Morgunblaðið - 08.11.1927, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.11.1927, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ S MORGUNBLAÐIÐ Stofnandi: Vilh. Finsen. Otgefandi: Fjelag i Reykjavlk. Ritstjórar: Jðn Kjartansson, Valtýr Stefánsson. áuglýsingastjðri: E. Hafberg. Skrifstofa Austurstræti 8. Simi nr. 600 _ Auglýsingaskrifst. nr. 700. Heimasímar: J. Kj. nr. 742. V. St. nr. 1220. E. Hafb. nr. 770. Áskriftagjald innanlands kr. 2.00 á mánuCi. Utanlands kr. 2.60. í lausasolu 10 aura elntaklB. Erlendar símfregnir. Khöfn 6. nóv. PB. Afnám innfhitnings- og útflutningsbanna. Prá Genf er símað: Ráðstefna t>jóðabandalagsins hefir samþykt tillögur um alþjóðasamning, þar sem í eru ákvæði um að afnema ínnflutnings og útflutningsbönn, en nokkur bönn eru þó undan tek- in. Ýms ríki hafa áskilið sjer rjett til fleiri undantekninga. Vatnsflóð í Bandaríkjunuin. Prá New York City er símað: Mikil vatnsflóð hafa komið í Nýja Englandi og valdið tjóni svo mil- jónum dollara skiftir. — Bærinn Montpellier í ríkinu Vermont er yfirflæddur og giska menn á, að •eitt hundrað og fjörutíu menn hafi farist þar. Pregnir ónákvæm- ar vegna símslita og samgöngu- bilana. (New. England er norðaustur- , hluti Bandaríbjanna og námu Bretar og Skotar þar land. Þessi ríki ern á landsvæði því, sem enn er kallað Nýja England: iMaine, Ne.w Hampshire, Vermont, iMassaehusetts, Connectieut og Rliode Island. íbúatalan í Mont- pellier við Winooski-ána í Ver- tnont/ er ca. 8000). Skip ferst hjá hanganesi. Einn maður drukknar. eyri 3. nóv., og ætlaði beina leið til Noregs. Jarstein var bygður 1919, og var frá Koppervík. Það hefir kom- 'ið hingað til Reykjavíkur nokbr- um smnum. Seyðisfirði 6. nóv. PB. í gærdag sökk norskt skip „Jar- stein“ norðan við Langanes. Var það á útleið með síldarmjölsfarm. ílafði skilrúm milli lesta sprung- ið og skijiið oltið á hliðina. Bresk- Ur botnvörpungur „Syrian“ frá Hull, er var á vesturleið, kom að og bjargaði skipshöfninni, en fyrsti vjelstjórinn drukknaði. — Botnvöi7)ungurinn kom hingað í morgun með skipshöfnina, 11 menn, og lík vjelstjórans. Mbl. hefir leitað sjer upplýsinga ‘ixn það nyrðra, hvaðan þetta skip hafi farið. Tók það farmixm á ýms- um stöðum við Eyjafjörð, en ekki ær það rjett, að farmui’inn hafi verið síldarmjöl, heldur bræðslu- óld síðan í sumar. Eftir að síldarvei’ksmiðjurnar 'hættu að geta tekið á móti síld ■í sumar, lögðu nokkur skip síld á land í síldai’þro á Ilagverðar- eyri, nokkur á Hjalteyri og erm önnur, skip Ásgeix*s Pjeturssonar, i skip inni á Akureyrarpolli. — Nobkuð af síld þessari sendu nú eigendurnir út með „Jarstein", til bræðsln í Noregi, var farmurinn alls um 500 smálestir. Skipið lagði á stað frá Akur- Ábyrgð og deknr. Á síðasta bæjarstjórnai-fundi voru fátækramálin til urnræðu. — Þar ta.laði Hallbjörn. Hann bomst m. a. a?T orði á þá leið, að meiri hluti og minni hluti hæjarstjórn- ar litu með tvennu móti á fátækra- framfærið. Einkum bæri á þessu, síðan raddir væru orðnar háværar í bænum um það, að lækka útsvör- in. •— ' Jafnaðarmenn í bæjarstjórn hugsuðu fyrst og fremst um hag fátæklinganna, að þurfalingar fengju sem ríkulegastan styrk úr 'bæjarsjóði, en andstæðingar jafn- aðarmanna hugsuðu meira um hag bæjarsjóðs, og væru því ekki eins örir á fje. Skoðun Hallbjarnar á stefnu- muninum var þessi. Meiri hluti hæjarstjórnar, andstæðingar jafn- aðarmanna bera ábyrgð á fjárhags afkomu bæjarins. Þess vegna verða þeir að hugsa xxm að halda