Morgunblaðið - 01.08.1928, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.08.1928, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ )) tem & ©LSElNlI Nvkominn: Oruyére-ostur, „Créme de Gruyére aux Fleurs du Jura‘ ðósum með 6 stk. Laukur í pokum. Tít*«$to«e FOOTWEAR COMPANY Gúmmívinnuskór með hvíium aóla. Gúmmístígvjel r/neð egta hvitum sóla. Aðalumboðsmaður á íslandi. Ó. Benjaminsson Pósthússtræti 7 — Reykjavík. Birgðir í Kaupmannahöfn hjá Bernhard Kjœr Gothersgade 49, Möntergaarden Köbenhavn K. Símnefni: Holmstrom. Skemlifðr Fáks á suimudagtnn. Skemtifarir þær, er Hestamanna fjelagið Fákur hefir gengist fyrir undanfarandi sumur, hafa verið í minnum hafðar vegna þess hvað þær hafa hepnast vel. Það er líka eitthvað þjóðlegt við það, að fjöldi fólks slær sjer saman í hóp, þar sem allir eru á gæðingum og ríð'a fylktu liði sveitahorna á milli. Menn komast altaf í vissa hrifn- ingu er þeir koma á bak góðum Jiestum, en sú hrifning margfald- ast eftir því sem fleiri eru saman. Nú verður næsta skemtiför á sunnudaginn kemur, og verður för inni hagað þannig í stuttu máli: Þeir, sem taka vilja þátt í för- inni, eiga að mæta við harnaskól- ann Tjarnarmegin, kl. 9^/2 á sunnudagsmorguninn, en lagt verð ur á stað kl. 10. Verður þá fyrst haldið suður Frí kirkjuveg, yfir Tjarnarbrúna, út Tjarnargötu og Aðalstræti, þá upp Austurstræti og Bankastræti, og síðan inn Laugaveg að Markalæk, sem er rjett fyrir vestan Elliðaár. Er svo ráð fyrir gert, að Hafn- íirðingar þeir, sem kynnu að vilja vera með í samreiðinni, mæti Reyk- víkingum þar. Frá Markalæk verð- ur haldið yfir Elliðaár, upp gamla reiðveginn, sem liggur fram hjá Árhæ, Baldurshaga og Geithálsi og loks yfir að Selfjallsskála hjá gömlu Lækjarbotnum. Þar verður staðar numið, og þar verður skemtun haldin. Haldið verður aftur heim kl. 7, og þá farið niður hjá Silungapolli, með Hólmshrauni, fram hjá Gvend arbrunnum, yfir á nýja reiðveginn fyrir sunnan Elliðavatn, og síð'an sem leið liggur fram hjá Vatns- enda, Breiðholti og Skeiðvellinum við Elliðaár. Þar kveðja Hafnfirð- ingar hópinn og ríða yfir Digra- nesháls suður. En Reykvíkingar fara niður Laugaveg á Lækjartorg og heldur þaðan hver heim til sín svo sem verið hefir áður. Þeim, sem þekkja þessa leið, kemur saman um, að þetta sje hinn skemtilegasti vegur, til- breytingaríkur og útsýni af hon- um fagurt, umhverfis eru ásar, hólar, grösugir hvammar, lækir, ár og stöðuvötn, en í meiri fjarska blá fjöll og tignarleg. Gömlu Lækjarbotna þekkja flest ir Reykvílcingar og er því lítið um skemtistað'inn að segja, en sá er kostur við slíkar ferðir, að haga- beit sje nóg fyrir gæðingana á meðan staðið er við. Grösugir hvammar eru skamt frá skemti- staðnum, og þar verða hestarnir geymdir. Jafnframt sem þarna er stór skáli, þá er þar og besti dans- pallur, rólur og hin ákjósanlegasta flöt fyrir allskonar útileika, skjól fyrir flest öilum áttum. Ferðamenn eru beðnir að gæta þess vandíega áður en Iagt er á stað, að hestar sjeu vel járnaðir og best er að hver merki sinn hest og reiðver svo að síður sje hætt við vafningum og misgripum í á- fanga. Veitingar verða nægar í Sel- fjallsskála og sjer hinn góðkunni gestgjafi Guðmundur á