Morgunblaðið - 26.06.1927, Síða 8

Morgunblaðið - 26.06.1927, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Besta tyggigummið er THE ORIGINAL CANDY COATED CIIEWING 00M Fæst alstaðar. Gólfflísar & Veggflisar nýkomnar. Ludvig Siorr, Simi 333. WJOÖOÖOOOOOÖtM 1 Reiðjakkar 8 8 15 krúnur áður 29,50. Verslun | Egill lacobsen. 8 Aðalfundur í. S. í. verðUr iiald- iim í dag eins og áður er Á ftindinum flytur Guðm. Björnson landlæknir fyrirlestur um þroska- gildi íþrótta og um mælingar, sem gerðar voru á þeim mönnum, er sóttu íþróttanámskeiðið í vetur.— Vegna sundmótsins í Orfirisey, sem tæplega verður iokið klukkan 4, verður fundinum frestað til kl. 5. I kvöld eru seinustu forvöð fyr- ir Reykvíkinga að sjá töfralistir Jteirra Solimarjns og Solmanné. —- Þau sýna eklii oftar hjer. Jónsmessuhátíðin. — Fjelagið ,,Magni“ í Hafnarfirði, liefir beðið Morgunblaðið að geta þess, að drengirnir, sem sýna leikfimi í dág á Jónsmessuhátíðinni, sje úr „f. H.“ og glímumennifnir úr ,.Ármann.“ Fundur í Dröfn í ltvöld kL 8. Leiðinlegur þjófnaður er það, sem einhver hefir vanið sig á, að láta falska peninga í sjálfsalann, sem er hjá búðinni „London“. — Þessir fölsku peningar eru aðal- lega fimmeyringar, sem eru sorfnir og slegnir svo til, að þeir hafa sörnu stærð og þunga sem krónu- peningur og ópna því fyrir krónu- ísölu. Sá, sem leikur sjer að þessu, ] fær þó varla mjög hátt tímakau}) jvið ]>að að sverfa og siá fimmeyr- inginn svo, að krónuvirði fáist fyr- ir hann, svo að þetta getur ekki talist gróðavegur. En til þess ao juppvíst verði hver það 'er, sem fremur þennan þjófnað, hefir eig'- andi verslunarinnar, Helgi H. Zoega, heitið 50 króna verðlaunum þeim, sem kemur upp um mann- inn. Þingmálafund ætla frambjóðend- ur á Akureyri að lialda kl. 4 í dag. Er búist við að sá fundur yerði heldur daufur, því að ýmsir bæj- arbúar, er láta sig landsmál njesr skifta, 'eru á þingmálafundum í sýslunni. Annar þingmálafunduj- jverður lialdinn á Akurevri rjett fyrir kosningarnar. i Ágætur tfli er nú sagður á ötl- j um Eyjafirði, og gæftir góðar; jhefir verið einmuna tíð þar að j undanförnu. Dálítið hefir veiðst af síld seinustu dagana, eða nægilegt til beitn. Síldarvinna. Engir samningar , hafa enn verið gerðir nyrðra milli 1 útgerðarmanna og verkafólks við síldveiðar. Er búist við því, að .flestir eða allir muni fara eftir ;þeim taksta, sem aðiljar hjer syðra koma sjer saman um. | • Svenn Poulsen, ritstjóri „Ber- lingske Tidende“, er sagður einn af farþegum á „Dronning Alex- 1 andrine' ‘. Kemur hann hingað í kynnisför. Hann hefir komið liing- jað oft áður og eignast hjer marga 1 vini. Botngröfuskipið danska, ,Uffe,‘ sem hefir verið að dýpka Akur- eyrarhöfn, er komið hingað til að leita sjer viðgerðar. Skipinu var ætlað að dýpka ýmsar hafnir hjer við land í sumar. iSundmót Verður hjá Sundskál- janum í Örfirisey kl. 1 í dag. Sýna þar 20 stúlkur, 18—19 ára, margs i konar sund, listsund o. fl. Eru , þær nemendur Ingibjargar Brands. |Auk þess verður kept í 50 metra jsundi fyrir stúlkur (frjáls aðferðj og 200 m. bringusundi fyrir stúlk- ur. Er þar kept, um farandbikar sem Regína Magnúsdóttir vann í fyrra. Svo er 100 metra sund karla (frjáls aðferð) og 200 m. bringusund. Er þar kept um af- reksmerki og eru skráðir kepp- endur 55 að tölu. Einnig þreyta karlmenn 100 m. baksund. Bátar verða í förum milli lands