Morgunblaðið - 08.09.1928, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ
3
MORGUNBLAÐIÐ
Stofnandi: Vilh. Finsen.
tJtgefandi: Fjelag 1 Reykjavlk.
Ritstjörar: Jón Kjartansson.
Valtýr Stefánsson.
Auglýsingastjöri: E. Hafberg.
Skrifstofa Austurstrœti 8.
Siml nr. 500.
Auglýsingaskrifstofa nr. 700.
Heimasimar:
Jön KJartansson nr. 742.
Valtýr Stefánsson nr. 1220.
E. Hafberg nr. 776.
Askriftagjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánuBl.
Utanlands kr. 2.50 - —
I lausasölu 10 aura eintakiB.
Erlendar símfrEgnir.
Khöfn, FB. 7. sept.
Frá þingi Þjóðbandalag-sráðsins.
Frá Genf er símað: Almennar
nmræður um starfsemi Þjóðbanda-
lagsins standa nú yfir á þingi
bandalagsins. Svíinn Unden og
Hollendingurinn Blokland ljetu í
ljós gremju yfir kyrstöðu þeirri;
sem ríkir í afvopnunarstarfsem
; inni Töldu þeir fulla nauðsyn á,
að hafist væri handa svo einhver
árangur sæist bráðlega. Álitu þeir
nauðsynlegt að gera alþjóðagerð-
ardómssamning.
Drepsótt í Grikklandi.
Frá Berlín er símað: Dengu-far
söttin breiðist út til flestra borga
d Grikklandi. Binnig til Rúmeníu
og Búlgaríu. Þrjú hundruð þúsund
veikir í Grikklandi, en eitt þúsund
manns hefir dáið síðasta mánuðinri
þar í landi. Fjárhagstjón af far
sóttinni ætla menn að' nemi einum
miljarð drakma. Venizelos er
hættulega veikur af farsótt þess-
ari. Þjóðbandalagið hefir sent til
'Grikklands sjerfræðing í hitabelt-
isfarsóttum.
Vatnsflóð í Indlandi.
Frá Karachi er símað: Djelam-
fljótið flæðir yfir stór lándsvæði
í Norður-Indlandi. Bærinn Strina-
gar umluktur af vatni. Opinber-
lega tilkynt, að sjötíu og fimm
menn hafi farist.
(Borgin Stinagar er höfuðstað
Tirinn í ríkinu Kashmir, íbxiatala
141,700 íbúar. Borgin stendur við
IDjelamfljótið).
Khöfn, FB 7. sept.
Mowinckel deiíir á stórveldin.
Frá Genf er símað: Mowineke l
fajelt ræðu í þingi Þjóðabandalags
ins í gær og krafðist bráðlegra
framkvæmda í afvopnunarmálinu
Kvað hann afvopnunarloforðin
Versalafriðarsamningunum hafa
vakið miklar vonir, en þrátt fyrir
þau verji stórveldin æ meira fj
til undirbúnings hernaði, stöðugt
■sje starfað að uppfundning óg
.urlegra hernaðartækja, eiturgas
itegunda og lofthernaðartækja.
Rússar skrifa undir sáttmála
Keloggs.
Frá París er símað: Rússland
hefir skrifað undir ófriðarbanns-
sáttmála Kelloggs.
Loftfarið mikla.
Frá Berlín er símað: Reynslu
flug „Zeppelin greifa“ hefir
dr’egist vegna þess, að staðið hef
ír á framleiðslu gass þess, er nota
á. Nú hefir verið ákveðið, að'
reynsluflugin byrji um miðbik
þessa mánaðar. En til Ameríku
€> ráðgert að loft.skipið fari fyrr
hluta októbermánaðar.
Stjóraarskifti í Búlgaríu.
Frá Sofia er símað: Liaptschew-
stjórnin hefir beiðst lausnar, vegna
jess að þrír ráðherranna hótuðu
að segja af sjer út af því að
Liaptschew synjaði að verða við
kröfu Burovs utanríkisráðherra
um að Varlkov hermálar'áðherra
færi frá völdum. Burov áleit auð-
veldara að fullnægja bresk-frakk-
nesku kröfunni um að hindra bylt-
ingastarf Makedoniumanna í jú-
goslafnesku Makedoniu, ef Varl-
kov bæðist lausnar.
