Morgunblaðið - 23.08.1928, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Grnyére-ostnr:
Créme de Grnyére anx Flenrs dn Jura
í dósum með 6 stk.
Afbragðs-góður en ódýr.
Notar hann hjer um bil ein-
göngu tiibúinn áburð í tilrauna-
Hfismæður
biðjið um það
bestaf seiti er
H. Benediktsson
& Co.
Simí 8.
Harnrækt í Fliðtshlíð-
Klemens Kristjánssyni gengur
prýðilega byggræktin.
„Fögur er hlíðin — bleikir akr-
ar en slegin tún“. Þessi orð kann-
ast allir íslendingar við. En nú
er langt um liðið, síðan bleikir
kornakrar blöstu við þeim, er fóru
iim Gunnarshólma og varð litið'
upp til Fljótshlíðar. Og það munu
eigi hafa verið gerðar ítarlegar
tilraunir til kornræktar í Fljóts-
-hlíð, frá því að Vísi-Gísli sat á
Hlíðarenda, og þangað til Klemens
Kristjánsson tók sjer fyrir hendur
í fyrra að koma upp kornræktun
-artilraunum í gróðrarstöð Bún-
aðarfjelags íslands að Mið-Sáms-
stöðum.
Þegar menn fara um Fljótshlíð-
urveg-inn um þessar mundir, blas-
ir við akur Klemepsar. Hann hefir
sáð korni, byggi og höfrum í 7
dagsláttur af nýbrotnu landi. Er
bygg í sex dagsláttum, en hafrar
í einni. Leggur hann, sem eð'Iilegt
er, aðal ástundun á byggið, því
sú ein kórntegund mun eiga hjer
mikla og varanlega framtíð. Hafr-
íimir verða og bin ágætasta nytja-
jurt í framtíðar-jarðræktinni. En
þeir verða aðallega notaðir til
heyja, þótt þeir þroskist til fulln-
ustu í hlýjum sumrum.
Tilraunir þær, er Klemens gerir
með byggrækt, miða aðallega að
því tvennu, að athuga hver áhrif
það hefir á þroska byggsins hve-
nær því er sáð að vorinu, og hver
áburðarþörf þess eí.
akur sinn.
Sáðtíma-tilraun hans með bygg,
er framhald af tilraunum þeim,
er hann gerði hjer í nokkur ár í
Aldamótagarðinum. Hefir hann öll
árin sáð bygginu í fernu lagi, þ.
21. apríl, þ. 1., 10. og 20. maí.
Hefir honum reynst best að sá
].ví sem fyrst. En í sumar þrosk-
ast jafnvel það bygg, sem sáð var
til seinast. Og í áburðartilrauna-
reitunum þroskast bygg hans jafn
vel í þeim reitum, sem engan
áburð hafa fengið, þó uppskeran
þar verði vitanlega mjög rýr.
Fjögur afbrigði hefir hann af
byggi,x og er Dönnes-bygg enn
sem fyr það afbirgði hans, sem
nær fljótustum þioska. Hanu hefir
þarna bygg af stofni þeim, er
hann hefir ræktað ár eftir ár í
6 ár, og altaf fgngið útsæði af
eigin akri til næsta árs. Þetta er
Dönnes-bygg að uppruna, en virð-
ist nú þroskalegra .ásýndum en
Dönnes-bygg það', er sprottið hefir
af útsæði sem aðfengið er í ár.
Af höfrunum eru Niðarhafrar
efnilegastir að sjá. Alls hefir hann
níu hafra-brigði.
Gerir Klemens sjer vonir um að
fá um 20—30 tunnur af korni í
sumar.
Klemens hefir nýlega ferðast um
Svíþjóð og Noreg, og heimsótt 18
tiiraunastöðvar. Telur hann sig nú
mun öruggari en áður í hinu þýð-
ingarmikla starfi, er hann hefir
valið sjer. Dugnaður hans og
áhugi er annálsverður, og er von-
andi, að Búnaðarfjelag Islands
sjái um, að hann geti notið sín
sem best í framtíðinni.
Grasfrærækt hans á Mið-Sám--
stöðum er jafn merkileg og jafn-
vel þýðingarmeiri fyrir landdbún-
að vorn, en kornræktin. Frá henni
verður sagt hjer síðar.
