Morgunblaðið - 09.03.1928, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.03.1928, Blaðsíða 3
 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ | Stofnandi: Vilh. Finsen. 'Dtg’efandi: Fjelag í Reykjavík. Ritstjórar: Jón Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Auglýsingastjóri: F. Hafberg. Skrifstofa Austurstraeti 8. Sími nr. 500. Auglýsingaskrifstoía nr. 700. Heimasímar: Jón Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánu'öi. Utanlands kr. 2.50 - ---- í lausasölu 10 aura eintakið. Þingtiðindi. Varðskipin og útvarpið. i Erlendar símfrEQnir. Kröfn, P.B. 8. maj‘8, Stríð milli Araba og Breta. Prá London er síniað: Sam- kvæmt fregn er borist hefir frá Jerúsalem þá hefir Hedjas kon- nngur sagt Transjirdaniu stríð á hendixr. Öflugur her Wahamita nálgast Transjordaniu. Her Breta í Transjordaniu býst til varnar. Blaðið Morning Post segir, að nanðsynlegt sje, að Bretar verji Irak og Transjordaniu fyrir Waha bitum. Blaðið Daily Mail skorar á stjórnina að gera hið ítrasta til þess að varðveita friðinn og bendir . á hættnrnar ef England lendi í ófriði. Utan af landi. Vestm.eyjum, FB. 8. mars. Undanfarið sæmilegur afli á linu; eru menn nú farnir að leggja netjum. Afli var misjafn í gær, lítið hjá flestum, frá 100 ---1000 á bát, en aðeins 1 eða 2 fengu 100. Tíðin stirð, nema síðustu daga. Heilsufar gott. ísafirði, PB 7. mars. Búnaðarnámskeið hafa verið haldin á Patreksfirði, Bolungavík og Súðavík undan- farið. Fyrirlesarar Sigurður Sig- urðsson, Jón H. Þorbergsson frá Bessastöðum og Pálmi Eiuarsson, allir frá Búnaðarfjelagi íslands, Kristinn Guðlaugsson og Tryggvi Pálsson, frá Búnaðarsambandi Vestfjarða og Kristján Jónsson frá Fiskifjelaginu. Mikil aðsókn <og fjörugar umræður. Samskotln. .1 gær bárust Morgunblaðinu 2087 krónur. Frá N. N. kr. 50, Ástu og iSonju kr. 100, Sjómannastof- unni í Reykjavík kr. 202, Z. kr. 25, K. og R. kr. 5, A. M. kr. 25, N. N. kr. 50, G. P. J. P. kr. 10, starfsfólki á bæjarskrifstof- unum kr. 150, N. N. kr. 10, S. B. kr. 5, K. V. kr. 25, Reykja- víkur Apóteki kr. 1000, A. kr. 20, Á. Þ. kr. 10, konu kr. 10, P. L. kr. 10, L. og Á. kr. 20,1 Stellu og Kossa kr. 20, S. S. kr.1 20, ónefndum kr. 10, Magnúsi: Benjamínssyni & Co. kr. 100, | G. J. kr. 50, M. B. kr. 10, fjór-' um systkinum kr. 5, starfsfólki Vöruhússins kr. 120, Birni Bjarnasýni kr. 25. Samtals kr.5 2087,00. ' i Framhald 2. umr. um varð- skipin var í efri deild í gær. Kyrlátt var yfir þeim umræðum, og fóru þær fram með þingleg- um hætti. Var logn yfir dóms- málaráðherra eftir þytinn í fyrradag. Alls hafa umræður um þetta mál staðið yfir í 4 kl.st. og eru eigi tök á að rekja þær til hlít- ar að þessu sinni. Útdráttur úr nefndaráliti Jóns Þorlákssonar um stjórnarfrum- varpið birtist nýlega hjer í blað- inu. Þar sýndi hann fram á, hví- lík óhæfa það væri, ef þingið samþykti nú þetta stjórnarfrum varp; með því móti