Kína
sátt-
ætlar að undirskrifa'
mála Kelloggs.
Frá Nanking er símað: Kín-
verska þjóðernissinnastjórnin hef-
ir ákveðið að skrifa undir ófrið-
arbannssamninginn.
Landið horfna.
Tryggvi Þórhallsson núverandi
forsætisráðherra skrifar stundum
blað sitt Tímann imdir dulnefn-
ínu „Styrbjörn“. í grein eftir
hann í síðasta tbl. með því.merki
víkur hann að því, að einkenni sje
iað ungra manna að fylgja sann
færingu sinni. Gefur hann það í
skyn, að eigi sje það fátítt, að
menn víkji af þeirri braut með
aldrinum.
Þá litið er á hinn fremur stutta
og lítt glæsilega stjórnmálaferil
Tryggva Þórhallssonar er auðsjeð,
að hann má í þessu efni djarft úr
flokki tala.
A imglingsárunum var Tryggvi
Þórhallsson maður áhugasamur um
framfaramál þjóðarinnar. Þá
horfði hann yfir fögur framtíðar-
lönd, og hafði að því er virtist
vilja og nokkurn dug til þess að
vinna að frelsi og frama þjóðar
sinnar.
Þegar litið er á núverandi stöðu
hans í íslenskum st.jórnmálum,
blandast engum hugur um, að
hann á auðvelt með að greina mun
á vilja og veruleika, fyrirætlunum
og framkvæmdum, þrótt og þrek-
leysi, efndum og svikum. í öllum
þessum efnum hefir maðurinn öðl-
ast persónulega reynslu.
I upphafi vildi Tr. Þ. gera
bændastjett landsins gagn. Eu
hann hefir ratað í það' ólán, að
gerast viljalaust verkfæri þeirra
manna, er spyrða bændur landsins
í pólitískt samband við jafnaðar-
menn og bolsa.
Hann vildi auka og efla ræktun
landsins; en hefir nú um undan-
farin ár blátt áfram unnið að eyð-
ing sveitanna.. Ár eftir ár hefir
hann látið hafa sig til þess, að
prjedika barlóm fyrir bændum
og með því dregið úr þeim fram-
kvæmdakjark.
f öðru orðinu hefir hann haldið
því fram, að landbúnaðurinn
skyldi og yrði að vera undirstað'a
þjóðlífs vors- og efnalegs sjálfstæð-
is. En jafnframt hefir hann látið
veðri vaka, að búskapur sveitanna
gæti ails ekki staðist, nema hann
fengi mikinn styrk frá öðrum.
En hinn uppvaxandi æskulýður
sveitanna skilur, að atvinnuvegur
sá, sem lifa verður á velvilja ann
ara og styrktarfje, stendur
völtum fótum. Mar'gir æskumann-
anna trúa barlóm Tíma-Tryggva
og flýja á molina.
Og Tr. Þ. hefir farið lengra
Fjárhag bænda hefir hann þóst
vilja bæta. En á síðasta þingi
sýndi hann atvinnurekstrarlánun-
um fullan fjandskap. Jafnframt
sýndi hann rjetta mynd ræktunar-
áhugans, er hann styrkti áburðar-
kaup kaupstaðabúa, og ljet sveit-
irnar sitja á hakanum.
Sam göngubótum hefir þessi mað
ur Jþóst unna. En er liann fjekk
yfirstjórn samgöngumála, urðli
andstæðingar hans að þvinga hann
til að halda vegabótum áfram í
sama horfi og fyrirrennarar hans
gerðu.
Ótaldir eru dálkar Tímans, er
þessi maður hefir fylt með sparn-
aðartali. Þar talaði hann af eld-
móði.
En hvernig reyndist alvaran ?
Hann er ekki fyr sestur í ráðherra
stól, en hann lætur flokksmenn
sína hlaða á sig uppbótum og við-
bótum, jafnframt því sem hann
heldur í hvern þann bitling er
hann áður hafði klófest. Situr nú
sparnaðarpostulinn með hátt upp í
þrenn almenn ráðherralaun, eða
nál. 100 krónu dagkaup.
