Morgunblaðið - 15.05.1927, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
gerir kaffið bragðbetra ojy
Ijúffengara en „Kaffibætir
Ludvig Davids“, með kaffi-
kvörninni. Allar hagsýnar
húsfreyjur keppast um að
kaupa þennan kaffibæti.
Kvennanöfu.
Seljum áletruð bollapör með þessum nöfnum:
Anna, Ásta, Ágústa, Bogga, Guðríður, Guðrún, Guðný, Helga,
Jóna, Jónína, Kristrún, Kristín, Lára, María, Margrjet, Pálína, Ragr,-
heiður, Sigríður, Sigrún, Svava og Vigdís.
K. Einarsson & Bjðrnsson.
Bankasirœti II.
Flö ríkisbargaralög
i Frakklandi.
Frakkar seilast í eins marga
og þeir geta.
Áður en franska þingið tók sjer
páskafrí voru lög samþykt ura
það, hvernig menn af erlendu kvni
gætu- fengið franskan ríkisborg-
ararjett. Eru hin nýju lög allmjög
á annan veg en lög þau er áður
voru í gildi um sama efni.
Áður þurftu útlendingar sem
sóttu um ríkisborgararjett, að
hafa verið 10 ár í Prakklandi, en
nú þarf dvalartíminn ekki að vcra
léngur en 3 ár og fyrir suma ekki
nema eitt ár.
Þegar franskar konur giftast
erlendum mönnum halda þær f:eð-
ingarrjetti sínum, nema þær taki
það fram við giftinguna, að þær
vilji ckki svo vera láta. Og börn
þau sem fæðast í hjónabanclinu
vei'ða franskir ríkisborgarar svo
framarlega sem þau fæðast inn-
an landamæra Frakklands. Eng-
in undantékning fæst frá þeirri
reglu.
Þetta þykir mörgum liart að-
göngu. Margir útlendingar, sem
kvongast frönskum konum, eru
búsettir þar í landi skamnm
stund. Fæðast þeim þar synir,
verða þeir að lúta hernaðarlögum
Frakklands. og mæta’ í herþjón-1
ustu er þeír fá aldur til, hvar svo
sem þeir þá eru búsettir, og þó
þeir liafi verið fluttir frá Frakk-
landi nokkra daga gamlir — og
hafi eiiga viðkynningu haft við þá
þjóð.
Fari svo, að þeir bregðist her-
skyldu, geta þeir aldrei stigið fæti
á franska jörð, nema eiga það á
hættu, að komast undir manna
liöndur vegna svika við ,,föður-
landið“.
Landsþing
norskra húsmæðra
á að halda í Bergén 1!).—2-t. þ.
m. Verður þingið og að nokkru
leyti Norðurlandaþing, því aS full-
trúar ætla aö mæta á því bæði frá
Finnlandi og Svíþjóð og Dan-
ínörku.
Tilgangurinn meö mótinu er sá,
aö norskar húsmæður komi saman
og ræði þar mál sín og heimil-
anna. Hefir áður veriö háö sviþ-
að þing í 'Noregi, en síöan éru lið-
in allmörg ár og þykjast húsmæö-
urnar hafa fengið mörg ný verk-
efni síðan.
Ilelstu málin, sem rædd eiga aö
verða á þinginu, er tim sölumögu-
leika á heimMisiönaöi, vinnustofur
fyrir börn o. fl. Þá, eiga að verða
haldnir 4 fyrirlestrar, af mönnrum
sinn frá hvérri þjóð, um það, hvaö
gert sje fyrir komandi kvnslóð.
Eins og sjest á þessu, liefir þetta
húsmæSraþing svipuð mál til með-
feröar og landsfundir kvenna hjer
heimá, t. d. heimilisiðnaðarmálið.
Mowinckel,
foringi vinstri manna í Noregi.
Síðast í fvrra mánuði lijelt
vinstri manna flokkurinn norski
landsþing sitt. Var eitt meðal dag-
skrármála þingsins aö kjósa for-
ingja flokksins. — Hefir Gunnar
Knudsen verið þaö til margra ára,
en vildi nú draga sig til baka, og
varö ]jví að kjósa flokknum for-
mann í hans.
