Morgunblaðið - 22.08.1926, Síða 3
9
MORGUNBLAÐIÐ
fræðings, aS setja mvsu í heyið,
og- það reyndist vel.
— Hvena-r látið þjer fargið á
heyið ?
__ Jeg hefi þá aðfeæð, að bæta
altaf ofan á í tóftina, jafnóðnm
og hitinn er kominn upp í yf'e-
borð heysins, og fergi síðan und-
ir eins og síðasta viðbotin er orð-
in heit upp úr. Oft bæti jeg 5—6
sinnum á, í sömu toftina.
— Og það livort sem heyið er
grasþurt eðít »rennvott, sem er við
hendina?
— Já, mjer gefst það engu la'v
ar að hafa heyið rennvott en gras
þurt. í rigningatíð set jeg það
oft svo vott í tóftina, að vatnið
streymir úr heyvögnunum.
— Og hitastigið?
— Það þarf að ná 50° og saka.r
ekki þó það komist upp í 70°.
Yfir 20 ár gerði jeg vothey, án
þess að hafa mæli. Kom það ekki
að sök. En viðkunnanlegra og
þægilegra er að hafa mælirinn,
og nota jeg hann altaf nu. En
mjer er hitamælir til meira gagns
yið þurhey.
— Hve mikið af töðu eigið þjer
nú í votheystóftum ?
— Það er um 500 hestar, eða
rúmlega helmingur töðunnar; jeg
hefi getað þurkað rúmlega 400
hesta. 5 vagnhlöss af þeim skemd"
ust, Það er alt og sumt sem jeg
hefi fengið a£ hraktri töðu i sum
ar. Mest af hánni er eftir.
— Og þjer gerið altaf vothey,
hversu þurviðrasamt sem er?
— Jeg geri altaf vothey úr
hánni, hvernig sem viðrar. Háiu
«r svo þurkvönd, og auk þess er
henni svo fokhætt.
Þegar svo ber undir, hefi jeg
fullan helming heygjafar vothey,
hæði handa nautpeningi og sauí-
fje.
—. Hverjar eru helstu ástæður
þær, sem þjer heyrið bændur be,ra
fyrir sig, er afsaka aðgerðalevsi
þeirra gagnvart votheysverkun-
inni?
Hjá mörgum hefi .jeg heyrt þá
ástæðu, að þeim fyndist votheyið
óhæfilega þungt í vöfum við gjaf
ir á vetrum. Þá annað, að skepn-
ur fáist ekki til að jeta það. —
Það er að vísu rjett, að votheyið
er þyngra en þurheyið. Verður
hver maðnr að geíra það upp fyr-
ir sjer, hvort heldur hann vill
hafa til gjafar Ijett hey og hrak-
ið, eða þungt og óskemt. En að
Sissons Brothers heímspektll málninga rw ö r u r.
Fyrirliggjandi I heilbsölu hjá
Kristján Ó. Skagfjðrð, Reykjawik.
skepnur vilji ekki jeta það, tel
jeg lítilfjörlega ástæðu, því átið
lærist fljótt. Það eina óhagræði
sem jeg finn við votheyið e.r, að
manni, sem gefur það, er sprungu-
hætt á höndunum, og þegar frosta-
tíð er, vill stálið frjósa.
— En „Hvanneyrarveikin“ sem
kölluð er, hefir ekki borið á henni
Jijá yður öll þessi á«r?
— Aðeins eitt einasta ár misti
jeg sex kindur úr þeirri veiki.
Það var í hitteðfyrra. Við liættuin
við votheysgjöf er fór að bera á
veikinni. En nokk.rar kindur veikt
nst eftir það. Gátum við ekki
fundið, að votheysgjöfin hefði á-
hrif á sjúkdóm þennan.
— Eftir minni reynslu, sem nú
er orðm alllöng, segir Eggert að
lokum, er votheysgerðin hin óbrotn-
asta og einfaldasta og jafnframt í
vætutíð tryggssta heyverkunarað-
ferð, sem hugsast getur.
Sigurbjörn Gíslason og barst þetta
í tal. Sagði liann þá frá ýmsum
dæmum er hann hafði heyrt. Bað
Mbl. bann þá að skýra nánar frá
þeim, og birtist grein frá lionum
hjer. Eins og nærri má geta segir
hann hvorki Mbl. eða öðrum frá
því hverír hjer eiga hlut að máli.
Neyðarúp
úp heimi hörmunganna.
Ut af umma'lum Sveins Björns-
sonar sendilierra hjer í blaðinu á
dögunum, um vandræði íslenskra
stúlkna í Iföfn, hefir umtal vaknað
meira en áður um þau vandamál.
Morgunblaðið átti nýlega tal við
Þegar neýðarópin berast frá
þeim, sem úlfarnir eru að hremma
út á auðnum ljettúðarinnar, þá
verður manni ósjálfrátt að óská, að
þau gætu borist. að eyrum þeirra,
sem hugsunarlaust æða í sömu hætt
una. — Ekki væri það óhugsandi,
að einhver kvnni að hugsa sig þá
betur um.
