Morgunblaðið - 05.04.1928, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.04.1928, Blaðsíða 5
lltttti&tmMaftifr Fimtudaginn 5. apríl 1928. Vortðskurnar eru nú komnar, Stærsta úrval af tækifæris- gjöfum. Leðupvörudelld Hl óðfsBPahússíns. Timburkaup best hjó Páli Úlafssyni, Símap 1799 og 278. Úrvals smiör íslenskt, kr. 3.50 pr. kg. Hangi- kjöt 0.80 kr. % lcg. NiðursoðiÖ kjöt. Lax. Svínasulta. Pylsur, 15% afsláttur. Handsápur frá 10 au-:. stykliið. Hreinlætisvörur, mikið úr- val. Ódýrt. Sveskjur í pökkum, Kartöflur 10 kr. pokinn. Gnðm. Jóbannsson. Baldupsgöfu 39. Talsimi 1313. 'EDERAU OEKK og slöngup, allap stœrðip fypirliggjandi. Ávalt haldbestu dekkin. EgiU ViUtjálmsson, Ba Sa Ra Plasmon hafra- mjöl 70% meira næringargildi en í venjulegu haframjöli. Ráö- lagt af læknum. Sælger,- Höi, Havre, Poteter, Tön- ðer, Töndebaad, til billigste dags- pris. Mottar: Tran, Klipfisk og salt- kjött. O. STORHEIM. Bergen, Norge, Telegramadr.: Heimstor. Trjevörui*! alskonar seljast með lægsta mark- ^ðsverði cif. á allar íslenskar bafn- af fjölskrúðugum birgðum í ýMnistað í Svíþjóð. — Biðjið um Ulboð. a.b. gunnar persson, Þingtíðindi. Þingvailafriðun. 3. umr. málsins var háð í Nd. í gæi'. Lágu fyrir nokkrar brtt. frá meiri hl. allshn. og M. T. Stærsta brtt. var frá M. T. þess efnis, að lögin skyldu öölast gildi þegar í stað og að Þing- vellir skyldu friðlýstir strax. (Frv. ákveður að friðunin komi til framkvæmda frá 1930). M. Guðm. andmælti þessari brtt.; benti á, að slík meðferð á bændum, er nú byggju ásvæði því er ætti að friðlýsa, væri ó- forsvaranleg, þar eð þá mætti reka burt af býlum sínum fyrir- varalaust og það þegar í stað. Annars lýsti M. G. því yfir f. h. minni hl. allshn., að hann væri á móti frv., einkum væri minni hl. á móti því að leggja niður bændabýli í þessari góðu fjár- sveit, Þingvallasveit. í sama streng tók P. Ott. Benti hann á, að þessi friðun mundi hafa gíf- urlegan kostnað í för með sjer fyrir ríkissjóð, þar sem í ráði væri 1. að girða alt hið friðlýsta svæði og myndi það kosta ó- hemjufje, auk árlegs viðhalds, 2. bæta þyrfti bændum stórfje fyrir það, að þeir væru flæmdir af ábýlisjörðum sínum og 3. bæta þyrfti hreppnum fyrir í- þynging fjallskila vegna þess að bændum sveitarinnar yrði fækkað. Eftir nokkrar umræður voru fáeinar óverulegar brtt. sam- þyktar og frv. samþ. með 17:7 atkv. og endursent Ed. ; V arðskipalögin. Þetta frv. dómsmálaráðh. var til 2. umr. í Nd. í gær. Umr. urðu ekki langar og ekki heit- ar, sem menn hefðu þó getað búist við eftir alt sem á undan hefir gengið. En þar sem málið verður væntanlega innanskams rætt í sameinuðu þingi, hefir þingm. eigi þótt ástæða að fara að ræða það ítarlega þarna. Auk framsm. minni hl. alls- hn. (H. K.), sem vildi fella frv. talaði Jóhann Jósefsson kröft- uglega á móti málinu. Sagði hann, að enda þött vitanleg væru forlög málsins, mætti það ekki fara svo í gegn, að stjórnin væri ekki einu sinni mint á landshneykslið, sem kunnugt væri í sambandi við afskifti hennar af málinu. Stjórnin hefði hafið beina ofsókn á hendur skipherrum og skipverjum varð skipanna. Til frv. væri stofnað með ranglæti og ofbeldi. Ef þingmenn vildu halda uppi sóma Alþingis, sóma þ.ióðarinn- ar ætti að fella frv. tafarlaust. Stofnað væri til agaleysis á varðskipunum með frv., þar sem menn væru verðlaunaðir fyrir óhlýðni og mótþróa (sbr. .5. gr. frv.). — Varðskipin hefðu frá síðustu áramótum aflað 220 bús. kr. í Landhelgissióð í beinu sektaf.ie. Á meðan þetta gerðist l.feti Alþ. s.ier sæma að vera