Morgunblaðið - 03.05.1928, Side 5
Fimtudagiim 3. maí 1928.
eru af fagmöimum viðurltendir
þeir bestu, sem fáanlegir eru.
Útvarpstæki án Telefunken-
lampa, geta aldrei verið fullkomin.
'Munið að Telefunken er braut-
ryðjandi á sviði útvarpsins.
Umboðsmenn fyrir Telefunken
eru
Hialti ijmsson | Go-
Sími 720.
AU-Bran
á hverjn heimill.
Þeir
kanpmenn og aðrir augrlýsendur, sem sjerstaklega þurfa að aug-
lýsa í sveitum landsins,
anglýsa í ísafold
— Utbreiddasta bl ðði sveitanna. —
Einokunarmálin á Alþingl.
^álítið sýnishorn af hinni llýju stjórnmálastefnu.
I.
Þegar það vitnaðist síðastlið-
sumar, að foringjar Fram-
^knarflokksins hefðu leitað til
^síalista eftir stuðningi eða
^lutleysi við stjórnarmyndun,
^ptust blöð stjórnarinnar um
^ lýsa því yfir, að stuðningur
Jjfesi ætti ekkert að kosta. Birtu
^Öðin yfirlýsingu um þetta frá
^mhandsstjórn Alþýðuflokks-
V og var þar m. a. þetta tekið
V:
..Alþýðuflokkurinn hefir engin
^ilyrði sett fyrir hlutleysi sínu
^ engin áhrif haft á mannaval
, ‘áðuneytið, enda er loforðið um
'^tleysið alls ekki tímabundið".
,1‘að er óneitanlega skemtilegt, |
og nú er komið, að hafa
Ssa yfirlýsingu frá Aljiýðu-
Xknum skjalfesta. — Veslings
^Hdurnir í Framsókn hafa auð-
1*
^nlega óttast, að stjettarbræð-
þeirra úti um bygðir landsins
V!^U óánægðir út af sambandinu
sósíalista. Yfirlýsingin frá
v hýðuflokknum hefir átt að
|^a sem græðandi plástur á
^ar vantrúuðu sálir.
M.^ir, sem kunnugir voru í að-|
íjj ^búðum Framsóknar og só
lstg, vissu vel, að yfirlýsing!
Alþýðuflokksins var markleysa
ein. Sósíalistar myndu fá sitt,
þrátt fyrir yfirlýsinguna.
I’etta kom líka fljótt á daginn.
Stjórnin var ekki fyr sest á
laggirnar, en það sýndi sig mjög
greinilega, að það var flokkur
sósíalista, sem stjórnaði landinu,
en ekki bændaflokkur.
I’etta kom í ljós í ótal fram-
kvæmdum stjórnarinnar, sem nú
eru landskunnar, t. d. lögbrotin í
sambandi við varðskip ríkisins,
bitlingarnir mörgu til ýmissa
gæðinga sósíalista o. s. frv.
Greinilegast kom þetta þó í
ljós eftir að Alþingi var komið
saman. Mátti segja, að sósíalist-
ar rjeðu þar öllu. I>arf ekki ann-
að en minna á Jóns Auðuns-mál-'
ið, stjórnarskrána (hvernig só-
síalistar ráku Framsóknarmenn!
til að fella stjórnarskrárbreyt-1
inguna), skifting Gullbringu- og
Kjósarsýslu í 2 kjördæmi, að ó-
gleymdum öllum einokunarmál-
iinum.
II.
Ujóðnýtingarboðorðið er fyrsta
boðorð sósíalista. Krafa þeirra
er, að afnuminn verði eignar-
rjettur einstaklinga á jörðum og
öllum framleiðslutækjum. Ríkið
sjálft reki alla framleiðslu til
lands og sjávar; ríkið reki alla
útgerð, verslun, iðnað allan og
búskap o. s. frv. Einstaklingarn-
ir mega ekki starfrækja neitc
þesskonar upp á eigin spýtur.
Þeir verða að vera daglauna-
menn ríkisins.
Það er stutt síðan að þjóð-
málastefna sósíalista fluttist
hingað. Hún hefir því ekki kom-
ið á stað neinum stórfeldum bylt-
ingum í þjóðlífinu enn sem kom-
ið er. Það var fyrst á þingi í vet-
ur, að sósíalistar beittu sjer af
alefli fyrir ýmsum stefnumálum.
Einkum voru það einokunarmál-
in, sem þeir ljetu til sín taka.
Skulu hjer nefnd nokkur þessara
stefnumála sósialista, sem borin
voru fram á síðasta þingi.
Síldareinokun (flutnm. Ingvar
Pálmason og Erl. Friðjónsson).
