Morgunblaðið - 23.08.1928, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.08.1928, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ Stofnandi: Vilh. Pinsen. Dtgefandi: Fjelag í Reykjavlk. > Ritstjörar: Jón Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Auglýsingastjöri: E. Hafberg. Skrifstofa Austurstræti 8. Slmi nr. 500. Auglýsingaskrifstofa nr. 700. Heimasímar: Jön Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Askriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánufci. Utanlands kr. 2.50 - --- I lausasölu 10 aura eintakið. Erlendar símfregnir. Khöfn, FB 21. ágúst. Merkir stjórnmálamenn látnir. Haldane. Frá London er símað: Haldane lávarður, fyrverandi hermálaráð- herra, er látinn. (Viscount Haldane var fæddur 1851, þingmaður fýrir Hadding- tonshire 1885—1911.Varð hermála- ráðherra síðari hluta árs 1905. Var Lord Chancellor 1912—15). Skuludis. Frá London er sírnað: Skuludis, fyrverandi stjórnarforseti (í iGrikklandi), er látinn. Hafin leit að Hassel. Frá New York er sírnað: Ótti .manna um afdrif Hassels og Cram- «rs fer vaxandi. Margir óttast að' þeir liafi farist, en samt er hi'gs- anlegt að þeir hafi neyð'st til þess að lenda í óbygðum, annað hvort ;á Labrador eða Grænlandi eða í einhverri bygð á Labrador, þar *em ekki eru loftskeytasenditæki. ‘l'ollgæsluskip Bandaríkjanna leita að Hassel við strendur Labrador. Stjórnin í Bandaríkjunum hefir farið ])ess á leit við stjórnina í Newfoundland og stjórnina í Kan- .ada, að láta leita að Hassel. Kosningarnir í GrikklaJidi. Frá Hamborg er símað: Þing- kosningarnar fóru fram í Griklr- landi í fyrradag. Venizelosar flokkurinn fjekk mikinn meiri hiuta þingsæta. Samkvæmt úrslit- Um, sem hingað til hafa verið gerð kunn, hefir hann fengið eitt hundrað og sjötíu þingsæti af tvö hundruð og fimmtíu. Pangalos fjell við kosningarnar. Kosninga- íirslitin eru talin vera mikill sig- ur fyrir lýðveldið. Albanía vill vera konungsríki. Frá Tirana er símað: Albaníu- frjettastofan tilkynnir að öflugar óskir sjeu fram bornar víða í land- inu um það, að Albanía verði gerð að konungsríki, en núverandi ríkisforseti lcrýndur konungur. — Kröfugöngur hafa verið farnar í þessu skyni um alla Albaníu. Synt yfir Ermarsund. Frá London er símað: Miss Hawk, bresk stúlka, hefir synt yfir Ermarsund á rúmlega nítján klukkustundum. Va^nsflóð í Kína. Frá Peking er símað: Ýmsar þverár Gulafljóts hafa flæt.t yfir mikil flæmi í Shantunghjeraði. — Tvö lmndruð sveitaþorp eru á fióðsvæðinu. Attatíu menn hafa druknað. Símfregnir frá Ameríku herma, að 40.000 manns sjeu heimilislausir. • • • •—• • Burt með Teraany-táðherfann! I. Ekki alls fyrir löngu gat „Tím- inn“ þess og var eins konar sigur- lireimur í orðunum, að staðið hefði í ensku blaði svívirðing um rjett- arfar vort og dómgæslu, sem sett hefði verið í samband við klögun- armál erlendra landhelgisbrjóta. Það er engin nýlunda að fá slíkt að heyra frá vörum erlendra veiðiþjófa. Þegar eftir að íslend- ingar höfðu tekið landhelgisgæsl- una í sínar hendur, fór að berast hingað utan úr löndum ægilegar lýsingar af rjettarfarinu hjer. Þeir sem ókunnir voru málavöxt- um, en lieyrðu sögur þessar, Idutu að líta svo á, að hjer byggju ó- mentaðir skrælingjar, er ofsæktu og rændu alsaklausa menn. Er- lendir þegnar væru hjer lijálpar- og varnarlausir. Saklausir menn voru lijer teknir og dæmdir um- svifalaust í þungar sektir. Útlend- ingar kysu því oft að játa ranglega a sig brot og greiða sekt, því þá gætu þeir vænst þess að fá ein- liverntíma að losna úr greipum ræningjanna! Þannig eru í stórum dráttum lýsiugin, sem erlendir