Morgunblaðið - 31.07.1928, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ
3
kaupmenn og aðrir auglýsendur, sem sjerstaklega þurfa að aug-
lýsa í sveitum landsins,
suglýsa í ísafold.
—■ Útbreiddasta bl aði sveitanna. —
MORGUNBLAÐIÐ
Stofnandi: Vilh. Finsen.
tTtgefandi: Fjelag I Reykjavlk.
Ritstjórar: J6n Kjartansson.
Valtýr Stefánsson.
Auglýsingastjðri: E. Hafberg.
Skrifstofa Austurstræti 8.
Sími nr. 500.
Auglýsingaskrifstofa nr. 700.
Heimasimar:
J6n Kjartansson nr. 742.
Valtýr Stefánsson nr. 1220.
E. Hafberg nr. 770.
Askriftagjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánuði.
Utanlands kr. 2.50 - ---
I lausasölu 10 aura eintakiS.
Erlendar símjregnir.
Kböfu, FB. 29. júlí.
Nobile og Lindberg koma til
Svíþjóðar.
Nobile kom til Kaupmannahafn-
«r á Málmeyjarferjunni í gær-
kvöldi. Málmeyjarbúar ljetu and-
úð í ljós við hann, en eigi að'
®einu ráði. Annars bar víða á því
-á leiðinni þangað, að menn hefði
samkend með honum. Nobile tók
ú móti blaðamönnum á leiðinni, en
gaf þeim engar upplýsingar um
■viðburðina á ísnum. — Zappi fór
til Stokkhólms og er sagt, að hann
•ætli að heimmsækja móður dr.
Malmgrens.
Frá Stokkhólmi er símað: Lund-
borg og fjelagar hans komu hing-
uð í gær. Hafði mikill fjöldi manna
safnast saman til þess að hylla þá.
Hermálaráðherra Svíþjóðar hjelt
ræðu og þakkaði flugmönnum af-
rek þeirra.
Eldgos.
Frá Manila er símað: Eldfjallið
Mayon gýs. Miklir hraunstraumar
velta niður fjallið. Ibúarnir í Li-
Log flýja.
(Manila er höfuðborgin á Luzon-
'«yju, sem er ein af Filipseyjun-
«m).
Vísindamenn horfnir.
Frá Moskva er símað: Frjetta-
‘Stofa Rússa tilkynnir: Þrír rúss-
Reskir vísindamenn lögðu af stað
snemma. á þessu ári til Taimur-
skagans. Hefir ekkert frjest til
þeirra síðan í marsmánuði. Þeir
böfðu loftskeytatæki með sjer. —
Lrátt fyrir ítarlega leit eru menn
einskis vísari um afdrif þeirra.
(Taimur-skaginn er í Síberíu
Rorðanverðri. Fyrir norðan Tai-
uiur-skagann er eyjan ,Land Niku-
lásar IL‘)
Khöfn, FB 30. jiiií.
2appi skýrir frá viðskilnaðinum
við Malmgren.
Frá Stokkhólmi er símað: Zappi
befir heimsótt móður Malmgrens
iskýrt henni frá því, að Malm-
gren hafi verið orð'inn örmagna
og hafi hann óskað þess, að verða
skilinn eftir þar á ísnum. Zappi
bvað Malmgren enga dagbók hafa
baft. Frúin og tengdasonur henn-
ar, dr. Fagersten, segjast taka frá-
*sögn Zappi trúanlega. Zappi sagði
skinnbuxur hefði legið á ísjak-
anum, er Sjubnovski flaug yfir
bar sem þeir voru Zappi og Mari-
ano, og hafi hann þess vegna hald-
3ð að þeir væri þrír.
Deilurnar í Júgóslafíu.
Frá Berlín er símað: Nýja
stjórnin í Jugoslavíu fylgir senni-
lega stefnu fyrverandi stjórnar'.
Hefir hún ákveðið að kalla saman
þingið þrátt fyrir þingrofskröfu
Kroata. Búast menn þess vegna
við, að Kroatar stofni sitt eigið
þing í Arain. Allir kroatisku þing-
mennirnir eru farnir þangað frá
Belgrad.
Frá Olympiuleikum.
Nurmi sigrar.
Frá Amsterdam er símað: —
Olympisku leikarnir byrjuðu í gær.
Iþróttamenn frá 4 5 . löndum
taka þátt í mótinu. Finnlending-
urinn Nurmi vann tíu kílómetra
lilaupið og setti Olympiumet.
Skemtuíi ( Borgsrfirði.
Borgarnesi, FB 30. júlí.
