Morgunblaðið - 21.10.1928, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.10.1928, Blaðsíða 5
Sunnudagian 21. október 1928. 5 Þjóðleikhúsið 09 leikstarf semin í Reykjavík. Um sömu mundir og Leibfjelag- io byrjar starf sitt að þessu sinni, flýgur sú fregn um bæinn, að bú- ið sje að ætla þjóðleikhúsinu stað við Hverfisgötu, í láginni milli Safnhússins og húss Jóns sál. Magnússonar. Það er ekki laust við kaWhæðni í þeirri tilviljun. — Menn hafa hugsað sjer þjóðleik- húsið sem eina af fegurstu bygg- ingum höfuðstaðarins er bæri h.átt yfir bæinn. Hjer hefir verið haldið uppi leikstarfsemi, sem við höfum oft mátt vera stoltir af. Bn henni hefir hrakað' hin síð- ustu ár. Og nú mætir hún þjóðleikhús- hugmyndinni í láginni. Mjer er það kunnugt, að það hef ir vakið gremju fjölda mönnum, að s,vo slysalega hefir tekist til um val á lóð undir þjóðlöikhúsið. Að fyrir þröngsýni eina skuli von- ir manna um glæsilega leikhús- byggingu á glæsilegum stað, verða að engu. ✓ Það er síður en svo, að einu gildi hvar leikhúsið stendur, og er það' ekki bæjarþrýðin ein, er þar kemur til greina. Það er nú svo um léikstarfsemina í heimin- um, að hún á erfitt uppdráttar, og hefir oft mátt lúta í lægra haldi fyrir kvikmýndasýningum. Og enn er ósjeð um lok þeirrar baráttu, hjer sem annarsstaðar. Þjóðleik- húsið á að verða svi. stofnun, er með starfsemi sinni vinni að því, að fylla upp þau skörð, er óðum hrynja í ísl. þjóðmenningu. En því aðeins mun það geta stefnt að því marki, að það vinni almenningshylli, að það verði skoð að sem hjarta ísl. menningarlífs. Að hver einstaklingur finni skyklu hjá -sjer til að hhia að því og styrkja það. Og jeg þykist vita, að því muni haldið fram, að þá hylli eigi leik- húsið að vinna með starfsemi sinn-i. En það er engum efa undirorpið', að verði leikhúsinu holað niður þar sem ekkert ber á því, þá verður það um ófyrirsjáanlegan tíma „nið ursetningur“ ísl. þjóðarinnar. Væri byggingin hinsvegar í fögru umhverfi, þar sem hún sæist víða að, myndi húp verða helgur staður, einskonar hof, sem þjóðar- smán væri að vanhelga eða van- rækja. \ Að hinu leitinu er þessi bær ekki ofhlaðinn að' fögnun byggingum eða, fallegu skipulagi. Og er þar einni syndinni hlaðið á aðra ofan. Er það því hörmulegt tákn rirræða leysis og skammsýni, að sleppa úr greipum sjer því tækifæri er þjóðleikhúsbyggingin gefur, til að bæta þar nokkuð úr, og auka á fegurð bæjarins. , Mjer er það kunnugt, að þjóð- leikhúsnefndin hefir gert það, sem hún hefir getað til að fá betri lóð, að svo stöddu. Og jeg kem að því seinna hversvegna hún hefir horfið að þessu óyndisúrræði. í þjóðléikhúslögunum frá 1923 er kveðið svo á, að ríkið leggi til lóð á Arnarhólstúni. Og þar er eini staðurinn, sem þjóðleikhúsi er fyllilega sanfboðinn. Ekki niðri við Kalkofnsveginn, sem ætlunin var, en uppi á háhólnum, þar sem er Ingólfsstyttan. Þar bæri það hæfi- lega hátt yfir bæinn og höfniná, og hyggingin nyti sín frá öllum hliðum. Túnið umhverfis mætti prýða á ýmsan hátt svo það yki á fegurð og