Morgunblaðið - 12.08.1928, Page 8

Morgunblaðið - 12.08.1928, Page 8
S M 0 BG UNBLAÐIÐ Flugferðin mikla. Barnasaga meö 128 mynðum eftir 6. Th. Rotman. 49. Á þessari hræðilegu stundu, er öll undankomuvon virtist þrotin, kom þó listamanninum ráð í hug. Hann hafði góðu heilli tekið .fiðluna sína með sjer og það varð fangaráð hans að reyna að sefa ljónið með hljóð- færaslætti. Og svo ljek hann og söng undir við raust: „Upp á himins bláum boga“. Og nú brá svo við, að hið grimma Ijón settist niður og grjet af hrifningu svo að það flóði í tárum. 53. Svo voru þeir dregnir af baki og leiddir fyrir kónginn. „Óhó, mannakjöt!“ hrópaði Lippo-Lappo og strauk á sjer magann. „Óhó, bragða á og naga beinin!“ — Þeir Emmen skildu ekki, hvað hann sagði, en þeim leitst ekkert illa á kónginn. Það var eins og hann vildi fagna þeim for- kunnar vel og hann sleikti út um af ánægju út af því að sjá þá. 50. En það var nú samt dálítið athugavert við þetta uppátæki lista- mannsins, því að nú streymdu þang- að öll ljón eyðimerkurinnar, heilluð af söngnum og hljóðfæraslættinum. Þau streymdu að úr öllum áttum. Tommi tók nú undir með listamanninum og söng hástöfum af einskærum ótta, en Ijónin urðu hrifin ok ekkert þeirra gat tára bundist. 54. En brátt sáu þeir, hvers kyns var. Pjesi var gripinn og settur í járn og síðan farið á burt með hann. Þeir ætluðu víst að fita hann dálítið áður en þeir slátruðu honum. Svo rifu Svert ingjarnir Emmen úr öllum fötum en settu á hann mittisskýlu úr pálma- blöðum. Ráku þeir harm svo á undan sjer og pikkuðu í hann með spjótum sínum. „Æ, æ, gerið ekki þetta!“ emjaði Emmen. „Þið meiðið mig!“ 51. Ekki gátu þeir fjelagar samt verið þarna til eilífðar og skemt ljón- unum. Þeir tóku því alt í einu á rás og stukku í burtu og ljónin öll á eftir þeim. Þeir hjeldu áfram að spila og syngja til þess að halda vakandi hin- um góðu tilfinningum ljónanna, svó að þau skyldi ekki ráðast á þá og drepa þá. 52. Nú skulum við leyfa þeim að 55. í miðri borginni var stórt torg og á því miðju voru reistar trönur og hjekk þar gríðarstór ketill. Var ket- illinn hálfur af vatni og nú var Em- men vesalingnum steypt ofan í hann, og svo var kveiktur mikill eldur und- ir. Sá Emmen nú að hverju fór og vildi ólmur komast upp úr katlinum, en við hverja tilraun, sem hann gerði til þess, stóðu á honum spjót Svert- ingjanna. Var nú úti um alt? hoppa þannig um hríð en gæta að, hvað orðið hefir um Emmen og Pjesa. Fíllinn, sem þeir lentu á, var reið- fíll Lippo-Lappo, konungsins í þessu landi. Hann var heldur montinn af því að hafa veitt svona vel og hljóp með þá rakleiðis heim í höfuðborg- ina. Og þar varð heldur en ekki fögn- uður! Svertingjarnir dönsuðu af kæti. Það var langt síðan þeir höfðu bragð- að kjöt hvítra manna! 56. Nei, sem betur fór var hon- um bjargað. Um leið og byrjaði að rjúka úr pottinum, komst alt í upp- nám meðal svertingjanna og hljóp hver í sína áttina æpandi: „Ljón! Ljón!“ Þarna voru þeir þá komnir listamaðurinn og Tommi með allan ljónaskarann. Höfðu þeir hoppað á fjaðrafótum Pegasus alla nóttina og þóttust nú úr allri hættu og eiga fót- um fjör að launa. fl leynistigum. — Er þjer þá illa við mig? — Það er stórt orð Hákot, mælti hún og hló vandræðalega. Við skiljum ekki hvort annað, það er meinið. — Og hvað ætlarðu svo að gera ? — Hvað áttu við? — Hvert ætlarðu að fara þegar þú skilur við mig? — Jeg fer heim. til föð'ur míns, mælti hún. Þú þarft ekki að óttast það að jeg------- — Jeg er ekkert hræddur urn það, greip hann fram í og hún sá elcki betur en að hann brosti. En þetta getur þú ekki gert. — Hvað er það, sem jeg get ekki gert? — Þú getur ekki yfirgefið mig, manninn þinn, aðeins vegna þess, að