Þessvegna er það að jeg hefi feng-
ið leyfi til að skýra frá#slíku nevð-
arópi, sem mjer barst ekki alls fyr-
ir löngu.
Það var leitað ráða til mín og
mjer voru sýnd nýkomin brjef um
c.g frá ungri stúlku íslenskri. Hún
hafði farið til Kaupmannahafnar,
ein af ótal, þvert á móti ráðum
vandafólks síns og ráðsettra vina,
og bjeldu henni engin bönd.
„Eruð þjer nú ekki að fara út í
ólánið!“ var sagt. við hana daginn
áður en hún fór, og sjálfsagt kváðu
aðrir sterkara að orði. En liún hló
og sagði, að nú væri gæfan sín að
bvrja.
Fám mánuðum síðar bárust brjef
in, og þar var ekki minst á gæfu
heldur á beiskustu ógæfu:
„Jeg er svo veik, get varla valdið
blýant. Þii verður að hjálpa mjer!
Ó, að jeg hefði trúað ykkur heima!
Alt tóm svik og svívirðing, sem jeg
hafði hlakkað til. — Jeg verð að
hvíla mig, þrautirnar eni svo mikl-
ar.------Hann reyndist mjer verst
sem lofað hafði mest. Fötunum mín-
um var r:ent og stolið, líklega fyrir
áfengi, hvað þá öðru, en jeg hefi
ekkert nema þrautirnar og hatrið,
hatnð gegn svikurum. Getur eng-
inn komið að heiman að hjálpa
mjer? Ef jeg gæti komist heim aft-
ur skyldi jeg aldrei vera óhlýðin,
en altaf fara að ráðum ykkar. —
En jeg kemst líklega aldrei heirn;
líklega dey jeg lijer innan um alla
ókunnuga, þar sem eiipiun getur
beðið með mjer kvöldbænirnar, sem
mamma kendi mjer,—þar sem eng-
inn kann faðir vor á íslensku. — Ó,
þetta er alt svo óttalegt ! —“
Eitthvað á þessa leið voru neyð-
arópin í hrjefunum frá henni
sjálfri, og i brjefum góðrar danskr-
ar konn, sem rekist hafði á hana í
sjúkrahúsi, sýndi að það- var ’eðli-
legt að hún hrópaði í neyð sinni.
En hún er ekki sú eina. Smnai
eiga svo bágt, að þær eiga enga
vandamenn lieima að biðja um
ltjálp, og enginn maður, sem þær-
bitta i erlendri stórborg, skilur-
þyngsta andvarp þeirra.
Tárin eru að vísu alþjóðamál, en
ógæfubörn segja vart frá þyngstu
raunum á erlendri tungu.
„Björgunarsysturnar hafa rekið
sig á 2 eða .‘! íslenskar stúlkur al-
varlega veikar af kynferðissjúk-
dómum, en þær vilja ekkert þýðast
okkur. Getið ])ið ekki frá íslandi
hjálpað þeim eða varað áðra við?“
sagði inerk koma í Kaupmannahötn
ið mig fyrir tveim árum.
Ilún inundi elcki hvað þær hj#tu„
hvar þær áttu heima. „Þær fela
sig, þegar þær geta“, sagði hún.
En jeg hugsaði um foreldra
þeirra og ástvini heinia, sem ef tií
vill höfðu talið þann frama mestan
að „heimasætan gæti siglt.“
Jeg segi ekki frá þessu til að
þyngja ratinir þeirra, sem hlut eiga
að máli, nje heldur vegna þess að.
jeg ímyndi mjer að ógæfan sjc
hvergi slík sem í Kaupmannahöfn-..
Enda þótt reynslan sanni að eitt-
livert, óskiljanlegt æði grípi sunur
landa vora, karla og konur, sem
Jiangað koma.
Ilöfuðstaður vor er engin stór-
borg, og þó fer' margur hingað aó
leita gæfunnar, en finnur tómt
gæfuleysi.
Bóndi langt að kom til mín í vor-
ærið dapur í bragði.
„Er nú sonur yðar aftur orðirur
veikur, hvað segja læknarnir um:
liann?“ sþurði jeg.
„Það er nú ekftí það þyngsta_
]:ótt liann sje lieil.sulítill“, svaraði
hann, og svo sagði hann mjer svo-
Iirvggilega sögu uin meðferð á dótt-
ur sinni lijer í liænum liðinn vetui-
að ómögulegt er að skýra frá því í
blöðunum. Sú meðferð hefði sjálf-
sagt orðið dómstólamál, hefði ekki'
móðir óþokkans, sem við söguna’
kom. verið stúlkunni svo kær að:
hún vildi „ekki l'eiða liærur hennar-
harmi í gröfina.“----------—'
Jeg ætla ekki f þetta sinn að:
telja upp flei’ri dtemi. En óskandi'
væri að þeir, sem ekki erti alveg'
hevrnarlausir, vildu hlusta á neyð-
arópin áður en alt er um seinan,.
