Morgunblaðið - 08.09.1927, Síða 2

Morgunblaðið - 08.09.1927, Síða 2
MORGTTNBLAWÍ#> t Notið ísl. vörur lltsala á Taubútum hefst laugardaginn 3. september og stendur yfir nokkra daga í næstu viku. — Þrátt fyrir mikla hækkun á erlendri ullarvöru, þá helst hið lága verð á ísl. fatadúkunum frá Álafossi. — Verslið við Afgr. Aiafoss, Hafnar&træti 17. Simi 404 Ðannið í Banðaríkjunum. Samtal við F. Stanton Cawley prófessor við Harward-háskóla. Hjer hefir dvalið um skeið pró- fessor í þýsku við Harward-há- skóla í Bandaríkjunum, Mr. P. Stanton Cawley að nafni. Hann ■er einnig prófessor í norrænu við þann háskóla. Hefir hann nnmið íslensku svo vel, að furðu sætir og talar hana ágætlega. Kennara hef- ir hann þó engan haft, heldur hef- ir hann numið tunguna af bók- xtm að mestu leyti. Pyrir tveimur árum fór hann til Noregs og dvaldi ]>ar fjögra mánaða tíma og las norrænu hjá prófessor Magnús Olsen í háskólanum í Osló til þess nð verða færari að gegna embætti sínu sem prófessor í norrænu við Harward. Hafði hann pá nýlega tekið við því embætti að látnum þeim manni, er það hafði haft á hendi. t Osló kyntist. próf. Cawley Sig- urði Nordal prófessor og segir iiann að sú viðkynning hafi orð- ið sjer til ómetanlegs gagns. Sig- nrður Nordal hafi eigi aðeins kent sjer mikið í íslensku, heldur hafi hann opnað augu sín fyrir öðru, sein þýðingarmeira sje fyrir mál- fræðing : Nordal hafi sagt sjer það, að þeim útlendingum, sem vilja læ'ra íslensku, megi skifta í tvo ílokka, þá, sem aldrei koma til íslands, og þá, sem til íslands koma. „Og hvorn flokkinn mundir þú vilja fyllaf ‘ hafði Nordal sagt. Prófessor Cawley var ekki í neinum efa um það, og hið fyrsta tækifæri, sem gafst, notaði hann tii þess að fara til ísiands, og lifa þar í andrúmslofti íslenskunnar. Segist, hann aldrei muni iðrast þess, því að á þessari ferð hafi hann grætt mikið, og viti nú af reynslunni, að það sje rjett hjá Nordal að skifta útlendum ís- lenskufræðingum í tvo ílokka: þá, sem koma til íslands og þá, seni aldrei koma þangað. — Maður þykist hafa numið tuuguna til fulls af bókum, en ætli að hún sje „dautt“ mál, líkt. og latína óg gríska. En þegar hingað sje kom- ið, og maður heyri liljóm tung- unnar alt umhverfis sig dag efiir -dag, skifti maður nm skoðun — Prófessor Cawley er því mjög á- nægður út af því að hafa komið ’i 'npað. Mhl. fann prófessor Cawley að máli í gær, og bar margt á góma. Meðal annars það málið, sem ís- land og Bandríkin eiga sameig- inlegt: bannmálið. — Bannlögin voru sett í Banda- ríkjunum á stríðsárunum, segir próf. Cawley, og má telja að það hafi verið neyðarráðstöfun vegha stríðsins, enda er það nú alment máltæki vestra, að Bandaríkin haii ekki haft annað upp úr stríðinu en útistandandi skuldir og banr.ið. — Hverjir gengu mest fram í því að koma banninu á? — „Anti 8«ioon League“ átti n ikinn þátt í því. Það f jelag var stofnað í þeim tilgangi upphaf- lega, að vinna á móti vínknæpun- um. En forstjóri þess hefir játað opinberlega, að fjelagið hafi not- að mútur um öll ríkin til þess ;.