. En Dagsbrúnar- samningar hafa legið hjer niðri um hríð. Aftur á móti komust samningar á í Hafnarfirði þessa daga, og var kaupið þar lækkað um 20 aura á tímann, eins og til var ætlast í Yestmannaeyjum, úr kr. 1.40 í kr. 1.20. Eins munu veitkamenn í öðrum kauptúnum hafa gengið að sanngjarnri kaup- miðlun. Eftirtektarvert er framferði hins jónasarlega kaupfjelagsstj. í Eyjum. U t b o ð. Tíðindi eru það, hve Lands- verslun lækkar snögglega olíu- verðið, þegar einokuninni er ljett af. Telst svo til, að fatið hafi í fyrra verið 12 kr. dýrara en það hefði þurft að vera, samanborið við núverandi útsöluverð. Er það ekki smáræðis skattur, sem báta- útgerðin losnar við, er hin ill- ræmda einokun hverfur. Ymsir einkennilegir fyrirburð- ir á sviði tóbaksverslunarinnar hafa og komið fram þessa viku. Verður nánar skýrt frá þeim síðar. — Islenskur rithöfundur og Konunglega leikhúsið í Höfn. Konunglega leikhúsið í Kaup- mannáhöfn hefir ráðið Anker Larsen rithöfund (höfund skáld- sögunnar De Vises Sten), fyrir leikstjóra, og byrjar hann strax að láta æfa „Regn“, fyrsta leik- ritið, sem leikhúsið sýnir eftir Tryggva Sveinbjörnsson, ritara íslensku stjórnarskrifstofunnar í Khöfn. „Kaldalónskvöldið" endurtekið enn. I gær voru seldir allir að- göngumiðar að söngskemtun þeirra bræðra Eggerts Stefánsson ar og Sigvalda Kaldalóns, sem á að verða í dag kl. 3 í Nýja Bíó. Hafa margir orðið frá að hverfa, er hlusta vilja á söng Eggerts og hið ágæta undirspil Kaldalóns. Hafa þeir þvi ákveðið, að end- urtaka skemtunina enn, og mun það þá verða á fimtudaginn kem- ,ur. Söngskráin verður þá eitt- hvað breytt, að því leyti, að, Eggert syngur ýms ný lög eftir Kaldalóns. Samkvæmt ályktun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar- kaupstaðar á fundi 8. þessa mánaðar, vegna fyrirhug- aðs barnaskólahúss, er núverandi barnaskólabygging ásamt lóðarrjettindum, en með eða án leikfimishúss barnaskólans, boðin út til kaups. Væntanlegir kaupendur sendi skrifleg tilboð í eign þessa, til bæjarstjóra fyrir lok janúarmánaðar næst- komandi, í lokuðu umslagi, hvar í sje tilgreint kaup- verð eða söluverð og greiðsluskilmálar í aðaldráttum. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði hinn 23. desbr. 1925. Magnús Jónsson. Joseph Ranh Ltd. Hull — England., mælir með sínum heimsfrægu, ágætu neðantöldu hveiti- tegundum, einnig MAISMJÖLI, sem þegar hafa náð þjóðhylli hjer á landi. „ALEXANDRA“ ber langsamlega, langt af öllu öðru hveiti. — „Dixie“ — „Supers“ — „Godetia“ — „Tornado“ — „Minaret“ — GERHVEITI, hið besta sem flyst hingað. Verð og vörugæði lofa allir, sem reyrit hafa. MAISMJÖLIÐ hefir reynst öllu öðru skepnufóðri kröft- ugra og betra. Athugið, að á pokanum stendur J. RANK. Einka-umboðsmaður á Islandi, fyrir Joseph Rank Ltd, er — Valdemar F. Norðfiðrð. Sími 671. Símnefni „VALDEMAR“, Reykjavík. Buið A. S. I. Sími 700 VÍKINGURINN. — Á jeg ekki að biðja fyrir syndugri sál þinni? sfhirði Blood skipsforingi, þegar hann hafði komið íijyemi á brjóst fjandmanns síns, — jeg krýp nú á knje Iryort sem er. Þó Don Diego væri sannfærður nm, að nú væru lípnum öll sund lokuð, kaus hann að bera sig karl- ■|gnnlega, og taka öllu með hæðni. — En hver ætli biðji fyrir þinni sál, — þegar i|)anska herskipið þama framundan legst npp að hlið- igni á skipinu þínu? — Herskipð! öskraði Blood. Alt í einu varð hon- ijjn það ljóst, að það væri líklega of seint að koma í