legði þingið blessun sína yfir lögbrot ráð- herrans. Þá væri gefið fordæmi, sem þinginu væri ósamboðið. Vegna þess að dómsmálaráð- herra var mótfallinn lögum þeim, er samþykt voru um varð- skipin á síðasta þingi, þver- braut hann fyrirmæli þeirra, er hann kom til valda. Og leggur fyrir þingið lög um sama efni eftir sínu höfði. Ef Alþingi samþykkir lög, sem þannig eru til komin, gef- ur það þessum og öðrum ráð- herrum undir fótinn að beita þingið beinu einræðisvaldi. Ráðningin. Mótþrói Jónasar gegn núgildandi lögum stafar af því, að hann vill ekki ráða skipverja sem fasta starfsmenn ríkisins.. I frumvarpi sínu gerir hann ráð fyrir að skipverjar sjeu ráðnir með föstum, óuppsegjan- legum sex ára samningi. Jón Þorl. benti á í nefndaráliti og ræðu, hve óviðeigandi það væri, að þrælbinda menn svo. Því ekki að hafa sömu ákvæði og um aðra starfsmenn ríkisins? Þá er J. J. sjerlega umhugað um að skipstjórar varðskipanna haldi ekki því kaupi, sem lög ákveða, eða þeirri uppbót, sem þeim var lofað, og gerði laun þeirra jafnhá og þau voru áður en þeir gengu í ríkisþjónustu. En laun þau eru í fullu sam- ræmi við laun skipstjóra á Esju og skipum Eimskipafjelagsins. Tilkynti ráðherrann skipstjór unum það skriflega um áramót, að hann ætlaði í þessu efni 1) að brjóta lögin og 2) að bregðast þeim loforð- um við skipstjórana, er þeir höfðu áður fengið. Meiri hluti allsherjarnefndar hefir breytt stjórnarfrumvarp- inu mjög, m. a. hækkað laun skipverja frá því sem núgild- andi lög mæla fyrir (því enn er það kallað, að lögin sjeu í gildi, þó að dómsmálaráðherr- ann hafi brotið þau). Er Jón Þorláksson hafði hald- ið allítarlega ræðu í málinu á dögunum, stóð Jónas ráðherra upp. Þá var hann í essinu sínu og óð úr einu í annað, sumpart um landhelgisvarnir og ýmislegt er þeim við kemur; en mest um allskonar dylgjur í garð íhalds- manna, að þeir vildu þeim mál- um ekki vel. Var í’æða hans margskonar endurtekningar á ýmsum póli- tískum vaðli sem Tíminn flytur í smáskömtum. Að ræðunni lokinni sleit for- seti fundi og var umræðum frest að þangað til í gær. dreifa hjer, því að aðrir skip- stjórar hefðu álíka laun. Benti á, hve mikil ábyrgð hvíldi á herðum þetrra, er þyrftu að handsama innlenda og er- lenda lögbrjóta, og nota stund- um til þess vopn. Jón Baldvinsson tók til máls. Sagði hann, að það væri altaf ámælisvert, ef ráðherrar fram- fylgdu ekki lögum. Vildi hann lítið um það segja, hvort Jónas Jónsson væri ámælisverður. En þingið sýndi það, hvort það liti þannig á, að hann hefði gengið á svig við lögin. Ef það sam- þykti frumvarp hans, væri það sama sem að lýsa því yfir að það vildi ekki víta hann. Jónas ráðherra reyndi að afsaka sig með því sem fyrri, að fyrver- andi stjórn hefði brotið lögin. En fór þó svo langt að hann gaf í skyn, að hann vissi vel, að hann færi með rangt mál, því hann sagði, að skipverjar varðskipanna hefðu vitað, að það