Morgunblaðið - 29.04.1928, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 29.04.1928, Qupperneq 6
6 MORdrUNBLAÐIÐ . „Arin og eilífðin“ Prjedikanir eftir Harald Nielsson prófessor, hafa werid feldar i verðif og kosta nú: f skinnbandi kr. 16.00, shirting kr. 12.00, heft kr. 8.00. fsaíoldarprentsmiðja h.f. Radio-laiDDar eru af fagmönnuin viðurkendir þeir bestu, sem fáanlegir eru. Útvarpstæki án Telefunken- lampa, geta aldrei verið fullkomin. Munið að Telefunken er braut- ryðjandi á sviði útvarpsins. Umboðsmenn fyrir Telefunken eru Hjalti Biörnsson S Go. Sími 720. Eldfastnr leir og steinn og jnrtapottar allskonar. S.sknaðarljöð. Kveðin er Helga Ásthildur dóttir mín andaðist fjögra ára gömul, 12. janúar 1928. Guð minn, jeg bið, láttu geisla þinn skína, jeg geng hjer í heldimmri nótt, legðu að brjósti þjer bænina mína, sem bærist svo viðkvæmt og hljótt. Rjettu mjer hjálpandi höndina þína, gef hug mínum vaxandi þrótt; þá sárin mín gróa og sorgirnar dvína og svo verður hjartanu rótt. Hvert líf, sem á ekki vopn til að verjast, en vitund með hrópandi þrá, þú hlýtur að gefa því hjör til að berjast og hugsjón, hvað sigurinn má. Hið sárasta böl er við beiskjuna sverjast því brjósti, sem viðkvæmnin á, og loks undir fótum á múginum merjast og markinu aldregi ná. Jeg flý þjer að hjarta með fórnandi höndum og fel þjer mín blæðandi sár, sem örlaga fangi í brqyskleikans höndum, en byrgi mín þögulu tár. Hið lamandi brothljóð af brimóttum ströndum var bát mínum örlaga spár, en beri mig flakið að friðarins lðndum jeg fagna þjer, komandi ár. Leiddu mig, bæn, inn í bjartari heima, er brosir mín helgasta þrá; leyfðu mjer augnablik aðeins að gleyma hvar erfiða brautin mín lá. Pó lítirðu buga minn saknandi sveima, þá svala mjer fullvissan má, að betur en jeg muni guðs höndin geyma þann gimstein, er bestan jeg á., Guð, sem að tók þetta gull minna blóma, sem glóði við barminn á mjer, jeg veit, að um eilífð hann lætur það Ijóma í lundinum bjarta hjá sjer. Svo þegar Ioks jeg fæ leyst mína dróma og ljóðið mitt hreinskrifað er, þá heyri jeg, Ásthildur, orðin þín hljóma og ákalla drottinn með þjer. EINAR BACHMANN. Þjáflhátíflardagur. ..Hbijdp tllpguri Un?" VALD. POULSEN. Klapparsiig 29. — Simi 24. I bókinni „Austur í blámóðu £jalla“, eftir Vestur-íslendinginn Aðalstein Kristjánsson, er fögur Jvsing á því, hvernig Skotar heiðra minningu skáldsins Roberts Burns og hafa reist honum minnisvarða á einni ekru lands vel girtri, og fag- urlega skreyttri trjám og blómum, og þennan stað hafa Skotar gert heimsfrægan og þangað ferðast fólk svo þúsundum skiftir á hverju ári. Þegar við lesum þessa frásögu Aðalsteins Kristjánssonar og finn- um hrifningu hans mílli línanna fyrir þeirri ræktarsepii, er Skotar þar sýna minningu síns heims- fræga skálds, fer ekki hjá því, að mörgum verði með kinnroða hugs- að til þess ræktarJeysis, sem ís- lendingar sýna minningu og minn- isvarða þess eina íslenska þjóð- skálds, sem þeir enn þá hafa metið svo mikils að reisa standmynd af. Oft hefir verið á þetta bent í blöðum hjer, að vanvirða það væri ^þjóðinni, í hve miklu hirðuleysis- ástandi mynd Jónasar Hallgríms- -sonar er, og hve mikið ræktarleysi þjóðin með því sýndi minningu skáldsins góða. En það hefir enn engan árangur borið. Eins og allir sjá, sem um Lækjargötu fara, og Titið verður á mynd Jónasaf Hall- grímssonar, er stöpull sá, er mynd- in hvílir á, meira og minna nið- urbrotinn og mosavaxinn, og svo hefir len'gi verið. En þetta er með öllu ósamboðið virðingvi þjóðarinn- ar, og minningu skáldsins. Nii vil jeg leyfa mjer að taka. undir með öðrum, sem áður hafa á þetta bent, og mælast fastlega til þess við hina háttvirtu landsstjórn, að hún láti hið fyrsta fraínkvæma allar nauð- synlegar umbætur á stöp>li myndar- innar og hylji þar margra ára skammarlega vanfækslu. Helst ætti myndin að flytjast þaðan sem hún ef, og setjast í skemtigarð borgarinnar suður með tjörninni. Þar ætti, ef vel væri, að byggja undir hana nýjan og miklu veglegri stöpul en hún nú stendur á. Og þar ætti liún að standa ókoin in ár, umvafin blómum landsins, og ræktarsemi þjóðarinnar. Jeg vil ennfremur og í þessn sambandi nota ' tækifærið, og spyrja^ nefnd þá, er fyrir, að mig minnir þrem árum, hóf fjársöfnun meðal þjóðarinnar, til kaupa á standmynd af Hajmesi Hafstein. Hvað hyggur nefndin til fram- kvæmda í þessu efni? Mjer þætti mjög viðeigandi, og eigijilega alveg sjálfsagt, að mynd Hannesar Haf- stein, hins fyrsta íslenska ráð- herj-a, væri komin upp hjer í Rvík, á fögrum og viðeigandi stað, fyr- ir 1930. .Jeg veit að það þætti mörgum, fleirum en mjer,,gainan að heyra svör nefndarinnar. Kjartan Ólafsson. Eins og kunnugt er, eru almenn- ir frídagar hjer í bai, sumardag- urinn fyrsti og 2.. ágúst. En fyrir utan þessa daga er og einn hátíð- isdagur, sem að vísu ekki ér lög- lielgur, en hefir fengið fulla liefð, j>ar er 17. júní, fæðingardagur Jóiis forseta Sigurðssonar. Margir eru á því að löghelga ætti þann dag eiiinig, vegna liinna mörgu ininninga, sem bundnar eru við mesta frelsisskörung íslendinga. Yirðist og dagurinn véra nijög heppilega valinn, að minsta kosti í höfuðstaðnum. Menn eru ekki al- ment farnir úr bænum, í sveit eða síld, og ]>ví auðvelt um sameigin- legán fjölmennan gleoskap. Dagur þjóðernismanna í fram- tíðinni verður altaf 17. júní, og þess vegna má gera ráð fyrir að sá dagur verði lögskipaðnr frídagur. Það er ekkert efamál, að marg- ir frídagar, hver á eftir öðrum, svo að segja, eru bæði þreytandi og liafa ekki tilætluð áhrif. — Kvennadeginum og 17. júní má vel slá saman. Það er ekkert hæg- ara en að safna fje í Landsspí- talasjóðinn þann dag, og efla á all- an hátt nauðsynjamál okkar. ÍSlík- ur dagur á að vera sá sami um alt land. Það hefir áreiðanlega. mest áhrif, og vekur inenn best, til sameiginlegra starfa, í þarfir þjóð- arinnar. Stjettar-hátíðisdagar ná aldrei tökum á þjóðinni. Þess vegna verð- nr og á að lögskipa, dag eins og 17. júní, sem virðist vera mjög vel fallinn til hátíðalialda hjer á landi. Þjóðræknismaður. Jafnaðafrmenn og kommúnistar lenda í áflogum og rifrildi í þýska ríkisþinginu og kasta hrákadöllum hvorir í aðra. Þann 29. ínars síðastliðinn varð sögulegur fundur í þýska ríkisþing i.inu og ekki sem friðsamlegastur. Lauk svo að slíta varð fundi vegna þess að jafnaðarmenn og kommúh- istar lentu í mestu ryskingum. J afnaðarmaðurinn Landsberger var að halda svarræðu gegn árás- um af hálfu kommúnista og sagði þeim óþvegið til syndanna. Brugð- ust kommúnistar mjög reiðir við og hófu árás á ræðustólinn, en jafnaðarmenn skipuðu sjer í hóp kringum flolcksbróður sinn til þess að vernda hann. — Kommúnistar tóku sig þá tii og söfnuðu saman öllhm hrákadÖllum, sem þeir fundu og hófu jivínæst skothríð á Lands- berger. Þeim tókst ekki að hitta hann sjálfan, en margir af hráka- döllunum lentu í ræðustólnum og brotnuðu, en nokkuð af brotununi og innihaldinu steyptist yfir ves- lings skrifarana. Þegar mesta skóthríðin var af staðin, rjeðimt jafnaðarm. fyiktu liði á kommunistana og böhðu þá með hnúum og hnefum. Eru kom- múnistar færri miklu og biðu j>ví lægra hlut. Voru margir þeirra lú- barðir og tveir særðir til muna. Læknir var enginn við stadduV nema einn af þingmönnum jafn- aðarmanna, dr. Moses. Fór hann skömmu seinna inn í nefndarher- bergi kommúnista og bauð hinum særðu aðstoð sína, en hann var tek inn og barinn í hefnda skyni við jafnaoarmenn. U. lyra er hjeðan fimtudaginn 3. mai til Bergen um Fœreyjar og Veitmannaeyjar. Flutningur tllkynniet sem fyrst. Farseðlar sœkist fyr- ir hádegi ð fimtudag. Nic. Bjarnason. Til leigu. 3 herbergi og eldhús til leigu, á góðum stað í Hafnarfi'rði. Upplýsingar í síma 113. H$tt ijömabússmjör A 4 krónur kilóið selt á Rauðará. siml 92. Kartðilnr. Óvenjugóðar danskar kartöflur á 10,50 pokinn. ísl. útsæðiskartöflur ofan af Skaga, Kartöflur af Eyrarbakka í sekkj- um og lausri vigt. Von. Slnlka, sem er vön afgreiðslu getur feng- ið atvinnu nú jiegar eða 1. júní. Skrifleg umsókn sendist fyrir 1. maí. Taka skal fram hvar unnið liefir og hve lengi. Vegna þessa uppl>ots ákvað for- seti þingsins að banna einum kom- múnista, Jadascli, þingsetu j>að sem eftir var fundarins. En hann neitaði að lilýðnast, skipuninni og sat kyr eftir sem áður og var fundinum því slitið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.