Morgunblaðið - 14.06.1928, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.06.1928, Blaðsíða 5
 Finitudaginn 14. júní 1928. Berklalækningar, mannúð og mannrjettindi. Eftir Magnús Pjetursson, bæjarlæknir. Rjett fyrir lok síðasta marsmán- aðar birtist í öllum blöðum svolát- andi tilkynning frá ríkisstjórninni. „Það' er hjer með tilkynt, að rík- isstjórnin borgar ekki almenna læknishjálp, sem veitt er berkla- sjúklingum í Reykjavík, eftir lok þessa mánaðar öðrum læknum en bæjarlækninum í Reykjavík og lijeraðslækninum þar og ekki skurðlæknishjálp öðrum en pró- íessor Guðmimdi Thoroddsen." Mig furðaði þegar mjög á því, að «11 blöðin, undantekningarlaust, skyldu flytja þessa tilkynningu án þess að gera einhverja athuga- semd við hana. Hefi jeg alt til þessa dags verið að búast við og vonast eftir að eitthvert þeirra ljeti þetta mál til sín taka og hreyfði andmælum gegn þessum nýstárlegu ráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar, en jeg verð' að álíta að hjeðan af sje það útilokað, að úr þeirri átt verði nokkrum mót- mælum hreyft að fyrra bragði. — Vænti jeg þó að þessari þögn blað- anna valdi fremur skilningsleysi á því sem stjórnin er að aðhafast heldur en rjettlætis- og mannúð- arskortur. Jeg get ekki lengur orða bund- ist. Jeg vil að minsta kosti reyna að gera mönnum ljóst hversu mikið ranglæti stjórnin er að koma ai' stað með ofangreindum fyrirmælum. Ranglæti sem í einu brýtur bág við' anda berklavarna- laganna, skerðir sjálfsögð mann- rjettindi og vanrækir mannúðar- skyldur þær sem ríkisstjórnin engu síður en aðrir á að rækja. Fjöldi manna mun nú orðið jækkja berklavarnalögin og vita þeir þá að eitt undirstöðuatriðið, sem átti að styðja mest að' berkla- vörnum með því að gera sjúkling- unum ljúfara og ljettara að leita sjer lækninga í tæka tíð, er manu- úðarandinn er fyrst og fremst lýsir sjer í því að sjúklingarnir skuli engra rjettinda missa þó þeir sjeu efnalega ósjálfbjarga. — Berklavarnalögin reyna alstaðar að forðast það að hinir tilfinn- inganæmu berklasjúklingar álíti sig })urfalinga eða rjettlægri en aðra menn. Og einmitt í þessu efni mörkuðu þessi lög spo*r og eru og verða til fyrirmyndar ef ekki verður kipt fótunum undan þessu höfuðatriði. Jeg skal taka það fram, að jeg á hjer einkum við berklavarnalög- in eins og þau upphaflega voru án þess að líta á j>ær breytingar. sem Alþingi síðan hefir gert, enda hafa þaA' að mestu verið skilningslítið fálm og yfirleitt til hins verra. En þrátt fyrir þetta má þó segja að yfirleitt hafi framkvæmd laganna öll j)essi ár verið samræm mannúðaranda þeirra og sjúkling- arnir verið látnir halda öllum irjettindum eins og aðrir menn og ein af þessum rjettindum voru þau að þeir hafa mátt vera sjálf- ráðir um það hvern læknir þeir notuðu, ef um fleiri lækna var að ræða. En nú er þá svo komið eftir öll þessi ár að fyrsta verulega brotið er framið á anda berkla- varnalaganna. Fyrsta sporið stigið aftur á bak til rjettindamissis sjúklingum og reynt að' misbeita ríkisvaldinu gagnvart efnalega ósjálfbjarga sjúklingum. Því að með þessari tilkynningu sem jeg fyrst nefndi hefir ríkisstjórnin svift berklasjúklinga hjer í Rvík eða j>á sem þangað leita, ef þeir eru efnalega ósjálfstæðir, sem flestir munu vera, þeim rjetti, er þeir hingað til hafa haft, að mega nota hvern þann sjúkrahússlækn- ir. sem þeir sjálfir kusu. Mjer fyrir mitt leyti finst, og jeg býst við að flestir verði mjer