Frá 1. maí ]>. á. skal vera einka-
sala á allri saltaðri og kryddaðri
síld eða verkaði á annan hátt til
útflutnings á íslandi eða í ísl.
landhelgi, og nefnist þessi einka-
sala „Síldareinkasala íslands“.
Stjórn einkasölunnar hefir á
hendi 5 manna nefnd; kýs Al-
þingi 3, einn ;er tilnefndur af
verklýðssambandi Norðurlands
og einn af þeim mönnum, er gera
út á síldveiðar næsta ár á und-
an kosningu. Stjórnarnefndin er
kosin til þriggja ára og á hún
að kjósa 3 framkvæmdarstjóra.
Lög þessi eru þegar komin til
framkvæmda.
Síldarbræðslustöðvar (flutnm.
Erl. Fr. og I. P.). Ríkisstjórn-
inni er heimilt að stofna og
starfrækja (á kostnað ríkissjóðs)
síldarbræðslustöðvar á Norður-
landi og annarsstaðar, þar sem
hentast ]>ykir. Má verja alt að
1 miljón króna úr ríkissjóði til
þessa fyrirtækis, og er heimilt að
taka það fje að láni.
óþarfi er að taka það fram
hjer, að þessu fyrirtæki fylgir
stórkostleg áhætta fyrir ríkissjóð
Stjórnarflokkurinn lagðist allur
á móti ]>ví, að fyrirtækið yrði
rekið á samvinnugrundvelli og
án áhættu fyrir ríkissjóð. Sósí-
alistar kúguðu Framsóknarmenn
í þessu máli, eins og mörgum
öðrum. Lög þessi hafa þegar
öðlast gildi, en nú virðist nokk-
urt hik komið á stjórnina í mál-
inu.
Steinolíueinokunin (flm. Har-
aldur Guðmundsson). Fluttihann
þáltill. í sameinuðu þingi, þar
sem skorað var á stjórnina að
nota heimild 1. nr. 77, 14. nóv.
1917, og taka einkasölu á stein-
olíu.
Eins og kunnugt er, hafa orð-
ið stórkostlegar umbætur á olíu-
versluninni hjer á landi nú und-
anfarið. Hafa umbætur þessar
þegar fært lándsmönnum hagn-
að, í lækkuðu olíuverði, sem nem-
ur hundruðum þúsunda króna.
En einokunaráfergja sósíalista er
svo mikil, að þeir hirða ekkert
um þessa staðreynd. Þeir vilja
eyðileggja ]>ær umbætur, sem
orðið hafa. En sem betur fór,
náði krafa þeirra ekki fram að
ganga á síðasta þingi. — Þál.till.
dagaði uppi.
Tóbakseinokun (flm. Hjeðinn
Valdimarsson). Samkv. frumv.
]>essu átti ríkið að taka einkasölu
á öllu tóbaki frá 1. jan. 1929.
Það vill svo til, að þessi einka-
sala er ekki alveg ókunnug lands
mönnum, því hún var starfrækt
hjer 4 ár (1922—1925). En sú
reynsla, sem fjekst af verslunar-
aðferð þessari, varð ekki þann
veg, að menn hefðu getað vænst
þess, að nokkrum óbrjáluðum
manni kæmi til hugar að endur-
reisa það fyrirtæki aftur. Meðal-
tekjur ríkisins af tóbaki (þ. e.
tolli og einkasölu) þau 4 ár, sem
einkasalan starfaði, urðu krónur
764,510. En tolltekjurnar einar
1926, eftir að verslunin var gef-
in frjáls, urðu kr. 1,137,000, eða
um 370 /nis. kr. hærri en meðál-
tekjur einkasölunnar. Dálaglegur
búhnykkur fyrir ríkið, eða hitt
þó heldur, að fá einokunina end-
urreista!
Frv. Hjeðins varð ekki útrætt
á síðasta ]>ingi, en það nun eíga
að sjást síðar.
Saltfiskseinokun (flm. Har. G.,;
Sigurj. Ól. og H. V.). Samkvæmt
frv. þessu átti ríkisstjórnin að
taka í sínar hendur, frá 1. jan.
1929, einkasölu á „söltuðum og
þurkuðum fiski, sem veiddur er,
hjer við land og verkaður er í
landi eða fluttur er á land og út-
flutningshæfur telst“. — Þetta
frv. sofnaði í nefnd að þessu
sinni, en sósíalistar munu ákveðn
ir í að vekja það upp aftur á
: næsta þingi.
Á burðareinokunin (st j ór nar-
frv.). Ríkisstjórninni er heimilt,
að taka í sínar hendur einkasölu
á tilbúnum áburði frá 1. okt.