Lögbergi um þær. Geta, þeir sem vilja, fengið þar heitan mat, svo að þeir þurfa ekki að hafa nesti með sjer. Myndasmiður verður með í för- inni og teknar myndir af hópnum víðs vegar. Verða þær mjmdir falar seinna, þeim er kaupa vilja, og verða eflaust margir til þess að kaupa þær og láta þær síðan rifja upp fyrir sjer skemtilegar endurminningar. Áskoniu til íslenskra kvenna Samkv. áskorun Kvenrjettinda- fjelags íslands til allra kvenfje- laga Reykjavíkur og Barnavina- fjelagsins, hafa þau öll að einu undanskildu, kosið' fulltrúa í sam- eiginlega nefnd, til að ræða um samvinnu þeirra á milli, í því skyni að koma í framkvæmd hug- myndinni um almertna ekknastyrki eða styrki, greidda af opinberu fje til einstæðra mæðra. Höfum vjer undirritaðar verið kosnar fulltrúar í nefnd þessá, auk þess njótum vjer samvinnu konu úr fjelagi því, er ekki gat komið því við að senda fulltrúa, og væntum vjer að það sendi löglegan fulltrúa með haust- inu, þegar fundir hefjast. Hafa því öll kvenfjelög Reylcjavíkur, sam- einað sig um þetta mál og eru þau skipuð konum úr öllum flokkum. Eins og mönnum er kunnugt, má heita að hjer á landi sjeu eng- ir almennir' ekknastyrkir til. Slysa tryggingarfjelögin ná að'eins til vissra stjetta, og getur styrkur sá sem þau veita, ekki talist annað en hjálp í bili. Eftirlaun ekkna starfs manna og embættismanna eru lág og ófullnægjandi, má þar sjerstak- lega nefna eftirlaun prestsekkna. Hefir Alþingi sjálft viðurkent það i verkinu, með því að veita fjölda mörgum ekkjum aukastyrki. Það má heita sameiginlegt mál fyrir allar eignálausar konur hjer af öllum stjettum, sem verða ekkj- ur og eiga fyrir ungum börnum að sjá, að þær verða annaðhvort að flýja á náðir' ættingja eða að leita til sveitarinnar. Getur hún þá flutt þær nauðugar í ókunnug hjeruð, á hrepp mannsins, þar sem þær eru yfirleitt ver settar til að' hafa ofan af fyrir sjer, en í dvalarsveit þeirra, og er börnunum þá alla- jafna skift niður. Má nærri geta hvað það er fyrir móðirina að missa í einu mann sinn, heimili sitt og börn sín. Gera menn sjer ekki alment ljóst, að þetta skuli eiga sjer stað enn í dag. Þegar stórkostleg slys ber að höndum, eins og mannskaðana í vetur, er oft efnt til samskota, sem geta verið til mikillar hjálpar í bili, en ná skamt og koma mis- jafnt niður. Hin mikla samiið með ekkjunum í vetur, varð til þess að menn fóru að hugsa um kjör ekkna yfirleitt og að nauðsyn bæri til þess að finna einhver ráð' til að hjálpa þeim á annan hátt, sem væri til frambúðar og kæmi jafnar niður. Væntum vjer því að kröfum vorum um almenna ekknastyrki verði vel tekið. Vjer lítum svo á, að ekkert starf sem leyst er af hendi fyrir þjóð- fjelagið, sje þýðingarmeira en starf móðurinnar, sem annast lík- amlega og andlega heilbrigði barn anna og undirstöðuna undir alla fræðslu þeirra. Teljum vjer að enginn geti komið börnunum í góðrar móðúr stað og að þjóðfje- laginu beri að styrkja hana til að halda heimilinu saman og ala upp bern sín, sje hún hjálparþurfa og hafi mist aðstoð föður barnanna. Væri sá styrkur viðurkenning á starfi henngr fyrir þjóðfjelagið og hefði ekki í för með sjer neinn rjettindamissi eða teldist fátækra- styrkur. Kostnaðinum við