— og að þei'r, sem tæla fáráðling
ana, hugsuðu nm, að þeir komasu
ekki hjá f'nlTnm reikningsskiliuiu
Erfitt verður þeirn að greiða and-
virði tára og sára, sem þeir valda.
]>egar komið er að skuldadögumim..
Olnbogabarn hamingjunnar.
þá, þjer voruð snoðkliptui*. En þje«- eruð nú samt
sem áður maðurinn. Er það ekki undarlegt, að viö
skyldnm mætast á þennau hátt! En jeg hefi beðið
eftir yður — lengi. «
Nú varð Holles forviða.
— Hafið þjer beðið lengi eftir mjer?
— Öll þissi ár. Mjer var spáð því, að við mund
um mætast aftur, og meira að segja, að lífsbrautir
okkar mundu liggja samhliða um stund.
— Spáð? endurtók Holles. Um leið datt honnm
í hng hjátrú sú, sem hafði komið honurn til að
halda fast og tryggilega við gimsteininn, hvað sem
á dagana dreif. Hvernig spáð ? endurtók hann á
ný, og hve«r spáði?
— Við getum ekki staðið lengur h.jer á göt-
unni og ræðst við, mælti hertoginn. En við höfuui
ekki hist tjl þess að skilja hjer strax. Ef þjer hafiö
einhverjum störfum að gegna, þá verðið þjar að
láta þau ,bíða þar til jeg vil sleppa yður. Nú *kiil-
urn við koma.
Hertoginn tók undir handlegg' ofurstans um
leið og hann skipaði þjónum sínum að fylgja sjer.
Holles varð enn fcævitnari, og Ijet hertogaun
fara með sig þangað sem honum best líkaði.
13. kafli.
Þakklæti Buckingham.
í herhergi, sem hertoginn hafði leigt sjer í gest
gjafahúsi einu, sat hann nú með þeim nianni, sem
hann átti líf sitt að launa. Það var enginn vafi á
hve mikið hann átti Holles að launa, því nóttina,
sem hann lá í yfirliði á vígvellinum, var liann orð-
inn fórnarlamb þessara úlfa í mannsmynd, sem
reika um vígvellina í þeinr erindum að ræna bæði
lifandi og dauða. Þó hertoginn væri særður, erþetta
skeði, þá hafði hann varist þessum blóðhundum eftir
mætti. En svo var þó komið að eitt þrælmennið hafði
kornið honum undir sig, og annað tók npp biturlegan
hníf til þess auðsjáanlega, að gera enda á inótspyrnu
hans. Á sama augnabliki stökk Holles, sem þá var
ungur að aldri, í hópinn. Þungt byssuhlaup hans reíð
á höfuð eins þrjótsins og klauf það. Og leist hinum
þá ekki á blikuna og flýðu. Síðan flutti Holles þenn-
au mann til bóndabýlis eins, þar sem hann var örugg
ur. Alt þetta mundu þeir báðir, og rifjnðu ]iei,r það
upp um stund.
Borð eitt stóð á milli þeírra og á því full stór
karma með Burgundarvíni, sem hertoginn gæddi gesti
sínum á.
Það hefir altaf vwrið einhvei: rödd' í mjer, serar
hefir lialdið því frarn, mælti Holles, að við mnndUm-
hittast aftur. Þess vegua hefi jeg faaldíð svo fast viiT
þennan gimstem. Ef jeg liefði vitað hver þjer voruð,.
mundi jeg hafa leitað yður uppi. En úr því að svo-
var ekki, vænti jeg þess, að tilviljunin mundi, bera
okkur samari.
— Ekki tilviljuiiin, heldu»r örlögin, sagði hertoginn:
— Jæja, eT þjer viljið heldur nefúa það þannig.
En livað griji þennan snertir, þá er margt merkilegt
úm hann að segja. Jeg hefi trúað á hann, og aldrei
viljað selja hann, þó neyðin hafi oft knúð mig tiV
þess. Jeg ætlaði að nota hann sem sönnun. þegac
fundum okkar bæ«ri saman.
Hertoginn kinkaði kolli mjög húgsandi.
— Þetta eru örlögin, eins og jeg sagði vður. —
Þetta var fyrirfram ákveðið. Sagði jeg vðuv það ekk; ?
— En af hverjuin var það ákveðið? spwði Holles
enn. —
-— Af hverjum? Af stjörnum himinsins. Þær eru
einu áreiðanlegu spámennirnir, og spádómar þeirru
e^u nógu greinilegir fyrir þá, sem kunna skil á þeun
hlutum. Þjer hafið líklega aldrei lagt s-tund á þá list.f
Holles starði um stund' á hertogann.. Svo liristr.