Morgunblaðið - 04.09.1928, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.09.1928, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Rúllur 20» 40 og 57 cm. Einnlg pokar, fiesíar stæröir. EranBgor Albasífl. Achmed Zogu, lii*n nýkjörni konungur Albaníu, sem nú hefir tekið sjer nafnið Skanderbeg III. Myndin er tekin af honum við liðkönnun nýlega. Hinn 31. ágúst í fyrra lögðu þau á stað í flugferð frá Englandi Minchie flugmaður og* Löwenstein-Wertheim prinsessa og var för- inni heitið til Kanada. Síðan hefir ekkert til þeirra spurtst og engin örmul fundist af flugvjelinni þangað til núna um daginn, að annað hjólið undan henni fanst rekið hjá Skaftárósi. Hjólið er til sýnis í glugga Morgunblaðsins — þögult vitni um eina af þeim sorgar- rsögum, sem gerst hafa nú á seinni árum, síðan mestu ofurhugar' fluglistarinnar hafa reynt að komast loftvegu yfir Atlantshaf. ~*x: n < '.I i* i Wi' rrf nn ~n»~ ii r iHiMn fi'wiiiiw hi nam Lsg y!B tfððaflo^k. (Kantata.) ------- / Undirbúningsnefnd Alþingis- hátíðar tilkynnir: FB 1. sept. Skorað er á þau íslensk tón- skáld heima og erlendis, er vilja freista þess að semja lög við Ijóðaflokk þann (kantötu), sem fluttur verður á Þingvöllum 1930, að senda hátíðarnefndinni skrif- lega tilkynningu um það sem fyrst og verður þeim þá sent afrit af Ijóðum þeim, sem valin verða, jafnskjótt sem dómur er uppkveð- inn, en það mun verða í nóvem- bermánuði næstkomandi. Tilkynn- ingunni skal fylgja skuldbinding keppanda um að birta ekki kvæðin nje láta af hendi eftirrit af þeim. Lögin eiga að vera samin fyrir ,,blandaðan“ kór (sópran, ali, ten- ór, bassa) og litla symfóníu hljóm- sveit, með allri þeirri tilbreytni um notkun söngraddanna, sem Ijóðin gefa tilefni til og tónskáldin kunna að óska. Pianoundirleikur skal þó talinn góður og gildur með þeim skildaga að höfundur beri kostnaðinn af því að búa hann í hendur hljómsveit („instru- mentera“ hann), ef verk höfundar verður tekið til söngs við aðalhá- tíðina og dregst þá kostnaðurinn af verðlaununum. Lögin ber að senda Alþingishá- tíðarnefndinni fyrir 1. október 1929, nafnlaus, en merkt einltunn. Nafn tónskáldsins skal fylgja í lokuðu umslagi, er merkt sje sömu einkunn og lögin. Fimm mánuðum áður, eða í síð- aasta lagi 1. maí 1929; skulu kepp endur tilkynna nefndinni hvers af þeim má vænta, svo að hún geti gengið úr skugga um það, að verkinu miði áfram. Hátíðarnefndin mun leggja til við Alþingi, að greiddar verði 2500 kr. (1. verðlaun) fyrir þann laga- flokk, er kjörinn verður til söngs við aðalhátíðina, en 1000 kr. (2. verðlaun) fyrir þann, sem næstur kemst, enda ráði hátíðarnefndin yfir báðum flokkum fram yfir hátíðina, og er tónskáldunum sjálf um óheimilt að birta lög sín, flytja eða láta aðra flytja þau opinber- lega fyr en henni er lokið. Ef keppendur kynnu að óska skýringa um einhver atriði, sem að ofan getur, má senda nefndinni tilmæli um þær, og mun hún þá sjá fyrir því, að upplýsingar verði gefnar, eins og um er beðið. Hallveigarstaðaskemtunin. Rosaveður og regnhlífar. „Enginn er verri þótt liann vökni.