og eyjar. Yerður þarna áreiðanlega góð skemtun, og verði gott veður er enginn efi á því, að bæjarbúar muni fjölmenna út í eyju. Sjómannastofan: Guðsþjónusta í dag kl. 6 e. li. Árni Jóliannsson talar. Allir velkomnir. Fjölnir, línuveiðari, fór hjeðanj á miðnætti til Yestfjarða með fjölda, farþega. Þar á meðal voruj kaupmennirnir Anton Proppé og, Ludvig C. Magnússon og frú Ás-. dís Jónsdóftir. Kvennafundurinn í Bárunni < fvrrakvöld var vel sóttur. Sigur- björg Þorláksdóttir hóf umræður og talaði langt mál og snjalt. Þá talaði frú Kristín Ólafsdóttir. — Sagði hún meðal annars að Páll sál. Jónsson kennari í Einarsnesi hefði sagt um Sigurbjörgu að hana mundi liann vilja kjósa á þing í hvaða stjórnumálaflokki sem hún væri. Ennfremur tóku þær til rnáls Guðrún Lárusdóttir, Kristín Jacobsen, Inga L. Lárusdóttir, Sig- urborg Jónsdóttir, Laufey Vakli- marsdóttir og Bríet Bjarnhjeðins- dóttir. Þær mæðgurnar kváðust vera utan flokka og ekki geta gefið atkvæði sitt þó kona ætti í hlut. Alf hálfu Alþýðúflokksins töluðu Ingibjörg Friðriksdóttir og Jónína Jónatansdóttir. Mátti sjá á öllu að B-listanum voru fundar- ltonur fylgjandi að fáeinum und- anteknum. DANMERKURFRJETTIR, (Frá sendiherra Dana.) Flugstefna. í lok ágústmánaðar verður hald- in alþjóða flugstefna í Kaup- mannahöfn, flugvjelasýning og flugsýningar. Ríkiserfinginn er heiðursforseti, en formaður for- göngunefndarinnar er Tyge Rotlie fý'rv. verslunarráðherra. Sir Sam- juel Hoare, flugmálaráðherra Breta ! og Boelianowski flugmálaráherra Frakka koma hingað með flug- deildir úr sjóliðinu og búist er við að flugvjelaverksmiðjur í þessum löndum taki mikinn þátt I flugstefnunni. Þýskaland, Holland, Belgía og Tjekkóslóvakía hafa jlíka opinberlega tilkynt þátttöku sína, og auðvitað taka flugdeildir : liers og flota í Damnörku þátt í Allskonar prentnn, • / svo sem : brjefsefni og umslög, reikningar fakturur, um- burðarbrjef og auglýsingar, erfiljóð hátíðasöngvar, hluta- brjef og verðbrjef bækur og tímarit o. fl. o. fl. er hvergí ódýrar, betur nje fljótar af hendi leyst en hjá fsafoldarprentsmiðjii li. f. tnziu. * .Tæuxnrur^aa EBREWTOUK? Vigiús Gnðbraaússan klæöskeri. Aðalstrseti 8’ byrgur af fata.. og frakkaefnum.Altaf ný efni með hverri f*rð. AV. Saumastofunni er lokað kl, 4 e. m. alla laugardaga. Telefnnben Radio’lampae*. Utrarpslæki frá Telefnnkeii ern Fnllkomnnst, endingarbest, afkastamest. Hjalti Björnsson & Co. Sími 720. J. Chr. Riertsen, Köbenhavn K. Strandgade 27. Telogramadresse s Sildgiertsen. Stærsta umboðsverslun í Danmörku i saltaðri sild. Tekur allar íslenskar afurðir til sölu. Fljót sala er ábyrgst, fyrir hæsta markaðsverð. Fyrirspurnum er — — — — svarað samstundis — — — — Reference: Den Dansfce Landmandiðbank(. Torwegade 49, Köbenhavn. I flugstefnuhni. Búist er Jíka við \ þátttöku liinna annara Norður-j landa og mun þetta verða merki- legasti viðburður ársins á sviði ,,sports.“ Carl Moe, prestur, formaður innri missionar- ‘ Ínnar er látinn, 79 ára að aldri. Hangið hjöl og nýr* lax fæst í Herðahreið. — Verið ekki hræddar, jungfrú. Jeg er heimskinginn Garnaehe, sem varð til þess. að svifta yðuv atlri von um frelsi fyrir viku. Hún starði á hann eins og liún væri æðisgengin. — Garnaehe !