Morgunblaðið - 21.10.1928, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.10.1928, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Flugnám Eggerfs ¥ Briems. í athngasemd ér birtist í Morg- unblaðinu 12. þ. m. gat jeg þess aS veitingabrjefi því er Eggert- sonur minn fjekk fyrir styrk þeim sem ætlaður er til flugnáms í fjárlög- um fyrir næsta ár, 'væri alls ekki sett nein skilyrði fyrir því, hvar iiann lærði. Dr. Alexander ,Tóhannesson held- ur því fram í blaðinu daginn eftir, að þettá sje rangt hjá mjer, styrk- veitingin hafi verið bundin því skilyrði, að Eggert lærði í Þýska- landi. Vitnar hann til forsætisráð- herra um þetta. Jeg get ekki verið að ónáða forsætisráðherrann með neinum vitnaframburði, enda ger- ist þess ekki þörf, þar sem jeg hefi nákvæmt afrit af brjefinu. Það hljóðar þannig: á þrettánda þúsund ísl. króna. Ef einhver þvílíkur draugur hefði uppvaknað, sem Eggert hefði ekki ráðið við, þegar hann kom að vestan frá Ameríku, hefði för hans til Þýskalands orðið gagns- laus þrátt fyrir ábyrgðina. En Jítum snöggvast á hvað gjörst hefir gagnvart Eggert. Hann hefir varið stórfje til þess að geta orðið Jandinu að gagni við flug. Honum hepnast þessi við- leitni sín svo vel að vitnisburðar- brjefin sem hann fær eru það góð, að dr. Alexander telur það gyll- ingar, að á þau sje bent. Alþingi viðurkennir verðleika hans og ákveður í fjárlögunum 8000 króna styrk, sem honum er ætlaður. Stjórnin gefur honum þvínæst veitingarbrjef fyrir styrknum. — Þegar svona er komið fer hann til framhaldsnáms og kostar enn fje Karlmanna I Unalinga Orengja J Koma mEfl e.s, Dronn- ing níExandrinE, Verða tekin upp . i þessari viku. Slðtnr «úr allskonar fjo, werður selt 6 morgun (mánudag). wfð Hordals-íshús. Plyds og Gobelin DivinM f miklu úrwali. Verslun Egill laGobsen. Itaffidúkar Maftardúkar, Serwiefttur, mikið úrval, afar ódýrt. „Atv,- og samgöngumálaráðuneytið Reykjavík, 25. apríl 1928. Eftir móttöku hrjefs yðar, herra flugnemi, dags. 12. þ. m., hefir ráðuneytið ákveðið að veita yður ó næsta ári 8000 króna styrk þann sem ætlaður er í fjárJögum þess árs til undirbúnings flugferða, enda gangið þjer í þjónustu ríkis- ins, ef til kemur að' flugferðir verði hafnar hjer að opinberri til- iiiutun. Hinn veitti styrkur mundi fást greiddiir, þegar eftir næsta nýár. Tryggvi Þórhallsson. Vigfiís Einarsson. Til herra flugnema E. V. Briem, Laugaveg 18 B, Rvík.“ Hjer þarf engin orð að hafa, brjefið sýnir sig. En þó finst mjer ástæða til að talca það fram, að imumast getur verið um fljótfærni að ræðá hjá dolctornum heldur haldi hann þarna fram ósannind- um móti betri vitund. Hann segist vera gagnkunnugur máli þessu og samgöngumálaráðherrann hafi fal- ið sjer ásamt tveim mönnum, er liann tilgreinir, að velja meðal um- sækjenda um styrkinn. Það er ó- líklegt, að hann hafi látið hjá líða að athuga veitingabrjefið áður en hann leggur til að styrkurinn sje veittur á ný öðrum manni. Þá er annað atriði, sem doktor- inn segir að jeg skýri rangt frá. Það er, að jeg segi, að ekki hafi staðið „án áhættu“ í skeyti því er hann sýndi mjer og kvaðst ætla að senda Eggert, þess efnis að segja honum að fara til náms í Þýskalandi. Dr. Alexander full- yrðir að í því skeyti hafi staðið að sjeð yrði um 15000 marka á- byrgð án áhættu fyrir Eggert. TJm þetta gætum við árangurslaust þráttað endalaust, því öll sönn- unargögn vanta. En setjum svo, að Dr. Alexander hafi bætt því inn í skeytið áður en hann sendi það, þá er það ekki eins þýðingar- mikið eins