Morgunblaðið - 01.12.1927, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
25. Eins og um var talað fór músa-
gftbbi með tvo drengina sína um miðja
nótt inn í stofu skóghöggvarans. I>ar
sáóð askjan uppi á skáp, og undir eins
kyrjuðu þeir að naga. En það var nú
erfiði! Þeir nöguðu til skiftis og að
lokum höfðu þeir gert svo stórt gat, að
Dísa litla gat skriðið þar út. En hvern-
ig átti hún nú að komast ofan af skápn-
uxn ? Hún var ekki eins fim eins og
mýslurnar, og hún hafði heldur engar
kiær til að fóta sig á eins og þær.
29. í>au gengu nú lengi, lengi, en
veðrið var gott. Sólin skein í heiði og
gylti kornakrana. Nokkru eftír miðjan
dag komu þau inn á akurinn, þar sem
Klumbunefur átti heima. Kornöxin
stóðu þar eins og eikur og gnæfðu hátt
yfir höfuð Dísu. Þegar þau komu heim
undir bæ Klumbunefs, stóð hann sjálf-
ur úti. „Nei, hvað er að sjá þetta!“
hrópaði hann og klappaði saman lóf-
unum, en í sama bili opnuðust bæjar-
dyrnar ........
33. Þau krakkarnir ljeku sjer nú
lengi og að lokum barst leikurinn efst
upp á hólinn. Þar komu þau að eldhús-
strompi. „Þetta er eldhússtrompurinn
okkar,“ mælti annar strákurinn. „Nú
skulum við grafa okkur í gegnum þak-
ið og komast inn, hvað sem pabbi segir.
Heldurðu að það komi ekki svipur á
pabba og mömmu, er þau hitta okkur
þar?“
Dsalfurinn li
Barnasaga mEð 112 mynöum eftir B1 Th. Rotman.
26. Nú datt Patta nokkuð gott ráð
í hug! Hann hafði komið auga á sokka
kerlingar, er lágu þar á stóli. Hann nag-
aði af aðra totuna og rakti upp sokk-
inn. Síðan hnýtti hann margar lykkjur
á þráðinn og nú var vaður fenginn fyr-
ir Dísu litlu til að síga í niður af hyll-
unni. Hún stakk fótunum á víxl í Iykkj-
urnar og þannig komst hún niður á
gólf. Þá var nú ekki beðið boðanna
heldur hlaupið sem fætur toguðu til
músaholunnar.
30.......... og út komu tíu litlir
Klumbunefir til þess að fagna þess-
um sjaldsjeðu gestum. Sjálf húsmóðir-
in kom fram í bæjardyrnar. Gestunurh
var tekið með mestu blíðu og spurðust
þeir frændurnir almæltra tíðinda. Svo
var músapabba og Dísu litlu boðið inn
og settur fyrir þau ágætur miðdegis-
verður og varð nú músapabbi að segja
sögu Dísu og í hvaða trindum þau
væru komin.
34. Dísa þóttist vita, að þetta væri
mesta fásinna, en það varð engu tauti
við strákana komið. Þeir hömuðust að
grafa svo að moldargusurnar gengu á
Dísu. „Hana, þar komst jeg inn úr!“
kallaði annar og í sama bili sá Dísa
þá báða stingast á hausinn niður í jörð-
ina. En þeir lentu ekki heima hjá sjer,
piltarnir, eins og þeir höfðu búist við,
heldur í eldhúsi moldvörpunnar.
27. Litlu mýslur fögnuðu Dísu með
glaum og gleði og frú Skottlöng bar
undir eins mat á borð. Það kom sjer nú
vel, því að Dísa var orðin svöng, hún
hafði hvorki bragðað vott nje þurt í
sólarhring. Allir voru í besta skapi út
af því hve laglega hefði tekist að snúa
á skóghöggvarann og kellu hans. En er
Dísa sá heimilisánægjuna þarna, rifj-
aðist upp fyrir henni að hún hafði sjálf
átt heimili og móður, — og þá fór hún
að gráta.
31. „Þetta vill heppilega til,“ mælti
Klumbunefur, „því að í næstu viku fer
jeg á fund dvergakóngsins í skóginum,
að greiða honum skatt. Hann veit nátt-
úrlega alt um þetta. Hann þekkir alla
Ijósálfa og veit, hvar þeir eiga heima.
Skildu stúlkuna eftir hjá mjer“. — Það
varð úr að Dísa varð eftir en músa-
pabbi hjelt heimleiðis og veifaði Dísa
til hans litlu höndinni sinni eins lengi
og hún sá til ferða hans.
35. Þeim brá heldur en ekki í brún,
er þeir sáu þessa tröllskessu. Hún sat
þar innan um potta sína, og voru í
þeim brytjaðir ormar og illkvikindi.
Glyrnurnar í henni voru eins og elds-
glæður, örsmáar og illilegar fram úr
hófi. Og á fingrunum hafði hún afar-
miklar, sterkar klær og bognar. Nei,
hún var ekki frýnileg, síður en svo.
28. Þegar músapabbi hafði fengið
að vita, hvað að henni gekk, sagði
hann: „Jeg skal segja þjer nokkuð! Á
morgun skal jeg fara með þig tiL
Klumbunefs frænda míns. Það er skóg-
armús. Hann hefir áreiðanlega einhver*
ráð til að hafa upp á mömmu þinni“.
—- Morguninn eftir kvaddi svo Dísa frú
Skottlöng og allar litlu mýslurnar með
kossi og hjelt á stað með músapabba.
32. En það fer ekki alt eins og ætl-
að er! Nú skuluð þið fá að heyra þaðJ
— Nokkrum dögnm eftir þetta fórtl
þau Klumbunefs-hjónin ásamt nokkr-
um krökkum sínum út á akur til að
draga í búið. Tveir minstu drengirnir
voru eftir hjá Dísu og áttu þau að
gæta hússins, en ekki máttu þau vera
inni. „Jeg vil ekki hafa nein ólæti í
stofunum,“ sagði Klumbunefur, lokaðl
þau úti og stakk lyklinum í vasa sinn.
36. Til allrar hamingju voru dyrn-
ar opnar í hálfa gátt og áður en tröll-
ið gat stokkið á fætur, þutu litlu
Klumbunefirnir út með ópum og óhljóð-
um. Þeir urðu að hlaupa um löng og
dimm og krókótt göng og ráku sig
altaf á, en tröllið var á hælum þeirra.
Alt í einu sáu þeir þó skímu og út
komust þeir undir bert loft að lok-
um.