Morgunblaðið - 18.12.1927, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.12.1927, Blaðsíða 13
Surumdaginn 18. des. 1927. noB8innx.ua Blaðsíða 1$ rusyning í EDINBORGAR-gluggum í öag kl. 4. JÓLASVEINAR! wwwwwwwww ELDGOS! wwwwwwwww VATNSFALL! Góðar jólagjafir. Sálmabókin (vasaútgáfan) gylt og ógylt. Passíusálmar, gyltir og ógyltir. Árin og eilífðin. — Á guðs vegum. Dönsk-íslensk orðabók. Glataði sonurinn, 2 lxefti. Þitt ríki komi (77 sálmar). Ofurefli. Yestan bafs og austan. Fæst bjá bóksölum og á skrifstofu okkar. isafoldarprentsmiðja h.f. Best að auglýsa í Morgunblaðinu. Biðjið um Hreins Ljósakrónukerti Prima Stearinkerti, Stearinblöndukerti, Paraffinkerti Hreins Jólakerti 24 mislit kerti, búin til úr stearinblöndu í kassa (250 gr.) Notið eingöngu ís- lensk kerti. Islenska orðabókin og prófessor Craigie. Það hefir nú um nokkurn tíma verið fremur hljótt um hið stórmerkilega mál, íslensku orða- bókina vísindalegu, sem til var stofnað á Alþingi 1917. Síðan Guðmundur hreppstjóri Davíðs- son á Hraunum reit í fyrra vetur sína snjöllu ritgerð: „Orðabók- armál íslendinga" (í Lögrjettu) og jeg bætti þar við annari grein til frekari árjettingar, má segja, að þögn hafi verið um mál þetta. Slíkt má þó eigi eiga sjer stað til langframa, því að þetta .vísindalega þjóðræknismál má eigi verða í hel þagað, og hvenær sem sterk þjóðræknis- alda rennur upp í landinu á .rneðal upprennandi manna og skapar öflugan þjóðernisflokk utan þings og innan, þá er víst, að byrlega fer að blása fyrir þessu máli sjálfstæðis og þjóð- metnaðar, sem .jafnframt er imál vísindalegrar nauðsynjar. Það er ekki vansalaust fyrir oss, þessa bókmentaþjóð, að eiga enga orðabók á íslensku yfir tungu vora að fornu nje nýju, ,að lesmáli og Ijóðum, og því síð- ur vísindalega og ættrekjandi orðabók yfir alt málið, svo sem þjóðræknu stórhugarnir frá 1917 vildu hafa bókina. Jeg leyfi mjer nú að vísa góðu fólki, sem áhuga hefir á þessu máli, í hina fyrnefndu góðu rit- gerð Guðmundar á Hraunum, og svo það sem jeg hefi um málið sagt, bæði í viðbæti mínum við ritgerðina og svo ýmsum eldri blaðagreinum, og svo um fram alt á hina rækilegu skipulags- skrá fyrir verkinu, sem gefin var út 1920, samkvæmt stjórnar- -ráðsskipun. Jeg skal því eigi þreyta menn með endurtekning- um á því, sem áður hefir verið sagt um málið, en einungis geta þess, að jeg hefi skrifað þó nokkrum mönnum til og frá á landinu um að vera svo þjóð- ræknir menn, að gerast sjálf- boðaliðar við orðasöfnunina til bókarinnar, með leiðbeiningum frá mjer um verkið og sam- kvæmt skipulaginu hjeðan um það, hvaða bækur hver maðurinn ivilji helst eða skuli lesa til orð- töku. Ennþá hefir þetta samt fremur litla ávexti borið, nema hjá Guðmundi hreppstjóra Da- víðssyni, sem alla tíð hefir sýnt dæmafáan áhuga og glöggan skilning á þessu merkismáli. — Hann hefir og sýnt þjóðrækni sína ásamt fórnfýsi og elsku gagnvart málefninu með því að hann hefir þrisvar sent mjer seðlaböggla frá sjer handa orða- bókinni, með orðum, sem hann hefir án endurgjalds tínt úr ýmsum ritum, er hann, í hjá- verkum við lífsstörfin, hefir les- ið. Nú