Morgunblaðið - 24.07.1928, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.07.1928, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ + Valtyr Guðmunðsson prófessor. F. 11. mars 1860. -- D, 22. júlí 1928- Sjötíu ár er ekki langur tími tal- inn í lífi þjóða. En þegar við Is- lendingar rennum augunum yfir síðastliðin 70 ár, þá er sem við fáum yfirlit yfir ekki einasta eitt lieldur mörg tímabil í sögu vorri, svo örar, svo gagngerðar hafa breytingarnar orðið á þessum ár- um. *— Æfisögur fárra manna bera jafn glöggan vott um breytingar und- anfarinna 70 ára, eins og æfisaga <lr. Valtýs Guðmundssonar, er ljest '68 ára að aldri á sunnudaginn var S Espergærde á Sjálandi. f mörg ár var hann mest umtal- aði maðurinn í íslenskum stjórn- málum, áhrifamesti, og sá sem inestum breytingum kom af stað. Um hann stóð styr, um hann skiftust flokkar, hann var lofaður ug skammaður, honum var fylgt sem foringja og hann var skoð- aður sem skæðastur andstæðingur. En öll sú deiJa, öll sú barátta, sem hann átti í, og hún var marg- þætt, því hann kom víða við, er nú ahnenningsvitundinni gleymd. Því tímarnir, hugsunarhátturinn, um- hverfið, lífsskilyrðin, alt hefir breyst hjer síðan. En fyrir þeim, sem þektu Valtý Guðmundsson persónulega, og fyr- ir þeim, sem læra að þekkja starf 'hans, þegar sagan hefir máð af því alla flokksóvild, þegar menn ’þekkja hugsjónamanninn, starfs- manninn, áhugamanninn, verður endurminningin um hann björt. 1 sögu íslands stendur hann sem «inn hinn hugsjónaríkasti og bjartsýnasti vormaður íslands um síðastliðin aldamót. Valtýr Guðmundsson var fædd- ur að Árbakka á Skagaströnd þ. 11. mars 1860. Poreldrar hans voru Guðmundur /Einarsson sýsluskrif- ari og Valdís Guðmundsdóttir. — Faðir hans dó þegar hann var 4 ára gamall. Móðir hans giftist síðar og hann ólst upp að miklú leyti meðal vandalausra. En þegar hann stálpaðist var hann nokkur ár hjá móður sinni og stjúpa. Kornungur, innan við fermingu, tók hann þokudag einn þá ákvörð- un, er markaði allan lífsferil hans síðan. Hann var þá smaladrengur hjá stjúpa sínum í Heiðarseli í Gönguskörðum. Hann strauk vest- ur yfir fjöll til fjárhaldsmanns síns á Holtastöðum í Langadal. Hann hafði fengið lítilsháttar arf eftir föður sinn en sá arfur eyddist að mestu á uppvaxtarár- um Jians. Þó var eftir óselt kot eitt í Norðurárdal. Er vestur kom að Holtastöðum vildi hann afla sjer mentunar og brjótast í því að komast í skóla. En við það var ekki komandi fyrri en hann fjekk /aldur til að ráða sjer sjálfur. — Þá tók hann að nokkru leyti ráðin af fjárhaldsmanninum, á- kvað að selja kotið fyrir 1200 kr. Og með þann sjóð gekk hann út á mentaveginn, vinfár, einstæður unglingur. Hin fulla vissa um, að hann ætti engan að, hann yrði að berjast áfram einn, örfaði kjark hans og viljaþrek. Á skólaárunum vann hann við kenslu. Stúdent 1883. Er til Hafn- ar kom, fleytti hann sjer fram á Garðstyrknum einum. Þá svalt hann stundum. En slíkt var og daglegt brauð í bernsku, svo hon- um brá ekki við, að því er hann sjálfur sagði. Yann hann þau árin sem áður með óþreytandi elju. — Var honum augljós nauðsyn að ná prófi áður en Garðstyrkur þraut. Og honum tókst það betur en til þurfti, því meistaraprófi lauk hann eftir 3^2 ár, í Norðurlanda- málum. Jafnframt því sem hann las und- ir meistarapróf, undirbjó hann doktorsritgerð sína, um húsagerð' á söguöldinni, er. hann hlaut dokt- orsnafnbót fyrir við Hafnarhá- skóla í ársbyrjun 1889, 5% ári eftir að hann kom til Hafnar.. Árið' eftir fjekk hann konungs- veitingu fyrir dósentsembætti við Hafnarháskóla í sögu íslands og bókmentum. Þá stóð hann á þrítugu. Þetta hafði hann klofið einn og óstudd- ur, nema hvað hinn litli arfur hjálpaði honum af stað. Meiri var sá arfur, er hann átti 'í huga sjer, óbilandi trú á mátt og megin, óslökkvandi löngun til framkvæmda. Næstu árin vann hann af kappi við vísindaiðltanir. Þá var það