Alþýðublaðið - 03.06.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.06.1920, Blaðsíða 1
ublaði O-eíiÖ tit j»f A.lþýÖ«.flok;li:im.iia.. 1920 Fimtudaginn 3. júní 123. tölubl. .Alþbl. kostar I kr. á mánuði. r Alandseyjar og Svíþjöð. Khöfn i. júní. Símað er frá Stokkhólmi, að isonungur Svía hafi sagt það við sendinefnd frá Álandseyjum, að tiann fullvissaði hana um samein- :ing eyjanna við Svíþjóð aftur. [rassiQ 09 Lloyd Qeorge. Khöfn i. júní. Símað er frá London, að Krassin fverzlunarráðgjafi bolsivíka] hafi í gær jmánudagj átt tal við Líoyd ¦George, aðallega um verzluniná mð Rússland. polverja-sígur. Khöfn i. júní. Símað frá Warschau, að bolsi- wíkar hafi beðið ósigur hjá Bere- aina. Hafa Pólverjar tekið 2000 íanga. Róstiir í PjzWaiái. Khöfn 2, júní, Frá Berlín er símað, að blóð- mgaz róstur hafi verið f sambandi ^við kosningarnar. Sjálfboðaliðs- -sveitirnar sendar heim. Fangelsis- refsing lögð við ólöglegri her- söfnun. VerkfSlltti á Spáil Khöfn 1. júní. Símfregn frá Madrid hermir, að verkföllin séu að mestu leyti hætt á Spáni. Ur bréfi frá^Ameríku. — Dauðinn hefir vaðið yfir Iönd veraldarinnar og farið með eyðandi hendi alstaðar, engu hlýft, sem hann náði til. Margir heimilisteður hafa orðið að sjá á bak.sínum kærustu ættingjum og afkomend- um, þúsundir hafa sorgarsögu að segja. Aðstoðarmaður dauðans f seinni tíð hefir verið „Mammon". Hann kom þessu nýafstaðna stríði af stað og fyrir utan þær miljónir, sem féllu fyrir morðtólunum, hafa miljónir fallið fyrir pestum, sem beinlínis eru aneiðingar mann- drápsins. — En hverjir komu stríð- inu af staðf spyrja menn. — Það voru auðmenn í öllum löndum, auðmenn sem öfunduðu hverir aðra, vegna þess að þeir héldu að aðrir græddu meira en þeir, og ef þeir gætu rutt þeim úr végi, gætu þeir grætt ennþá meira. Aðrir, sem reiknuðu það út, hversu mikið þeir gætu grætt, ef hægt væri að koma Evópu í bál og brand og valda þeim þjóðum skelfingar. — Þeir sem framleiddu vopnin, sáu að þau yrðu aldrei notuð nema strlð yrði og ef stríð yrði gætu þeir aukið framleiðslu sfna svo mikið. — Kaupmaðurinn gæti sett vöruna, sem hann ekki einu sinni framleiddi, í það geypi verð, að fjárhyrzla hans myndi fyllasi; þess vegna var nú um að gera, að koma því inn hjá þjóð- inni, eða þjóðunum, að stríð væri nauðsynlegt, til þess að kasta af sér því oki, sem aðrar þjóðir væru að leggja þeim á herðar. Stjórn- málamennirnir voru auðmenn, sem voru hluthafar í ýmsum gróða- fyrirtækjum og okurfélögum. Þeg- ar þeir voru komnir í stjórnmála- sessinn var mun hægra fyrir þá að beita sér fyrir plóg dauðans. Þeir höfðu miljónir f sjóðum sín- um, sem notaðir voru óspart til að koma inn hernaðarandanum, — hann varð því að brjótast út. Wilson "loíaði þjóð sinni, þegar hann var forsetaefni síðast, að halda henni frá Evrópuófriðnum. — Þegar hann var orðinn forseti með svikaloforðum leið ekki á löngu þar til hann fór að halda því fram, að nauðsyn bæri til fyrir þá Bandaríkjabúa, að halda uppi rétti sínum fyrir augam stórþjóð- anna, en það var ekki hægt með öðru en því, að fara í ófrið við miðveldin 1 — auðmennirnir þar voru búnir að iána Bandamönnum svo mikið fé, og það var þeim tapað um aldur og æfi, ef Banda- menn ekki sigruðu, — því þeir voru þá alveg á heljarþröm, þess vegna rétti auðmaðurinn Wilson hönd sína í samvinnu til að bjarga sínu eigin gulli, sem þeir lánuðu auðmönnum í öðrum löndum, til að halda uppi stríðinu. — N.ú hafa Bandamenn — þ.e.a.s. auðmenn — unnið sigur á miðveldunum — öðr- um auðmönnum, sem voru keppi- nautar þeirra. — Nú hafa þessir auðmenn ráðist á sínar eigin þjóðir — bræður sina — halda þar íuppi dýrtíð og okra á — þeim fátæku! — Þeir láta verkamanninn vinna og þræla, en hann ber ekkert úr býtum, þv£ launin hans endast ekki til að fæða og klæða fjöl- skylduna. — Þeir steypa því al- múga sinnar eigin þjóðar í eymd og fátækt, svo þeir geti sjálfir, lifað við alsnægtir og um leið aukið upphæðina í fjárhirzlum sín- um. — Afleiðingar stríðsins eru hinar mestu skelfingar; — drep- sóttir geysa yfir mannkynið, fella sem hráviði mikinn hluta. — Það er því auðmaðurinn, jjsem verður að gera reikning fyrir gerðum sínum, fyrir skaparanum, í öðru

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.