Morgunblaðið - 31.01.1926, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Á þriðjudasiiiifi byrjar siór ÖTSAIsJk
á TAUBÚTIMI
Afgr. Álafoss,
Hafnarsfrætí íT,
Simi 404.
Representant sOkes 1
Norsk Import- og’ Grossistfirma söker for sine
anerkjendte Motorcylinderoljer og Grease, Re-
kvisita for Motorer, Kemikalier og Malervarer
dyktig Representant for hvert av fölgende Sted-
er: Vestmannaeyjar, Reykjavík, fsafjörður,
Siglufjörður og Seyðisfjörður.
Enten Agent eller godt indarbeidet Handels-
firma, som kan holde passende
KOMMISSION SLAGER.
Billet mrk. „KommissionsIager“ indleveres til
A. S. í. Reykjavík-
. Smith, Limited,
Aberdeen, Scotland.
Storbritanniens störste Klip- & Saltfisk Köber
— Fiskaktionarius & Fiskdampermægler. —
Tel. Adr.: Amsmith, Aberdeen.
EorrespsBðance gaa ðansb:.
Bes! að angiysa í MorgnBitlaðiBB.
Kæru TÍnir!
Það gleður mig sannarlega, hve góðar viðtökur jeg hefi feng-
ið hjer og Cigaretturnar mínar, enda var þess að vænta, að hjer
yrði mjer ekki ver tekið en í öðrum menningarlöndum álfunnar.
Mjer er óhætt að fullyrða, að mínar viðurkendu Kensitas-
Cigarettur fást í öllum tóbaksverslunum bæjarins og í öllum helstu
matvörubúðum líka. Þareð jeg sennilega fer utan með næstu skips-
ferð, kveð jeg yður hjer með og bið yður um að snúa yður í fjar-
veru minni, til Tóbakshússins í Austurstræti 17, sem hefir umboð
fyrir mínar viðurkendu Kensitas-Cigarettur.
Yðar einlægur
, ' Kensitas.
Frh. frá 3. síðu.
fram á þennan dag. Helgisiðir
, frjáls-kaþ. kirkjunnar eru hinir
sömu og rómversku kirkjunnar.
‘(En hún hefir engin ákveðin trú-
! aratriði. Hún bannfærir engan
fyrir skoðanir, er hann kann að
hafa. Og hvernig getur hin róm-
verska kirkja vakað yfir trúar-
skoðunum meðlima sinna í Hún
rannsakar varla hjörtun og nýr-
xm. Annars skal jeg játa það fús-
lega, að mjer þykir^mjög vænt
um rómv. kaþólsku kirkjuna. Hún
hefir margt til síns ágætis, svo
sem alvöru, andlegleika, festu og
guðsþjónustur hennar (þ. e. þegar
ekki er prjedikað) eru mjög há-
tíðlegar og miklu tilkomumeiri en
guðsþjónustur- mótmælenda, því
þær eru oft lítið annað en fyrir-
lestrar. Á hinu stutta söguágripi
frjálskþ. kirkjunnar, er hjer fór
á undan, mun sjást, að hún á sjer
djúpar rætur í fortíðinni, í sjálfri
hinni „gamalkaþ.“ kirkju, sem er
I fnxmkirkja Krists — að hún er
i engin „gorkúla á haugi“ ! eins og
I )ir. Boots kemst að orði í 'grein
Ijsinni. Hún verður framtíðarkirk-
I jan, því í henni Verður vítt til
veggja og hátt undir loft. For-
ustumenn hennar viðurkenna, að
margar sjeu leiðirnar til guðs, og
að sama andlega fæðan henti ekki
öllum. Annars er það mjög leitt,
ef rómv. kaþólska kirkjan hjer
fer að amast við stallsystur sinni
(hjer), hihni frjáls-kaþólsku, sem
er í besta skilningi káþólsk, þ. e.
almenn kirkja. Þegar sjefa Jak-
j ob Kristinsson var einu sinni við
[guðsþjónustu frjáls-kaþólsku kirk-
junnar í Krotona í Ameríku, tók
þátt í helgisiðunum rómversk-
kaþólskur klerkur. Svona á það
að vera. Menn eiga að sameinast
um hið æðsta hlutverk kirkjunn-
ar: að leitast við a?þ dýrka Krist
| og þjóna honum, en ekki vera að
i deila um aukaatriði, sem ekki
! koma sönnum kristindómi við. —
j „Bókstafurinn deyðir, — en and-
inn lífgar.“
Sj ómannaguðsþ j ónusta
í Hafnarfirði
send í útvarpið í dag.
Fyrsta tilraun hjer á landi.
FyrirliggianAi:
SfillBlk
Kl. 2 í dag heldur sjera Ólafur
Ólafsson sjómannaguðsþjónustu í
ITafnarfirði. Hefir útvarpsfjelagið
ákveðið að gera tilraun með að ná
guðsþjónustunni í útvarpið og
senda hana íit. Er svo ráð fyrir
gert, að hún nái til togaranna, sem
eru á veiðum.
Er símaþráður lagður í kirkjuna
og áhald sett þar, er tekur við ræð-
unni og söngnum og ber til útvarps-
! stöðvarinnar hjer á Melunum. Er
fróðlegt að vita, hvernig þessi til-
I raun tekst. Er þetta í fyrsta sinni,
sem reynt er að senda út ræðu hjer.