spar- lega á bæjarins fje. Alt. öðru máli er að gegna með okkur jafnaðarmennina, sagði Hall björn. Við benim ekki ábyrgðina á okkar herðum. Við getum því sýnt Örlæti; getum verið ríflegir í kröfum vorum ■— fyrir hönd „háttvirtra, kjósenda“ hefði Hall- björn get.að bætt við — en haun sagði það ekki, talaði ekki út vmpraði aðéins á því, að jafnað- armenn meðan þeir væru ábyrgð- arlausir, gætu þeir leyft sjer ýir- islegt, sem meiri hlutinn með á- byrgðina gæti ekki leyft sjer. Á sama fu.udi talaði Ólafur Frið riksson um ,,kjósendad(‘bitr‘ og hjelt. því fram, að Pjetur TTall- dórsson hefði slíkt iðuglega um hönd. Þá brostu margir er heyrðu, þó enginn sje því óvanur er kem- ur á bæjarstjói'narfundi, að heyra fjarstæður xxr munni Ólafs. Því það geta menn verið sam- mála um, að fáum mönnum er, kjósendadekur fjær skapi, en Pjetri Halldórssyni. En svo aftur sje snúið sjer til’ Hallbjarnar. Hann segir, viður-1 kennir, að örlæti jafnaðarmanna í orði á almannafje, stafi af því, að ‘þeir sjeu í minni hluta. En hver er þá tilgangur Hall- bjarnar með því að heimta fá- tækrastyrki og annað til almenn- ings, fram yfir getu bæjarsjóðs, fram yfir það, sem menn með á- byrgðina geta leyft sjer? Tilgang- urinn er anðsær .• hið alkunna kjósendadekur. Gott að Hallbjörn komst hálfa' leið að viðui'kenna þenna alkunna sannleika. ■dir fióstaa'di'/ 'yjoir ij. oszauoir oy y (Dslam-fampar £eta fiiad fós, sem er ff/H og nciafegi oc/ jbcegifeyi Jftir auyacf. afir iTmnrm^ Á Atsölnnni seljum við m. a. LJereft frá 60 aur. meterinn Flonel, frá 68 aura meterinn, Tvisttau frá 68 aur. meterinn, öll Gardínutau með 20% afslætti, Kjólatau, ull og baðmull, með 20 og 30% afslætti og fl. — Gerid swo vel og komið heldur tyrri pert dags, þjer, sem eigið hagt með það, svo þjer fðid fljótari afgreiðslu. Ifflarteinn Einarsson & Go. Rnssar sjá sig um hönd og bjóðast nú til að vinna að friði og afvopnun ( í álfunni. Útvarpið í dag: kl. 10 árdegis Veðurskeyti, gengi, frjettir; kl. 7 sd. Veðux-skeyti; kl. 7,10 Pyrirlest ur um ræktun (Pálmi Einarsson, jarðabótaráðunautur); kl. 9,30 Út-! varpstríóið (G. Takacs, A. Berger, E. Thoroddsen); kl. 8,30 Fyrirlest-1 ur: „Kirjan og guðfræðin“ (Árni' Jóhannsson); kl. 9 Upplestur úr Egils sögu (sr. Ól. ól., fríkirkju- { prestur). Þegár Vorowsky fulltrúi Rússa á ráðstefnuuni í Lausanne vorið 1923, var myrtur, ruku bolsar upp til handa og fóta, og skorti þá ekki stór orð og hótanir. Þrátt fyrir það dæmdi þó svissneskur dómstóll morðingjana sýkna, en það varð til þess að Rxissar ein- settu sjer að senda ekki fnlltrúa til Svisslands framar. Á þessu ári sáu þeir sig þó um hönd og sendu fulltrúa á viðskifta málaráðstefnuna í Genf. Var þeirn þar vel tekið, en svissnesku yfir- völdin fjetu altaf varðmenn fylgja þeim til að gæta lífs þeirra og lima, svo að ekki færi fyrir þeim eins og Vorowsky. Þótti fulltrú- unuin þetta hart og þóttust ekki mega um frjást liöfxið strjxíka, en þó var kyrt að sinni. Svo kom Arcos-málið í Englandi, þegar viðskiftafnlltrúar Rússa voru reknir þaðan úr landi. Urðu Rússar þá afarreiðir og höfðu í hótunum um friðslit. Juku þeir her sinn að mun og þóttust hin litlu nágrannaríki þeirra sjá sjer voða búinn af liðsafnaði og hern- aðarráðstöfun þeirra, og sáu sinn kost vænstan að auka her sinn líka. Voru nú miklar viðsjár þar eystra um hríð, og var þess því ekki að vænta að mikill árangur yrði af afvopnunarráðstefnunni í Genf meðan herbúnaður var auk- inn á meiri hluta