aðdráttarafl hússins. , Það var ófyrirgefanleg skamm- sýni þegar Ingólfsstyttan var sett á Iláhólinn. Að henni er engin prýði þar. Hún er í fullkomnu ó- samræmi við umhverfið og illa fyrirkomið. Að því leiti væri engin eftirsjá að henni. Og þó hún nyti sín, og væri bæjarprýð’i, þá næði það engri átt að láta hana standa i vegi fyrir því, að svo göfug bygg ing og glæsileg, sem þjóðleikhúsið, yrði reist þar. Prá fegurðarinnar' sjónarmiði gæti aldrei nfcinn sam- jöfnuður komi þar til greina. Ilinsvegar væri henni samboðinn staður framan við leikhúsið, á lág- um stalli, í samræmi við aðrar styttur, sem þar yrði reistar. Og myndi að' henni meiri prýði þannig fyrirkomið, en nú er. Það vænta þess óefað flestir, sem um þetta mál hugsa, að lands- stjórnin greiði úr því, en láti ekki fastheldni og skammsýni fárra manna standa í vegi fyrir því, að þjóðleikhúsið verði bygt þar, sem þvi er samboðið, og að því er pr'ýði. En takist það ekki, þá hefir enn verið bætt á gremjuþunga þann, er komandi kynslóðir munu bera tiJ okkar nútíðarmanna fyrir hirð'u leysi um það er að feg.urð bæjar- ins lýtur, og aldrei verður bætt fyrir. | Á þjóðleikhúsmálinu er önnur hlið, sem þörf er að ræða í þessu sambandi. Það er vitanlegt, að margir, og þar á meðal ýmsir áhrifamenn, eru því andvígir, að ráðist sje í leik- búsbyggingu að svo komnu. Og hafa komið fram tillögur um að lána sjóð'inn til útvarpsstarfsemi. Svo háværar raddir hafa héyrst um þetta, að jeg hygg það vera ástæðuna til þess, að nú hefir ver- ið ákveðið að byrja á leikhúsbygg- ingunni, þó enn sje sjóðurinn smá- vaxinn. Þjóðleikhúsnefndin mun liafa óttast, að ella yrði gripið til sjóðsins í öðru augnamiði, væri hann ekki fastur', og því ekki þor- að að leggja út í baráttu um lóð- ina. Afleiðingin sú, að því er holað niður á óhæfum stað, af því hann er auðveldast að fá. Þegar þjóðleikhússjóðurinn var stofnaður, virtist miklu meiri á- hugi fyrir því máli, en nú er. Og sumir þeirra, er þjóðleikhúshug- myndinni unna, hafa aðhylst það, áð lána þjóðleikhússjóðinn í bili, en fresta byggingunni. Og það fer ekki dult hver ástæð- an er. Þeir telja okkur ekki við því búna að starfrækja fyrsta flokks leikhús, því til þess verði gerðar alt aðrar kröfur en leik- sviðsins í Iðnó. Og það er víst, að alment er lit- ið dekkri augum á þessa hlið máls- ins nú, en fyrir nokkrum árum. Og það er sú hþð, sem ekki má lengur liggja í þagnargildi. Leik- fjelag Reykjavíkur hefir' skapað þessa skoðun. — það hefir síðustu árin verið óvandara að vali leik- rita og leikenda en áður. Og ein- hvernveginn hefir það atvikast svo framleiðir1 þessar vörur Kristalsðpu Granaápu Handsápur Þwottasðpur Þvottaduft (Hreinshvítt). Gólfáburð Skósvertu Skógulu Fœgilðg (Gull) Baðlyff Kerti Vagnáburð Baðsápu Þessar vönuv* eru isBenskar ao bestu og vinsælustu leikendurn- ir hafa týnst frá því hver af öðr- um. En því má ekki gleyma, að lijer liafa sýnt sig leikarahæfileikar á mjög háu stigi, einkum meðan frú Stefanía. Guðmundsdóttir og Guð- rún Indriðadóttir