Morgunblaðið - 18.12.1927, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.12.1927, Blaðsíða 14
14 MOROUNBLAÐIÐ ep kœpkomin jólagjöf. Fást hjá Halldóri Sigurðssyni, Ingólfshvoli, Bókaversl. ísafoldar og Versl. G. Gunnarssonar. Ðrent 09 malaö KAFFI ávalt bað besta O. Johnson & Kaaber, R E X - strokiáruið. Fallegnst ntlits. Vandað efni. Tilvalin iólagjðf Fæst hjá raftækjasölum. Hjer geta allir iengið góða skó fyrir lítið verð. bæði á Norðurlöndum, Þýska- landi, Niðurlöndum, Bretlandi og Bandaríkjum, og hvarvetna mætt hinum mesta áhuga fyrir því, að slík orðabók kæmist í verk. En hvergi hefi jeg mætt slíkum á- huga og velvild, skilningi og skarpskygni um málið, sem hjá dr. W. A. Craigie prófessor í Chicago. Þessi maður, sem er góðkunnur víða hjer á landi og kann alfarið tungu vora, er manna best fær að dæma um slíkt mál sem þetta, því hann getur talað sem sá, er vald hefir. Eftir það að hafa árum saman vranð höfuðritstjórinn við hina risavöxnu öxnafurðu-orðabók enskrar tungu, sem nú er því nær lbkið við, er hann nýlega kominn vestur til Chicago og tekinn þar við öðru stórvirki, nefnilega „amerísku orðabók- inni miklu“, því að með einstök orð og orðamerkingar er heima- lands-enska ogt ameríksk enska eigi ávalt eitt og hið sama. Fram- burður stundum og ritháttur í stöku tilfellum getur líka verið mismunandi. Við Craigie pró- fessor höfum aldrei sjest, en höf- um þó skrifast til eigi svo sjald- an. Nú skrifar hann mjer síðast f-rá öxnafurðu 27. sept. þ. á. Rjett á undan brjefi þessu hafði hann sent mjer tvo stóra böggla með orðaseðla frá sjer. Seðlarnir eru víst meira en 6000 stykki. Orðin hefir hann tekið og tínt úr ýmsum íslenskum ritverkum, en þó einkum miðaldaverkum. Allmikið af nýtíðarritum er þar og haft undir og einnig nokkur rit úr fornöld. Af ritum þeim, sem hann hefir orðtekið, skal jeg nefna þessi fáu: Hugsvinns- mál, Sigurðar saga þögla, Ing- vars saga, Villifers saga frækna, íslensk æfintýri, Vísnabókin, Umþenkingar Hallgríms Pjeturs- sonar, Eiríks saga, Hálfdanar isaga, Víglundar saga, Olgeirs-Í rímur, Ulfarsrímur o. m. fl. I brjefinu til mín fagnar hann því að geta lagt íslensku orðabókinni þennan skerf og fórn. En um leið tekur hann það fram, að þetta ætti að hvetja íslendinga til að gera slíkt hið sama. Vissu- jega ættu líka íslenskir menn ekki að reynast ver í þannig vöxnu máli en þessi útlendingur. Hann segir líka, að engin stþr- feld orðabók geti orðið til án slQcrar hjálpar af sjálfboðastarfi. Menn verði að skilja vel, að slíkt sje nauðsynlegt. Þetta hafi átt sjer stað í stórum stíl um ensku orðabókina miklu, og nú, er hann komi vestur frá Englandi, eftir sumardvölina þar, muni hann láta prenta og dreifa út um öll Bandaríkin ávarpi til manna um að veita málinu slíkt liðsinni. Hann segir, sem vitanlega er rjett athugað, að til að byrja með þurfi peninga helst til að (Skipulacjsleggja söfnunina, en síð ur til að borga hin raunverulegu verk við hana. Sjálfur kveðst hann hafa safnað tugþúsundum seðla án þess að þurfa að borga annað en pappírinn. Síðar, þeg- ar farið sje að vinna úr verk- efninu, þurfi aðallega á pening- pm að halda, enda verður þá enn brýnni þörf á meiri föstum mannafla við starfið. Þannig lítur þá þessi ágætis- maður á málið. Hann segir beint, að mikið af efni til orðabókar- innar eigi að fást ókeypis með drengilegri hjálpsemi af hendi þjóðrækinna manna. Og í sam- hljóðun við það vil jeg nú fast- lega eggja og brýna sem flesta menn með íslenskt blóð í æðum