Morgunblaðið - 14.04.1928, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.04.1928, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 MORGUNBLAÐIÐ Stofnandi: Vilh. Pinsen. tTtgefandi: Pjelag I Reykjavlk. Ritstjðrar: Jðn Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Auglýsingastjðri: E. Hafberg. Skrifstofa Austurstræti 8. Slml nr. 600. Auglýsingaskrifstofa nr. 700. Heimaslmar: Jðn Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Askriftagjaid: Innanlands kr. 2.00 á mánuBi. Utanlands kr. 2.50 - --- I lausasölu 10 aura eintakiS. Þingtíðindi. Úr verstöðvunum. Vestmannaeyjum, FB 13. apríl. Agætis afli up'p undir viku- 'tíma. í gær kom á land hátt á •annað hundrað þúsund, — þorsk- tir. Er það hið mesta, sem nokkru sinni hefir komið á land hjer á 'cinum degi. Unnið er dag og nótt. Varla hægt að koma fiskinum Aindan. Fjárlögin afgreidd óbreytt, eins og Ed. hafði gengið frá þeim. Irö Vestur-íslendingum. -i-t-- F. B. í apríl. íslenskir vesturfarar. Fra 1. maí 1927—1. febr. 1928 fiuttust tuttugu og fjórir íslend- ingar til Canada. Þing Þjóðræknisfjelagsins var sett að morgni þess 21. febr. í Winnipeg og lauk því um mið- .nætti þ. 23. s. m. Þingstörf fóru :fram Ji daginn, en á kvöldin voru .almennar skemtisamkomur. M. a. jfór fram á þeim kappglíma. Annað íkvöldið hjelt Þjóðræknisdeildin Frón hið árlega miðsvetrarmót •sitt. Sjera-Run. Marteinsson stjórn aði því, en ræður fluttu þar sjera Ragnar E. Kvaran, Sig’. Júl. Jó- hannesson læknir o. fl. Karlakór iBrynjólfs Þorlákssonar skemti og •ennfremur Sigfús Halldórsson rit- stjóri með einsöng. Síðasta kvöld- ið flutti sjera Jónas A. Sigurðsson ærindi um þjóðrækni. Síðasta þingdaginn fóru fram kosningar embættismanna og hlutu þessir kosningu: Sjera Ragnar E. Kvaran, forseti, Jón J. Bíldfell varaforseti, sjera Rögnvaldur Pjet ursson, skrifari, sjera Runólfur Marteinsson, varaskrifari, Arni Eggertsson fjehirðir og bóka og skjalavörður O. S. Thorgeirsson. Mannslát. Þ. 15. febr. andaðist í Flata- tungu í grend við Arnes í Mani- toba Mrs. Anna Sigfúsdóttir Hall- ■grímsson. Hún var ættuð úr Svarf- aðardal, f. 1842. Hiin var gefin Sigurbirni Hallgrímssyni og fluttu þau vestur um haf 1874, voru eitt ár í Ontario og voru með fyrstu landnemum til Gimli í Manitoba 1875. Þeim hjónum varð sjö barna auðið. Eru 21 barnabörn Onnu á lífi og 25 barnabamabörn. Anna hafði verið þrekkona og gfeind vel. í gær var ein umr. um fjárlögin í Nd. Eins og skýrt hefir verið frá, hafði Ed. gengið þannig frá fjárl., að þau sýndu á'pappírnum 32 þús. kr. tekjuafgang. Engin brtt. kom fram í Nd. við þessa umr. svo sýnilegt var, að ætlunin var af afgreiða fjárlögin óbreytt, eins og Ed. hafði gengið frá þeim. Frsm. fjvn., Ing. Bj., lýsti yfir því, fyrir nefndarinnar hönd, að hún legði til, að fjárl. yrðu af- greidd eins og þau lægju nú fyrir. Þó væri nefndin engan veginn ánægð með þá afgreiðslu, einkum væri nefndin óánægð með þá mörgu persónustyrki, er nú væri í fjárl, En af ótta við enn vei|ri afgreiðslu, ef fjárl. yrðu opnuð að nýju, lagði nefndin þetta til. Ymsir þm. urðu til þess að deila hart á stjófnina og stjórnarliðið út af afgreiðslu fjárlaganna. Eink- um