Einnig er fróðlegt að vita, hvernig
það tekst, að flytja. ræðuna frá
Hafnarfirði í útvarpið hjer.
Á flestum ísl. togurunum er gjall-
arhom. Ef það tekst á annað borð
að senda ræðuna út svo hún heyr-
ist til togaranna, geta skipshafnirn-
ar heyrt hana.
Sýslufundur Árnesinga
er nýafstaðinn. Meðal þeirra mála
sem þar voru til umræðu var:
Spítalcmálifí. Ákveðið að sýslan
leggi 15000 kr. til Eyrarbakkaspít-
alans, svo hann verði nú loks full-
ger.
Hjeraðskólam.álið. Samþykt var
að byrja á ákólabyggingu að sumri.
þó ekki sje ákveðið mcð fullri
vissu hvar skólinn eigi að vera.
Verður skólastaður ákveðinn á auka
fundi sýslunefndar síðar í vetur.
Vegir í f'lóanum. ÁkveðiS aðgera
fyrirhugaða Vegi (3—4) um Flóa-
áveitusvæðið að sýsluveginum.
Samþyktir voru gerðar, að skora
á þing og stjórn að flýta járnbraut- j
armálinu, og leyfa innflutning og
notkun á öðrum baðlyfum en |
Hreinskreólíni.
»•» i iiinUl tfWi"'1 »' ■
ágæt tegund.
Hialti Bísrnsson &
Prjóna-
garnið
góða er komið aftur
VÍKINGURINN.
— En jeg vil ekki standa á móti því, hjelt Blood
áfram, að þjer eignist stúlkuna, ef þjer viljið kaupa
hana.
— Kaupa hana?
— Já, og við því verði, sem þjer hafið sjálfur
ákveðið.
Levasseur reynd) að stilla sig. Honum var nú
ljóst, að fjelagi hans varð ekki unninn með frekju
og stóryrðum. Það þurfti annað til.
— Þessir 20 þúsund pjastrar eru lausnargjaldið
fyrir unga manninn, mælti hann.
— Nei — verið þjer nú ekki að skrökva, þjer
hafio sagt ótvírætt, að þessi upphæð væri lausnar-
gjald og heimanmundur ungu stúlkunnar. Það er
rjettora fyrir yður að greiða þessa peninga nú þegar,
svo b-.'jgt sje að skifta þeim millj skipshafnanna strax.
pá taka þeir ef til vill vægara á samningsrofi yðar.
— Þjer eruð spaugsamur, Blood, mælti Levasseur
og hló kalt og illmannlega.
Hann átti við það, að Blood gæti ekkert aðhafst.
Hann hafði aðeins um tíu menn með sjer, en Levass-
eur hafði yfir hundrað. En hann hafði ekki gætt þess,
sem Blood treysti á — ágirnd mannanna. Þegar
Levasseur aðgætti menn sína, þóttist hann sjá græðg-
isglampann í augum þeirra, og það kæfði liláturinn
í hálsi hans. Hann sá strax, að þeir fylgdu Blood
að málum, og að þeir vildu hafa sinn hluta af þessum
20 þúsund pjöstrum.
Hann þagði um stund, og bölvaði mönnum sínum
í hljóði. En hann sá, að hann varð að fara varlega.
— Þið misskiljið mig. Það á vitanlega að skifta -
lausnargjaldinu, þegar það kemur. En á meðan held
jeg stúlkunni.
— Gott og vel, muldraði Cahusac, við samþykkj-
um það.
— Það er jeg ekki viss um, sagði Blood. Ef Made-
leine d’Ogeron neitar að borga lausnargjaldið. Hvað
þá? Vilji Levasseur sitja einn að stúlkunni, þá verður
hann að borga þessa peninga strax, og líða skaðann,
ef lausnargjaldið fæst ekki.
— Þetta er skynsamleg tillaga, hrópði einn af
mönnum Levasseurs; Blood foringi hefir á rjettu að
standa. Þannig skal þetta vera.
— Sacré Dieu! hrópaði Levasseur. Hvar ætti jeg
að taka 20,000 pjastra? Það, er fellur í minn hlut af
þessari ferð, nægir ekki í helminginn. Jeg verð að
skulda ykkur peningana þar til jeg hefi unnið mjer
þá inn. Eruð þið ánægðir með það?
Sennilegast hefðu hásetarnir samþykt þetta, ef
Blood hefði ekki komið fram með mótmæli.
— En ef þjer skylduð nú deyja, mælti hann við
Levasseur, áður en þjer hafið fengið peningana? Þjer
vitið, að dauðann er ekki lengi að bera að höndum
okkar, sem þessa atvinnu höfum.
— Fjandinn sjálfur hafi yður! hrópaði Levass-
eur. Er ómögulegt að gera yður ánægðan?
—- Jú —með því að þjer borgið nú þegar 20,000
pjastra, sem skiftist strax milli skipshafnanna.
— Jeg hefi þá ekki.
— Þá er best, að sá kaupi fangana, sem gctnr
borgað.
— Og hver haldið þjer, að hafi svo mikla peD'
inga hjer ? .
— Jeg. Og meira til!
— Pjer! Þjer!
— Já. Jeg skal greiða peningana nú strax.
Levasseur starði á Blood gersamlega lamaður 'af
nndrun. Og foringjarnir flyktust um hann, því nú var
eitthvað í boði.
Blood fór ofan í vasa sinn og dró þaðan ofur'