ð koma banninu á. — Hvernig hefir liannið svo revnst ? — Það mun hafa reynst s,7ipað og hjer á Mandi, og skal jeg mi í ’ stuttu máli segja yður mitt álit á því. Aður en bannið kom, þektist að vísu heimabruggun í Suðurríkjun- um. Þar hrendu hinir svonefndn „monshiners" sterka. drykki uppi í fjöllunum, en það var ekki neitt á móts við þá heimabruggvui sem nú er. Nú er það orðinn sjerstak- ur atvinnuvegur, sem fjöldi manns lifir af. Þó er heimabruggunm ekki neitt á móts við smyglunina. Oteljandi skip, koma fullhlaðin áfengi, leggjast við festar utan landhelgi, og svo gengur straum- Hrinn í land. — Mildu er einnig smyglað yfir landamærin, hæði að ‘norðan frá Kanada og að sunn- an, frá Mexíkó. — Utan þessara landamæra blómgvast nú líka heimabruggun, sjerstakur atvinnu- og gróðavegur, sem bannið í ' Bandaríkjunmn hefir skapað. Annars má segja, að bannið hafi skapað fjóra nýja atvinnuflokka í Bandaríkjúnum. Pyrst eru það „The Moonshiners“, eða þeir, sem brugga áfengi. Svo kemur annar flokkur, sem nefndur er „The boot leggers“. Eru það þeir, sem selja áfengi á strætum og gatnamótum og drógu þeir nafn sitt af því, að þeir gengu í vaðstígvjelum og höfðu flöskurnar geymdar í þeim. Þriðji flokkurinn eru smyglararn- ir og fjórði flokkurinn hinir svo- jnefndu „Highjaekers“, en það eru þeir, sem lifa á því að stela á- fengi frá smyglurunum, og hafa þeir fjölda manna í þjónustu sinni til að selja áfengið síðan. Nú er drukkið miklu meira í Bandaríkjunum heldur en fyrir stríð. Þá þótti það skömm að láta sjá vín á sjer, en nú þykir bað frægð. Er það einkum æskulýður- inn, sem iðkar drykkjuskap sem „sport“, eigi síður stúlkur en pilt- ar. í öllum samsætum flóir áfengi eins og vatn. ’Einn af embættis- bræðrum mínum við háskólann hefir sagt við mig, að hann kom- ist ekki hjá því að vera glæpa- maður, svo lengi sem hann lifir, eða, svo lengi sem bannið endist Því að samkvæmt bannlögunúm er hver sá glæpamaður, sein á- fengis neytir. En ekki hefir tek- ist. að koma því inn í meðvit.und þjóðarinnar að það sje glæpur, bitt fremur,- eins og jeg gat uin áðan, að það sje „sport“. Pyrsj eftir að lögin gengu í gildi, var að vísu minna um af- brot, drýgð í ölæði. heldur en áð- ur. f því hqnga bannmenn. En þeir gæta ekki að því, að ]>að var áður en smyglunin var „organiser- uð“. Nú eru þessi afbrot fleiri Ihlutfallslega heldur en fyrir stríð. Þetta stafar mikið af því, að nú leggja menn sjer alt til munns. 'Pátækir menn, sem áður fengu sjer öl, eiga þess nú engan kost. Þeir hafa ekki efni á því að kaupa hina dýru smygluðu drykki, og afleið- ingin verður sú, að þeir drekka alskonar óþverra, svo sem stein- olíu, benzín, hárvötn og — síðast en ekki síst — brensluspíritus, ’sem stjórnin hefir látið menga ’með eitri. Hefir fjöldi manna drep- ið sig á þessu. Það er sagt út í frá, að heimabruggaða áfengið hafi drepið marga menn í Bandaríkj- unum. Má vera að það sje rjett, en hinir eru þó langtum fleiri, sem hafa skapað sjer aldurtila með því að drekka hinn eitraða snðu- vökva, er stjórnin leyfir að selja. ' — Er engin hreyfing um það að fá bannlögin afnumin? — Jú, fjelag hefir verið stofnáð í því augnamiði, en þar er við ram an reip að draga, því að bann- ákvæðið er komið inn í stjómar- skrána. Andbanningum eykst þó ■fylgi dags daglega. Augu manna opnast