og hann lætur í veðri vaka. Lufthansa mun hafa fundið það á Eggert, að' honum væri annara um hag landsins en fjelagsins og þótt miður. Að minsta kosti er það víst, að fjelagið gerði sjer títt við hann um það bil, er hann var að ljúka prófum sínum í fyrra, en annað var upp á teningnum síðast- liðið vor er hann kom til Berlín, og þá hækkaði vátryggingargjald- ið á flugvjelinni úr 3000 Rm. upp i 15000 Rro. Hækkun þessi nemur til og byggir á styrk þessum. En þegar missiri er liðið frá styrk- veitingunni er bollalagt um að svifta halm styrknum og því bor- ið við, að útlendingur einn vilji svo vera láta. En hver er hann þessi útlendingur? Hann er þjónn Lufthansa og telur dr. Alexander samverkamann sinn. Sbr. Morgun- bíaðið 4. þ. m. Hann líom hingað til lands síðastliðið vor með flug- vjel sem sögð var mesta ágæti. Sjálfur var hann sagður lireinasta fvrii'tak. Nú hófst flugið, en mjög geldt það strykkjótt. Einu sinni datt skrúfan að vjelinni. Auk hættunnar fyrir þá sem í flugvjel- inni voru, var það' mesta mildi, að ekki hlutust stórslys af í bænum, því rjett áður en þetta vildi til, var flugvjelin að sveima yfir hon- um. Stundum bilaði mótorinn, stundum var sjór í flothylkjun- um o. s. frv. Altaf kemur fólki í hug eftirlitsleysi, þegar mótor bil- ar í höndum manna, sem til þeirra verka kunna, að líta eftir mótorum óg fara með þá. Þegar eitthvað er að mótorunum er af hirðumönn- um, sem kunna með þá að fara, annaðhvort gert við þá, eða þeir teknir úr notkun. Þegar sjór er í fiothylkjum minnist maður karls- ins, sem hvorki nenti að þjetta bátinn sinn nje ausa hann. En flothylkjasjór var ekkert einsdæmi hjer í sumar. Menn sem keypt höfðu sjer loftferð á tiltekinni stund og þess vegna losað sig við störf, urðu frá að hverfa fyrir það að vanrækt hafði verið að halda flothylkjunum sjólausum. Sumir fengu lofun fyrir flngvjelinni, að sækja sig á ákveðna staði á ákveð- inni stund, þeir hiðu von úr viti og aldrei kom flugvjelin og ekki var þeim gjört aðvart, þó auð- velt væri að síma. Allir vita hvem- ig póstferðaáætlanir flugvjelar- innar voru haldnar, o. s. frv. o. s. frv. Margur var maðurinn, sem fjell þungt alt þetta sleifarlag. — Menn höfðu gert sjer fagr- ar vonir nm, að flugvjelar gætu orð'ið hjer að miklu gagni. Skal hjer talið upp sumt af því, sem á- litið var að þær væru hentugar' til: Að flytja farþega og póstflutning, að vísa á fiskigöngur, að verja landhelgina, að flytja sjúka, sem fljótrar læknishjálpar þurfa, t. d. á sjúkrahús, ef uppskurður væri nauðsynlegur og að nota flugvjel við myndatöku úr lofti, sem land- kort væru svo unnin úr. Fermingar- og tæklfærlsgjafir. Sögubækur, fræðibækur, kvæðabækur í fallegu bandi. Islendingasögur í skinnbandi, ódýrar. „Eversharp" blyantar og lindarpennar eru viðurkendir fyrir gæði og endingu. Bókaverslnii Sig. Kristjánssonar. Vonirnar hafa mjög dofnað við ! frammistöðuna með flugferðirnar | í sumar, og hætt ér við, að þær deyi með öllu, ef halda á áfram í sama horfinu með vjelaskrifJi hirðulítilla manna. Mjög er líklegt að hið sama verði ofan á um flugsamgöngur og samgöngur á sjó. Þær verði þá fyrst fullnægjandi, þegar þær komast í hendur innlendra manna. Reykjavík, 18. okt. 1928. Vilhj. Briem. ATHS. Háttvirtur greinarhöfundur ræð- ir hjer um tvö nokkuð óskyld at- riði flugmálanna, þar sem er styrkveiting og flugnám Eggerts V. Briem, og rekstur flugferða hjer í sumar. í þetta sinn leiðir Morgunbl. hjá sjer að ræða frekar um þessi tvö mál, enda þótt blaðið sje