Morgunblaðið - 04.09.1928, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.09.1928, Blaðsíða 3
MOEGUNBLAÖIÐ 3 MORGUNBLAÐIÐ Stofnanai: Vilh. Finsen. Utgefandi: Fjelag I Reykjavík. Ritstjörar: J6n Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Auglýsingastjðri: E. Hafberg. Skrifstofa Austurstrætl 8. Sisai nr. 500. Auglýsingaskrifstofa nr. 700. Heimasimar: J6n Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Askriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánutil. Utanlands kr. 2.60 - --- I lausasölu 10 aura eintakiS. Erlendar símfrEgnir. Khöfn, PB 3. sept. Flugslys. Frá París er símað : Bokanowski, verslunarmálaráðherra Prakk- lands, fórst í gær í flugslysi ná- lægt Toulon. Farþegaflugvjel, er ráðherrann var í, steyptist niður og vita menn eigi af hvaða ástæð'- um. Við fallið kviltnaði í flugvjel- inni. Auk ráðherrans fórust þrír flugmenn og aðalritari flugfje- lagsins. Minning Amundsens. Frá Ósló er símað: Blöðin flytja í dag dánarminningar um Amund- sen og minnast einkum þess heið- urs, sem Amundsen varpaði yfir Noreg. 4 Albanía konungsríki. Frá Berlín er símað: Blöðin skýra frá því, að konungskrýning hafi farið fram í Albaníu í fyrra- dag. Þriggja daga hátíðahöld fara fram í Albaníu í tilefni af krýningunni. • Nobile saklaus. Frá Milano er símað: Fascista- blöðin hjer í borg skýra frá því, að rannsóknarnefnd sú, sem Musso lini skipaði út af Nobileleið'angr- inum, hafi komist að þeirri nið- •urstöðu, að Nobile og fjelagar hans sjeu algerlega saklausir. ! Stjórnin í Mexico. Frá Mexico City er símað: Call- es forseti sagði í ræðu, sem hann hjelt við þingsetningu, að hann Væri ófáanlegur til þess að gegna fqrsetastörfum lengur en út kjör- ■tímabilið. Lagði hann til, að kos- inn væri bráðabirgðaforseti og mælti með stjórnarmyndun með þátttöku allra flokka í staðinn fyr- ir núverandi hervaldsstjórn. Stórveldin sjálfum sjer lík. Frá Genf er símað: Nefnd sú, sem Þjóðbandalagið skipaði til þ>ess að undirbúa alþjóðasamning um eftirlit með vopnaframleiðslu hjelt fund í vikunni sem leið. Sam- komulag hefir ekki náðst, þar eð Bretland, Frakkland, ítalía og Japan vilja ekki fallast á víðtækt eftirlit með vopnaframleið'slu handa landherjum. QengíQ. Sterlingspund............. 22.15 Danskar kr................121,82 Norskar kr................121,88 Sænskar kr................122,28 Dollar.....................4,56% Frankar .................. 17,97 Gyllini...................183,28 Mörk......................108,85 Hassel komiim irem, Hanffi leiii h\á Syknrtopp I OræiIansiL Hassel. -------<4 Ivhöfn 3. sept. FB. Frá New York er símað: New York Tirnes hefir fengið loftskeyti frá athugunarstöðinni í Syðra- Straumfirði á Grænlandi, þess efn- is, að Hassel og Cramer hafi verið bjargáð. Þeir neyddust til að lenda hjá Sykurtoppi, fyrir hálfum mán- uði. Þeim líður vel. Verslunarstof- an í, Rockford hefir fengið loft- skeyti sama efnis. (Einkaskeyti til Morgunbláðsins.) Julianehaab í gærkvöldi. Hassel og Cramer komu í nótt til flugvallarins hjá Mont Evans í Straumfirði. Þeir lentu 19. ágúst lijá Sykurtoppi og hafa verið 14 daga á leiðinni til Mont Evans. Báðum líður ágætlega. — Flug- vjelin er óskemd. ___ Amnndseu hefir drnknað. Annað flothylkið undan Latham fundið. Khöfn, FB. 2. sept. Frá Oslo er símað: Fiskiskipið Brodd hefir fundið flothylki und- an flugvjel nálægt Fugleö, en