áform hans að semja menningar- sögu íslands alt frá því landið bygðist og fram til síðustu daga. Safnaði hann feiknamiklum drög- um að þessu, og ætlaðist til, að þetta yrði sitt mesta verk. Á þeim árum ferðaðist hann með ríkis- styrk um Skotland, írland, Eng- land og Frakkland, í því skyni að kynnast eldri og yngri menningar- sögu þessara þjóða. En er frá leið fann hann eigi þann fögnuð og ánægju við verkið, er hann átti sjer von. Hugur hans beindist til fram- tíðarinnar. Honum fanst forn- fræðagrúsk fánýtt borið saman við það, að vinna að framförum lands- ins. Rannsóbnir hans á menningu vorri leiddu honum skýrar en áð- ur fyrir sjónir, hve kyrstaðan var hjer afskapleg. Og hann fyltist brennandi áhuga á því, að lyfta þjóð sinni til vegs og virðingar. Osjálfrátt tók hann samlíkingar úr eigin lífi. Fyrir fáum árum hafði hann flakkað um fjöll, sem fátækur, klæðlítill smali. — Nú hafði hann hlotið virðingar- og trúnaðarstöðu við erlendan há- skóla. Eins gat hin yfirgefna sofandi, fátæka þjóð, úti í hafi, vaknað' til dáða, vegs og virðingar, eflst að menningu, andlegri sem verklegri. Með eldfjöri kastaði hann sjer út í stjórnmálin, og var kos- inn á þing fyrir Vestmannaeyjar 1894. Næsta ár stofnaði hann tíma- ritið Eimreiðina. Eins og högum þjóðarinnar þá var komið hafði hann að mörgu leyti ákjósanlega aðstöðu til þess að "vera boðberi nýrra tíma, um- bótamaður á sviði stjórnmála. Bú- settur ytra hafði hann margfalt betri tök á því en aðrir þingmenn, að fylgjast með í heiminum, fá nýjar hugmyndir, finna nýjar framfaratillögur. Menn, sem sátu hjer á íslandi að staðaldri fyrir 30—35 árum, áttu sífelt á hættu að „forpokast“ og dofna. En hann gat notið þess að vera úti í hring- iðunni, nema rjett á meðan hann sat á þingi. Varð þetta og fylgis- mönnum hans ákaflega mikill styrkur. Tímarit hans Eimreiðin var í upphafi með alveg sjerkennilegum blæ. Svo sýnist mönnum ekki nú, önnur tímarit íslensk hafa tekið hana sjer til fyrirmyndar. Nafnið eitt ber vott um einn hinn sterk- asta þáttinn í lyndiseinkennum stofnandans. Hann var járnbrautarmaður. Og fyrst hann á annað' borð trúði því, og var sannfærður um, að þá fyrst væri atvinnuvegum landsmanna borgið, eri við fengjum öruggar, greiðar samgöngur um landið, þá átti alt hans ritstjórnarstarf að skipast undir það eina merki. Þeir' voru mjög samrýmdir alla tíð Þorsteinn Erlingsson og dr. Valtýr. Og Þorsteinn orti í fyrsta hefti Eimreiðarinnar hið' gullfal- lega kvæði sitt „Brautin“. „En ef að við reyndum að brjótas það beint þó brekkurnar verði þar hærri. Vort ferðalag gengur svo grátlega seint o. s. frv. Þessi var stefnan, markið, að brjótast beint, yfir torfærur sem áður þóttu ófærar með öllu. Fræg er deilan um símann. Valtýr vildi eigi sæsíma Mikla norræna, heldur loftskeyti til landsins. Á 20 ára afmæli síma- ans felckst fyrst, ef svo mætti segja, opinber viðurkenning á því að hann hafði á rjettu að standa, auk þess sem reynslan hefir sann- að okkur það — og á ef til vill eftir að gera það betur. Og nú á allra síðustu árum er sú hugmynd hans að koma til framkvæmda, að nota jarðhitann til upphitunar. Lengi mætti telja þau framfara- mál, er hann hefir haft afskifti af og hrint áleiðis, meðan hann var á þingi, og meðan hann var ritstjóri. En meðan hann ljet sem mest til sín taka, hætti mönnum við því að láta slík mál sitja á hakanum fyrir stóra málinu — sambandinu við Dani. Andstæðingar hans spöruðu vit- anlega eigi að gera honum hinar tortryggilegustu getsakir í því máli. En hans siður var, að láta þær sem vind um eyrun þjóta. Andstaðan kom fyrst og fremst frá . kyrstöðumönunum, mönnum sem þoldu ekki að heyra nefnda miljón á Alþingi, því þá sundlaði við að hugsa um svo háar upphæð- ir. Og þegar þeir sendu honum getsakir og dylgjutón í blöðúnum, þá hló hann oft við lesturinn, og var alveg undrandi yfir því, hve mennirnir gætu farið villur vegar. Menn