Sunnudaginn 5. ágúst gengst
Ungmennasamband Borgarfjarðar
fyrir skemtisamkomu á íþrótta-
mótssvæðinu hjá Ferjukoti, sem
er skamt frá þar sem verið er að
reiða hið mikla mannvirki, Hvít-
árbrúna. Á samkomunni verður
háður knattspyrnukappleikur á
milli Reykdæla og Borgnesinga,
kappreiðar fara fram, ræðuhöld,
dans o. fl. Allur ágóði af samkom-
unni á að renna í alþýðuskólasjóð
Borgfirðinga. Er skemtunin einn
liður í fjársöfnun borgfirsku ung’-
mennafjelaganna til að reisa nýjan
alþýðuskóla í lijeraðinu, en það er
hið mesta áhugamál fjelaganna nú.
Frá SeyQisfirQi-
Seyðisfirði, FB. 30. júlí.
Norðmönnum fagnað á Seyðisfirði.
Þ. 26. júlí kom skemtiskipið
Mira hingað kl. 8 um kvöldið. —
Gestunum var boðið til kaffi-
drykkju í herbergjum barnaskól-
ans kl. 10. Kvenfjelag Seyðisfjarð-
ar sá um veitingarnar. Sigurður
Arngrímsson bauð gestina vel-
komna og flutti kvæði, mintist
hann einnig Færeyja. Sigurður
Baldvinsson flutti ræðu fyrir minni
Noregs og Norðmanna, en Haug-
söen frófastur við dómk. í Niðar-
ósi þakkaði og mælti fyrir minni
Islands. Djurliuus skáld þakkaði
fyrir hönd Færeyinga og mintist
Seyðisfjarðar. Hannaas prófessor
ávarpaði Sigfús Sigfússon þjóð-
sagnaritara, sem gestirnir liöfðu
sjerstaldega óskað eftir', að væri
viðstaddur. Sigfús þakkaði. Sveinn
Árnason mintist víkingaferðanna
og óskaði .Norðmönnum fararheilla
Norðmenn sýndu þjóðdansa og
þjóðsöngva. Þjóðvísur voru sungn-
ar bæð'i af Norðmönnum og íslend-
ingum. Gestirnir kvöddu Seyðis-
fjörð og þar með ísland kl. 3(4
um nóttina. Voru þeir stórhrifnir
af móttökum og yfirleitt af ís-
lenslcri náttúrufegurð og menn-
ingu. Kváðust þeir vera fullir löng
unar t.il að koma aftur til íslands.
Refaveiðar.
Maður nokkur á Vopafirði náði
tuttugu tófuhvolpum í vor og seldi
þá fyrir 1700 krónur alla. Fjekk
hann 230 kr. fyrir mórauða og 30
krónur fyrir gráa. Annar maður í
Jökulsárhlíð náði 10 og fjekk
1300 krónur fyrir þá.
Sláttur byrjaði um miðjan mán-
uðinn. Búið að hirð'a af nokkrum
túnum. Spretta mjög ljeleg bæði á
túnum og útengi.
Dálítil síldveiði í net og nætur.
Stopular gæftir. Köld veðrátta.
M nofðan.
Siglufirð'i, FB 30. júlí.
Síldaraflinn.
Tregur síldarafli nú. Þessa viku
er alls búið að salta ca. 2000 tn.,
þaraf voru sendar með Dronning
Alexandrine 1000 tunnur til út-
landa.
Þorskafli tregur undanfarið. -—
Er nú að glæðast. Bátar fá í róðri
7—10 skpd.
Alls hefir verið landað í bræðsl-
ur ca. 40.000 mál. Hjá Goos 24.000,
dr. Paul 16.000 mál.
Lögreglan hefir stöðvað upp-
skipun á síld af norskum bátum,
eru voru að landa í bræðslu-
stöðvarnar.
I bíl yfir Herlinsarskarð.
Jónatan Þorsteinsson og Þorkell
Teitsson fóru í fyrradag frá Borg-
arnesi til Stykkishólms, í hinum
nýja Whippet-Overlandbíl
í gær ætlaði Morgunblaðið að
leita nánari fregna hjá Jónatan
Þorsteinssyni um bílferðina norð-
ur Kaldadal. En hann var þá kom-
inn í aðra ferð, vestur í Stykkis-
hólm, og tókst ekki að ná tali
hans í síma.
Morgbl. hafði tal af sr. Sigurði
Lárnssyni í Stykkishólmi, og
sagði hann frá ferð þeirra fjelaga.
Þeir Jónatan og Þorkell komu
kl. 10 á sunnudagskvöld til Stykk-
ishólms. Með þeim voru í bílnum,
kona Þorkels, Jón Björnsson kaup-
maður í Borgarnesi og kona hans.