til þessarar eyjár er fimm klukku- stunda sigling frá Tromsö. Norskir og frakkneskir liðsforingjar liafa skoðað flothylkið (pontoon). Á- llta engan vafa á því, að það sje undan flugvjel Amundsens, Lath- am. Flotliylkið er málað blágrátt eins og Latham. Neðan á flothylk- inu er dálítil málmplata. Forstjóri flotastöðvarinnar í Bergen segir, að málmplatan hafi verið sett á flothylkið' í Bergen. Er þess vegna alment álitið, að Amundsen og fje- lagar hans liafi drukknað. Sjer- fræðingar álíta sennilegast, að flugvjelin hafi farist skamt frá Noregsströndum þ. 18. jviní. „Strassbourg1' er á leiðinni til Tromsö. Roald Amundsen var fæddur 16. júlí 1872 í Borge hjá Sarpsborg, en fluttist barn með foreldrum sín um til Óslóar. Meðan liann var enn í æsku las hann um Franklinleið- angurinn, sem astlaði að fara sjó- leiðina fyrir norðan Ameríku, og þá festist þegar hjá honum sú á- lcvörðun, að fara sjálfur sjóleið- ina norðan við Ameríku. Hann varð stúdent 1890 og byrjaði að lesa læknisfræði, því að móðir hans mátti ekki heyra það nefnt að hann gæfi sig við norðurförum. En þegar hún dó, fór Amundsen þegar að búa sig undir heimskauta ferðir. 1894 fór hann með sel- veiðaskipi norður í höf sem „jung- mand“. Árið eftir tók hann stýri- mannspróf. Veturinn 1896 (2.—-25. jan.) fór liann skíðaferð yfir Harð angursfjöllin. Árin 1897—1899 var hann stýrimaður á „Belgica“ í suðurpólsför Gerlaches. Var það hin fyrsta vetrarseta í suðurhöf- um. Amundsen tók þar þátt í jarð- segulrannsóknum og þegar heim kom tók hann að stunda jarðsegul- fræði af kappi hjá Aksel Steen í Ósló, Deutsche Steewarte í Ham- borg, próf. Borgen í Vilhelmshafen próf. Schmidt og’ dr. Elder í Postdam. Árið 1901 keypti Amund- sen veiðiskipið „Gjöa“, sem var aðeins 47 smál. og lagði á stað á því 17. júní 1903 frá Ósló við sjöunda mann og tókst honum að sigla þessu skipi sjóleiðina fyrir ncrðan Ameríku og er sú för fræg orðin. Roald Amundsen. Árið 1908 ætlaði Amuudsen að reyna að komast á skipi til norð- urpólsins á þann hátt, að leggja í ísinn norður af Alaska og láta svo bera;st með lionum til pólsins. — Bjóst hann við að vera 7 ár í þeim leiðangri. Hugmyndin fjekk ágæt- ar viðtökur og peningar streymdu að Amundsen. En er Peary komst á norðurpólinn í apríl 1909 urðu menn daufari um fjárframlög. Þó lagði Amundsen á stað illa útbú- inn. En nú sneri hann við blaðinu og ákvað' að fara heldur til suður- pólsins. Sigldi hann „Fram“ suður í Rossflóa og gerði sjer þar aðsét- urstað, sem hann nefndi Fram- heim. Þaðan fóru þeir fjelagar fimm á hundasleðum og komust á suðurpólinn 14. des. 1911, og reistu þar norska fánann. Þar dvöldu þeir í 4 daga og komust svo allir hressir og heilir á húfi heim aftur. Þegar Amundsen kom heim, tók hann þegar að búa sig undir ferð til norðurpólsins og var' fyrirætlan hans hin sama og áður, að láta Síidveiðin. reka með ísnum. En áður en und- irbúningi þeirrar farar yrði lokið, skall heimsstyrjöldin á og hætti þá Amundsen um sinn við förina. En 1916 ljet hann smíða sjer nýtt skip, „Maud“, 292 smál., og lagði á stað á því 25. jimí 1918 frá Ósló. Var lialdið norður fyrir Síberíu og lagt í ísinn 240 sjómílum austar en Nansen lagði í hann á Fram. En það fór öðruvísi en ætlað var. 1 þrjú sumur í röð reyndi Amund- sen að komast inn í ísinn og láta reka, en mistókst altaf og 1921 varð að sigla „Maud“ til Seattle