Morgunblaðið - 17.09.1927, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.09.1927, Blaðsíða 2
2 MOEGUNBLABIÐ )) IHfemm i Öu M MAGGI Bouillon-Terning Maggi’s Teningar Ostar, 10 tegundir. Ódýrastar liiá <»CI Maggi's Supuextrakt or það bestff. Fæst i ílestum nýlenduvöru- verslunum. ðlafur Finsen hjerðslæknir sextugur. Klein, Frakkaatíg 16. Sími 73. Eldavjelar — Ofnar — Þvottapokar — Ofnrör — margar tegundir fyrirliggjandi. ií. Einarssan S Funk Fyrsta flokks dilkakjöt .-■á 75 aura. Y> kg., sent u;n allar götur. Hringið í síma 1091 og kjötið verður sent heim fljótlega. Yerðið er það lægsta, og varan «er góð. Eins og að und«.nförn\i sel jeg. kjöt í heilum kroppum, ásamt, fleira, svo sem: Lifur, mör og sviðum. Tek pantanir nú þegar, því sláturtíð byrjar í næstu viku. Það skal tekið fram, að kjötið er úr Borgarfjarðardölum. líersl. Björninn. Bergstaðastræti 35. Öími 1091. Munið hlutaveltu Hringsins í Kópavogi á morgun og hin ódýru fargjöld Nýju-bifreiðastöðvarínnar, Hinar margefiirspurdu M M' .ýkomnar aftur. Tc'aoksverjlun Islands h.f. Ólafur læknir Finsen er fæddur 17. sept. 1867 í Keykjavík. For- eldrar hans voru O. P. Finsen póstmeistari og fyrri kona hans Hendrikke Finsen (f. Bjering). — Ólafur Finsen útskrifaðist 1888 úr latínuskqlanum og 1892 úr lækna- skólanum. Eft.ir það var hann um hríð á sjúkrahúsum í Kaupmanna- höfn. Hann var 1894 skipaður aukalæknir á Skipaskaga. — ÁnÖ 1900 fjekk hann veitingu fyrir Skipaskagahjeraði. Hann hefir allan embættisaldur sinn dvalið á Akranesi og aldrei sótt þaðan, enda miuiu fáir lækn- ar hafa átt meiri vinsældum að fagna í læknishjeruðum sínum en Ólafur. Hann er einkar varfærinu og samviskusamur læknir og þyk- ir skjótur að búa sig að heiman, hvort sem hans er vitjað á nótt eða degi. Ólafur læknir kvæntist haustið 1894 Ingibjörgu ísleifsdóttur prests frá Arnarbæli. Hafa þau hjónin eignast 8 börn, af þeim eru 6 á lífi og öll uppkomin. — Samfarir þeirra hjóna hafa verið hinar bestu, enda eru þau bæði ráð- deildarsöm og skyldurækin og samtaka í því, að bera hvors ann- ars bagga. Bæði eru þau læknishjónin mjög gestrisin, og líður öllum gestum vel, sem þar ber að garði. A heim- ili þeirra hefir löngum ríkt kæti og glaðværð, enda eru hjónin söngvin og söngelsk. Óiafur hefir aldrei mátt vamm sitt vita í einkalífi sínu og em- bættisferli. Hann hefir haft. ýms trúnaðarstörf á hendi fyrir sveit- unga sína og leyst þau vel af hendi, eins og honum er títt. Með sextíu árin á haki er Ólaf- ur læknir einkar ern og skjótur í hreyfingum. Vonandi endist honum þetta góða veganesti enu 'einn til svo tugi ára, því að mað- urinn er þjettur á velli og þjett, ur í lund, eins og hann á ætt til. Aðalfnudnr Sundfjelags Reykjavíkur. Samþykt áskoruu til bæjarstjóm- ar um sundhallarmálið. í fyrradag var aðalfundur Sund fjelagsins haldinn. Gaf stjórnin þar ítarlegt yfirlit nm starf fje- lagsins á liðnu ári. Þar voru og rædd ýms áhugamál fjelagsins, svo sem sundhallarmálið, nm sund- skálann í Örfirisey, verðlaunagripi o. fl. í sundhallarmálinu var sam- þykt svohljóðandi tillaga: „Aðalfundur Sundfjelags Reykja- víkur skorar á bæjarstjórnina að veita nú þegar ríflegan styrk til sundhallarbyggingar í Reykjavík og vinna að því í sambandi við Alþing og í. S. í., að sundhöllin verði bygð að fullu fyrir 1930.