að ráðast á þá menn, er hefðu þetta ábyrgðarmikla starf með höndum. Þetta væri ósæmilegt með öllu. Stiórnin sagði ekkert einasta orð og enginn úr liði hennar varð til þess að afsaka gerðir hénnar í málinu. H. V. og Sig- urj. Ól. voru óánægðir með ýms ákvæði frv., en samt greiddu þeir því atkv. Og svo fóru leik- ar, að öll stiórnarfylkingin greiddi frv. atkvæði og var það samþ. _til 3. umr. með 15:10 atkv. íhaldsmenn og S. Egg. á móti. (Jafnaðarmenn gátu þess við atkvgr. að þeir greiddu frv. atkv. til 3. umr.). Atvinnurekstrarlánin sambykt við 3. umræðu í Efri deild, en dagskrártillaga Jóns Baldvins- sonar feld. Atvinnurekstrarlánin voru til 3. umræðu í Efri deild í fyrra- dag. Eftir því sem málið stóð þá, bjuggust menn eins vel við því, að það kæmist ekki lengra á þessu þingi. Yið 2. umræðu greiddi Jón Baldvinsson því atkvæði með því skilorði að fyrir 3. umræðu yrði gerð á því sú breyting, að Landsbankinn þyrfti ekki að koma þar við sögu. Slík breyting kom ekki fram. Bar Jón Baldvinsson þá fram rökstudda dagskrá, þess efnis, að málinu skyldi vísað til stjórn arinnar, til undirbúnings undir næsta þing. Alkunnur er dræm- ingur Tímamanna í þessu máli, og töldu menn því líklegt, að dagskrá Jóns yrði samþykt. En það Tór á annan veg. Hún var feld. Greiddu 7 menn atkv. á móti henni, íhaldsmenn og forseti deildarinnar, Guðmund- ur Ólafsson, að viðhöfðu nafna- kalli. Síðan var frumvarpið sam- þykt með 8 atkvæðum. Þá greiddu aðeins tveir at- kvæði á móti, Erlingur og Ingv-.. ar, enda munu þeir vera dygg- astir fylgifiskar Jónasar á bæn- um þeim. Sennilega tekst stjórn- arliðinu þó að þvælast svo fyrir í þessu máli í Neðri deild, að þær hagsbætur, sem frumvarpið fer fram á, til handa bændum, komist ekki á að þessu sinni. BRAOÐIÐ nmt\ MJ0RLIKI Trnmálafnudnr é B önduó'fli. Dagana 6., 7. og 8. þessa mánað- ar, var samkvæmt áður útgefnu fundarboði haldinn almennur trú- málafundur á Blönduósi. Á fund- inum mættu menn út öllum sveit- n m Austur-Húnavatnssýslu, karlar o'* konur, eldra og yngra fólk. Fá- einir mættu úr Vestursýslunni. — Margt af þessu fólki sat fundinn frá byrjun til enda, alla þessa þrjá daga. Má segja að það sje virð- ingarverður áhugi hjá fólkinu, að sæltja svona fund, sumt langt að og taka þátt í honum, bæði með umræðum og atkvæðagreiðslu um þær tillögur er fram koma. Á fundi mun hafa verið niikið á ann- að hundrað manns, þegar flest var, eða jafnvel nær tveim hundruðum. V ar auðfundið að fólkinu fanst það ekkert. hjegóma mál, er þarna var á ferðum, því ef svo hefði verið, mundi það ekki hafa verið svona stöðugt á fundinum. Fyrirlestra fluttu þar þrír prest- ar, þeir sjera Björn Stefánsson á Auðkúlu, sjera Gunnar Árnason á Bergstöðum, og sjera Þorlfeinn Gíslason í Steinnesi. Fjórða fyrir- lesturinn flutti Eggert hreppstjóri Levv á Ásum. Efni fyrirlestranna slcal ekki rakið hjer, því fundar- gerðin í heild sinni mun verða birt á öðrum stað. Aðeins skal drepið á afgreiðslu tveggja tillaga þeirra, er fram kornu í sambandi við fyr- irlestrana. Fyrsta dag fundarins snerust úmræður aðallega um ástand kirk- junnar og trúarlífsins í landinu og þó meiningamunur kæmi í ljós bæði þá og síðar á fundinum, fóru umræður samt fram með stillingu og æsingalaust. Fimm manna nefnd kosin af fundinum kom fram með svohljóð- andi tillögu, er var samþykt með meiri liluta atkvæða: „Fundurinn skorar á ríkis- óg kirlíjustjórnina að skipa hið fyrsta nefnd manna til þess að rannsaka á livern hátt fá megi verulegar umbætur á núverandi kirkjulífs- og trúárástandi þjóð- arinnar, hvort heldur er á þeim grundvelli, að auka sjálfsforræði kirkjunnar í ríkissambandi, eða með aðskilnaði ríkis og kirkju.