Mowinkel, fyrrum forsætisráð-1
herra, var kosinn í einu hljóði. Ög i
ber liann því nú hita og þunga
dagsins í því efni að halda flokkn-
nm saman og velja honum þau
verkefni, .sem líkleg eru til að
vinna fylgi þjóðarinnar.
UatnauEKíirnir
i Bandaríkjununi
Síðan grein um hina miklu.
vatnavexti í Bandaríkjunum birt-
ist hjer í blaðinu, hafa horist hing
að fregnir um enn meiri usla af
vatnaganginum. f Louisiana hafa
stíflugarðar brotnað tvívegis. í'
fyrra skifti urðu 30 þús. manna
heimilislausar og í hættu staddaiv
en í seinna skifti bættust 20 þtis..
við.
Pai'ker fyrverandi ríkisstjóri,
hefir verið gerður að formanní
björgunarliðsins á þessu svæði, og
hafði hann, er seinast frjettistr
gefið skipun um það, að flytja
burt fólk af 300 fermílna svæði,.
er þá var enn ekki yfirflotið, en
í hættu. Á þessu svæði eru 14
smáborgir og íbúatalan er 172 þús.
Vieksbury, sem steniur hjá Missi-
sippi, all-langt inni í landi og er
mikil borg, var þá og ‘ í hætttc
stödd.
Vor um haust.
í'yrir miklum vonrigðum, því að þar var hvorki hesta nje
vagn að fá fyr en daginn eftir. Húsráðandi bar sig mjög
illa út af því að geta eigi orðið við bón hans og romsaði
upp úr sjer ótal ástæðum fyrir því, að hann hefði hvorki
vagn nje hesta þá um kvöldið. Var hann svo ákafur, að
það var mesta furða, að (xarnaehe skyldi eigi gruna, a'ð
lijer byggi annað undir. pví að sannleikurinn var sá, að
menn hertogaynjunnar í Condillac höfðu komið þangað á
uadan honum — og einnig höfðu þeir farið í alla þá staði
í borginni þar sem hestar og vagnar voru til — og höfðu
bæði með fögrum loforðum og hótunum kömið í veg fyrir
það, að Garnache gæti fengið erindi sínu framgengt. petta
hafði hann upp úr því, að fara fyrst á fund Tressan. Ef
hann hefði grunað þetta og farið þegar til Auberge de
France, þá hefði farið öðrn vísi en fór.
Eftir klukkustundar árangurslausar tilraunir að ná í
vagn og hesta, sneri hann heim til veitingahússin.s aftur.
í einu horni þar — fram við dyr — sátu hermennirnir og
voru að spila. Foringi þeirra sat þar skamt frá og spjalÞ
aði við veitingakonuna.
Við annað borð sátu fjórir gestir — ferðamenn, eftir
útliti þeirra og klæðnaði að dæma. Voru þeir í hrókasanr
ra*ðum, en þögnuðu allir, er Gamaehe kom inn. En hann
gaf þeim engan gaum, og hjelt rakleitt upp á loft, en sneri
við aftur og skipaði gestgjafa að láta sig og Rabeque fá
kvöldverð. Svu fór hann upp á loft og hitti Rabeque þar.
— Hvað er að frjetta? spurði hann, en þjónninn kva'ð
alt gott að frjetta.
Jungfrú Vauvray fagnaði honum hjartanlega. Henni
var farið að lengja eftir honum. Hann skýrði henni frá því,
í hvaða erindagerðum hann hefði verið og hvernig það
hefði farið. Henni brá í brún.
— Pað er þó eigi ætlun yðar, hrópaði hún, að við eig'
um að vera hjer í Grenoble í nótt?
— Við eigum ekki annars úrkosta, mælti hann og hnykl'
a.fti brýrnar, því að honum geðjaðist eigi að ákafa hennar.
— pað er okkur ekki óhætt, mælti hún og var nú enn
ákafari. pjer vitið eigi hvað þau í Condillae eru voldug.
Hann sparkaði í eldinn á arninum, svo að neistar hrutu
í allar áttir. Svo sneri hann sjer aftur að henni og var nu
brosandi.
— Pjer vitið eigi heldur hvað við eigum undir okkur,
mælti hann. Niðri hefi jeg sex hermenn og liðsforingja, sem
jeg fjekk hjá fylkisstjóranum. Við erum níu alls, að okkur
Rabeque meðtöldum. pað ætti að nægja. Og jeg býst eigi
heldur við því að þeir í Condillac þori að sækja okkur
hingað með vopnum.