“ Á fundinum voru kjörnir tveir lieiðursfjelagar, Ben. G. Waage og Erlingur Pálsson. Stjórnin var öll endurkosin, en hana skipa: Erlingur Pálsson, for- rnaður, Ingibj. Brands, varaform., Jóhann Þorláksson, gjaldken, Valdimar Sveinbjörnsson ritari og Ólafur Pálsson. Sundíþróttinni er nú á allra síðustu árum mjög að aukast fylgi hjer. En allir þeir, sem áhuga hafa á sundinu ættu að fylkja sjer um Sundfjelagið og ganga í það, og þurfa menn ekki annað en snúa sjer til einhvers í stjóm þess. Með því að vera, í fjelaginu, fylgjast menn áreiðanlega best með í öllu, sem að sundinu lýtur og styðja íþróttina hest og mest með því. Oorskt skip strandar á Sauðárkróki. í fyrradag strandaði norskt skip á Sauðárkróki, með þeim hætti, að það rak frá hryggju og upp í f jöru Skipið kom hjeðan að sunnan með^salt, og átti að losa um 45 tonn af því á Sauðárkróki. Var búið að losa í fyrradag klukkan þrjú, um 35 tonn. En þá fór að versna veður, og versnaði svo skyndilega, að ekki þótti t.rygt fyr- ir skipið við bryggjnna; en þegar það ætlaði að fara frá, dró það 'ekki móti veðri og sjó, og rak aipp í fjöru. Var sagt í símtali að norðan í gær, að það eitt hefði riðið baggamuninn, að skipið hafði ekki látið akkeri fallið, þegar það lagðist að bryggjunni. Skip þetta heitir „Ströna“, og er gamall trjekassi, 47 ára gamall; vjelin er kraftlit.il og sögð orðin heldur hrörleg. Um leið og það rak upp, er álitið, að skrúfan hafi eitthvað bilað, og stýrið brotnaði alveg af því. ' Símað var til Siglufjarðar í 'fyrrakvöld eftir skipi til þess að reyna að ná „Ströna“ út. En þá var þvílíkt foráttuveður á Sigln- firði og stórsjór í Siglufjarðar- 4nynni, að ekkert skip treyst.ist til að fara út og til Sauðárkróks. — 'Seinni partinn í gær var og ekk- ’ert skip komið þangað. í samtali því, er Morgunblaðið átti við Sauðárkrók í gær, bjóst heimildarmaður þess við, að ekki mundi takast að ná skipinu út. í því ern nú 220 smálestir af salti, og er kominn nokkur leki að því. Sjór er enn allmikil) nyrðra, og þolir þessi gamli trjekassi lítið, og var búist við, að hann mundi fljót- lega liðast sundur. Einkarjettnr Þórbergs Þórðarsonar. ' Algengt er að menn sækist eftir allskonar einkarjetti, einkum i sambandi við eigin framleiðslu isína. — Þórbergur Þórðarson hef- ir öðlast þann einkarjett, að geta sagt alt sem hið sjúka ímyndun- arafl hans blæs honum í brjóst, án þess að nokkur maður taki hið minsta tillit til hans. Það er hið óbrjálaða almenn- ingsálit í landinu, er veitt hefir Þórbergi einkarjett þenna, til æfi- langra afnota. Enginn mun öf- unda. hinn málliðuga málfræðing af sjerstöðu hans, enginn ásælast hinn noltkuð óvenjulega rjett hans. Friður sje með Þórbergi. 3ón 5 ÖErgmann skáld. ... Bergmann lifir lýðum hjá Ljóðin hans því valda. Þótt hans lijúpur þokist frá, Þeirn má ávalt tjalda. Gegnum ljóðahjúpinn hans Hugans geislar skína. Og úr fýlgsnum einbúans Ymsar myndir sýna. í Flestir eiga’ á vegi vök, Verður erfið skörin. Drengir þreyta dauðatök Djúp eru stundum örin. Það hann sá, og það hann fa.nn, Þótt ei hirti að kvarta. Því við arninn eldheitan Átti’ liann víkingshjarta. Verði skáldi gangan greið, Geislar mannelskunnar. Yfir hulda lýsi leið Lauki ferskeitlunnar. Ág. Jónsson. Ego og EjómabnssmjOr altaf nýtt í f /* c?l / verpooim Maður vaamr verslunarstörfuxn getur fengið atvinnu í jámvöruverslun hjer í bæ. TTmsóknir merktar „Jám“, send- ist A. S. 1. Nýbomið: Dilkalíjöt — Gulrófur — Tröllepli — Gulaldin — Tomater — Matarbnð Slátnrljelagsins. Laugaveg 42. Sími 812. Hlskonar Grænmoti selur Klein Frakkastíg 16. Sími 73. vetoriini er l nðnd. Nýkomiö: Fallegav* kvenvefrapkápur, Vetrarkápuiaug Skinnkantar. Ennfremur: Karlnvetrisrfrakkap, fallegt úrral.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.