“ Annan dag fundarins urðu mikl- ar umræður um afstöðu einstaka þjónandi presta og guðfræðinga til kirkjunnar og játningarrita htnnar. Spruttu þær af hinu rögg- samlega erindi Eggerts Levy. Að þeim umræðum loknum kom frá E. Levv tillaga er var svohljóð- andi: „Að gefnu tilefni krefst fund- urinn þess, að meðan evangelisk liítersk kirkja er ríkiskirkja, sje enginn sá maður látinn vera starfsmaður hennar framvegis, er heldur opinberlega fram kenning- um gagnstæðum við aðra grein trúarjátningar vorrar.‘ ‘ Þessi tillaga var samþykt, ekki með nokkrum meiri liluta aðeins, heldur með samhljóða atkvæði allra er atkvæði greiddu, en ekki eitt einasta á móti. Þess væri óskandi að sem víðast á landinu yrðu haldnir jafnfjöl- mennir og uppbyggilegir trúmála- fundir, og þessi á Blönduósi, og ef útkoman á þeim fundum yrði svip- uð væri það gleðiefni. En þeir, sem stofnuðu til þessa fundar og þeir, er tókn þátt í hon- um, eiga þöklc og heiður skilið, þeir hafa með því gefið öðrum eftirbreytnisvert fordæmi. 17. mars 1928. Baldvin Eggertsson. Fjallkonu skósvertan i * gljáir shóna best. Mýkir og styrkir leðrið Ótal meðmæli fyrirliggiandL Biðiið um Fiallkonu skósvertuna. Fæst alstaðar. I H.f. Efnagerð Reykjavíkur, UemisU verksmiðja. Sími 1755. ii is. Eins og kunnugt er, komst Pil- sudski til valda í Póllandi í maí- mánuði 1926 og hefir stýrt landinu með alræðisvaldi síðan. Svo sem auðvitað er, hefir hann sætt mót- spyrnu mikilli af hálfu ýmissa fiokka í landinu. Áður en hann brautst. til valda, var hann jafn- aðarmaður og naut í fyrstu stuðn- ings vinstri flokkanna í landinu, en síðan hafa þeir fjarlægst hann meira og meira og honum hefir tekist að vinna sjer fylgi hægri flokkanna. A8 vísu nýtur hann fulls trausts smábændanna og mikils hluta verkalýðsins, en ann- ars er það talið hreinasta krafta- verk hvað honum lxefir tekist að synda milli skers og báru og eink- nm, að hann skyldi ná trausti stór- bændanna, sem voru honum ger- samlega fráhverfir, er hann kom til valda. Stjórnmálaflokkarnir í Póllandi eru svo margir, að vart verður tölu á komið. Þingsæti landsins eru alls 444 og má marka flokka- skiftinguna nokkuð af því, að við nýafstaðnar kosningar fekk flokk- ur Pilsudskis ýfirgnæfandi flokks meiri hluta í þinginu, en kom þó ekki nema 135 mönnum að við k jördæmakosningarnar. GillettebBoð ávalt fyrirliggjandi í heildsölu líilh. Fr. Frimannssoift Sími 557 Appelsiniae8 og epli ódýrast f Verslunin Fram Laugaveg 12. Simi 2296. Tófuskinn kaupir „ísl. refaræktarfjel. h.f.“, Laugaveg 10. Sími 1221, K, Stefánsson. líöpubilastððiny Tryggvagötu (beint á móti Liver- pool) opin frá 6 f. h. til 8 e. lu hefir síma 10 06 Meyvant Sigurðsson. Ekki er unt að segja, hvað faet- ur Pilsudski er í sessi, þrátt fyr- ir kosningasigurinn. En ætla má þó að honum takist að halda völd- um framvegis, um nokkurt skeið. Enginn veit, livað hann ætlast fyr- ir og hver árangur verður af sigri hans. Hefir hann haldið því al- gerlega leyndu og hafa menn því spáð ýmsti um það. Óvinir hans segja, að það eitt vaki fyrir hon- um að halda í völdin sjálfs sín vegna svo lengi, sem hann getur og takmark hans sje hvorki annað nje meira. En þeir, sem vinveitt- ari eru, telja að markmið hans sje aíwkoma á fastri og sterkri stjórn í Póllandi og sameina þjóðina sem mest og styrkja hana inn á við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.