átti að veita þeim stöðurnar, en þeir vissu aðeins ekki hvenær átti að gera það. Hafnfirðingar. Munið að sam- skotum er veitt móttaka hjá* Sigurði Kristjánssyni kaupfje-' íagsstjóra. | En þá var alt með öðrum svip. Jón Þorláksson svaraði engu orði útúrsnúningum J. J. Lagði áherslu á að sýna fram á, að laun skipstjóranna, 12000 kr., væru sanngjörn. Og þó J. J. talaði um, að há laun einstakra manna sköpuðu hættuleg for- dæmi, þá væri því ekki til að Qtvarp og þjóðlBikhús. I Tillagan um að lána fje þjóð- leikhússins í bili, til þess að koma útvarpinu strax í viðun- andi horf, fær fremur góðar undirtektir í þinginu. Var til 1. umr. í gær í Neðri deild og fór til 2. umr. með 16 atkv. gegn 3. Jón A. Jónsson talaði fyrst fyrir hönd flutningsmanna. — Kvað hann það vaka fyrir flutn- ingsmönnum að sjá útvarpsmál- inu borgið og væri hjer verið að benda ríkisstjórninni á leið til þess. Sæi hún aðra leið færa, væri það gott og blessað. , En því færi fjarri, að flm. væru hjer að bregða fæti fyrir þjóðleikhúsið. Tryggvi Þórhallsson þakkaði góðan hug og mikla alvöru flutningsmanna til þess að sjá máli þessu sem fyrst farborða. Sig. Eggerz hreyfði andmæl- um. Áleit að þjóðleikhúsið fengi eigi fjeð aftur fyr en seint og síðar meir. Leikhúsið þyldi enga bið. | Gunnar Sig. var afar eindreg inn í því, að allur landslýður þyrfti Ifullkomið útvarp sem fyrst — og voru þeir Bjarni Ás- geirsson og Jörundur á sama máli. Var nokkurt reiptog um það, í hvaða nefnd málið skyldi fara. Það fór til mentamálanefndar. Afgreiðsla þingmála. Frumvarpið um bæjarstjóra- kosningu á Isafirði afgr. frá neðri deild í gær, og prentbann J. J. og kaupfjelaga fór þar umræðulaust til 2. umr. en ekki í nefnd. 1 efri deild var frv. um utan- ríkismálanefndina afgr. sem lög, frv. um útflutningsgjald á síld og síldarlýsi send neðri deild, verðtollshækkunin sam- þykt til 3. umr. með 12 atkv. Till. Jóns Baldvinssonar um að banna verkföll á varðskipun- um var feld með 9:2. Orðbragðið ð alblngi. Stjórnarliðinu er illa við orð- rjettar frásagnir Morgunblaðsins af þingfundum. í bræði sinni tala þcir Tímasósíalistar um hið ósæmi- lega orðbragð blaðsins. Á var svo? Hvaðan er það runnið? Af vörum þingmannanna sjálfra. Af óánægju stjórnarmanna ætti sú umbót að spretta, að oi’ðbragðið batnaði. Erfitt mun það þó sennilega reynast meðan Jónas Jónsson, er „æðsti vörður laga, rjettlætis og siðgæðis“. Sem kunnugt er halda þingmenn þeirri reglu í lengstu lög, að nefna samþingis menn sína eftir ltjör- dæmum, tala t. d. um háttvirtan þingmann Austur-Skaftfellinga er þeir víkja einhverju að Þorleifi Jónssyni; enda mæla þingsköp svo fyrir. Þó þingmenn haldi svæsnar, stór- orðar, ósvífnar skammajræður, lialda þeir í lengstu lög þessari þingreglu. En hvað um sjálfan „siðgæðis- vörðimú ‘, dómsmálaráðherrann ? Fyrir nokkrum dögum fórust lionum þannig orð í þingræðu, að hann hyggist við að Jón