______. ♦.----t—
Skilnaðar- og
þakklætissamkvæmi
var hjónunum, sjera Jóni Arna-
syni og konu hans, frú Jóhönnu
Pálsdóttur, haldið á Bíldudal
sunnudagskvöldið 17. júní. Eru
þau nú á förum þaðan og ætla að
setjast að í Reykjavík. Sjera Jón
fluttist nývígður vorið 1891 til
Otrardalsprestakalls og hefir þjón
að þessu sama prestakalli alla
stund síðan, þótt hæði hafi presta-
kallið skift um nafn (heitir nú
Bíldudalsprestakall) og hreyting-
ar orðið að öðru leyti á því, þar
sem Selárdalssókn hefir verið lögð
til þess. Er þetta iangur prests-
þjónustu tími á sómu stöðvum, en
hitt er þó meira um vert, með hve
innilegri alúð, skyldurækni og trú-
mensku sjera Jón hefir ávalt leyst
starf sitt af hendi, svo að í því
efni hefir hann jafnan verið öðr-
um til fyrirmyndar. Kona hans,
frú Jóhanna Pálsdóttir, sem hann
kvæntist sama vor sem hann vígð-
ist, 1891, hefir og jafnan átt mik-
inn og góðan þátt í hinu blessun-
arríka starfi manns síns.
í Reykjavík eru öll börn þeirra,
sem á lífi eru: Árni kaupmaður
Marínó loftskeytamaður, Sigríður
kona Sigurðar læknis Magnússon-
ár á Vífilsstöðum, Ragnhildur
reikningshaldari við heilsuhælið á
Vífilsstýðum, Anna starfandi við
barnad. heilsuhælisins, Svanlaug
gift cand. med. Gísla Pálssyni.
Einn son nppkominn, mistu þau
hjón, Pál að nafni. Hann fórst
vorið 1910 á þilskipinu „Gyða“
frá Bíldudal.
Sunnudaginn, sem samsætið var
haldið, fór fyrst fram mjög fjöl-
menn guðsþjónusta í Bíldudals-
kirltju. Fór þar fram innsetning
hins nýja sóknarprests, sjera Helga
Konráðssonar.
Til samsætisins til lieiðurs þeiip
lijónum höfðu báðir söfnuðir
prestakallsins, Bíldudals og Selár-
dals, stofnað. Alls voru þar við-
staddir nálega 40 manns, úr háð-
um sóknum. Samsætið hófst með
því að forstöðumaður þess, Ágúst
Sigurðsson, mælti fyrir minni
sjera Jóns og konu hans. Jafn-
framt færð'i hann þeim heiðurs-
gjöf frá söfnuðunum, fjárupphæð
(1000 krónur) og sjera Joni staf
siifurbúinn með áletrun. Ennfrem-
ui var talað fyrir minni frú Jó-
hönnu sjerstaklega. Þau hjónin
þölckuðu með hlýjum og viðkvæm-
um orðuln sæmd þá, er þeim var
sýnd.
Samkvæmið stóð yfir fram á
nótt, eina af þessum björtu vor-
nóttum þar sem aftanbjarminn
fellur saman við árroða komandi
dags. Fór það að öllu leyti hið
hesta fram og var öllttm hiutað-
eigendum til mikillar ánægju og
sóma.
Viðstaddur.
....-—••••
„Tilnrnar tala“.
Tíminn miklast allmikið af því,
að þingið síðasta skyldi setja lög
um sameiginlegan forstjóra fyrir
tryggingarstofnanir ríkisins, og
eignar hann sínum mönnum að
vanda heiðurinn af ráðstöfun
þessari. Þess er nú fyrst að geta,
að allir flokkar voru sammála nm
þetta, en að vísu mun stjórnin
hafa átt frumkvæðið. Sparnaður er
auðsær að þessu, þegar tii fram-
kvæmda kemur, en að sinni er
hann þó iítilvægur og aðeins til að
sýnast, enda var víst aðaltilgangui'
flutningsmanna enn annar, sein
sýnt mun verða.
Tíminn teiur laun forstjóranna
sem hjer segir: Forstj. Brunahóta-
fjel. kr. 6038,50, forstj. Samábyrgð
av 9500 kr., stjórn Slysatryggingar
6000 kr. Lögin gera nú ekki ráð
fyrir að öll stjórn Slysatryggingar
verði í höndum forstjóra, helduí
hefir hann áfram sjer við hlíð tvo
meðstjórnendur. Sjeu þeim greidd-
ar í laun 2000 kr. hvorum, ern eft-
ir 2000 kr., sem þar árlega sparast.
— Þá segir Tíminn, að forstjóri
Samábyrgðar liafi í laun 9500 kr.
og má væntanlega byggja á því.
En 5. gr. laga nr. 65, 1928 segir,
að „lögin taki eigi til Samábyrgð-
arinnar, fyr en núverandi fram-
lcvæmdastjóri lætur af stöðusinni“.
Þetta ákvæði var auðvitað' sjálf-
sagt, með því að forstjórastarfið
mun vera aðalstarf þessa manns
eða einkastarf, og er það löngu
viðurkend regla, að kasta eigi út
á gaddinn slíkum mönnum, þótt
lögum sje hreytt. En hjer verður
þá enginn sparnaður fyrst um sinn.