og íslenska ræktarsemi í sál, að gerast nú sjálfboðaliðar við þessa ííöfnun. Það eru og mest líkindi til að þing og stjórn svigni svo fyrir slíkri þjóðræknisöldu, að orðabókarverkinu verði, til að byrja með, lagt fje fyrir sæmi- legu húsnæði með áhöldum og til skipulagningar öllum undir- búningi þess. Það er hjegómlegt, að jeg, aldraður maður, án skrií- stofu til vinnunæðis og án efna- hagsgetu til þess að hrinda mál- inu í gott skipulag, sje aleinn látinn gutla við orðatíninginn. Það er ekkert annað en vanþekk- jng og skilningsleysi á málinu að halda, að slíkt dugi nægilega vel fyrir verkið. Vissulega er það margt, sem tefur fyrir, þegar einn maður, illa settur, á alt að gera, þar sem um slíkt stórvirk’ er að ræða, og sem fátækrahjáþ ,eða ellistyrk vil jeg ekki láta 1 skoða laun mín, heldur sem borgun fyrir þarfaverk. Vita- skuld er það, að þetta litla, sem jeg einn og húsnæðislaus fæ á- orkað og afkastað, verður ein- hvemtíma síðar að nokkru gagni, þegar hiklaus alvara er tekin upp til þess að framkvæma verkið, en heppilegra væri að koma þessu máli strax svo fyrir, að sem mest not verði að vinnu minni og viti við það. Menn verða að skilja það, að það er fleira að gera við þetta starf en að sitja dag út og dag inn við orðaupp- tíning úr ýmislega gerðum rit- um, fornum og nýjum, ýmist bráðskemtilegum eða hundleiðin- legum, eins og gerist og gengur. Mjer finst, að þjóðarsómi vor íslendinga liggi við því, að eigi dragist hjeðan af lengur en 10 til 15 ár, að þessi vísindalega orðabók Islenskrar tungu að fornu og nýju, yfir Ijóð og les, bókmál og talmál, fari að birtast á prenti alsköpuð. Reykjavík, í nóvember 1927. Jóhannes L. L. Jóhannsson. Jeanne d’Arc Rússlands. Meðal þeirra, sem bolsar í Ríiss- iandi Ijetu skjóta í sumar, var ung stúlka Elisabet Ivanona, eða Sakhartjenko liðsforingi, eins cg bún var kölluð. Þegar heimsstyrjöldin hófst var Eliabet Ivanona aðeins 12 áru að aldri 0g eins og svo margar ungar stúlkur af góðum ættum í Rús;;- landi, varð hún þegar gripin af ómótstæðilegri þrá til þess að taka þátt 1 stnðinu. En bun vildi hvorki vera hjúkrunarkona nje „Ranða kross-systir“. Hún vildi fá að berj- ast með vopn í hönd fyrir föðnr- land sitt. Faðir hennar, Schultz herforingi mátti ekki heyra þetta nefnt, en 8. ðgúst 1914 hvarf hún að heima.i og henni tókst að komast í herinn undir fölsku nafni. Yar þá ekki verið að grenslast eftir aldri nje ætterni; allir sjálfhoðaliðar v jrn teknir, því að rússneska herstj irn- in hugsaði mest um það, að fá sem flesta menn í herinn. Hún kallaði sig Sakhartjerko og var ætíð meðal hinna fremstu í hverra orrahríð og var innan íkamms gerð að undirforingja. — Svo særðist hún og er hún var orðin frísk .aftur, hækkaði her- stjórnin hana eigi aðeins í tign — heldur mæltíst til þess við keis- arann að hann veitti þessum hrausta fyrirliða verðlaunapening fyrir frækilega framgöngu. Frægð hennar barst nú um alt land og var fárra liðsforingja jafn oft getið sem hennar. Hún barðist § . -g Ö Ö rO '13 <2 'O rc s- 'CÖ KO • rH <x> E-i co -4J J g cn -3 « s e -a. CQ ÍS o PQ stöðugt með óbifandi hugrekki og þegar það lcomst upp að þetta var stúlka, fekk hún auknefnið „Jeanne d’Arc Rússlands." Svo kom byltingin. Hún gekk þá fyrst í hinn hvíta her Wrang- als. Lengi barðist hún í Suður- Rússlandi gegn bolsum og í Mið- Asíu var hún með Ungem Sten- herg meðan hann gat nokkurt við- nám veitt. Síðan fór hún huldu höfði yfir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.