undruðust oft rósemi hans í því efni. En við nánari athugun var hún skiljanleg. Honum var það ekkr aðalatriði hvernig stjórn- málasambandi voru við Dani var hagað, heldur hitt, að hjer gæti komist á þær framfarir, á verklegu og andlegu sviði, sem hann var sannfræður um, að hjer ættu heima, hjer væru nauðsynlegar. Hann vildi binda enda á deiluna við' Dani, með þeim hætti er hann teldi viðunandi í svip, því hann sá, að sú deila blátt áfram dró huga manna og krafta frá öðrum verkefnum, er honum voru hjart- fólgin vegna þjóðarinnar. Hann var maður fullkomlega sjálfstæður — og þurfti fyrir sitt leyti ekkert hingað að sækja, til þess að kom- ast áfram, hvorki í áliti nje efna- lega. Það var því augljóst, að þátttaka hans í íslenskum stjórn- málum var sprottin af ást hans og áhuga fyrir íslenskum fram- förum. En í einu skjátlaðist honum’sem stjórnmálamanni. Hann varaði sig ekki á því, fyr en of seint, að það sama sem var honum til gagns um aldamótin, var íslensk- um stjórnmálamanni orðin torfæra eftir nokkur ár. Áður var búseta erlendis til góðs, En þegar við ís- lendingar fengum daglegt sam- band við umheiminn með símanum varð alt líf hjer örara, umbreyt- ingar hraðari en áður, og utan- landsvera ísl. stjórnmála manns að staðaldri kom honum eigi að haldi. Hann misti smátt og smátt nauðsynlega viðkynningu við þjóð- lífið í hinni breyttu mynd, en varð þess ekki var fyrri en um seinan. Sagan geymir verk hans, hvatn- ingarorð hans til íslenskrar æsku, brautryðjandans bjartsýna er taldi í menn hug, kjark, og gaf mörg- um aukna og margfalda trú á framtíðar möguleika landsins. Og þegar litið er á þann megin þátt í æfistarfi hans • gleymast hnjóðsyrði þau er hann fjekk á lífsleiðinni, frá þeim er fengu of- birtu í augun af bjartsýni hans, og frá þeim er tileinka vildu sjer framfarir þær er hann hafði rutt braut. Og þá verður lítið úr hrakyrð- um þeim, er þröngsýnar smásálir hreyttu til hans á banasænginni. Dr. Valtýr Guðmundsson var kosinn alþingismaður fyrir Yest- mannaeyjar 1894-1901, fyrir Gull- bringu- og Kjósarsýslu 1903—’09, fyrir Seyðisfjörð 1911—4914. Var kosinn í stjórn Bókmenta- fjelagsins 1885 og var í stjórn þess í 20 ár, kjörinn heiðursfjelagi 1926. — Kennari var hann við „Borgerdydsskolen“ í Kristjáns- höfn 1887—94. Var í stjórn hins kgl. norræna Fornfræðafjelags frá því 1892. Hann var kallaður til Ameríku 1896, til að rannsaka svo nefndar Vínlandsrústir í útjaðri Boston. Vann að því í sex vikur, en ferðaðist síðan um íslandsbygð- ir vestra. Þ. 18. ágúst 1889 kvæntist hann Önnu Jóhannesdóttur, Jóhannes- ar sýslumanns Guðmundssonar. Hún dó árið 1903, var hann ekkju- maður síðan. Ráðskona hans Marie Dalsgaard, sem mörgum íslending- um er að góðu kunn,hafði’ verið á heinlili þeirra hjóna alla tíð. Varð hún síðan stoð og stytta hans í langvarandi veikindum og alt fram á banastund. Er hann eltist sóttu á hann ýmsir kvillar, og síðast í fyrra blöðrusjúkdómur er dróg hann til dauða eftir langá og erfiða legu. Hafði hann fyrir nokkru verið fluttur frá Höfn til Espergærde, til þess að njóta betur sumarveðr- áttu til hressingar. En þar beið dauðinn haUs. í mörg ár var heimili hans í Kaupmannahöfn samkomhstaður íslenskra námsmanna og annara fslendinga er þar dvöldu. Var gestrisni hans viðbrugðið, alúð hans og greiðvikni við gesti og gangandi. Fjölmargir íslendingar áttu þar athvarf og fengu þar þær leiðbeiningar og aðstoð, sem þeim kom að gagni, bæði fyrr og síðar. Qengíð. Sterlingspnud . 22,15 Danskar krónur . 121.77 Norskar krónur . 121.77 Sænskar krónur . 122.01 Dollar . . 4,55% Frankar . 17.96 Gyllini . . 183.57 Mörk .. . 108.80 Til Strandarkirkju frá ónefndri konu 5 kr., Sjúklingi í Vestmanna- eyjum 4 kr., Ónefndum 20 kr., E. G. 5 kr., K. B. 20 kr. AIt Það> sem eftir er af 1« Sunarkðpon oo Orögtum verður selt með afar- miklum afslætti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.