stjórnuðir leik- fjelaginu, þó nú liafi flestir þeirra krafta dregið sig í hlje vegna hamingjuleysis Leikfjelagsins. Eins er það víst, að hjer er fjöldi af ungu fólki, sem er .efni í leikara, og langar til að verða það, en fær ekki tækifæri til þess. Því er það, að þeir, sem þjóð- leikhúshugmyndinni unna mega, ekki horfa þegjandi og aðgerðar- lausir á það, að eftir því sem úær dregur að hún komist í fram- kvæmd, þá fækki úrvalsleikend- um, en á leiksviðinu fjölgi lifandi líkum. Næstu ár verður' að ala upp leikara, og safna saman og æfa þá krafta, sem þegar hafa sýnt sig. En það verður að gerast undir stjórn mentaðs leikstjóra. Til slíks eru ekki aðrir færir, — jafnvel þótt gæddir sje leikandahæfileik- irm á vissu sviði, — fremur en ó- lærður söngvinn maður er fær um að æfa og stýra stórri hljómsveit. Við eigum tvo menn, sem færir eru um að takast þetta á hendur. Annan með margra ára leikhús- starf að baki sjer, hámentaðan listamann, og hinn reyndan leik- ara og með ágætismeðmælum frá konunglega leikhúsinu í Höfn. Það eru Guðm. Kamban og Har- aldur Björnsson. Báðum þessum mönnum hefir Leikfjelagið hafnað, á sama tíma og það hefir sýnt hæfileikaskort sinn í vali leikrita og leikenda. Það er því sýnt, að frá því kem- ur endurreisnin ekki, eins og nú standa sakir, nema utanaðkomandi áhrif knýi til umbóta innan vje- band^ þess. Hið opinbera verð'ur að láta sig þetta mál skifta. Og um tvent er þá að velja. Hið fyrra er það, og heppilegra, að ÍKamban eða Haraldi verði fal- ið að endurreisa Leikfjel. Rvíkur, og safna þangað þeim hæfileikum er náð verður' til. Að öðrum kosti verður hið opin- bera að styrkja þessa menn til að' halda uppi leikskóla, sje þeir fá- anlegir til þess, er síðar myndi leggjaj þjóðleikhúsinu til mentaða og þroskaða leikendur. Því aðeins, að hafist verði handa í þessu efni, verðum við undir það búnir að starfrækja þjóðleikhúsið þegar byggingu þess er lokið. Ella mun verða tómahljóð í þeirri fögru byggingu. — Því enn virðist guð almátt- ugur ekki hafa lagt þá blessun yf- ir íslandsbanka, að einhlítt megi teljast að fela þeirri stofnun fram- leiðslu á leiköndum handa hinu væntanlega þjóðleikhúsi. Andrés G. Þormaí. hefir gjört margan manninn eignalausan á svipstundu, Dragið ekki til morguns að vátryggja eigur yðar, það getassr orðið of seint. Iðgjöid hvergi lægri en hjá: Magdeburger Brandforsikringsselskab. O. Johnson & Kaaber aðalumboðsmenn, Efnalaug Reykjavikup. Lamgeveg 82 B. — Sítmi 1300. Sínmefni: Xfnalamg. Ireimvr. meC nýtísku áhðldum og aðferömm allan óhreinan fatnah og dúka, úr kvaCa efni aem er. Litir upplituð fðt, og braytir mm lit eftir óskum. Sykor þwgindil Ipanur f|« I V A L E T .Hverri Yalet rakvjel fylgir ól til að brýna blöðiu á í vjelinni sjálfri, svo ekki þarf sjerstakt brýnsluáhald með henni eins og öðrum rakvjelnm. Hún er fyrir- ferðarminni og hentugri á ferðalögum en aðrar rakvjelar. Skoðið nýju gerð- irnar. Þær kosta nú orðið ekki meira en algengar rakvjelar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.