sammála, nema ef til vill ríkis- stjórnin, að það sjeu nógu þung örlög- að vera berklaveikur og efnalega. ósjálfbjarga, ]>ó ekki bæt- ist þar á ofan að vera sviftur þeim, rjettindum sem aðrir sjúk- lingar hafa. Að minsta kosti verð- ur það aldrei talið drengskapar- bragð hjá ríkisstjórninni að reyna að knjesetja þá, sem bágt eiga og sýna vald sitt á nauðleitamönn- unum. Það kann að vera að sumum virðist þessi rjettindamissir harla lítilsvirði og óþarfi að fjargviðr- ast út af slíku, enda sje þessum sjúklingum sjeð fyfer jafngóðri læknishjálp eftir sem áður svo þeir þurfi ekki að kvarta. Um hið síð- arnefnda atriðið, mun jeg ekki dæma af vel skiljanlegum ástæð'- ujii, en hitt er víst að sjúklingun- um er j)essi rjettur oft mjög mik- ilsvirði og getur verið J)eim mik- io tilfinningamál. Enda er j>að vit- anlegt að trúin og fraustið á lækninum er oft ekki all-lítið hjálparmeðal til bata eins og líka hitt getur tafið fyrir bata ef sjúk- liugurinn er óánægður með læknir sinn, j)ó læknirinn eigi enga sök á því. Annars þarf jeg víst ekki að fjölyrða um j)etta atriði það tekur svo til hvers einstaklings og get jeg því látið mjer nægja að biðja hvern mann og ríkisstjórnina líka að líta í sinn eigin barm og vita hvort jæir komist ekki að þeirri niðurstöðu að þeim þyki talsvert mikilsvarðandi að vera sjálfráðig um hvers læknis þeir leita, ef sjúkdóm ber að höndum. Nú munu menn spyrja: Hvaða ástæður hefir stjórnin til þess að stíga þetta víxlspot á mannúðar- brautinni? Það mætti ætla að þær ástæður væru veigamiklar. Ef stjórnin sjálf ætti að svara, ])á veit jeg að hún segist gera það a.f 5,sparnaðarástæðum‘ ‘, og lætur þar með fylgja að kostnaður vegna berklavarnalaganna sje orð- inn svo gífurlegur að fylsti spaírn- aður sje nauðsynlegur. En þegar svo mikið stefnumál er annars- vegar |)á geri jeg ráð fyrir því að fleiri hugsi svo en jeg að mjög mikið fje þurfi að sparast til þess að hægt sje að færa snefil af á- stæðu fyrir þessu gerræði við sjúk- bngana. Er þá á j)að að líta hversu mikið fje muni sparast. Því miður get jeg ekki svarað því svo að örugt sje að ekki skakki nokkru og er það þá fyrst og fremst af þeirri ástæðu að j>rátt fyrir ítrekaðair tilraunir í aJlan vetur til þess að fá upplýsingar hjá stjórnarráðinu er að jmssu at-! r riði lúta þá hefir }>að ekki tekist. ] Eu frá öðrum stöðum hefi jeg þó ! getað fengið svo mikla vitneskju J um fjárhagshlið j>essa máls að' jeg þykist nokkurn veginn geta giskað á sparnað þann sem þessi fyrirmæli munu hafa í för með sjer. Reiknast mjer svo að sparast muni ajt að 1500 krónur á árL Jeg liirði ekki að svo stöddu að nefna j>ær tölur, sem þetta álit mitt byggist á, en mun fara ná- kvæmar út í þessar sakir, ef ]>etta verður vefengt með nokkír- um rökum. Auðvitað eru 1500 kr. nokkur fjárupphæð, en ef á það er litið að allur kostnaður við berklavarnir og berklalækn- ingar mun vera upp undir 600 þúsund krónur, þá fer spamað- urinn að verða nokkuð lítilfjör- legur og satt að segja hlægi- legur. — Þó upphæðin sje lítil þá mætti samt telja þessa viðleitni stjórnarinnar virðingarverða, ef hún væri meinlaus. En þegar hún brýtur bág við þá stefnu sem fast hefir ve*rið haldið fram nú á síð- ari árum og fast verður að halda fram að sjúklingar missi engin rjettindi þó fátækir sjeu, þá verð- ur þessi sparnaður sorglegur vott- ur um afturhald og þtöngsýni. Mjer finst því engin furða þó jeg og þeir sem líkt líta á þetta mál freistist til þess að gera stjórninni getsakir um að' aðrar ástæður hljóti að liggja bak við en s])arnaðarástæður. Jeg hefi hjer að framan ein- göngu minst á þá hlið }>essa. máls,! sem að sjúklingunum veit. En til ’ eru fleiri hliðar á þessu máli, og þá j næst sú, sem að lækniuum veit.