Morgunblaðið - 14.06.1928, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Flugferðin mikla.
Barnasaga með 128 mynðum eftir S. Th. Rotman.
1. Van Emmen átti ákafiega ann-
ríkt. öllum stundum var hann uppi í
loftherbergi sínu og leyfði engum að
koma til sín. Hann reykti tóbak upp
úr heilli dós á hverju kvöldi og drakk
eitthvað þrjá potta af kaffi til þess að
halda sjer vakandi. Á borðinu hjá hon-
um lágu í hrönnum bækur, reglustik-
ur, blýantar og vinklar og Emmen
keptist við að teikna, eins og hann
ætti lífið að leysa.
5. Hann kallaði á konu sína. „í
næstu viku leggjum við á stað í flug-
ferð umhverfis hnöttinn!“ hrópaði
hann. „Það eru hjer þrjú sæti, sitt
handa hverju okkar.“ En frú Emmen
svaraði: „Aldrei að eilífu skaltu fá
mig til að stíga fæti upp í þennan
skolla! Aldrei! Það er af og frá‘!‘ —
„Jæja,“ mælti Emmen, „þá látum við
Tomma bjóða leikbróður sínum að fara
2. Hvað var á seiði? Jú, Emmen
hafði gerst hugvitsmaður! „Lítið á!“
sagði hann. „Þarna eru Zeppelinar
(loftför) og þarna eru flugvjelar. Jeg
ætla að sameina þetta hvort tveggja
og búa til nýja tegund flugvjela, nokk-
urskonar „flugbelg“.“ — Þegar hann
hafði starfað að þessu í nokkrar vik-
ur, bar hann heim mikið af timbri og
tók til smíða úti í garði sínum.
með okkur.“ Um leið og Tommi heýrði
þetta, þaut hann á stað. „Pjetur!“
kallaði hann í leikbróður sinn. „Við
eigum að fá að fljúga!“
6. Til allrar hamingju fjekk Pjet-
ur leyfi til þess að fara. Emmen kom
með flugbúninga handa þeim öllum,
og þrjá stóra böggla af nesti. Ýmis-
konar annar farangur var látinn í
3. Eftir hálfs mánaðar starf var
flugbelgurinn tilbúinn. Það voru komn-
ir á hann vængir, rafljós, loftskeyti,
akkeri og alt, sem þurfa þótti. Undir
honum voru gormfætur til þess að taka
af hnykkinn, þegar flugbelgurinn sett-
ist. Emmen skírði hann „Pegasus“, í
höfuðið á skáldafáknum, og mynd var
tekin af honum og birtist í öllum blöð-
um landsins.
geymsluklefann í Pegasus. Og svo var
skilnaðarstundin komin. Þeir kvöddu
vini sína með tárum og fögrum fyrir-
bænum.
7. Pegasus sveiflaði sjer þegar út
fyrir þorpið, og allir íbúarnir hlupu út
á götu til þess að horfa á eftir hon-
um. En Tommi og Pjetur voru alveg
hissa á þvi, sem þeir sáu. Húsin í þorp-
inu sýndust eins og brúðuhús og fólkið
E
4. Svo rann upp sá sögulegi dag-
ur, er Pegasus átti að reyna. Emmen
setti langa gasslöngu úr gashananum
í eldhúsinu og út í belginn og fylti
hann þannig af gasi. Svo settist Em-
men makindalega við stýrið og eftir
nokkur handtök hóf Pegasus sig til
flugs! Þegar Emmen settist aftur, þá,
grjet hann af gleði.
á götunum var eins og skríðandi.
kóngulær.
8. Þeir sveimuðu nokkrum sinnum
yfir þorpið og svo lögðu þeir á stað
út í víða veröld. Tommi sat aftan við
pabba sinn. „Hvert eigum við nú að
halda fyrst?“ mælti hann. „Vertu ekki
svona spurull, strákur! Þú færð nú
bráðum að sjá það,“ svaraði pabbi
hans.
n leynistigum.
— Já, hann hefir beðið mig að
koma, mælti Grabriella, og sagt
að jeg gæti hjálpað sjer, aðeins
með því móti. En ef jeg segði
þjer hvemig á því stendur, þá
mundir þú ekki' trúa mje*r, en
reyna að telja mjer hughvarf með
það að fara, þótt jeg sje einráð-
in í því.
— Jír því að þú erí einráðin í
að fara, þá mun það hafa litla
þýðingu þótt jeg reyni að telja
þjer hughvarf. Segðu mjer alt
eins og er.
— Jæja þá! Páll segir það, og
jeg veit að það e*r satt, að allir
embættismenn Rússa sje gjörspilt-
ir. Hverjum einasta embættis-
manni, þeim hæsta jafnt sem þeim
lægsta, er hægt að múta.