varð Pj. Ottesen til þess að víta þá afgreiðslu er fjárlögin fengju. Sýndi hann fram á, að fjárlögin hefðu ekki tekjuafgang, eins og útkoma þeirra sýndi, held- ur raunverulegan tekjuhalla og hann ekki óverulegan. Raunveru- legur tekjuhalla fjárlaganna yrði um 300 þús. kr., ef með væru reiknuð þau útgjöld, sem talin eru í 22. og 23. gr. fjárl. Þessar upp- hæðir næmu yfir 300 þús. kr. — Ennfremur vantaði inn í fjárlögin 100 þús. kr. til byggingu Lands- spítalans, svo að unnið væri þar samkv. gerðiim samningum. Hefðu fjárlögin því um 400 þús. kr. tekjuhalla. Yerður nánar vikið að afgr. fjárl. síðar hjer í blaðinu. Járnbrantin anstnr. Forsætisráðherra lýsir því yfir á Alþingi, að hann veiti ekki „að svo j vöxnu máli“ fossafjelaginu „Titan“ sjepleyfi til þess að virkja Urriðafoss nje til jámbrautarlagningar austur. Leiðrjetting. I símskeyti því, til þýska blaðsins „Voss. Zeit,“ sem "birt var í greininni „Hverjir eru föðurlandssvikarar“ hjer í blað- inu í gær, hafði fallið úr orðið ekki í niðurlagi skeytisins. Átti niður- lag skeytisins að vera svohljóð- andi: „og á öðrum fundi lýsti dómsmálaráðherra því ennfremur yfir, að orðrómurinn um bækistöð ensku flotamálastjórnarinnar á ts- landi væri ekki algerlega rjett- mætur/'1 Við umræðu um fjárlögin í Nd. í gær, spurði Jörundur Brynjólfs- son forsætisráðherrann að því, hvað hann hugsaði sjer að gera við sjerleyfisbeiðni „Titans“ til virkjunar á Urriðafossi í Þjórsá og járnbrautarlagningar austur að Þjórsá. Og ef stjórnin ætlaði sjer ekki að veita sjerleyfið, hvað hann hugsaði sjer þá viðvíkjandi sam- göngumálunum austur yfir fjall. Fyrirspurn þessari svaraði for- sætisráðh. þegar í stað. Hafði hann svarræðuna skrifaða í vasanum og las upp. Var ræðan svohljóðandi: ; „Snemma á þingi barst mjer fyrirspurn um það, hvort jeg mundi ætla að veita fossafjelaginu Titan, samkvæmt umsókn þess, sjerleyfi til járnbrautarlagningar frá Reykjavík til Þjórsár, samkv. heimild í lögum frá þingi í fyrra. Voru þá ókomnar umsagnir um málið frá sjerfræðingum. En nú eru þær komnar og geta liáttv. 1 alþingismenn átt kost á að kynna sjer þær í atvinnumálaráðuneyt- inu. Nú hefir mjer borist áskorun frá fimm alþingismönnum, frá þeim hjeruðum, sem mestra hags- muna eiga að gæta um járnbraut- arlagninguna um „að veita fossa- fjelaginu Titan sjerleyfi til þess að virkja Urriðafoss í Þjórsá, svo framarlega sem fjel. færir sönn- ,ur á, að dómi landsstjórnarinnar, að það hafi nægilegt fjármagn að sínum hluta, til þess að leggja járn braut fra Reykjavík að Þjórsá, með þeim hraða sem sjerleyfislög- iin ákveða.“ | Síðan hefir mjer borist áskorun i frá 15 alþingismönnum um að í „veita ekki sjerleyfi til þess að tvirkja Urriðafoss í Þjórsá, nema (því aðeins að full vissa sje fyrir því, að nægilegt fjármagn sje á ireiðum höndum hjá sjerleyfisbeið- anda til járnbrautarlagningar frá jReykjavík austur að Þjórsá.