veiðiþjófar hafa gefið af ástandinu hjer. Auðvitað er ekki hlustað á þess- ar staðhæfingar af þeim mönnum, sem nokkurt skyn bera á þessi mál. Þó kemur það stundum fyrir, að klögumál enskra veiðiþjófa koma inn í breska þingið. Hafa þá þingmenn úr togarabæjunum, Grimsby eða Hull, látið hafa sig til þess að flytja í þinginu fyrir- spurnir um það, hvað hæft væri í söguburði togaraskipstjóra, sem sel^taðir væru á fslandi. En þó einhver þingmaður hafi látið hafa sig til þess að flytja ákærur og þvaður landhelgisbrjót- anna inn í breska þingið, hefir það aldrei orðið frægðarför. Breski utanríkismálaráðherrann hefir æf- inlega svarað skýrt og afdráttar- laust. Hami hefir hvað eftir ann- að lýst ]iví vfir á þingi Breta, að það væri ekki nema eðlilegt og sjálfsagt að íslendingum væri sárt um landhelgina, því við strendur íslands væri dýrmæt auðæfi. Þeir yrðu að vernda þessi auðæfi; þess vegna væri ofur eðlilegt, að sektir fy-rir ólöglegar landhelgisveiðar væru háar hjá íslendingum. Það væri og skylda breskra þegna að hlýða lögunum, hvar sem þeir væru staddir í veröldinni. Þeir mættu ekki skorast undan rjett- mætum dómi ef brotlegir gerðust. Vafalaust hefði það verið ógern- ingur fyrir fslendinga, að fá betri og áhrifaríkari málsvara gegn staðlausum þvættingi landhelgis- brjóta, heldur en breska .utanrík- ismálaráðherrann. II. íslenska þjóðin verður að gera sjer ljóst, að öll aðstaða vor gagnvart kærumálum erlendra landhelgisbrjóta breytist, ef hún ætlar þegjandi að sætta sig við að- gerðir Jónasar Jónssonar dóms- málaráðherra í „Tervany1 ‘ -málinu svokallaða. f þessu máli hefir dómsmála- ráðherra gengið í lið með erlend- um landhelgisbrjótum, sem hafa á alla lund reynt að svivirða land- helgisgæslu vora og rjettarfar. Hann hefir með athæfi sínu slegið öll vopn úr hendi málsvara vors, utanríkismálaráðherrans breska. Hjeðan í frá gagnar ekki þótt utanríkismálaráðherra Breta fari að halda hlífiskildi yfir dómstólum vorum ; landhelgisbrjótar og þeirra málsvarar geta bent á orð og at- hafnir dómsmálaráðherrans ís- lenska sínum málstað til stuðnings. Hann hefir með athæfi sínu í „Tervany“ -málinu gefið alveg ó- tvírætt í skyn, að dómstólum vor- um sje ekki treystandi til að legg’ja á rjettlátan úrskurð í slík- um málum. Og hann hefir oftar en einu sinni gefið í skyn á Al- þingi, að æðsti dómstóll vor, hæstirjettur, dæmdi ranga dóma! Athæfi dómsmálaráðherra í „Tervany“-málinu getur haft hin- ar alvarlegustu afleiðingar fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. — Ef er- lendar þjóðir missa traust á rjett- dæmi liæstarjettar er hættan yfir- vofandi. Því þegar traustið á hæstarjetti er horfið, mun skamt að bíða þess að sjálfstæðið sje tapað líka. Ef íslenska þjóðin ætlar að kom- ast ómeidd frá „Tervany—málinu og afleiðingum þess, verður hún einhuga og samtaka að krefjast þess, að dómsmálaráðherrann segi af sjer þegar ,í stað! Burt ípeð þann ráðherra, sem gengur í lið með erlendum veiði- þjófum! Burt með þann ráðherra, sem í orði og verlri hefir reynt að lítils- virða hæstarjett vorn og veikja traust hans meðal erlendra þjóða! Burt með Tervany-ráðherrann! Flugvjelar til Grænlands. Næsta sumar ætlar flotamála- ráðunéytið danska að senda flug- vjelar til Grænlands til þess að taka myndir af landinu svo að hægt sje að „kortleggja“ það. Schmidt flugliðsforingi fer í næstu viku með s/s „Disko“ þangað til þcss að rannsaka skilyrði fyrir flugi ]iar. (Sendiherrafrjettir). I ' Kafbáturinn sem sökk. Við flotaæfingar, sem haldnar voru hinn 7. ágúst skamt vestur af eynni Brioni, fórst ítalski kaf- báturinn „F 14“ með allri