Eigi gat Sigurður um það, hve
lengi þau hefðu verið á leiðinni.
Allmiklar vegabætur þurftu þeir
að gera, til þess að komast leiðar
sinnar yfir Kerlingarskarð. En
ferðin gekk að öllu leyti að' óskum.
í Stykkishólmi var þeim tekið
með kostum og ltynjum sem eðli-
legt er, því þangað liefir bíll aldrei
komist áður. Þegar bíll kemur í
fyrsta sinni á einhvern stað, og
vissa,1 er þarmeð fengin fyrir því,
að staðurinn sje í þann veginn
að komast í bílvegakerfi landsins.
er eðlilegt að yfir mönnum glaðni
við þær samgöngubætur.
Nú undanfarið hafa menn unnið
að því að' ryðja veginn á Kerl-
ingarskarði. Þegar það frjettist að
Þorkell Teitsson gat farið í bíl
alla leið til Akureyrar á dögun-
um, gátu kunnugir menn gengið
úr skugga um, að eigi þyrfti að
gera. miklar vegabætur á Kerling-
arskarði, til þess að það yrði bíl-
fært. Sagði sjera Sigurður Ó. Lár-
usson Mbl. í gær, að viðgerð þeirri
á veginum, sem gera ætti í sumar,
myndi loldð eftir 10 daga eða svo.
En þó hægt sje að komast úr
Borgarfirðinum í bíl til Stykkis-
hólms, þá eru Dalirnir því miður
eigi komnir í bílvegasamband við
aðrar sveitir.
Mbl. spurði sr. Sigurð, hvort
miklar vegabætur myndi þurfa að
gera, til þess að komast í bíl úr
Hólminum og inn í Dali.
Mikill hluti af vegunum um
Dalina,.segir sr. Sig. Ó. Lárusson,
eru sljettar melgotur, sem óvið-
gerðar eða svo eru bílfærar.
En ófært er á leiðinni frá Stykk-
ishólmi, í hlíðunum beggja megin
Álftafjarðar. Mun sá spotti vera
um 10 km. Til þess að bílfært væri
um sveitirnar, þyrfti ennfremur
að brúa 4 smáár, og lagfæra lítil-
lega á stöku stað.
----------------
Fiug Súlunnar
Súlan heldur ekki kyrru fyrir
þá dagana, sem gott og bjart veð-
ur er og tvo seinustu daga hafa
verið farnar þessar flugferðir:
Á sunnudagsmorgun austur á
Hrútsvatn í Holtum. Farþegar
þangað Gunnar Sigurðsson alþm.
og Loftur Loftsson útgerðarmaður.
Seinna um daginn var flogið til
Stykkishólms. Þangað fórú Pjetur
Magnússon cand. theol. og Kjartan
Gíslason. Svo var haldið áfram inn
í Gilsfjarðarbotn. Voru farþegar
þangað frú Anna Ásmundsdóttir
og Karl Torfason. Varð Karl þar
eftir en Anna kom með Súlunni
hingað aftur og þrír farþegar úr
Stykkishólmi.
í gær var flogið til ísafjarðar
og ætlaði Súlan að fara þar hring-
flug með bæjarbúa, meðal annars
inn í Æðey, en sjór var svo mikill
að það þótti ekki vogandi.
Súlan kom hingað í gærlcvöldi
með tvo farþega frá Vestfjörðúm.
Datfbók.
I.O.O.F. 3 = 1107308 = 9 111.
Veðrið (í gær kl. 5): Stór lægð
yfir Noregi. Veldur liún norðan-
átt frá Vesturströnd Noregs og
vestur um Jan Mayen og Austur-
strönd jíslands. Á Jan Mayen er
norðan rok og 3 stiga hiti. Vestur
af Reykjanesi virðist vera grunn
lægð á SA-landi. Veldur hún
sennilega hægum SA- og A-vindi
og skýjuðu lofti á SV-landi á
morgun.
Veðurútlit í dag: A-gola, ef til
vill norðan um miðjan daginn. —
Skýjað loft. Sennilega þurt.
Til Strandarkirkju: frá N. N.
Sandi 10 kr. S. G. 2 kr. Þrem fje-
lögum 10 kr. Konu í Hafnarfirði
20 kr. M. Á. 5 kr. A 1 kr.