“ Loks hafa 11 alþm. sumpart æskt þess skriflega, að sjerleyfið verði ekki veitt, sumpart greitt atkvæði gegn því. Nú liggur það ljóst fyrir í beiðni þeirri um sjerleyfi sem fossafjelagið Titan hefir sent, stjórninni, að fje til framkvæmda er ekki á reiðum höndum, enda er það og jafnframt tekið fram í um- sókninni að þess sje yfirleitt ekki að vænta að fje verði fyrir hendi áður en sjerleyfið er veitt. Hitt er i aftur á móti fullyrt af fjelagsins hálfu, að fje muni fást síðar, en fyrir því eru ekki færð fullnægj- andi rök. Það liggur því ekki fyrir, að fossafjelagið Titan hafi „fært sönnur á, að dómi landsstjórnar- innar að það hafi nægilegt fjár- magn að sínum hluta, til þess að leggja járnbraut frá Reykjavík að Þjórsá með þeim hraða, sem sjerleyfislögin áltveða“, nje held- ur: „að full vissa sje fyrir því, að nægilegt fjármagn sje á reiðum höndum hjá sjerleyfisbeiðanda til járnbrautarlagningarinnar.“ í frafflhaldi af því, sem nú hefir verið sagt, skal því þá lýst yfir, að þegar af þeirri ástæðu, sem nú hefir verið nefnd, mun jeg ekki telja rjett að svo vöxnu máli, að gjalda jákvæðið þeirri beiðni sem fossafjelagið Titan hefir sent um að fá sjerleyfi til þess að virkja Urriðafoss og leggja járnbraut frá Reykjavík til Þjórsár. En í þessu sambandi skal því lýst yfir að landsstjórnin mun telja sjer skylt að taka til sjer- stakrar athugunar hversu bæta megi, svo fljótt, sem frekast eru tök til, úr hinni mjög brýnu þörf fullkominna samgangna fyrir hjer- uðin austan fjalls.“ ÍJt af þessu svari forsrh. spunn- ust langar umræður, er stóðu fram á nótt. Er ekki tök á að skýra frá þeim umr. hjer nema að litlu leýti. Einar Jónsson: Vil lýsa því yfir, að mína undirskrift átti að skilja svo, að jeg vildi ýta nndir þetta mál, ekki draga úr því. Hafi annað legið bak við þegar jeg var beðinn að skrifa undir, þá hefi jeg verið blektur. Magnús Guðmundsson: Hjer er auð- sjáanlega verið að leika sjónleik. Jör. Br. spyr meinleysislega, en forsrh. kemur með skrifaða ræðu upp úr vas- anum. þessi leikur hefir verið aftal- aður þeirra á milli. pegar jeg, snemma á þinginu, beindi fyrirspurn til Tr. p. um það, hvað hann ætlaði að gera í þessu sjerleyfis- máli, svaraði Tr. p. því, að hann rnundi leita álits sjerfræðinganna Geirs Zoega og Steingríms Jónssonar. Alit þeirra er nú komið. Leggja þeir báðir til, að sjerleyfið verði veitt. Ráðherrann ber fyrir synjuii sinni nú, áskorun er hann hafi fengið frá þingmönnum, 5 sjer á skjali og 20 á öðru. Veit ekki hvað vakað hefir fyrir þm. þessum. En skil ekki að áskorun þeirra 5 Sunnlendingá hafi verið gerð í þeinj tilgangi, að leggja stein í götu þessa máls. Enda yfirl. fengin frá 1. þní. Rang. um það, að hann hafi með undirskrift sinni viljað ýta undir það að sjerleyfi yrði veitt. Sjerleyfis- lögin voru afgr. í fyrra með % hl. atkv., og jeg fæ ekki skilið að sú breyting hafi orðið síðan, að því er þetta mál snertir, að meirihl. sje nú andvígur málinu. pað hefir aldrei verið talað. um að stíga aðeins annað skrefið í þessu máli, að samþ. lögin; geng.ið út frá, að sjerleyfi verði veitt skv. lögunum. Við höfum engu að tapa, því að Titan verður að hefjast lianda fyrir 1. maí 1929, ella að missa sjerleyfisrjettinn. Viðurkenni að Tr. p. á erfitt í þessu máli; hann talaði sterkt á móti málinu í fyrra. Jeg ætlast nú ekki til þess að ráðherrann skifti skoðun; en heimta að hann gefi skýr svör, hvað hann ætli sjer að