áhöfn, 27 manns. Kafbátturinn fekk skip- un um það, að gera árás á tundur- spillii’inn „Missori“. Fór báturinn þá í kaf, en kom ekki upp síðan. Af einhverju slysi sökk hann þar til botns á 40 metra dýpi, en honum var ekki ætlað að kafa dýpra en á 25 metra. Kafarar voru bráðlega sendir niður á sjáv- arbotn og fundu þeir bátinn. Voru þá allir mennirnir lifandi í hon- um eftir því sem þeir skýrðu frá með höggmerkjum. En það tók all- langan tíma að koma skipinu þar ao til þess að hefja kafbátinn frá sjávarbotni, og þegar hann náðist að lokum, voru allir mennirnir ör- endir. Hið seinasta, sem kafararnir heyrðu til þeirra voru þessi orð: „Vjer erum glataðir!“, gefin með höggmerkjum. Ástæðan til þess, að mennirnir fórust, var sú, að kafbáturinn þoldi ekki vatnsþrýstinginn á 40 metra dýpi. Búkurinn hefir látið undan þrýstingnum og farið að leka, en er sjórinn blandaðist brennisteinssýrunni í rafgeymun- um liefir myndast eitrað gasloft, sem hefir drepið alla mennina á stuttri stund. Pðlsku flugmeunlrnlr sem ætluðu að fljúga yfir Atlantshaf. Kubala og Idzikovski. Aðfaranótt 3. ágúst lögðu þess- ir tveir pólsku flugmenn á stað frá París og ætluðu að fljúga yfir Atlantshaf til -New York. — -Etluðu þeir að leggja leið sína um Rochefort og Azoreyjar. Þeir höfðu búið sig undir flug þetta í nokkrar vikur á Le Bourget flug- vellinum í Þarís, en pólska stjórn- in ætlaði að kosta förina. Er mælt að stjórnin hafi verið orðin óþol- inmóð og skipað þeim að leggja á stað, svo að þeir yx-ðu á undan franska flugmanninum Cortes, sem þá var að búa sig undir At- lantshafsflug. Þeir Kubala og Id- zikovski eru taldir nxeð bestu flug- nxönnum Pólvex-ja og þótti mönn- um því undarlegt, hve gálaus- lega þeir hófu för sína. Veðurút- lit var alls ekki gott, flxxgvjelin var ekki í góðxx lagi og þeir höfðu engin loftskeytatæki. Eftir 31 stundar flug bilaði vjel in þannig, að olíupípurnar stífl- uðust. Veðxxr var þá hvast og sjó- gangur nxikill og var þeiixx daxxð- inn vís að setjast á sjóinn. Hjeldu ]>eir því áfram, meðan vjelin gat flogið, til ]>ess að reyna að finna eitthvert skip, og voi’u þeir svo lxeppnir, að koma auga á þýskt skip, sem „Samos“ heitir. Mátti það eltki tæpara standa, því að þá hlunkaðist vjelin stjórnlaust nið- ur á sjóinn og varð fallið svo nxikið, að vængirnir brotnuðu und- ii’ eins. En flugmönnunum tókst að komast úr sætunum og losna við vjelina. „Samos“ bjargaði þeim og flatti þá til Portúgals. islandshðsið ( Osiö á að verða minningargjöf til íslands 1930. Nýlega hefir verið stofnað happ- drætfi til fjársöfnunar í Noregi handa íslandshúsinu í Osló. Það heitir „Landslotteriet til inntekt for jubileumsgaven til Island“. Og eins og nafnið bendir á, er tilætlunin sú, að húsið verði kom- ið upp og afhent 1930. Bæjar- stjórnin í Osló hefir gefið 10 þús. krónur til húsbyggingarinnar og nokkurt fje hefir safnast á ann- an hátt, en enn vantar 35 þús. kr. til þess að húsið komist upp og ]>ess vegna hefir happdrætti þetta verið stofnað. — I framkvæmda- stjórn eru Schei lyfsali (f. h. bæj- arstjórnar), Kr. Aarnot blaðamað- xxr, Breidsvold ritstjóri og Ingi- mundur Eyjólfsson ljósnxynda- smiður. Leitað að Hassel í Grænlandi. Ameríska stjórnin hefir beðið dönsku stjórnina að hefja leit að Ilassel í Grænlandi. Grænlenska verslunin hefir skipað landfóget- anum í Godthaab að láta leita svo sem hann telur nauðsynlegt vera, og liefir beðið skipstjórann á „Ger- triul Rask“, sem nú er á leið frá Julianehaab til Kaupmannahafnar að gæta vel að því hvort hann sjái nokklið til Hassels.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.