Morgunblaðið - 05.04.1928, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Hðfym fil t
Rió-kaffi,
Steinsykur,
Molasykur,
Strásykur,
Súkkulaði,
Hollandia, Fin Vanille, Consum, ísafold.
Kakaó,
Te.
Cneforhandlep fon Island sokes.
Norges ældste og st0rste specialfabrik for elektriske koke-
og varmeapparater s0ker engrosforhandler, som kan overta sal-
get for Island. — Ans0kning med opgave over referencer sendes
Berg-Hanssens Elektriske Verksted,
Porsgrund — Norge.
Ilgendur oolnna vielhðta
í Reykjavík og nágrenni era hjer með ámintir um að senda oss
hálfsmánaðarlega, 1. og 15. hvers mánaðar, skýrslu um allan þann
fisk, sem þeir salta til útflutnings eða selja öðrum til söltunar.
Fiskifjelag íslands.
Fáum með E.s. Sullfoss 7. þ. m.
Appelsínur Jaffa 144 stk. Appelsínur 300 og 360 stk. Epli, Lauk.
Með E. s. SELF08S 10 þ. m.: Kartöflur valdar og mjög ódýrar.
Eggert Kristjánsson 6t Co.
Simar 1317 og 1400.
Blekbyttur
margar teg. FjBlbreytt úrval.
BðkaversluR Hrlnbi. Seeinbisrnarsonsr
Óskum eftir tilboðum á meðalalýsi.
Eggert Kristjánsson & Co.
Sími 1316 og 1400.
is.í«!»■ .i.ec
Hadio-lampar
eru af fagmönnum viðurkendir
þeir bestu, sem fáanlegir eru.
Útvarpstæki án Telefunken-
lampa, geta aldrei verið fullkomin.
Munið að Telefunken er braut-
rvðjandi á sviði útvarpsins.
Umboðsmenn fyrir Telefunken
eru
Hjalti Björnsson S Go.
Sími 780.
Best að auglýsa í Morgunblaðinu.
fsrek í norðurhöfum.
Það var óvenjulega lítið
síðastliðið ár.
Síðastliðið ár var ísrekið í norð-
nrhöfunum miklu minna en í með-
alári, en svipað nokkuð næstu
árum á undan. Einnig virðist svo
sem suðlægir straumar hafi flutt
meira af hlýjum sjó norður á við
en venja er til, því að mælingar
leiddu í ljós, að höfin voru um
það bil 2 gráðum heitari þar norð-
ur frá en undanfarið. Hefir því
orðið minna um ísinn en áður.
Skipin, sem fóru í rannsóknar-
ferðir austur með Síberíu, til Ob
og Jenissej, komust óhindrað gegn
um Karaliafið og þegar þau komu
aftur í septembermánuði var al-
veg íslaust á þeim slóðum, og í
norðarhluja Barentshafsins var ís-
inn svo dreifður, að skip komust
til Pranz Jósefs lands. Því fer
fjarri, að hægt sje að komast til
þessara eyja á hverju ári. Var rek-
ísinn aðeins 1 fet á þykt, en árið
1908, sem er með minstu ísárurn,
var hann 3 fet. Við Spitzbergen
var svo hlýtt í fyrra, að öll vestur-
ströndin lá fyrir íslausu hafi í
ágústmánuði.
í Grænlandshafi voru ísmörkin
miklu vestar, en venja er til og í
aprílmánuði sáust brot á ísnum
hjá Angmagsalik, en það er tveim
mánuðum fyrr en vant er að vera.
í ágústmánuði var ísinn dreifður
um Scoresbysund og nm miðjan
mánuð var íslaust við Angmagsa-
lik og hjelst svo þangað til í des-
ember.
Við ísland sást enginn ís, og
þar hafa menn næstum gleymt,
hvernig heimskautaísinn lítur út.
Líkt er að segja mn New-
foundlandsfiskimiðin. 1 júlí sáust
einstaka ísjakar á stangli og alt
fram í febrúar þ. á. hefir enginn
ís komið þangað.
í Davissundi kom ísinn mánuði
síðar en í meðalári og yfirleitt var
ísinn þar minni en vant er og*
skammærri, því að í ágúst var
orðið íslaust. í Baffinsflóa gengu
skip í íslausu hafi alt til Etah
og Cornwallislands, gegn nm Lan-
castersund, en þar fyrir norðan
tók við ís mikill. Skip, sem komu
frá Alaska, náðu til Camhridge-
flóans og var þannig tiltölulega
lítill hluti, um 460 sjómílur, af
norðvesturleiðinnir sem ekki var
farinn sumarið 1927.
Pyrir norðan Beringshaf unnu
rússnesk skip að rannsóknum við
góða aðstöðu á líkan hátt og ann-
arstaðar. Þau komust næstum því
alla leið norður að Haraldseyjum
og Wrangellslandi í auðum sjó og
eitt skip komst frá Beringssundi
með allri strönd Síberíu alt til
ósanna á Lenafljótinu.