Það ! er augljóst að svo getur farið og j væri að líkindum að þeir læknar, sem stundað hafa áður marga af ^ berklasjúklingum ríkisins og ríkið I nú vill reyna að svifta þeim rjetti: með því að neita að greiða læknis- hjálpina, að þeir bíði mikinn álits- hnekki bæði utan lands og innan. Ekki get jeg um }>að dæmt livort sá er tilgangur heilbrigðis- stjórnarinnar, en mjög kæmi slíkt ómaklega niður og einkar óviðeig- andi, svo jeg ekki noti stærri orð, }>ar sem mest eiga hlut að máli þeir tveir læknar bæjarins, sem heilbrigðisstjórnin mjög nýlega hefir leitað til um aðstoð við verk- lega kenslu læknanemanna. Þessir læknar hlytu þá eða hljóta að hafa ge*rt eitthvað meira en lítið' fyrir sjer að stjórnin skuli gera tilraun til að sviftja þá sjúkling- um og áliti. Nú þykist jeg þess fullviss að þeir hafi ekki gert neitt fyrir sjer og verður mjer þá á að spyrja eins og jeg hefi verið spurður: Ber stjómin nokkurn sjerstakan óvildarhug til þessara manna og getur það verið að „persónupólitík" blandist hjer saman við beinhörð stefnumál? Jeg set þetta hjer fram blátt áfram án þess að fara frekar út í þessar sakir að svo stöddu. En mjef finst fyllilega rjett að stjórn- in fái Wreinskilnislega að vita hvað mjer og öðrum hefir flogið' í húg út af þessum óskiljanlegu ráðstöfunum, ekki síst þeim, sem kunnugir eru gangi málsins nú upp á síðkastið. Það mætti skrifa langt mál um fyrirmæli þessi og afleiðingar þeirra, en það er ekki tilgangur minn að svo komnu? heldur vildi jeg aðeins opna augu manna fyrir ]:vi hvað lijer er að gera'st, og vildi jeg helst af öllu óska að rík-yreyna isstjórnin }>egar í stað viðurkendi að hún hefði lijer gengið of langt og færði alt í sama horfið aftur. En ef svo verður ekki, þá verður almenningur að vera á vefði og: j>á ekki síst þingmennirnir og: að koma í veg fyrir að< haldið verði enn lengra aftur- á bak í þá átt að kúga styrkþurfa. sjúklinga og gera þeim lífið dapr- ara og ömurlegra. — Ofsókuarœðið 0 gegn pólitiskum andstteðingum i opinberum trúnaðarstóðum. Peningalystarleysi — bitlingar og ný embætti. I. Eftir að núverandi stjóm var setst við stýrið, fór fljótt að brydda á því, að hún vildi ekki aðra í; opinberar trúnaðarstöður en trygga pólitíska flokksmenn. Þeg- ar velja. átti menn í slíkar stöð- ur, var ekki spurt um hæfileik- aoa til þess að gegna stöðunni,1 heldur um pólitískax skoðanir manna. Sá sem trúði á Tíma- og sósíalistaklíkuna, sem stjóraar þessu landi, var fullfær í hvaðas stöðu sem í boði var. En væri | nokkur veila á trú hans var hann „óalandi og óferjandi“ til hvers sem var. Stjórnin var ekki fyr setst á ■ laggirnar en það kom í Ijós, að hún fór að búa til alskonar bitl- inga handa gæðingum sínum. — Þannig skipaði hún einn foringja sósíalista til þess að rannsaka hjá embættismönnum. — Þrjá menn I (einn sósíalista og 2 Framsóknar- menn) skipaði hún í spamaðar- eða ríkisgjaldanefndina svo- nofndu. Kostar nefnd þessi að sjálfsögðu mörg þúsund krónur, því upplýst er, að hver nefndar- maður fær kr. 17.28 á dag. Var farið fram á 5000 kr. fjárveit- ingu á fjáraukalögunum fyrir ár- ið 1927 handa nefndinni, en sú upphæð á eftir að aukast