íhaldsmenn fiuttu þá breyting-
artillögu við frumvarpið, að sama
máli skyldi gegna um forstjóra
Brunabótafjelagsins, og mælir alt
hið sama með því, sem sagt var
um forstjóra Samábyrgðar, Enda
eru laun hans áþekk launum hins
nýja forstjóra Tryggingarstofnun-
arinnar, svo að' í bráðina varð ekk-
ert með því sparað að leggja niður
sýslan hans. En hjer horfði öðru-
vísi við. Forstjóri Brunabótafje-
lagsins er pólitískur andstæðingur
ríkisstjórnarinnar, og er gamal-
lcunnur fjandskapur hennar, eða
að minsta kosti dómsmálaráðherra,
í hans garð. Nú var framkoma
hans öll í þessari sýslan sinni víta-
laus, svo að engin leið var að reka
hann með stjórnarráðstöfun. En
þá skirrist stjórnin eigi við að
láta þingið setja lög, til að fylgja
fram þessari ofsókn sinni. En það
var henni vitanlega í lófa lagið,
með því að hún hafði meiri hluta
í báðum deildum. Af þessari á-
stæðu er niður lögð sýslan for-
stjóra Brunabótafjelagsins, en eigi
fyrst og fremst í sparnaðarskyni.
Enn fluttu íhaidsmenn þá breyt-
ingartillögu við iaga-frumvarpið,
að forstjóri Tryggingarstofnunar-
innar skyldi hafa sjerþekkingu
fullkomna á öllum tryggingarmál-
efnum. Þetta var felt, af því að
búið var að lofa starfinu Fram-
sóknarþingmanni, sem ekki hafði
þá þekkingu. Er þó augljóst, að sú
hreyting hefði verið þörf og rjett-
mæt, ef eigi hefði verið ríkari
nauðsyn flokksins að launa góð-
um manni dygga þjónustu.
Tíminn segir, með breyttu letri,
að „tölurnar tali“ í þessu máli.
Ekki er furða þótt blaðið rembist,
slíkan málstað sem það hefir lijer
að verja. Það er satt, að tölurnar
tala. En þær vitna beint á móti
stjórninni og flokkum hennar. Að
lögunum er nær engin sparnaður
fyrst um sinn (ca. 2000 ki\, sem
væntanlega sparast við stjórn
Siysatryggingar). En þau eru sett
í ofsóknarskyni við skeleggan
andstæðing, til þess að svifta hann
aðalstarfi sínu og fá það í launa-
skyni flokksmanni stjórnarinnar.
Orð fer af því, að stjórnin sje
hlutdræg um embættaveitingar og
sýslana, en þótt slíkt sje fátítt,
þekkjast þó dæmi þess áður. En
hins munu varla dæmi fyr en í
vetur, að þingið liafi ljeð lið sitt
tii slíkra óhæfuverka. Og er það
cnn ein sönnun ]iess, hve gjör-
spiltur er hugsunarháttur þeirra
manna, er ráð'a stefnu stjórnar-
flokkanna. Og langt mega þeir ai-
þingismenn leiddir vera, sem lið-
veislu veita til slíkra skemmilegra
athafna. z.
„Gustav Holm“ á að leita að
Latham.
Franska gtjórnin hefir þáð boð
clönsku stjórnarinnar um að láta
Grænlandsfarið „Gustav Holm“
taka þátt í leitinni að þeim Lath-
amsmönnum. Gustav Holm liggur
nú í Scoresbysund. Skipstjóri þess
er Vestmar kapteinn.
Islenskar
KartSflnr
og rófur.
Ódýran I heilum sekkjum
og lausri vigt.
TIRiFMWm
Laugaveg 63. Sími 2393-
Járnbrantarteinar
5, 7, 9, 10, 12, 14, 18 og 20 kg.
og enn stærri — nýir og notað-
ir — fyrirliggjandi Osló.
Úrsteypuvagnar,
Kranar,
Kola- og grjótmuln-
ingsvjelar,
Flutningatœki.
Sell & Gnrbolt A.S.
O.I6.
Símnefni Moment.
Litið notað
eikar skrifborð
öskast til kaups sem
fyrst.
Upplýsingar i sfma 874.
Ódýrir
Ullsrkiðlar
nýkomnir.
Verslun
lfl Isooiseri.
Nýtt nautakjðt
Dilkakjðt og Smjör.
HiðtUiifl Heiðubfeið.
Sími 678.
Besti
fægiíöprinn.
Heildsölubirgðir
hjá
Danfel
Halidóirssyni.
Sími 2280.
Tíl ÞIIIBV
fastar ferðir.
Til Eyrarbakka
íaísr ferðir alla íniðvikudaga^
Austur í FljótshlíC.
• alla daga kl. 10 f. h.
Bifreiðastöð Reykjsvíkur.
Afgreiðslusímar: 715 og 716.