Um sumarið 1927 má því segja
líkt og um 4 undanfarin sumur,
að ísinn í norðurhöfunum hefir
verið mjög með minna móti að
undanteknum einstökum stöðum,
svo sem norðausturhluta Spitz-
bergen og norðursfcrönd Alaska,
þar sem mikill ís og þykkur lá
skamt undan landi. En hvergi er
getið um mikið ísrek.
Það kynni einhyer að spyrja,
hvort heimskautaísinn, sem í þess-
um góðu árum verður kyr að
mestu leyti, verði ekki stöðugt
þykkari og þykkari. En ísmynd-
unin heldur ekki þannig stanslaust
áfram. Þegar ísinn er orðinn
margra metra þykkur, verður
hann freltari ísmyndun til hindr-
unar. Isinn er slæmur hitaleiðari
og þegar hann er búinn að uá
vissri þykt, kemst jafnvægi á milli
kuldans að ofan og hlýjunnar úr
sjónum að neðan. ísinn getur því
orðið æfagamall, þó að þykt hans
sje aldrei fram úr hófi miliil.
(Berl. Tid.)
Spánverjar
ganga aftur í Þjóðabanda-
laglð.
Það fór nú svo, að aðJeiðing-
arnar af samningum Prakka og
Spánverja um Tangermálin, urðu
n.. a. þær, að Spánverjar tóku aft-
ur úrsögn sína úr Þjóðbandalag-
inu. Er sú ákvörðun einnig sett
í samhand við fund þeirra Charn-
berlain’s og Primo de Rivera fyr-
ir skömmu.
Svo var mál rneð vexti, að Spán-
verjar gerðu kröfur t.il þess að
Tangerhjeraðið yrði innlimað eign-
um þeirra í Marokkó. Hefir það
einna helst staðið gegn Spánverj-
um þar í landi og komið af stað
uppreisnum á móti þeim. Hótuðu
Spánverjar að segja sig úr Þjóð-
bandalaginu ef þessari kröfu þeirra
væri ekki sint.
Þrátt fyrir það neituðu stór-
veldin að taka kröfu Spánverja
til greina, og ljetu þeir þá verða
af hótun sinni. En jafnframt var
Frökkum og Spánverjum falið að
gera út um Tangermálin með því
að hvorir tveggja áttu þar mestra,
hagsmuna að gæta. Hefir staðið í
all-lengi á lausn málsins, en nú
hafa þeir komist að samkomulagi
og samkvæmt því eykst vald Spán
verja þar til muna. Eru þeir hinir
ánægðustu með úrslitin og hafa
því tekið úrsögn sína úr Þjóð-
bandalaginu aft.ur. — Er þó enn
ekki fullsjeð, að samningur Frakka
og Spánverja öðlist gildi, því að
til þess verða hin önnur stórveidi
að hafa lagt blessun sína yfir
hann. j
Annars liafa Spánverjar verið í
Þjóðhandalaginu óslitið, því að úr-
sögn þeirra átti ekki að koma til j
framkvæmda fyr en 8. september ’
næstkomandi.
H.F
EIMSKIPA FJELAG
____ ÍSLANDS
f,Goðafossc<
fer frá Hafnarfirði á
laugardag 7. april fcl. 8
siðd. til Aberdeen, Hull
og Hamborgar.
„Brúarfoss11
fer hjeðan I. maí kl. 12 á
m’ðnæfti beint til Kaup-
mannahafnar, (ekki um
Leith). Ef nægilegur flutn-
ingur fæst, kemur skipið
wið í Bergen.
Hrelns vörur
fást allstaðar.
Hvítar skyrtur
hálsbindi
sokkar i miklu úrvaii.
Laugaweg. Simi 800.
Fiskveiðar hjá Grænlandi
HeRler-útgerðin færist í aukana.
Eftir því sem norska blaðið
,,STnmmörsposten“ hermir ætlar
Helder-útgerðin að stunda veiðar
fyrir vesturströnd Grænlands í
sumar, í miklu stærri stíl en und-
anfarandi tvö sumur. Auk gufu-
skipsins „Helder“, sem er 5000
smálestir, ætlar fjelagið að hafa
þar annað fiskgeymsluskip helm-
ingi stærra, eða 10 þús. smál. Enn-
fremur hefir það látið smíða 40
mótorbáta í Álasundi og á að nota
þá við veiðarnar. Áður hefir fje-
lagið aðallega lagt stund á heilag-
fiskiveiðar, en í sumar ætlar það
að hirða alt, sem veiðist, ekki síst
þorskiön.
1200 krónur
i verðlauo.
Kaupið Fjallkonuskósvert-
ttna, sem er tvímælalaust
besta skósverta sem fæst hjer
á landi og reynið jafnhliða að
að hreppa hin háu verðlaun.
Það er tvennskonar hagn-
aður, sem þjer verðið aðnjót-
andi, — í fyrsta lagi, fáið
þjer bestu skósvertuna og í
öðru lagi, gefst yður tækifæri
til að vinna stóra peninga-
upphæð í verðlaun.
Lesið verðlaunareglurnar,
sem eru til sýnis í sjerhverri
verslun.
R.f. Efnagerð Reykjavíkur.
Kemisk verksmiðja.
Kaupið Morjfunblaðið.