stórum ennþá. Verk ríkisgjaldanefndar var mjög auðvelt að vinna á skrifstofum stjórnarráðsins, án nokkurs verulegs aukakostnaðar. Næsta skref stjórnarinnar var að stofna mörg ný embætti, sem hún gat deilt xit á meðal gæðinga sinna. Þannig stofnaði hún 8 rík- islöggæslumenn og dreifði þeim út um landið. Embættismanna- fjölgun }>essi kostar ríkissjóð um 30 J>ús. kr. á ári. Ýms fleiri ný embæt.ti eða bitl- ingar liggja eftir stjómina. Þann- ig fjekk hún Björn frá Dverga- steini, með 400 kr. laun á mán- uði, til þess að grúska í áfengis- lyfseðlum. Hefir klerkur gefið út nokkrar skýrslur um starf sitt og kostar sú útgáfa aukreitis marg- ar þús. kr. Þá hefir stjórnin ný- verið búið til nýtt hálaunað em- bætti handa Ólafi Thorlaciusi lækni í Búlandsnesi. Á hann að hafa eftirlit með framkvæmd berklavarnalaganna. Sonur lækn- isins, Sigurður, hafði föst laun hjer í vetur, 150 kr. á mánuði; enginn veit fyrir hvað. Og nú er þessi efnilegi unglingur farinn út í lönd, til þess að nema ilmvatna- gerð. Fjekk hann að sögn ríflegan styrk úr ríkissjóði til fararinnar. Fullyrt er að stjómin hafi áður verið búin að greiða Helga, syni Lárusar alþm. á Klaustri, ríflega fúlgu til utanfarar; en um er- indi hans veit enginnt II. Þrátt fyrir öll þe6si nýju em- bætti og bitlingana mörgu, j>urfti stjómin enn rneira til þess að géta rjett sem flestum sinna gæð- inga einhvern bita. Var þá það ráð tekið, að bola burt úr trún- aðarstöðum pólitískum andstæð- ingum, þar sem því varð við kom- ið. Hendi næst var áfengisverslun ríkisins. Var þar úr miklu að moða. Snemma s. 1. vetur fyrirskipar stjórnin, að sagt skuli upp öllura starfsmönnum áfengisverslunar- innar, bæði þeim er imnu við að- alskrifstofuna hjer í Reykjavík og birgðasöluna, svo og öllum starfsmönnum við útsölurnar út um land. Með þessari röggsemi gat stjórnin fengið um 20 nýjar- stöður til ráðstöfunar. Afráðið mun vera að láta Guð- brand Magnússon, kaupfjelags- stjóra í Hallgeirsey fá forstjóra- stöðu áfengisverslunarinnar. Mun eiga að búa til tvær til þrjár stöð- ur úr því starfi er núverandi for- stjóri hefir. Guðbrandur á að fá um 10 þús. kr. árslaun, og að- stoðarmennirnir (lyfjafræðingur o. fl.) eitthvað svipað. Helgi Lár- ursson frá Klaustri kvað eiga að vera Guðbrandi til aðstoðar. Rang ' æingar og Skaftfellingar þekkja verslunarhæfileika Gnðbrands og Ilelga, því þeir hafa starfað við kaupfjelögin þar eystra. Þótt ein- hver kynni að efast um hæfileika þeirra á þessu sviði, efast víst eng- inn um hitt, að þeir eru dyggir ]>jónar Tímaklíkunnar. f 9. gr. reglugerðar frá 18. júlí 1922, um sölu og veitingar vína,. er ákveðið að bæjarstjórnir geri tillögur um hverjum skuli faliA leyfi til veitinga. Þeir útsölumenn, sem haft hafa þessi störf með höndum, voru skipaðir samkv. til- lögum lilutaðeigandi bæjarstjórn- ar. Dómsmálaráðherrann núverandi skipaði svo fyrir s. I. vetur, að öllum útsölumönnum utan Reykja- víkur (nema á Akureyri), skyldi sagt upp. Og nú hefir hann valið nýja menn í þessar stöðui-. Ekki samkvæmt tillögum hlutaðeigandi bæjarstjórnar, því þær hafa ekki verið spurðar ráða; heldur hefir ráðherrann farið landshomanna á milli og leitað að pólitískum vika- piltum til þess að setja í þessar stöður. Þannig ljet hann afdankaðan: kaupfjelagsstjóra austan úr Mýr- dal, Bjaraa Kjartansson, taka við útsölunni á Siglufirði af Helga Hafliðasyni, kaupmanni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.