gera. Ætlar hann að veita sjerleyfið, ef nægilegt fje yrði lagt fram? Eða ætlar hann að neita skil- yrðislaust? Heimta skýrt svar um ; þetta, því það er ósæmilegt narr af Alþ., ef það er af gefa vilyrði um sjerleyfi, en svo neitar ráðherrann að fara að vilja þingsins. Tr. p. segir að fje sje ekki á redðum höndum. Við því er ekki að búast meðan sjerleyfi er ekki veitt. Enginn getur ætlast til þess, að peningamenn sjeu að leggja fram fje, án þess vissa sje fyrir því, að sjerleyfi fáist. Mín sannfæring er, að fje sje fá- ; anlegt. Jeg hefi sjeð brjef hjá Kl. Jónssyni — og það brjef hefir Tr. p. einnig sjeð — þar sem því er yfirlýst, ao nægilegt fje sje til, þegar sjerleyfi er fengið. petta brjef frá þeim stað, 'að jeg hefi fylstu ástæðu til að trúa því. Og sjeu líkur, livað þá vissa fyrir i því, að f je til járnbrautar fáist, þá ítel jeg það óverjandi með öllu að slá hendinni á móti því. Járnbraut (austur að pjórsá er áreiðanlega eitt- Ihvert langstærsta framfaramálið, sem á dagskrá hefir komist hjá okkur. Mjer sárnar það, ef fyrv. stuðnings- 1 menn þessa máls hafa nú, viljandi eða óviljandi, orðið til þess að leggja stein í götu þess. Skil ekki í því, að sá liafi verið þeirra vilji. Magnús Kristjánsson. Er óánægður með yfirlýsingu Tr. p. Sje ekki að nokkur hætta hefði getað af því staf- að, að veita sjerleyfið. Gu.nnar Sigurðsson: Er óánægður með afgreiðslu þessa máls. Vona að það hendi aldrei þingmenn Sunnlend- inga að styðja þá stjórn, er stæði í veginum fyrir járnbvaut austur. (En hvað gerið þm. ?) Umr. var hvergi nærri lokið, þegar blaðið fór í pressuna. Verður sagt frá þeim nánar síðar. Thoivaldsensbasarinn. Það mun vera rúmur aldarfjórð- ungur síðan Thorvaldsensbasarinn byrjaði hjer starfsemi sína. Og víst er um það ,að hann hefir mörgum að liði komið, og helst þó þeim, sem mesta þörf hafa haft fyrir að geta selt handavinnu sína n. fl. iatækum einstæðingum, sem án basarsins mundu ekki hafa get- að selt það, sem þeir hafa búið til. Omakslaun þau sem basarinn hef- ir tekið af seljendum, liafa verið svo hverfandi lítil, að þeir hafa ekki orðið þess varir, enda var stofnun basarans ekki gerð í gróðaskyni, heldur góðgerðar. Thorvaldsensfjelagið hefir nú látið breyta búð sinni, og hyggst að starfa með engu minna fjöri en áður. Eins og gefur að skilja, er þó starfsemi fjelagsins komin undir því, að því berist smekk- legir og sannsýnilega verðlagðir Hýil nautakiOt reglulega gott. Verslunin Kjöt Gc Fiskur. Laugaveg 48. Sími 828. Rúgmjttl, Rúgur, Hænsnabygg, Vi maís og malsmjttl, Hafrar, Vi baunir, lfictoriubaunir fyrirliggjandi hjá G. Behrens. Simi 21. Úrvals Skagakartðflur í heilum sekkjum og lausri vigt. Danskar kartttflur kr. 10.50 pokinn. Drífandi. Laugaveg 63. Sími 2393. FEDERAÚ DLKK og slttngur, allar stærðir fyrirliggjandi. Ávalt haldbestu dekkin. EgiU Vilhjálmssou, B. * Sa Rg Tr|evörurf alskonar seljast með lægsta mark- aðsverði cif. á allar íslenskar hafn- ir, af fjölskrúðugum birgðum í Halmstað í Svíþjóð. — Biðjið nm iilboð. A.B. GUNNAR PERSSON, Appelsinur dq epli ódýrasti Verslunin Fram Laugaveg 12. Siml 2288.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.