“ Með þetta kjörorð lögðu Reykvíkingar út í óvéðrið á sunnu- daginn var, til þess að sjá skrúð- fylkingu kvennaheimilisins. .Múg- ur og margmenni safnaðist saman við Iðnó á tilsettum tíma til þess að sjá hvað fram færi. En — því miður. Veðurspáin reyndist rjett. Regnskúrir dundu úr lofti hvað eftir annað, þær mestu er komið hafa hjer á þessu sumri. Konurnar urðu síðbúnar að út- búa vagnana, því þær voru fram eftir degi á báðum áttum með það, hvort telja ætti veðrið fært, en af- rjeðu þó að leggja af stað, þó útbúnaðurinn væri eigi miðaður við reykvíkskan rosa. Konur sátu í bifreið er útbúin var í víkirigaskipsmynd, og voru búnar að fornum sið. í annari bif- reið sátu blómameyjar, en skáta- stúlkur gengu í broddi fylkingar. Var fylkingu þessari vel tekið af áhorfendum. En er frá leið þynt- ist lið áhorfenda, því veður harðn- aði, og gátu hinar glæsilegu konur er í bifreiðunum sátu eigi komist hjá því að leita sjer skjóls með regnhlífum. Breyttist við það mjög svipur fylkingarinnar. Á Hallveigartúni voru ræður haldnar, og síðan stigirin dans fram eftir kvöldi. Blóm voru og seld á götunum til ágóða fyrir Hallveigarstaði. — Gekk sala greiðlega. En alt fór ver en til var stofn- að vegna óveðurs. Og þó — fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. íslensk- ar konur hafa löngum haft erfið kjör, verri en þær hafa átt skilið. Nýsoðin iCæffa Og Nautasulta fæst í ðfaiarbúð Sláturlielaisif^ Laogaveg 42. Simi 'tíi2 — Og alveg eins á sunnudaginn var. Kvennaheimilið Hallveigarstaðir á að komast upp að ári. Forgöngu- konunum er alvara. Þær láta eigi hugfallast, þó á móti blási. Það sýndu þær á sunnudaginn. Óliðleg skattheimta. Nýkominn heim eftir rúmlega 3 vikna fjarveru, fæ jeg einn morgun er jeg kem á fætur gegn- lúinn eftir árangurslitlar tilraunir til að sofna, þannig lagað brjef: Aðvörun. Eignin Smiðjustígur 5, sem tek- in var lögtaki 14. ágúst ’28 fyrir ógreiddu fasteignargjaldi til bæj- arsjóðs Reykjavíkur, ásamt kostn- að'i, verður auglýst í Lögbirtinga- blaðinu og seld, ef skuldin er eigi greidd innan 15. daga. Bæjargjaldkerinn í Reykjavík, 18. ágúst 1928. Mjer varð talsvert bylt við þennan boðskap. Hafði satt að segja ekki haldið að borgarar í þessum frjálsa bæ, væru alveg svona rjettlágir, og mundi þar að auki ekki eftir neinu ógreiddu gjaldi. Þegar jeg fór' að grenslast eftir, rifjaðist þó upp fyrir mjer að jeg hafði aðeins greitt nokk- urn hluta af nefndu gjaldi í janú- ar, en beðið um frest á hinu þang- að til í júlí, Aldrei þessu vant, hafði jeg svo alveg gleymt þess- um ógoldna hluta af skattinum. Yarð jeg síðan að gjalda 31 kr. 38. au. fram yfir það sem á mig hafði verið lagt. Það virðist varla geta verið efamál, að eins óliðleg aðferð og hjer er lýst, miði til að vekja hat- ur á skattheimtunni. Og ekki hefði þarna annars þurft en spyi’ja mig hvort jeg hefði ekki gleymt þessu sem jeg átti eftir ógoldið. En ef það eru lög, að gera megi upptæka eign manns, og þó að fjarverandi sje, verði dráttur á að gjalda skatt sem nemur Vioo af matsverði eignarinnar, eða ekki það, þá er áreiðanlegt, að breyta verður þeim lögum, ef hjer eiga að geta heitið frjálsir menn. 24. ágúst. Helgi Pjeturss. verður b stui* ef i>úg> fíi* keypf i versipstinni Laugaveg 63. Sími 2393- íilendingnr, sem kann enska hraðritun og skrífar á riívjel óskar eftir atvinnu strax. Upplýsingar P. P. Box 96. Ný Pontlae - bifreli 6 csfiindra — lokud — með 4 hurðum, til sölu af sjerstökum ástæðum. Semjið við Tryggva Ás- grímsson, Hverfisgötu 16 b. Hövlebænke i alle störrelser, af prima tört Bögetræ, — 3^ Al. Spændevidde 60 lrr. Katalog til- sendes paa Forlangende. H. Jensen, Trævarefabrik, Svendborg, Fyn. Kolinos tann-Krem er bragðgott og hressandi, það hreinsar tennurnar afar vel og drepur sóttkveikjur, sem eyða þeim. Það uppleysir hverja ögn af matarleyfum, svo munnur yðar er algerlega hreinn og sótthreinsaður eftir notkun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.