y.g fyrir svik Spánverjans. — Já — herskipið, — endurtók Spánverjinn með íakaldri hæðni. Á jeg að segja þjer, hvaða skip þetta y? pað er „Eencarnacion", skip yfirhershöfðingja dpánverja, Don Miguel de Espinosa, bróður míns. — l»etta er fagnaðarfundur — er ekki svo? Augu Bloods skutu neistum. Hann stóð upp og Ijet Spánverjann í hendur manna sinna, er hlaupið Stöfðn til hans. — Bindið hanu á höndum og fótum, skipaði Blood, en lemstrið hann ekki. Það má ekki hreyfa ^itthár á höfði hans. Því nú er hann okkur dýr. Þessi áminning var áreiðanlega nauðsynleg. pví »ienn Bloods voru nær gengnir af vitinu, og þeim varð það ljóst, að svik Spánverjans gátu komið þeim í enn verri þrældóm en þeir voru nýlausir úr. Þeir -4efðu sundurlimað Don Diego, ef Blood hefði ekki komið í veg fyrir það. En ástæðan til þess, að þeir hlýddu nú foringja sínum, var engin önnur en sú, að þeir heyrðu hörkuhljóm í rödd hans, og það boðaði Spánverjanum verri örlög en dauðann. — Samviskulausi svikarinn þinn! hrópaði Blood til Don Diego. En hann hló hæðnislega. — Þú metur mig ekki eins og vert er, sagði hann. Jeg er ekki hræddur við dauðann, og jeg ætla að sýna þjer það. En þú skilur það ekki, enski hundur- inn þinn! — Irski! æpti Blood. Og hvar er nú drengskapar- orð þitt? — Datt þjer í liug, að jeg gæfi drengskaparorð mitt til þess, að þið fengjuð þetta fallega skip? — Heimskingjar! Don Diego hló. Þið getið drepið mig. Það er ágætt — því jeg dey, eftir að hafa leyst hlut- verk mitt af hendi. Eftir eina klukkustund eruð þið fangar Spánverja og „Cinco Llagas“ aftur spanskt skip. — Blood skipsforingi horfði lengi á Spánverjann. Hann var nú orðinn dökkur í andliti aftur. Hringinn í kringum fangann stóðu fjelagar Bloods. — Bíðum augnablik við! kallaði Blood til fjelaga sinna. Hann gekk út að borðstokknum og horfði í djúpum hugsunum út yfir hafið. Þeir gengu til hans, Hagtorpe, Wollverstone og Ogle, yfirmaður fall- byssuliðsins. peir horfðu allir á skipið, sem óðum nálgaðist. — Áður en klukkustund er liðin, verður það kom- ið svo nálægt, sagði Blood, að það sviftir öllu af þil- fari okkar með fáeinum fallbyssuskotum. —• Við getum barist! sagði eineygði risinn. — Barist? sagði Blood. Við eru ekki nema 2.0 menn. Hver heldurðu að yrðu endalok þess bardagaf Nei. Það er ekki önnur leið en sú, að sýna þeim að við sjeum Spánverjar, og alt sje með friði og spekt hjer á skipinu. — En hvemið má slíkt ske? spurði Hagthorpe. — Það er auðvitað ómögulegt, mælti Blood. Værí það aðeins----------- hann horfði á ný í djúpum hugs- unum ut yfir hafið. — Við gætum sent Don Diego de Espinosa með mönnum hans yfir í herforingjaskipið og látið hann sannfæra bróður sinn um það, að við sjeum hlýðnir þegnar Spánarkonungs, sagði Ogle hæðnislega. Blood sneri sjer eldfljótt á hæli og að Ogle, og um stund var engu líkara en að hann ætlaði að slá hann. En alt í einu var eins og hann áttaði sig, og það kom jafnskjótt sigurglampi í augun. — Þú segir oft ýmislegt gott, sagði hann bros- andi. Hann er vitanlega ekki hræddur við að deyja, hann Don Diego; en það kann að vera, að sonur hanS sje það, eða að hann vilji að minsta kosti reyna að bjarga lífi föður síns. Ást spánskra bárna er, eins og kunnugt er, mjög djúp. Blood gekk hröðum fetum til mannanna, seu® gættu fangans. — Komið með hann undir þiljur! hrópaði hanA Hann fór sjálfur á undan. j r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.