— Samt sem áður hefði mjer þótt vænna um það, ef
þjer hefðuð getað útvegað mjer hest, mælti hún. Við hefð"
um þá getað farið ríðandi til St. Marcellin og þar hefðum
við áreiðanlega getað fengið vagn.
— Mjer fanst það óþarfi að gera yður slík óþægindi,
Svaraði hann. pað er versta veður.
— Hvað gerir það til? hrópaði hún.
— Auk þess er eigi hægt að fá liesta hjer, svaraði
hann.
-x- pað getur eigi verið rjett! hrópaði hún og stökk
á fætur.
— Jeg fullvissa yður um, að það er satt. Jeg hefi
reynt á pósthúsinu og á öllum veitingahúsum.
— Herra minn, mælti hún í geðshræringu. petta er
þeim í Condillae að kojma.
— Hvernig má það vera?
— pau hafa leikið á yður. pau ætla ekki að láta okkur
komast lengra en til Grenoble.
— Hvað ætti það að þýða? spurði hann óþolinmóður.
Auberge de France hefir lofað mjer hestum og vagni á
morgun. Hvaða gagn gæti þau í Condillac haft af því, að
við dveljum hjer í nótt?
— peim gengur eitthvað til þess. O, herra minn, jeg cr
ákaflega hrædd.
— Verið alveg rólegar mælti hann vingjarnlega. pjer
megir vera viss um það, að við Rabeque og hermennirnir
skulum gæta yðar vel. Jeg skal láta líalda vörð hjer á gang*
inurn í alla nótt. Eruð þjer ekki ánægð með það?
— Pjer eruð mjög góður, mælti hún þakklátlega.
Og þegar hann var að fara, kallaði hún á eftir honum:
— Viljið þjer lofa mjer því, að fara varlega sjálfur t
Hann snerist á hæli í dyrunum.
— pað kemur ongum við nema mjer, mælti hann gletn"
islega.
En hún var alvörugefin.
— Gætið yðar að ganga eigi í neina gildru, mælti hún.
Farið varlega. pau eru slæg mæðginin í Condillac. Og ef
eitthvað verður að yður------------------
— pá eru þeir eftir Rabeque og hermennirnir.
Hún vpti öxlum.
Jeg grátbið yður um það að fara varlega.
~ Pjer megið treysta mjer, mælti hann og fór.
Hann sagði Rabeque 'að koma með sjer og gengn þeir
i'iður af loftinu. í Rabeques stað sendi hann einn af her~
mönnunum til að halda vörð á ganginum meðan þeir snæddu..
Svo skipaði hann veitingamanni að koma með mat þeirra..
Hinum megin í salnum sátu hinir fjórir menn og skegg"
ræddu saman. Og um leið og Garnache kallaði einn þeirra
h.ranalega til veitingamanns og spurði hvenær hann fengi
kvöldverð sinn.
— Rjett bráðum, svaraði gestgjafi kurteislega.
Garnaehe skýrði nú Rabeque fr áþví, að þau yrðu að
dvelja í Grenoble um nóttina, og hver ástæðan væri til þess.
Rabeque var á sama máli og jungfrúin um það, að lijer
væri einhver brögð í tafli, og hann dró enga dul á það..
Hann sagði hreint og eint, að þeir í Condillac hefði leikið
á hann og bað hann að fara varlega. pað var nú svo sem
líkast því, að Garnache tæki mark á þeirri viðvörun, nema
þá að hann hefði lostið þjón sinn krímhest fyrir dirfskuna.
En Rabeque hjet því með sjálfum sjer, að liann skyldi hafa
vakandi auga á húsbónda sínum.
Gestgjafi kom nú með rjúkandi kjötrjett á fati og
lagði af þægilegan ilm. Og á eftir kom kona hans með
diska og eina flösku af víni. Garnaehe tók þegar þriflega
til matar síns. En alt í einu tók hann eftir því, að skuggii
fell á borðið. Maður nokkur hafði gengið þangað og skygðh
á Ijósið. •
— Loksins! mælti hann hátt og hranalega.
Garnache sneri sjer við og mælti hvatskeytlega:
— Hvað segið þjer?