Jafnframt hefir bændavináttan
og búskaparumhyggjan snúist upp
í innilegt jafnaðarmanna dekur,
bitlingahrúgald handa þessum yf-
ir- og umsjónarmönnum „bænda'
stjórnarinnar.
Hinn ungi Tryggvi Þórhallsson
þóttist unna frelsi þjóðarinnar og
sjálfstæði. En nú situr hann að
völdum, sem handbendi og vika-
drengur þeirra Íslendinga, er tekið
hafa sjer Gissur Þorvaldsson til
fyrirmyndar.
Jafnaðarmennirnir, liinir nyju
vildarvinir 'Tryggva Þórhallssonar,
mennirnir sem stjórna honum eru
erindrekar erlendra manna, er seil-
ast hjer til áhrifa. Tr. Þ. er þeirra
verkfæri. Þau urðu örlög sjálf-
stæðishetjunnar!!
Óefað mun Tr. Þ. hafa ætlað
sjer að verða skörulegur stjórn-
andi, röggsamur og einbeittur,
En hánn reyndist stefnulaus hringl
andi, voðfeld dula í höndum jafn-
aðarmanna Jónasar frá Hriflu.
Og enginn getur efast um, að
Tr. Þ. hafi á unga aldri viljað
vera sannur maður, og hann hafi
haft hug á að víkja hvergi frá
braut sannleikans,
En í því efni hefir honum fat-
ast svo herfilega sem þjóðkunnugt
er. Og jafnvel þó hann sitji í æðsta
embætti landsins, vílar hann nú
ekki fyrir sjer' að nota vísvitandi
ósannindi að vopni, eins og fram
kom í máli þeirra Ólafs Thors og
hans.
einasta svar, hið aumasta svar fyr-
ir hann: Hann hefir gleymt öllum
hugsjónum sínum, saltað þær —
fyrir 100 krónur á dag.
Kouau, sem flýði
í Hafuarfjðrð.
Haxaldur Guðmundsson á flótta.
En fyrst hann á annað borð rifj-
ar upp mismuninn á hugsjóna-
manninum hjartahreina og óspilta
— og hinum, sem svíkur sig og
aðr'a, þá er von menn spyrji:
Því situr þessi maður, þessi for-
sætisráðherra í ósanninda o
svikakös sinni? Því stendur hann
ekki úr sæti sínu, og gerist nýr
maður, þjóðrækinn, sparsamur
einbeittur bændavinur? Því lætur
hann aðra draga sig á hárinu út í
ósannindi, bitlingaþvarg, jafnaðar-
manna dekur, óhófseyðslu o. fl.
o. fl. ? Því situr hann að völdum,
þó hann viti að stuðningsmenn
hans reka erindi útlendra manna
er seilast hjer til áhrifa, þó fram-
tíðarland hans sem áður var sje
sokkið í sæ stjórnmálaspillingar?
Áhorfendur finna aðeins eitt
Fyrir nokkrum dögum gaus upp
úlfaþytur mikill í Alþýðublaðinu
út af því, að fátækrafulltrúi hjeð-
an hefði ætlað að sækja konu eina
suður í Hafnarfjörð er átti að
flytja sveitarflutningi austur í
Fljótsdalshjerað.
Þessu umtali Alþýðublaðsins var
ofurlítill gaumur . gefiijn vegna
þess hve augljóst það var, að umí
talið var ekki sprottið' af um-
hyggju fyrir þessari vesalings
konu, sem í hlut, átti, ellegar' þeim
sem lifa í líkum kringumstæðum,
heldur til þess eins að þyrla upp
persónulegum ónotum í pólitíska
andstæðinga.
Ekki datt Alþýðublaðinu t. d. í
hug að rjetta fátækling þessum
hjálparhönd, þó að það reyndi að
nota sjer neyð hennar í pólitiskum
tilgangi.
Á síðasta bæjarstjórnarfundi
lióf Haraldur Guðmundsson máls
á þessu enn. Talaði hann um harð-
ýðgi borgarstjóra gagnvart þurfa-
lingum, að hann hefði hjer gengið’
feti framar en lög leyfa o. s. frv.
Fletti hann upp grein í fátækra-
lögunum um það, að þurfalinga-
skyldi eigi flytja, þó framfærslu-
sveit krefðist þess, ef læknisvott-
orð sýndi, að flutningurinn gæti
orðið þeim að meini.