í hvíslaði hún. Eruð þjer Garnaehe*? þó vissi hún. það vel, því að hún hafði heyrt málróm Garnaches og einkis annars. Og er hún virti manninn betur fyrir sjer, sá hún að nefið á honum var alveg eins og :t Garaaehe og augun líka, En hárið, sem hafði verið brúnleitl og hæruskotið, var nú svart og strítt; rauðleitt skeggið, sem stóð út í loftið eins og svínsburstir, var einnig svart og lafði niður á hiiku og huldi nlveg munninn. Langir skegg- broddar huldu kinnarnar og afskræmdu andlitið, og hör- wndið, sem fiður hafði veríð drifhvítt var nú dökt og óhreint. Alt í einu brosti hann og þá var hún ekki lengur í efa wra að þetta væri Garnache sjálfur. Húú stökk á fætnr. — Monsieur, monsieur! lirópaði hún, og meira gat hún ekki sagt. Hana langaði rnest til þess að hlaupa upp um lálsinn á honum og fá að gráta feginstárum við brjóst hans, eins og hann hefði verið faðir hennar, heimtnr úr helju. Garnache sá hvað hún vaú í æstu skapi og til þess að ffeva hana rólegri, skýrði hann henni frá því, er á daga kans hafði drifið og hvernig hann hefði komist til Condillac. — Jeg er mjög hepi»inn, jungfni mælti hann' að lokum. Jeg hefði ekki trúað því, að hægt væri að brevta útliti minu svo, að jeg þektist ekki. En Rabecque tókst það — Ra- becque, sem er hinn fjölhæfasti þjónn, er nokkru siuni hefir þ.jónað heimskum húsbónda. pað kom sjer líka vel, að jeg var eiuu sinni nm 10 ára skeíð í Italíu og nam þá málið til iullnustu og talaði það. svo vel, að Fortunio grunaði mig alls ekki. Og þurfi. jeg ekki að dvelja hjer svo lengi að liturinn slitni af andliti míiiu, liári og skeggi, þá er jeg ekki í neinni hættu. — Jú, monsieur, þjer haf'ið alt að óttast! hrópaði hún í angist. t Ilann hló að ákafa hennar. — Jeg treysti hamingjunni, jungfrú, og jeg held-að hún sje mjer hliðholl í þetta skifti. Mjer hafði t. d. aldrei dottið í hug að jeg nmndi verða svo heppinn að 'verða skipaður vörður yðar. Jeg Varð svo feginn, þegar jeg heyrði þau ráð- gera það, að jeg gat varla dulið gleði, míno. Einmitt þetta hefir stóruni ljett undir með mjer. — En hvað getið þjer gert aleinn? spurði hún. Hann gekk fram.að glugganum og hallaðist fram á aln- læga í gluggakistuna. pað var farið að rökkva. — Jeg veit það ekki enn. En jeg er hingað komiim til þess að finna ráð til að koma yður burtu, og þangað tiL mjer tekst það, skal jeg halda vörð um yður. — pjei' vitið í hváða hættu jeg er stödd, hrópaði mún,. því að hún mintist nú hótana hertogaynjunnar. — Ef þjer álítið að það hafi verið fljótfærnislegt af mjer að hverfa aftur — — — —. Nei, nei, ekki fljótfærnislegt, heldur gö.fugmannlegt og drengilegt. Jeg vildi að jeg gæti sýnt yður hve mjög jeg dáist að framkomu yðar. — pað var þ'tið frægðarVerk að hverfa hingað attur. Hitt var verra, að láta Rabecque afskræma svona á mjer andlitið, því að jeg hefi. jafnan viljað vera snyrlilegur. — En hvað getið þjer gert aleinn? endurtók hún. — Lofið mjer að hafa eins eða, tveggja d'aga umhugs- Unarfrest. Jeg þhrf að kynnast öllu hjer fyrst. Einhver ráð • munúm við finna. Jeg ætla ekki að láta þau beita mig hrögð- um oftar. En ef þjer lálítið að jeg treysti mjer um of og rjettara sje að jeg* 1 sæki herlið og taki Condillac með brustu,. þá skuluð þjer segja mjer það hreint og beint, og jeg skali fara á inorguu að sækja •herlið. — Hverf munduð þjer þá fara? mælti hún og var ótta- hreimur í málrómnum. — Jeg yrði að fara til Lyons eða Moalins. par ætti jeg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.