1928. Árin 1929, 1930 og 1931
er stjórninni heimilt að greiða úr
rikissjóði flutningskostnað ábui'ð
arins til landsins á þær hafnir,
sem skip Eimskipafjelagsins og
Esja koma á. Áburðinn má að-
eins selja hrepps- og bæjarf jelög-
um, búnaðarfjelögum, samvinnu-
f jelögum bænda og kaupmönnum.
(Stjórnin eða atvmrh. setti sig
j mjög á móti því, að kaupmenn
mættu hafa áburð á boðstólum).
, Álagning má vera 2% (Tr. Þ.
lagði til 5%), og skal áburðurinn
, ætíð greiddur við móttöku.
Tveir bændafrömuðir í íhalds-
flokknum, þeir Jón á Reynistað
og Pjetur Ottesen, sýndu fram
S á, hve vanhugsað þetta mál væri,
eins og það væri flutt af stjórn-
inni. Um 19/20 hlutar alls tilbú-
ins áburðar væri notað í kaup-
• stöðunum og grend við ]>á. Fje,
sem ríkið greiddi, kæmi því ná-
lega eingöngu þeim að notum.
Þessir menn, er besta hefðu að-
stöðu hvað markað og annað
snertir, fengju greiddan allan
flutningskostnað, eða 100%. —
Bændur, er byggju ekki alllangt
frá kaupstöðum, fengju 30-50 %
flutningskostnaðar, en dalabænd-
ur og f jarsveitarmenn aðeins 10-
20%. Þó væri mest nauðsynin á
j að koma áburðinum til þeirra.
■ Hjer væri því framið hróplegt
; misrjetti. Til þess að leiðrjetta
! þetta misrjetti, fluttu ]>eir Jón
j Sig. og P. Ott. víðtækar brtt. við
frv. stjórnarinnar, þar sem þeir
^ bændur, er erfiðasta áttu að-
stöðu, fengu mestan styrk, en
kaupstáðirnir minst. En „bænda-
flokkurinn“ ocj sósíalistar drápu
þessar tillögur, en sam]>. frumv.
stjórnarinnar og nú er ]>að orðið
að lögum!
III.
Á þessu yfirliti, sem hjer var
gefið, m|6 nokkuð sjá* hvert
stefnir. — Stuðningur sósíalista
átti ekkert að kosta, en hann hef-
Diirkopp
saumavjelar, hand-
snúnar og stignar,
fyrirliggjanði.
Uepslunin
Biöin Kristjánsson
]ón Biörnssnn I Go.
barinn.
smjðr, ísl.
og Egg
ný, best í
Iferslunin Framnes
við Framnesveg .
Sími 2266.
Gilletteblöð
ávalt fyrirliggjandi í heildsölu
líilh. Fr. Frimannsson
ir þegar orðið æði dýrkeyptur..
Fyrir þeirra tilverknað hafa ver-
ið samþykt lög, er heimila ríkis-
stjórninni að draga ríkissjóð út
í stórkostleg áhættufyrirtæki, —
(síldarbræðslustöðvarnar). Ein-
hverntíma hefði það þótt merkis-
viðburður, að atvinnumálaráð-
herra „bændaflokks“ greiðir at-
kvæði með því að kasta einni
miljón úr ríkissjóði í síldar--
bræðslustöðvar, en á sama tíma
telur hann það vera „samvisku-
laust ábyrgðarleysi", að fara
fram á að veittar verði 300 þús.
kr. til samgöngubóta í sveitum;
landsins.
„En tímarnir breytast og menn-
imir með“. Fyrir nokkurum
árum hefðu þeir varla orðið
margir, sem trúað hefðu því, þótt
spáð hefði verið, að á því herr-
ans ári 1928 ætti það fyrir full-
trúum bænda á Alþingi að liggja,
að láta teymast á eyrunum af
öfgafullum byltingamönnum úr
flokki sósíalista. En hvað átti
sjer ekki stað á þingi í vetur?
Fyr á tímum var alment álit-
ið, að einn öruggasti vörðurinn
um sjálfstæðismál þjóðarinnar
væru bændur. Þeir myndu aldrei
bregðast skyldu sinni í þessum
málum.
En hvað hefir ekki komið á
daginn nú?
Eftir að sannað er á flokk só-
síalista, að hann er beinlínis gerð-
ur út af dönskum stjórnmála-
flokki, gerast bændur í Fram-
sókn svo aumir, að þeir bindast
stjórnmálaböndum við /> e s s a
menn! Og þeir hafa gert meira.
Þeir hafa selt sósíalistum sjálf-
dæmi í öllu er að stjórn landsins-
lýtur.
Hvað veldur ]>ví, að bændur
telja sig nauðbeygða til að láta
kúgast þannig?