Spurði hann síðan borgarstjóra
hvort hann hefði vitað, að kona
þessi, Jónína Guðný Jónasdóttir
hefði haft læknisvottorð..
Gerði borgarst.jóri síðan ná-
lcvæma grein fyrir því hvernig í
máli þessu liggur.
Konu þessa átti að flytja aust-
ur á Fljótsdalshjerað síðastliðið
vor. En er til kom fekk hiin að
vera upp á þær spýtur að hún
færi sjálfviljug er kæmi fram á
sumar.
En er að því kom, þá lagði hún
fram læknisvottorð er skýrði frá,
að það gæti verið varhugavert að
f'lytja hana á framfærslusveit
hennar.
Vegna vottorðs þessa var flutn-
ingi frestað og tilkynt framfærslu
sveit málavextir. Sveitarstjórnin
eystra heimtaði konuna flutta,
þrátt fyrir læknisvottorðið sem
var óákveðið.
Þá er konunni tilkynt að hún
eigi að fara austur eftir nokkra
daga. En í stað þess að koma til
eru komnar
upp
Verslun
Egill lacobsen.
biíar fyriríiggjandi
og bátamótorar.
Verðið óbreytt.
P. Stef Ansson,
umboðsm, Ford Motor Co.
Til Dingvalla
fastar ferðir.
Til Eyrarbakka
fastar ferðir alla ínið'vikudaga.
Austur í Fljótshlíð.
alla daga kl. 10 f. h.
Bifreiðastöð Reykiavfkur.
Afgreiðslusímar: 715 og 716.
nje lögbrot, hafði Har. Guðm. lít-
ið um málið að segja.
En horgarstjóri gat þess að end-
ingu, að Haraldur myndi í blaði
sínu sennilega endurtaka ummæii
þau er hann hafði um daginn um
ótilhlýðilega framkomu fátækra-
fulltrúa og bæjarstjórnar í þessu
máli. Hann gæti staglað á því,
þó hann sæi áð ummæli hans væru
engum rökum bygð.
viðtals á borgarstjóraskrifstofuna
fer hún suður í Hafnarfjörð. Ef
liún hefði haft gögn í höndum t
d nýtt og ákveðið læknisvottorð
um að hún þyldi ekki flutninginn,
þá hefði málið' verið útkljáð. En
í stað þess tekur hún sig upp og
fer í aðra framfærslusveit.
■ Mint.ist borgarstjóri lítillega á
framkomu lögreglunnar í Hafnar-
firði í þessu máli, en vildi ekki fara
langt út í þá sálma. Sagði aðeins
að Hafnfirðingar hefðu t.ekið konu
þessa að sjer, og kæmi liún bæjar-
stjórn Rvíkur því ekki við lengur.
Eftir þessa frásögu borgarstjóra
er hvorki bar vott um harðýðgi
BeqqíQ.
Sterlingspund .. .. .. .. 22.15
Danskar kr .... 121,80
Norskar kr .... 121,86
Sænskar kr .... 122,26
Dollar .. .. 4,56i/2
Frankar .... 17,97
Gyllini .. .. 183,87
Mörk .... 108,89
Dagbðk.
Veðrið (í gær kl. 5): Lægðin,
sem var um 1000 kílómetra SSV
af Reykjanesi á fimtudagskvöldið
var skamt suður af Vestmannaeyj-
um í morgun, en hefir síðan færst
hægt norðvestur eftir og er nú
rjett út af Reykjanestá. 1 morgun
var A-rok í Vestmannaeyjum, en
hefir rignt í dag og er nii SA-
stinningskaldi. Á NA-landi er SA
hvassviðri og jafnvel stormur á
Vopnafirði. Á Vestfjörðum og
Norðurlandi er vindur yfirleitt
hægur, en sennilega er allhvast
til hafsins. Lægðin færist að lík-
indum norðaustur vfir landið í
nótt og á morgun og fer jafnframt
minkandi.
Veðurútlit í dag: Breytileg átt
og síðan vaxandi NV. Skúrir.
Samsæti var þýsku flugmönn-
unum, Walter flugstjóra, og þeim
fjelögum haldið í Hótel ísland í
gærkvöldi í tilefni af því, að starfi
þeirra er nú lokið hjer að þessu
sinni.