meginlands Ev- rópu. Þessu næst kom mál Rakowsky, sendiherra Rússa í París. Var hon- um borið hið sama á brýn og þeim Areos-mönnum í Englandi, að hann stæði fyrir pílitískmn und- irróðri, og var ekki annað sýnna um hríð, en að Frakkar mundu fara að dæmi Breta og slíta við-’ skiftasambandi við Rússland. Þó varð ekki úr því, en Rakowsky var kallaður heim og nýr rúSs- neskur sendiherra skipaður í Par- ís. Er hann fylgismaður Trotski. Nxx er mesti ófriðargállinn af Rússum. Hefir Tchitcherin, utan- ríkisfulltrúi þeirra nýlega símað til Þjóðabandalagsins og kveður Rxissa fúsa á að taka þátt í af- Vopnunarráðstefnu Þjóðabanda- lagsins. — Þykja þetta merkileg sinnaskifti hjá Bolsum og muni gott af leiða ef hugnr fylgir máli. Hoi'fir þá afvopnunarmálið alt öðru vísi við en áður. 1 gær voru tíu ár síðan Bolsar náðu völdum í Rússlandi. Kanske þeir sje nú farnir að sjá að sjer og' vilji byx-ja nýja áratuginn eins og menn og taka upp samvinnu við aði'ar þjóðir í stað þess að spilla öllu samkomulagi með und- irróðri eins og þeir hafa gert fram að þessu. Dagbók. □ Edda 5927118. Enginn fundur Veðrið (í gær ld. 5) : Loftvog er ört. fallandi á Jan Mayen og Aust- ur-Grænlandi. Lítur xxt fyrir að ný lægð komi norðan með Austui'- strönd Grænlands og mxmi fara lijer suður yfir landið. Kemur þá mildur loftstraumur vestan yfir Suður-Grænland og gerir sennilega þýðviðri um alt land. í; Angmag- salik er nú norðan gola og 11 stiga hiti! Veðurútlit: Vaxandi vestan kaldi. Snjókoma og síðan þýðviðri. ísfiskssala. í gær seldi Geir afla sinn í Englandi, 1200 körfur, fyrir 909 stpd. Atkvæði frá prestskosningunni á Akureyri á sunnudaginn var, verða send hingað suður á fimtu- daginn, með Novu. Mtmu þau þá vex*ða talin um helgina kemur. Snjór er alhnikill kominn í út- sveitum Eyjafjarðar, að því er símað var frá Akureyri í gær. Ern víðast komin jarðbönn og sumstað- ar fannfergx mikið. f Hátíðahöld i^ru fram á Akur- iimiMiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiMiiniiiiiiiiiimiiiiiiMUi, Taubútar verða seldir í dag. Torfi G. Þörðarson. (áður útbú Egill Jacobsen), IIMIMIIMMIMIMIIIMIIMMIIIMIIIIIIIIIIIIMIIMIMIIIIMIIIimm eyri í gær hjá Bolsum þar og jafn aðarmönnum, í minningu uxn 10 ára afmæli bylthigarinnar í Rúss- landi. Gðinn fór í fyrradag frá Akur- eyri til Siglufjarðar, og með hon- um dómsmálaráðherra, landlæknir og hxísagerðarmeistari. Að því er símað var að norðan í gær, munu þeir landlæknir og dómsmálaráð- herra bíða eftir Goðafossi, en húsa- meistari heldur áfram með Óðni. Þýskukensla fyrir börn. Fjelag- 'ið Gerrnania, hefir gengist fyrir því, að haldið væri námskeið hjer í þýsku fyrir börn. Og lteunir R. Kinsky þýskuna. Er hann prýði- lega máli farinn á íslenska tungn, og er því vel fallinn til kenslvnm- ar. Hxin er ætluð börnum á aldr- inum frá 10—14 ára, og vei*ða 2 tímar á viku í 3 mánuði, og kostar 5 kr. yfir mánuðinn. Samskonar námskeið var haldið í fyrra að tilhlutan Germániu, og sóttu það þá 40 börn. Væntanlega verða þau ekki færri, sem nú sækja það, því þama er, um að ræða óvenju- lega gott tækifæri til að læva þýska tungu. Þeir, sem vildu hitta Kinsky í þeim erindum, er snerta þetta mál, geta fundið hann að máli kl. 8—-9 síðdegis á hverjum degi í þessari viku á óðinsgötn 4. Eigendaskifti hafa orðið að út- búi verslunar E. Jaeobsen, hjer í bænnm. Er kaupandinn Torfi G. Þórðarson, sem verið hefir vershin- ax*stjóri þar frá byrjun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.