— Því trúi jeg vel. En hvað
kemur það þessu máli viðf
— Hlustaðu nú á. Þegar allir
heilvita menn sáu það, að Keren-
sky mundi ekki fá reist rönd við
gagnbyltingunni. sá Cyril fljótt,
að engin verðmæti voru örugg í
vörslum rússnesku bankanna. Víð
áttum alt okkar f je, skartgripi og
verðbrjef í banka í Pjetursborg.
Cyril Ijet flytja það alt á annan
öruggari stað og nær heimili okk-
ar í Kursk. Og svo---------
— Sagði hinn alvitri Páll þjer
líka frá þessu? spurði Litta.
— Nei, þetta vissi jeg alt. í
seinasta brjefinu, sem jeg fekk
frá Cyril, skýrði hann mjer frá
því, hvar hann hefði geymt verð-
mæti okkar og skartgripi.
— Dettur þjer í hug, að þú get-
ir farið til Rússlands, fengið auð-
æfi þín afhent, keypt manni þín-
um frelsi fyrir þau og þið sleppið
svo bæði út úr Rússlandi 1 Er
þjer alvara að ætla að þú getir
þetta alein, eða þekkirðu nokk-
urn, sem getur hjálpað þjer?
— Nei, mælti Gabriella rólega.
Jeg þekki ekki neinn, sem vildi
gera neitt fyrir mig. Jeg fer
þangað alein.
— Þú getur það ekki! mælti
Litta.
— Jú, jeg fer bráðum, svaraði
Gabriella. Ifúu var þrákelkin eins
og blíðlynda'r konur eru oft.
— Hvenær?
— Undir eins og jeg hefi feng-
ið vegabrjef.
— Hver útvegar þjer vegabrjeff
— Páll gerir það. Hann á marga
vini í Lundúnum.
— Já slíkir menn eiga altaf
vini.
— Hvað áttu við með slíkum
mönnumf
— Rússa, bolsa, Þjóðverja, út-
lenda snata alskonar. Þeir eiga
altaf bækistöð sína í London að
mjer finst.
— Það er heppilegt fyrir mig,
mælti Gabriella og brosti, því að
fyrst verð jeg að fara til Eng-
lands. Jeg- þarf að lúka þar ýms-
um erindum áður en jeg fer til
Rússlands. Jeg þarf að' leigjaíbúð-
ina mína og svo þarf jeg að ná
mjer í ferðaföt.
— Já, jeg sje að þú hefir gert
áætlun um alt, mælti Litta. Hve-
nær ferðu hjeðanf
— ífvrramálið. Jeg hefði farið
í dag ef jeg hefði ekki þurft að
kveðja þig.
— Jeg vildi að jeg gæti farið
með þjer.
— Það nær ekki neinni átt.
Pyrst og fremst vil jeg ekki hafa
þig með og í öðru lagi mun sir
Philip elcki vilja sleppa þjer.
— Jeg mundi alls ekki spyrja
hann leyfis, mælti Litta og varð
dálítið byrst í máli. Því fer nú
betur, að sambúð okkar er svo,
að jeg þarf ekki að spyrja hann
leyfis. Og kostnaðinn get jeg
greitt sjálf.
Hún var orðin rjóð í kinnum
og eldúi- brann úr augum hennar.
— Jú, þetta veit jeg, mælti
Bobrinsky prinsessa, en svo er
eitt: Þii mundir ekki geta fengið
vegabrjef til Rússlands nema því
aðeins að fjöldi manna gangist x
það. En mjer er um að gera að
sem fæstir viti um ferðalag mitt.
Það hefir mikla þýðingu fyrir
Cyril.
-— Ætlar þessi almáttugi Páll
að útvega þjer vegabrjef án þess
aðrir viti af.
— Já, sá sem gefur út vega-
brjefin er vinur lians.
Og ferðu svo til Kursk ?
— Já, jeg fer rakleitt þangað
til að sækja peningana og gim-
steinana og svo sjáum við til hvað-
jeg get gert fyrir Cyril.
— Er þjer þá alvara að fara al-
ein út í þessa hættuför?
— Þú mátt gjarna kalla það
hœttuför} en enginn mundi vilja
fara með mjer, þótt jeg vildi
hafa þjón með mjer.
— Nei, jeg á enga ættingja,.
sem kæra sig neitt um mig. Por-
eldrar mínir eru dánir. Þau voru
ekki rík og jeg á aðeins lítið rentu
fje til að lifa af. Cyril var auðug-
ur og meðan hann lifði höfðu
ættingjar hans mig í hávegum.
Þeir töldu mig á það, að veTa kyr
í Englandi þegar hann fór til
Rússlaixds til að fara í stríðið. Mig
langaði mest til þess að fara með
honum, en vesalings Alec litli var
þá veikur, svo að jeg þorði ekki
að skilja hann eftir og ekki þorði
jeg heldur að ferðast með hann.
Jeg varð því eftir. Svo dó Alec
og jeg hjelt að maður minn værí