þetta teljum vjer að skifta mætti milli 4 aðila: einstaklinganna, með sjerstökum skatti eða iðgjöldum, ríkissjóðs, sveita- og bæjarsjóða og atvinnu- veganna. Er það augljóst, að slíkt fyrirkomulag1 mundi spara sveitar- sjóðum mikið af fje því sem nú er varið til fátækraframfæris. Mun- um vjer síðar gera nánari grein fyrir því, hvernig vjer hugsum oss að kostnaði þessum yrði skift. Treystum vjer því, að allar ís- lenskar konur muni skilja nauðsyn þessa' máls og muni hver einasta þeirra vilja ljá því lið, eftir því sem hún getur. Geta konur stuðl- að að framgangi þess á tvennan hátt: 1. Með því að' safna sem bestum gögnum um hagi einstæðra kvenna, svo hægt sje að gera sjer nákvæma grein fyrir kostnaði og fyrirkomulagi styrks þessa, 2. með því að vekja áhuga almennings fyrir málinu og skapa þar svo sterkan þjóðarvilja, að hann beri það fram til sigurs. Væntum vjer, að þær muni fúslega svara fyrir- spurnum þeim, er “vjer munum síðar senda út um landið. Reykjavík í júní 1928. 1 trausti góðrar samvinnu. i í Mæðrastyrksnefndinni: Fh. Kvenrjettindafjelags íslands, Bandalags kvenna, Barnavinafje- lagsins, Fjelags íslenskra hjúkr- unarkvenna, Hins íslenska kven- fjelags, Hvítabandsins, eldri deild- ar, Hvítabandsins, yngri deildar, Kristilegs fjelags ungra kvenna, Kvenfjelagsins Hringurinn, Lestr- arfjelags kvenna, Ljósmæðrafje- lags Islands, Thorvaldsensfjelags- ins, Trúboðsfjelags kvenna, Verka- kvennafjelagsins Framsókn. r 1 Framkvæmdanefnd: Laufey Valdimarsdóttir', p.t. form. Aðalbjörg Sigurðardóttir, Guðrún Lárusdóttir, Inga Lárus- dóttir, Laufey Vilhjálmsdóttir. Fulltrúar: Áslaug Ágústsdóttir, Bentína Hallgrímsson, Bríet Bjarnhjeðins- dóttir, Elísabet Björnsdóttir, Gerda Hanson, Guðlaug Árnadótt- ir, Guðrún Ásmundsdóttir, Hólm- fríður Árnadóttir, Ingibjörg H. Bjarnason, Ingibjörg ísaksdóttir, jónína Jónatansdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Kristín V. Jac- obson, Sigríður Eiríksdóttir, Sig- ríður Sighvatsdóttir, Valgerður Freysteinsdóttir, Þórdís Carlquist. --------------------- ]K. R. ætlar að fara skemtiför upp í Maradal á sunnudaginn kemur. Verður farið í bifreiðum að Kolviðarhóli og þaðan gengið í dalinn. Er það talinn röslrur stundargangur. Er búist við að leggja á stað hjeðan kl. 8 að morgni og fara frá Hólnum aftur kl. iy2. Farseðlar fást í verslun Haralds Árnasonar og hjá Guðm. Ólafssyni, Vesturgötu 24. í borunarholunni við Laugarnar er enn álíka hiti og sama vatns- magn rennur úr henni og áður. EIMSKIPAFJELAG ISLANDS ima „Brúarfoss” fer hjeöan til Leith og Kaupmannahafn- ar föstudag 3. ágúst kl. 6 síðdegis. Farþegar sæki far- seöla í dag. Besta otnsvertan. Heildsölubirgðir hjá Daníel Halldórssyni, Sími 2280. A 1 1 i r að Álafossi á morgun. B» S. Rm hefir fastar ferðir með fyrsta flokks bifreiðum. Studebaker — Fiat og Buick. Sætið 2 krónur. Afgreiðslusímar 715, 716. Bifreiðastöð Reykjavikur. Kœra húsmóðirl Vegna þess að þjer mun- uð þurfa hjálpar við hús- móðurstörfin, þá leyfi jeg mjer að bjóða yður að- stoð mina. Fröken Brasso. Brasso ber sem gull af eiri af öðrum fægilegi. allra nýasta tíska í stóru úrvali nýkomnir í BraunsVerslun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.