smám saman fyrir því, a'ð árangur bannsins verður allur annar en sá, sem búist var við — að lögin hafa siðspillandi áhrif 4 þjóðina yfirleitt, að þau hafa ltent Iienni <ið óvirða önnur lög, sem áður voru höfð í heiðri. Lögin hafa >ekki heldur náð þeim tilgangi sin- um, sem næst lá að þau mundu hafa, að heimilishragur batnaði hjá almenningi, hjá hinuin fátæk- ustu og fámentuðustu. Síður en svo, því að nii koma óþverradrykk ir í stað góðra drykkja, eins og jeg gat um áðan. Eftirlitið með lögunum kostar einnig of fjár. — Ríkið hefir og mist allar sínar tekjur af áfengisverslun og þær lenda nú hjá „The bootleggers“, 'og hinum öðrum, sem gera sjer bannið að fjeþúfu. Þeir menn eru auðvitað allir á móti því að bann- ið verði afnumið og eru hinir styrk ustu forvígismenn þess og sam- herjar ti'inplara, og bindindis- manna, sem hafa bannið hæst á stefnuskrá sinni sem hugsjón. • Sem dæmi um það, hver áhrif bannið hefir haft á æskulýðinn, má nefna ])að, að nú er varla hald- inn dansleikur svo að vngismenn- irnir komi ekki með flösku „upp á vasann“ og yngismeyjamar líka. t New 'York er nú hægt að fá hvaða drykk, sem maður óskar á veitingahúsum, — en þeir eru þá hornir á borð fyrir mann í kaffibollum. sláttur af ðllu. Haraldap-búð hefst í dag og stendur yfir í örfáa daga. Þá getur margur gert góð kaup, því frá hinu lága verði á hinum ágætu vörum verslunarinnar verður gefinn 33%—10% afsláttur. En auk þess á mikið af ýmiskonar vörum að seljast í ikyndi fyrir sáralítið verð. í dömudeildinvii { hei*r*edeildinni má gera sjerlega góð kaup á kápufau- um (frá 2,00 mt.). KjSlatauum, ullar, (frá 1,75 mt.). Fatatauum. Sterkt Flunel riflað, margir fallegir litir á 4,50 mtr., sjerlega fallegt í drengjaföt og fleira. Mikið af hvítum Ljereftum 0,55 mtr. Tvististau 0,65 mt. Flónel. Morgun- kjólafau (sterk) ca. 3,00—4,00 í kjólinn Gríðarsterkt brúnt tau í skyrtur á 4,00 í skyrtuna. Mikið af gluggatjaldaefnum. Silkitau .falleg, sem hafa litast nokkuð af sól, verða seld fyrir helming verðs. Silkisokkar kvenna, feikn mikið, seljast á 0,90—1,35 parið. Kvensjttl frá 9,50 Kvenkápur frá 9,50. Kvendragtir. Ullar- golftreyjur afar-ódýrar. Kvenregnkápur og kjólar fyrir Iítið. Blá Cheviot í karla- og drengja-fatnaði. Franska klæðið fallega verður líka neðursett meðan á skyndisöl- unni stendur. verður meðal annars selt afarmikið af fal- legum og sterkum Manchettskyrtum á að eins 4,75 stk. Skyrturnar eru úr gegn- ofnu efni (Zepbyr) og halda alveg lit. Öll Naerföt verða seld skyndisöluverði. Þar á meðal hin þjóðfrægu Hanes-nœrfttt. Brúnar skyrtur úr ullar-kahki á 5,00 stk. Misiitir linir flihbar, fallegt úrval, 3 stk. á 1,00. Sokkar úr ull og baðmull, þunnir sem þykkir, frá 0,55—0,90 parið. Stajcar Taubuxur, laglegar og sterkar, á 5,00. 1—200 stk. af Extskum húfum verður selt á 1,00 stk. Mikið af Regn- frðkkum verður selt alveg sjerstöku gjafverði; þar á meðal er ein sjerlega góð tegund úr bláu ullarefni með gúmmí-milli- fóðri, sem selst þessa dagana fyrir 39,00 stykkið. Nokkrir Alfatnaöir, bláir og mislitir, sumir á stóra, en aðrir á mjög granna menn, seljast hlægilega ódýrt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.