til þess að láta gera við hana. — Amundsen keypti þá flugvjel og ætlaði að fljúga frá Alaska til Spitsbergen, en Oskar Wisting tók við „Maud“, lagði í ísinn og var þar að svalka í þrjú ár. Var það í júní 1922 að Amundsen skildi viðj þá fjelaga sína, en úr flpg- ferðinni varð ekkert. En árið 1925 lagði Amundsen upp frá Spitsberg en í 2 flugvjelum og ætlaði að fljúga til pólsins. Fór sú för svo að þeir komust ekki nema miðja vegu. Þar bilaði önnur flugvjelin og var það hepni að þeir skyldu ekki allir drepa sig. En aftur komust þeir til Spitsbergen í ann- ari flugunni, eftir miklar mann- raunir. Amundsen þóttist nú sjá, að flugvjelar væri ekki hentugar til pólferða. Loftskip væri miklu betri. Hófst hann þegar handa er heim kom, að efna til nýs leiðang- urs í loftskipi. Norðmenn lögðu fram mikið' fje og Italir einnig. — Var svo farin hin fræga för á „Norge“ yfir þvert pólhafið, frá Kingsbay á Spitsbergen til Al- aslca. Eftir þá för reis upp hin nafnkunna deila milli Amundsen og Nobile, og vildi hvor troða skó- inn ofan af öðrum og sættu báðir ámæli fyrir og þó Amundsen öllu fremur. Hinn 17. júní í sumar, á 25 ára afmæli þess, er „Gjöa“ lagði á stað í leiðangur sinn norður fyrir Ameríku, lagði Amundsen á stað í flugvjelinni „Latham“ til þess að reyna að bjarga Nobile. Þetta varð hans seinasta för, en með henni og dauða sínum, hefir hann bætt fyrir alt, sem honum kann að hafa yfirsjest áður, og nú minnast menn hans aðeins sem hinnar mestu hetju og hins fr'ækn- asta pólfara, sem uppi hefir verið. Skipaferðir. Esja var á Hvamms- tanga í gær. — Goðafoss var á leið' til Siglufjarðar frá ísafirði. (Einkaskeyti til Morgunblaðsins). Siglufirði í gær. Á hádegi í dag höfðu verið saltaðar 69800 tunnur af síld, kryddsaltaðar 15900 tunnur og sykursaltaðar 9300 tunnur. Stormur er hjer á suðvestan og sáralítil reknetaveiði í dag, en flest herpinótaskipin komu full í nótt til Hjeðinsfjarðar og Eyja- fjarðar. —-—---------------- Frjettir. Seyðisfirði, FB. 1. sept. Þ. 18.—25. ágúst hafði Kven- fjelag Seyðisfjarðar heimilisiðnað- arsýningu hjer. Var henni smekk- leg fyrir komið og margir góðir munir á henni Guðmundur bifreiðarstjóri í Reyðarfirði kom hingað í bifreið yfir Fjarðarheiði, var sex stundir frá Egilsstöðum. Fardagafoss- brekkuna ofanfjalls nokkuð á þriðju klukkustund. Ilafði menn sjer til aðstoðar. Upp yfir næsta dag 4 stundir á Egilsstaði. Gekk vel. Grænlandsfarið' Gustav Holm kolaði hjer þ. 24.—25. ágúst. Á skipinu voru tveir Eskimóar, sem fara til Danmerkur til þess að læra til prests, annar prestssonur frá Scoresbysund. Fiskafli nokkur. Síld engin. Eftir höfuðdag sunnanátt, sól og þurkur. Veðrið (í gær kl. 5): Lægð 735 m.m. á mjóu belti frá Snæfells- nesi og norðaustur undir Jan May- en. Skiftir hún vindum þannig að á S- og A-landi er SV-átt, en all- livass NA úti fyrir Vestfjörðum. Á Breiðafirði og Norðurlandi er yfirleitt hægur vindur og tvíátta. Rigning um allan vestri helming landsins, en bjart veður og hlýtt (14 stig) á Austurlandi. Lægðin færist hægt austur á bóginn og virðist heldur fara minkandi. Þó má búast við að veðrátta haldist óstöð'ug og rosa- fengin meðan lægðin er að færast yfir landið. Hiti er 10—14 stig víðast á landinu, nema á Vest- fjörðum aðeins 5 stig. Veðurútlit í dag: V og NV-kaldi — smáskúrir. Kaldara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.