Morgunblaðið - 27.07.1928, Blaðsíða 2
2 -
MORGUNBLAÐIÐ
KDNmmixÓi L1 EMÍ m
flðfnm tlli GaddaviPp 2 tegundip« líiplykkjup. ¥ fpnet.
BRAGÐIÐ & MÍQRLÍKÍ
Parabrensla á íslandi-
Mar§ei' tegundir af
rykfrflkkum
komnar f
Fatabúðina.
VÖFubilastöðin,
Tryggvagötu (beint á móti Liver-
pool) opin frá 6 f. h. til 8 e. h.
hefir sima
1006
Wleyvant Sigurðsaon.
Plasmon hafra-
mjöl 70% meira
næringargildi
en í venjulegu
haframjöíi, Ráð-
lagt af læknum.
I
3poi*tb«ixsir
og
Sportsokka
er ódýrast að
kaupa i
Verslun
Tarfa 0. Þðrðarsonar
Laugaveg.
Smjoi*f
Egg,
Ostar,
Matarbúð Sláfurfjeispins
Taugaveg 42. Sími 8í2.
Kristján Einarsson kaupmaður og
Trausti Ólafsson efnafræðingur
hafa gert margar tilraunir með
þarabrenslu hjer.
Tilraunimar sýna það að þara-
brensla getur orðið góður atvinnu-
vegur á íslandi.
Tveir áhugasamir menn, Trausti
Olafsson efnafræðingur og Krist-
ján Einarsson kaupmaður iiafa nú
í nokkur ár verið að rannsaka ís-
lenskan þara í þeim tilgangi að
fá að vita hvort þarabrensla gæti
ekki orðið íslendingum góð tekju-
Iind, eins og hún hefir orðið Norð-
mönnum, Bretum og Frökkum.
Rannsóknir þessar hafa verið gerð
ai í hljóði, svo að fáir hafa vitað
um. Mgbl. lileraði það, að þeir
höfðu verið að gera þessar til-
raunir, og vegna þess að blaðið
veit með vissu, að þarabrensla get-
ui orðið íslenskum bændum stór
ttkjulind, fór það á fund þeirra
Trausta og Kristjáns og spurði þá
um hvernig rannsóknirnar hefði
gengið, til þess ’að géta skýrt les-
endum sínum frá því.
Þeir sögðu svo frá:
— Við byrjuðum rannsóknir
þessar árið 1923. Tókum við þá
rekþara suður í Skerjafirði. Ekki
er hægt að segja um það hve gam-
all hann var, en við efnarannsókn,
sem gerð var á ösku úr honum
kom það í ljós að í henni var ekki
nema tæpt x/^% af joði, og er það
talið of lítið til þess að það horgi
sig að brenna þarann. En hvelítið
var af joði í þaranum gat stafað
af því, að hann hefði velkst í sjó,
og legið síðan í fjöru og dofnað
þar.
Við gáfumst því ekki upp, en
hjeldum áfram rannsóknum. Tók-
um við nú þara báðum megin Sel-
tjarnarness og úti í Orfirisey. Var
sá þari allur rannsakaður efna-
fræðislega. Reyndum við bæði
þarablöð og þöngla. Sumt af þar-
anum var skorið í fjöru, en sumt
var rekþari. Reyndist rekþarinn
ljelegri og var sjaldan yfir 1%
joð í honnm. Þó voru þönglarnir
betri en blöðin.
I vetur sem leið skárum við
þara fyrir neðan fjöruborð hjá Ör-
firisey. Voru það smáþönglar með
blöðum. Af honum reyndust blöðin
betri en þönglarnir. Var í blöðun-
nm rúmlega 1% joð, en í þöngl-
nnum 0,8%. Á sama tíma tókum
við þar líka rekþara, djúpþöngla
með blöðum. Var sá þari miklu
stórvaxnari en hinn sem skor-
inn var, og hefir líklega velkst
í viku, frá því að hann losnaði úr
botni. í þönglaöskunni var 1%%
joð en í blaðöskunni aðeins 0.65%.