greinar- höfundi ósammála að ýmsu leyti um starfsemi flugfjelagsins. Verð- ur vikið að þessum málum hjer í næsta hlaði. Ritstj. Helder-ntgerðin hjá Grænlandi. Fiskveiðarnar heppnuðust ekki eins vel í sumar og í fyrra. Hin stóru bækistöðvarskip, Helder (5000 smál.) og Arctic Queen (10000 smál.) komu til Bergen 26. sept. úr fiskveiða- leiðangrinum hjá Grænlandi. Helder lagði á stað vestur í lok aprílmánaðar, en Arctic Queen fór frá Noregi 1. júlí. Formaður leiðangursins var E. Baldersheim frá Bergen, en útgerðin var ensk og skipin sigldu undir breskum fána. Fá ensku útgerðarmennirnir allan hag af útgerðinni. • Þetta er þriðja sumarið, sem útgerð þessi er rekin hjá Græn- landi, og var í stærri stíl í sum- ar en áður, því að nú voru bæki- stöðvarskipin tvö og með þeim voru 60 vjelbátar og botnvörp- ungur frá Bergen, sem Antonio heitir; var hann hafður til þess að leita uppi fisk. Um 800 menn voru á skipunum, aðallega þaul- vanir norskir fiskimenn frá Lo- fót, Vesturál, Senju og Sunn- mæri. Tíðarfar var slæmt á Græn- landsmiðum í sumar og er því um kent, að minna veiddist en áður. Sjómennirnir voru ráðn- ir upp á hlut og höfðu sumir góðan arð. Þeir, sem hæstir voru á Helder, fengu 3500 kr. brúttó fyrir tímann, en þeir, sem voru á Arctic Queen fengu miklu minna, og sumir áttu ekki íyrir farinu heim til sín frá Bergen. • ,, Fiskurinn var fluttur jafn- haroan með togurum til Eng- lands, er. 900 smál. voru þó frystar um borð í Helder og 100 smál'. um borð í Arctic Queen. Verður sá fiskur seld- ur smám saman i vetur. Það er talið, að alls hafi veiðst 3000 smál. af heilagfiski og 1800. smál. af þorski. Er ekki gott að segja, hve mikið verð íæst fyrir aflann, en búist við, að það muni verða um 5 milj. króna. 700 af veiðimönnunum voru afskráðir í Bergen daginn eftir að þeir komu þangað, og hefir afskráningarskrifstofan aldrei í manna minnum haft eins mikið að gera. A8 því loknu fóru bæði skipin til Englands. Þess má geta, að sinn læknir var á liverju skipi í sumar, en þeir höfðu lítið að gera, því að heilsu far var^ágætt meðal sjómann- anna, og engin slys komu fyrir. Deilan um Framz Josephs-land. Þess var nýlega getið í erlend- nm símskeytum, að Rússar liefðu slegið eign sinni á Franz Josephs- land.Þessu tiltæki mótmæltu Norð- menn, þareð eignataka þessi riði í bág. við hagsmuni norskra fiski- manna. Litu Norðmenn svo á, að Rússar hefðu engan rjett til þess að slá eign sinni á land þetta þar sem það væri fyrir löngu fundið. En Rússar telja sig í fullum rjetti og vitna í gamla þjóðarrjettar- kenningu sem segir, að lönd þau, sem finnist í pólhafinu skuli til- heyra því ríki, sem það liggur út frá, þannig að bein lína dregin frá Norðurpólnum að landamærum liinna bygðu ríkja ráði „landa- mærum.“ Þá vilja Rússar telja ís- flákana í norðurhöfum land, og vilja þannig helga sjer um helm- ing af þeim „löndum“, sem finn- ast í pólhafinu. Norðmenn mót- mæla kröftuglega þessari landa- töku Rússa, því hún hafi enga stoð í þjóðarjetti. Þeir heimta að pól- h^fið sje öllum frjálst, eins og önnur úthöf. Eru norsk blöð all harðorð í garð Rússa út af þessari ,,landtöku“ þeirra og krefjast þess af norsku stjórninni, að hún gæti hagsmnna norskra þegna í þessu máli. Kjaftæði. Þýskur leikari, Parlatus að nafni, tók sig til nýverið og kjaftaði látlaust í 120 tíma — Er það mesta kjaftæði, sem sögur fara af, og hefir Parlatus hlotið „heimsmeistara“-nafnbót fyrir. -------—----------- fiitt og þEtta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.