Iðnaðarnám. 4000 krónur eru
veittar á fjárlögum til ferðastyrks
handa ungum iðnaðarmönnum.Hef
ir svo verið um nokkur ár. Hafa
um 10 ungir iðnaðarmenn fengið
styrk af upphæð þessari. En í ár
brá nýrra við. Var minna um
styrk en áður, því landsstjórnin
veitti Hallbirni Halldórssyni 1800
krónur af upphæð þessari „til þess
að fullkomna sig í iðnaði.“ Menn
þekkja nokkuð iðnað þann sem
Hallbjörn hefir lagt fyrir sig, þ. e.
framleiðsla blaðarógs um náung-
ann. Flokksmönnum hans, bæði
Jónasi og öðrum kann að virðast
að honum veiti ekki af aukinni
fræðslu í þeirri „iðn.“ Og með því
að veita Hallbirni nærri helming
af styrkfjenu sýnir núverandi land
st.jórn mjög ljóslega hverskonar
iðnaður það er sem hún ber mest
fyrir brjósti, enda hefir aðalmaður
stjórnarinnar lengi verið nefndur
„stóriðjuhöldur“ í framleiðslu rógs
og ósanninda. Hallbjörn hefir að
vísu verið flæmdur hálfgert frá
Alþýðublaðinu í seinni tíð. En með
þessari uppdubbun getur hann e.
t. v. gert sjer vonir um að geta
aftur tekið þátt í iðnaði þeim sem
Hriflu Jónasi er hjartfólgnastur.
SíldareinkasaJan. Matthías Þórð'-
arson fyrverandi kaupm. í Kefla-
vík hefir verið skipaður markaðs-
atlmgunarmaður í Suður-Evrópu
og Otto Tulinius í Mið-Evrópu.
Maður, sem var í kolavinnu hjá
„Kol og Salt“ á laugardaginn
vann niðri í lest skipsins beint á
móti Hegranum, þar sem skóflan
kemur niður. Festist hann þá með
fingur í skóflunni og meiddist
nokkuð; misti til dæmis fremsta
köggul eins fingurs og marðist
eittlivað á hinni hendi. Var það
því að þakka. að maðurinn, sem
vann uppi í Hegranum við raf-
magnið, tók þegar eftir þessu og
slakaði á, annars hefði meira slys
getað hlotist af.
Karlakór K.F.U.M. fór skemti-
för til Þingvalia á sunnudaginn.
Voru alls 35 manns í förinni. Var
glatt á hjalla í Þingvallasveit um
daginn, því að Karlakórinn skemti
gestum með söng víðsvegar, svo
sem austur í Hrafnagjá, í skóg-
inum hjá Vellankötlu og uppi á
Almannagjárbakka. Annars var
tiltölulega fátt um gesti á Þing-
völlum þennan dag, að'allega fólk
sem kom þaðan austan yfir heiði,
eða ofan úr Borgarfirði.
Skemtun var haldin að Hrafn-
eyri á Hvalfjarðarströnd á sunnu-
dag. Var það U. M. F. Vísir, sem
stóð fyrir henni. Suðurland fór
hjeðan upp eftir þangað með nær
100 manns. Dálítill stormur var, en
sólskin og naut því Hvalfjörður
vel fegurðar sinnar. Margt var
þar um manninn úr næstu sveitum
og ennfremur ofan úr Borgarfirði.
Jón Magnússon frá Brekku á Hval
fjarðarströnd (form. U.M.F. Vísis)
setti mótið. Benedikt Sveinsson
alþingisforseti flutti þar erindi og
sagði ýmislegt frá utanför sinni til
Noregs og heimferðinni með Mira,
einkum viðtökunum í Orkneyjum,
Hjaltlandi, Færeyjum og Vest-
mannaeyjum. Síðan voru sungin
nokl^ur ættjarðarljóð, kappreiðar
þreyttar og dans stiginn lengi
dags. Suðurland kom hingað með
Reykvíkingana um kvöldið.
Drengjamótið. Sundið', sem frest-
að hefir verið nú um vikuskeið,
vegna sjávarfalla, fer fram í kvöld
kl. 7 hjá sundskálanum í Örfiris-
v. Kept verður í 50 metra sundi
(frjáls aðferð), og eru keppendur
6, og í 200 metra bringusundi,
verða keppendur 11. Aðgangur er
ókeýpis.
Guðmundur Finnbogason og frú
hans, eru nýkomin heim úr ferða-
lagi um Norður- og Austurland.
Hjelt Guðmundur fyrirlestur aust-
ur á Egilsstöðum og eins í fjörð-
unum eystra, að tilhlutan alþýðu-
fræðslu stúdentafjelagsins, en
sýslurnar höfðu óskað eftir fyrir-
lestrum þessum.
Ónærgætni er það af Alþýðubl.,
gagnvart núverandi landsstjórn,
að þrástagast á launum þeim, er
Magnús Kristjánsson greiddi
bankanefndinni — þessar 24000 kr.
Að menn víti óþarfaeyðslu er
eðlilegt, 'og svo er gert hjer. En