Viku seinna tókum við aftur úr
fjöru samskonar þara er rekið'
hafði á land samtímis hinum. —
Hafði hann legið í fjörunni undir
sjávarföllum, en hann reyndist
nær jafngóður þeim fyrra.
Þriðja sýnishornið tókum við tíu
dögum seinna og reyndist joð-
innihald þess um 1%. Þykjumst
við með þessu hafa fengið reynslu
fyrir því, að rekþari, einkum þó
þönglarnir, geti haldist hjer all-
lengi nothæfur til öskuvinslu, og
ei ekki jafn hætt við skemdum og
víða annarstaðar, og mun þar ráða
um kalda loftslagið.
í vetur byrjuðum við að brenna
þara í stærri stíl en áður hafði
verið, til þess að sjá hve mikils
af joði mætti vænta að meðaltali
úr þaranum. Var sá þari tekinn
úti í Örfirisey, rekþari (samskonar
og sá, sem nefndur er hjer að
framan), þönglar og blöð nm %
smál., sem dregið var á land, var
skift í tvent. Var helmingurjnn
látinn liggja í breiðu og ekkert
skeytt um hann. Rigndi hann
flatan eitthvað tvisvar sinnum og
einu sinni snjóaði á hann. Hinn
helminginn tókum við' altaf sam-
an eins og hey og gættum þess
vel að hann rigndi aldrei í breiðu.
Hvortveggja þarinn þornaði nokk-
urn veginn jafn snemma, og var
brendur samtímis á sama hátt, en
sinn í hvoru lagi. Og það var
merkilegt, að sama sem enginn
munur var á joðinnihaldinu. — í
þeim þaranum, sem látinn var
hrekjast, var joð 1.07%, en í hin-
um 1.1% joð. Þetta var um miðjan
mars. Alls höfum við brent um
50 sýnishorn af þara og besti
árangur sem við höfum fengið úr
rekþaraösku er 1.9% joð' (úr
einum þöngli).
Tilraunir þessar, sem við höfum
gert, sýna náttúrlega ekki ná-
kvæmlega hvernig þarnabrensla
hjer á íslandi getur horið sig og
hve mikils má af henni vænta. En
þó sýna þær, að þari hjer er ekkj
verri til brenslu en þarinn í Nor-
egi. Sennilega verður reynslan
hjer hin sama eins og þar, að það
verður affarasælla að hugsa um
þönglana heldur en blöðin, því að
þótt blöðin hafi reynst í eitt skifti
hetur hjá okkur en þönglarnir, þá
ei það ekki að marka. Því að þeg-
ar á að gera upp á milli þöngla
og Jiarablaðka, kemur margt til
greina, og fyrst og fremst það, hve
mikið þarinn velkist bæði undan
þurkun og meðan á henni stend-
ur, því að blöðkuþari þolir ekki
annan eins hrakning og þöngla-
þari. Aftur á móti þurfa þönglar
miklu meiri þurk en blöðkur, svo
að ef þarinn er skorinn, geta blöð-
in orðið betri en þönglarnir, en ef
um rekþara er að' gera, þá mun
verða affarasælla að hirða þöngl-
ana.
Aðgengilegsta aðferðin við
öskuvinslu er sú, að loftþurka
þarann og brenna hann síðan í
hrúgum. Hugsanlegt væri einnig
að brenna þarann siginn í ofnurn
og nota kol éða koks sem elds-
neyti, t—> Yenjulega tapar þarinn
nokkru af joði við þurkunina, en
sú aðferðin er miklu ódýrari og
verður því eklii sagt um það með
vissu hvor borgar' sig betur í stór-
um stíl. En við búumst við' því, að
fari menn að brenna þara hjer,
og hafa það sem aukaatvinnu, þá
verði það aðallega rekþari sem
notaður verður og mismunandi
gamall og þess vegna mun loft-
þurkunaraðferðin borga sig betur
en hin.