Þorláks- son (3. landskjörinn), gæti noklt- urnveginn ráðið yfir „flokkshyski því, er sæti til vinstri handar hon- um í deildinni." Svo langt er ráðherra þessi hrap- aður niður fyrir allar tröppur vel- sæmis í orðbragði. Þó hann eigi að nefna samþingsmenn sína eftir kjördæmum, eðá sem landskjörna þingmenn, ávarpar hann þá sem „flokkshyski." Hið auðvirðilega blað danskra jafnaðarmanna hjer í bæ, daglegt málgagn dómsmálaráðhe'rra, sem vælir undan þingfrjettum Morg- unblaðsins, ætti að beina orðum sínum til ráðherrans sjálfs, og benda honum á hið ósæmilega framferði hans. frumu. og nefndarálit. Útvarpið í dag: Kl. 10 árd. veður- skeyti, frjettir, gengi, kl. 7,30 sd. veð- urskeyti, kl. 7,40 20 mínútur fyrir húsmæður. (ungfrú Fjóla Stefáns), kl. 8 enska fyrir byjendur (ungfrú Anna Bjarnadóttir), kl. 8,45 hljóð- færasláttur frá Hótel Island. Verslunarmannafjelag Beykjavíkur heldur fund í kvöld kl. 8% í Kaup- þingsalnum. (Bókaútlán og spila- kvöld). Bæjarfógeta- og lögreglustjóraem- bættið í Reykjavík. Allsherjarnefnd Efri deildar hefir haft mál þetta til meðferðar, en nefndin er ekki sammála um afgreiðsluna. Meiri hl.(J. Bald. og I. P.) vill samþykkja frv. með nokkurri breytingu, aðallega um launahækkun hinna nýju embættis- manna. Jón porláksson leggur til að frv. verði felt. Kemst hann þannig að orði í nefndaráliti sínu: Með frv. þessu er farið fram á að leggja niður bæjarfógetaembættið og lögreglustjóraembættið í Reykjavík. Fá núverandi embættismenn þá báðir rjett til biðlauna í 5 ár, sem mun vera með dýrtíðaruppbót 9500 kr. fyr- ir hvorn. Jafnframt fer frv. fram á að stofna í þeirra stað 3 ný embætti, eftir brtt. meiri hlutans með 8000 kr. byrjunarlaunum og 9000 kr. lokalaun- um. auk dýrtíðaruppbótar, eða alls 9500 kr. árlega. Launabyrði ríkis- sjóðs af núverandi embættnm er sem stendur 13800 kr., en mundi eftir frv. með brtt. meiri hluta hækka næstu 5 árin upp í 47500 kr. Aukningin er 33700 kr. Að þessum 5 árum liðnum koma eftirlaun í stað biðlauna hjá núverandi embættismönnnm, og mundi mismunurinn við það minka um 3400 kr. með núverandi dýrtíðaruppbót. Gert er ráð fyrir, að ankatekjur og innheimtulaun, sem embættismennirn- ir njóta nú, renni að einhverju leyti í ríkissjóð. pessar aukatekjur nema nú ekki helmingi þeirrar upphæðar, sem nefnd' er í athugasemdunum við frv., og ýms af þeim innheimtulaunum, sem nú eru greidd, virðist óhjákvæmilegt að greiða áfram, nieðal annars vegna hinnar miklu ábyrgðar, sem sumum inuheimtum fylgir (uppboðsskuldir), 3 J og svo vegna hinnar miklu peninga- ábyrgðar yfirleitt, sem nú fylgir eink- um embætti lögreglustjóra, sem inn- heimtir árlega um 6 milj. kr., að miklu leyti í smáupphæðum. Tel jeg víst, að breytingin yrði í heild til kostnaðarauka fyrir ríkissjóð að því er snertir kostnaðinn við embættin beinlínis. En þar að auki tel jeg, að sunáur- greining lögreglustjórnar og tollstjórn- ar