þjer líkar ekki vel við ættingja mína. — Þú veist sjálfur að það er ekki aðalástæðan. — Jú, jú, jeg þykist vita það, mælti liann dræmt. Þú vilt skilja við mig vegua þess, að þjer er illa við mig. — Nei, það er vegna þess að jeg er óhamingjusöm, hrópaði hún. Það er vegna þess að jeg er ekki sáiarlaus brúða, heldur manns- barn, sem þráir ást og einlægni. — Þráir ást — ó, guð minn góður! andvarpaði hann, en Litta heyrði það ekki. Hún fann aðeins að honum leið illa, og henni þótti hálfgert vænt um það, að sjer hefði tekist að hrífa hann út úr þeirri lognmollu, sem stöðugt hvíldi yfir honum og hafði sífelt gert henni gramt í geði . — Ættingjar mínir, mælti hún ennfremur, eru af almúgafólki, meira blátt áfram en þú getur hugsað þjer, en þeim þykir þó vænt um mig. Jeg hefði átt að hverfa heim til þeirra fyrir löngu. Það hefði veitst mjer ljettara. — Hvað áttu við? spurði hann og leit á hana. — Jeg á við það, að það hefði verið miklu best fyrir mig að hverfa heim áður en jeg vandist á óhóf og heimilisprýði hjá þjer. Þá heíði jeg verið þeim betri en jeg get nú orðið. Og nú veitist mjer það erfiðara að hverfa heim aftur. En þó hefi jeg nú tekið áKVörðun mína: það er best fyrir okkur bæði að skilja. Jeg get ekki þolað þessa sambúð lengur. Faðir minn elskar mig allra manna mest og jeg hefði aldrei átt að yfirgefa hann. Þú hefir aldrei elskað mig, aðeins haft meðlíðan rneð mjer. Jafnvel þegar þú þóttist elska mig var það ekki annað en meðaukmk- un. Það voru þó margir, sem vorU hrifnir af mjer í Monte Carlo. Jeg var lagleg, og þeir hjeldu að jeg væri rík. Og svo er því þannig farið, að karlmenn verða gjarnast ásthrifnir af þeirri konu sem ann- ar girnist. Um það leyti þurftir þú ekki að taka neitt tillit til þinnar ríku ættar þinnar, ;og þú.... — Og jeg elskaðí þig af öllu hjarta. Hún ypti öxlum. —• Já, þú hjelst að það væri ást, en hefði það verið' ást, hrein og einlæg ást, þá hefði hún entst lengur. En jafnvel vinátta þín, sem þú stærðir þig af, kólnaði fljótlega. — Litta, segðu mjer nú eitt: Hefir þú aldrei reynt að gera þjer grein fyrir því, hvernig á því stendur að ekkert hefir orðið var- anlegt okkar í milli.- — Nei, svaraði hún, jeg hefi aldrei reynt til þess. Jeg veit ekki annað en að þú sagði einu sinni að þú elskaðir mig, og litlu seinna komst jeg að raun um, — já, jeg komst að' raun um það, — að þú kærðir þig ekki framar um mig. Hefðir þú elskað mig einlæglega, þá hefðir þú elskað mig enn og mundir elska mig altaf. — Þú segir satt. Ástin er líf- seig — enda þótt þú hafir gert alt sem í þínu valdi stóð til þess að drepa hana. — Það er ekki satt! hrópaði hún. — Hugsaðu þig vel um, Litta! mælti hann rólega. — Ó, jeg hefi hugsað nóg um þetta, svaraði hún. Hið eina, sem jeg þrái nú, er að gleyma öllu. — Heldurðu að það verði auð- velt? — Já, jeg vona það. — Og heldurðu að þú verðir liamingjusöm hjá ættingjum þín- um? — — Já, þeir eru góðir við mig. Jeg skil þá, og þeir skilja mig. — Og þegar þú ert komin heim til þeirra og þykist vera hamingju- söm, þá heldur þú að þú getir gleymt öllu? —• Já — og helddurðu að þú getir þá ekki líka gleymt mjer? spurði hun og leit hvast á hann. —• Jeg? mælti hann lágt og færði sig nær henni. Aðra höndina hafði hann lagt á bakið á bekkn- um, sem þau sátu á, og annað knje hans nam nær við jörð. —• Jeg? endurtók hann. Mjer yrði líklega jafnljett að hætta að draga andann eins og hætta að elska þig. Dag og nótt hugsa jeg sífelt um ig. Æ, farðu ekki, Litta, mælti hann ennfremur', því að hún hafði staðið á fætur. Og um leið tók hann utan um mittið á henni og hjelt henni svo þjett að sjer, að hún gat ekki hreyft sig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.