langar mig til í þessu máli að mega snúa mjer til allra þjóðrækinna íslendinga, jafnt leikra sem Jærðra, að gera slíkt þið sama sem Guðmundur á Hraunum hefir gert. Þá menn, sem vilja þetta gera, bið jeg að skrifa mjer til, og skulu þeir þá fá hjá mjer allar þær leiðbein- jngar, sem mjer er unt í tje að láta. Sanngjarnt væri, og raunar sjálfsagt, að þeir, sem gerast slíkir kauplausir sjálfboðaliðar, fengi endurgreitt pappírsverðið í seðlana og flutningsgjald fyrir þá hingað, enda mun það vera venja allvíða erlendis, þar sem menn eru að koma slíkum verk- um í fraipkvæmd. Án öflugrar hjálpar frá sjálfboðaliðum er, í hvaða landi sem er, mjög torvelt að koma slíkum stórvirkjum fram. Það voru þeir ])jóðræknu hug- sjónamenn Bjarni Jónsson frá Vogi og Jón ráðherra Magnús- son (guð gleðji sálir þeirra), (sem á Alþingi 1917 hófu þetta mál. En nú þykist jeg af reynslu minni, og svo líka af reyndinni jneð öðrum þjóðum, sjá það vel og skilja, að það er engin sigur- vænleg leið að markinu í slíku máli, að landsstjórn og löggjaf- arþing í nokkru landi, geti, und- ir sínum sífelda umbreytileik, gerst forgöngumenn til þess að vekja heitan al])jóðaráhuga fyrir jiesskyns hlutum. Það eru ein- stakir menn eða ])á heil fjelög, sem hafa bæði gott fjármagn og Jíka nægan þekkingarauð, sem verða að berjast fyrir fram- kvæmdum þannig lagaðra stór- verka, en fá svo aftur styrk til verksins hjá ríkisvaldinu. Hjá oss (líkt sem Dönum) væri vel til fallið, að Bókmentafjelagið tæki málið að sjer og fengi svo hækk- aðar í staðinn fjárveitingar úr ríkissjóði. Það hefir jafnan verið og er ,enn (sem betur fer) mikill sagn- vísinda áhugi í Bókmentafjelagi voru, og því hefir það með krafti snúið sjer bæði að útgáfum og úrvinslu margra söguheimilda. En nú þarf það líka að snúa sjer með sama afli og áhuga að ís- ilenskum málvísindum, jafnframt hinu. Þetta er því sjálfsagðara sem það er tungumáli voru að þakka, að þjóðerni v,ort hefir haldist við á umliðnum öldum og sömuleiðis því að þakka, að vjer eigum tilverurjett til þess að vera sjálfstætt sjerríki. Innlend isagnfræði og þjóðleg málfræði eru því og eiga jafnan að vera höfuðviðfangsefni þessa íslenska vísindaf jelags, sem kennir sig við bókmentir þjóðarinnar að fornu Nauðsynlegar Jólavörur. Málningarvörur, alsk. Tilbúin málning, allir litir. Gólf- og gólfdúkalakk Fægilögur Fægisteinn Smergelljereft Bronse, silfur, eir og gull. Bronsetinktura Bronsepenslar og allir aðrir penslar. Gólfklútar Lampaglös Lampakveikir Gólfmottur, alskonar Gólfmottudreglar Gólfskrúbbur Fægikústar margar teg. Skóburstar Húsþvottaburstar. Bestar vörur. Verðið hvergi lægra. O. Ellingsen, Símar: 605, 1605. •••••••••••••••< Steinway og nýju. Alþýðufræðslufjelag á það eiginlega ekki að vera (nema þá óbeinlínis). Til þess eru önn- ur fjelög, t. d. Þjóðvinafjelagið o. fl., miklu betur fallin. Þá sný jeg mjer að útlending- um, sem góðan hug bera til þessa merkilega þjóðþrifamáls vors. Jeg hefi skifst á ritum við og skrifað til allmörgum mál- vísindamönnum víðsvegar um lönd, einkum „germanistum“,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.