Til þess að fá reynslu um þara
víðar en hjer í nágrenni Reykja-
víkur, skrifuðum við síðastliðinn
vetur nokkrum mönnum er við
þektum á Vesturlandi, og sendum
þeim leiðbeiningar um þarabrenslu
og háðum þá að' gera tilraunir. —
Jafnframt buðumst við til þess
að kaupa af þeim þaraöskuna
fullu verði. Einnig fengum við
mann, sem kunnugur er á Austur-
landi, til að skrifa þangað. En
árangurinn hefir orðið sorglega lít
ilí, enn sem komið er.
Viljið þjer nú ekki skila til
þeirra manna, sem við höfum
skrifað, og annara úti um land, að
við væntum þess að þeir geri það
í sína þágu að taka þara til
brenslu, og sendi olckur sýnishorn,
ásamt upplýsingum um það hve-
nær þarinn var telcinn (hvernig
hann var, þönglaþari eð'a blöðku-
þari, hve lengi þurkaður, hvern-
ig brendur o. s. frv.). Við borgum
þeim öskuna fullu verði og segj-
um þeim frá, hvernig sýnishornin
hafa reynst. Geta þeir af því sjeð
hvernig þarabrensla borgar sig í
hverjum stað, og hvernig á að
haga henni til þess að hún borgi
sig sem best. Efurnst við ekki um,
að bændur, sem við sjó búa, færi
sjer þessa nýju tekjulind í hag,
en til þess að hún reynist þeim
sem best erum við altaf tilbúnir
að gefa þeim allar upplýsingar og
leiðbeiningar, ef þeir vilja aðeins
snúa sjer til okkar. Og við viljum
gera meira. Við viljum kaupa af
þeim öskuna á hvaða höfn sem er
á íslandi og borga þeim vel fyrir.
En þá má liver sending varla vera
minni en 50 kg.
flð uestan.
ísafirði, FB. 26. júlí.
Mikil síld veiddist um helginá
með Ritnum og þar nálægt. Botn-
vörpungar og bátar, sem leggja
upp síld á Hesteyri, hafa aflað
mjög vel.
Tregur þorskafli á færi. Lóða-
veiðar lítt stundaðar hjer sem
stendur.
Túnaslætti um það lokið lijer í
sýslu. Spretta talin í löku meðal-
lagi. Nýting ágæt.
Norska skemtiferð'askipið Mira
kom, hjer í fyrradag og fór um
kveldið. Ungmennafjelagið hjer
gekst fyrir fjölmennu samsæti
fyrir gestina með ra’ðuhöldum og
söng.
Nýltl
HvitkáE,
SpidskAI,
Rauðaldin (Tomatar)
Gurkup,
Glóaldin,
Epli,
BJúgaldin,
Gulaldin,
Trðflasúra,
Laukur.
Nýlenduvorudeild
Jes
Dllkaslðtur
fást i dag.
Slðlurfjelag
Suðurlauds.
Tll Þlugvalla
fastar ferðir.
Til Eyrarbakka
fastar ferðir alla miðvikudaga.
Austur í Fljótshlíð.
alla daga kl. 10 f. b.
Bifreiðastöð Reykjavíkur.
Afgreiðslusímar: 715 og 716.
flustur i FHótsMíi.
Fastar ferðir mánud., miðvikud. og
föstudaga. Baka daginn eftir.
Útvega besta og fylgd inn á Þórs-
mörk, með betri kjörum en alment
gerist.
Nýja bifreiðaslOðin,
Kolasundi. Sínii 1216.
Sv. Jðussyui & Co.
Kirkjustræti 8 b. Sími 420
hafa fyrirliggjandi miklar birgðir
af fallegu og endingargóCu vegg-
fóðri, pappír, og pappa á þil, loft
og gólf, gipsuðum loftlistum og
loftrósum.
MorgunMaiið
fæst á eftirgreindum stöðum,
utan afgreiðlunnar í Aust-
stræti 8:
Laugaveg 12.
Laugaveg 44,
Vesturgötu 29,
Ðræðraborgarstíg 29.