muni bafa stórum aukið manna- hald í för með sjer, þar sem lögregl- an er þá ekki lengur tiltæk til'nernna þeirra starfa, er snerta tollgæslu. Mundi því þurfa að fjölga tollþjónum H'jÖg. Af þessum ástæðuin, sem nánari grein verður gerð fyrir í framsögu, legg jeg t-il að frv. verði felt. Tekjm og eignarskattur (25% við- auki Hjeðins). Fjhn. Nd. hefir klofn- að. Meiri hl. (H. Stef., H. V. og H. J.) vill samþykkja þessa þungu skattaálagningu, en undanskilja, árs- tekjur einstaklinga, sem ekki n'ema 4000 kr. — Minni hl. (Ö. Th. og S. E.) vill fella frv.; lítur svo á, a8 „samkvæmt gildandi lögurn sje tekju- og eignarskattur svo hár, að með pDu sje ótækt að hækka skattstigann.“ Dagbók. I. O. O. F. 109398% Fl. Guðspekifjelagið. Fundur í Septímu í kvöld kl. 8% stundvíslega. Efni: Hugtakið „gentleman". | Veðrið (í gærkvöldi kl. 5 síðd). Hæð yfir hafinu miilli Færeyja og Islands. Lægð yfir Grænlandshafi á norðurleið. Snarpur suðaustan á SV- landi, annars stilt veður um, alt land. (Á Selvogsbanka og Jökuldjúpi er að- eins SA-kaldi). Vestur af írlandi virð- ist einnig muni vera lægð á lireyfingu norður eftir. ’ Veðurútlit í dag: Suðaustan stQm- ingskaldi. Regnskúrir. Ríkisstjórnin hefir sent síra Bjarna Jónssyni dómkirkjupresti fimm þús- tuid krónur til úthlutunar sjómönnum, sem komust af af „Jóni forseta". Gifting. 1 dag verða gefin saman í Lybeck á pýskalandi, Theódór Siem- sen verslunarmaður og Wera Schete- lig. Utauáskrift þeirra er: Hotel Stadt-Hamburg, Lybeek. Landhelgisbrot. pór kom í gær til Vestmannaeyja, með þýskan togara, Karlsburg frá Bremenhaven, er hann hafði tekið við ólöglegar veiðar í landlielgi austur með Söndum. Mál hans var óútkljáð þá er síðast frjettist. Aflinn. Samkvæmt skýrslum til Fiski fjelagsins er allur afli á landinu á þessu ári um síðustu mánaðarmdt 24 þús. skippund. Á sama tíma í fyna var aflinn 20 þús. skpd. — 1 Noregi hafði um síðustu helgi verið búið að afla 8 milj. fiska, en á sama tíma í fyrra 14 milj. fiska. , Næturlæknir í nótt Magnús Pjet- ursson, Grundarstíg 10; sími 1185. Togararnir. Af veiðum hafa komið Ólafur með yfir 100 tn. lifrar, GylKr 75 tn. og Menja 55 tn. v • Franskur togari kom hingað í gær til þess að fá sjer ís. LínubátamiT Sigríður, Fjölnir og Atli komu i gærmorgun, allir fullir af fiski. Maður varð bráðkvaddur. Laust fyr- ir hádegi í gær var norskur farand- sali, Robert Petersen, staddur í Hag- stofunni, og hneig þar niður örendur. Hjartabilun mun hafa orðið honum að bana. í kvæðinu „Mannskaðinn“, er birt- ist í blaðinu í gær, hafði slæðst inn prentvilla í 5. erindi, 4 ljóðlínu; þar stendur „gleymist' ‘ í sta,: geymist, og í 6. erindi 5. ljóðl. „síðustu“ á að vera: síðstu. Frá Canada komu með Lyru síðast í kynnisför, pórður pórðarson frá Gróttu, nú kaupm. á Gimli, og Guð- mundur Jónsson frá Deildartungu í Borgarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.