Morgunblaðið - 09.01.1929, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.01.1929, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ Stofnandi: Vllh. Fiasen. tTtgefandi: Fjelag I Reykjavik._ Ritstjörar: Jön Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Auglýsingastjöri: E. Hafberg. Skrifstofa Austurstræti 8. Slml nr. 500. Auglýsingaskrifstofa nr. 700. Heimasímar: Jön Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Askriftagjald: Xnnanlands kr. 2.00 á mánutil. Utanlands kr. 2.50 - — — I lausasölu 10 aura eintakitS. irlendar sfmfregnir. Khöfn FB 8. jan. Einræðisstjórnin í Júgóslavíu. Frá Berlín er símað: Yfirvöldin á Júgóslafíu hafa lokað þinghús- inu og bannað öllum aðgang að J>ví, einnig þeim, er sæti áttu á þingi því, er nú hefir verið rofið. Samkomufrelsi hefir verið tak- markað, vof)naburður bannaður og ströngu skeytaeftirliti ltomið á. Það er þess vegna erfitt að gera sjer gprein fyrir hvemig ástandið •er í Júgóslavíu sem stendur. Sam- kvæmt opinberunx skeytum virðist stjórnlagarofið og stofnun ein- ræðisvalds konungsins 'hvergi hafa vakið óeirðir í landinu; eftir skeytum að dæma hefir það vakið gleði manna víðsvegar í ríkinu, ■ekki síst í Króatíu. Matchek, for- ingi Króata, hefir íátið í ljós ánægju sína út. af breytingunni. Kveðst hann sjálfur hafa ráð- lagt konunginum að nema xxr ■gildi stjórnarskrána og rjxxfa þingið, því Króatar vonx sáróá- nægðir með stjórnarskrána og •eins og kunnugt sje liafi þeir eklvi um margra mánaða skeið viljað hafa samvinnu við þingið. Konungurinn virðist hafa álitið stofnun einræðisiixs eina xírræðið til þess að konxa í veg fyrir að ríkið limaðist Sundur, vegna deil- unnar á milli Serba og Króata. Margir menn eru þeirrar skoðun- ar, að konungurinn ætlist ekki til að einræðið eigi sjer langan aldur, en ætla, að tilgangur konungsins sje að nota einræðisvaldið til þess að undirbúa nýja st.jórnarskrá, er allir þjóðflokkar innan ríkisins sætti sig við. Stjórnarskráin, sem feld hefir verið úr gildi, veitti ‘Serbum mest vald í ríkinu. — Hyggja menn, að konungurinn ætli að reyna, þegar hann álítur tíma til kominix, að lögleiða í hennar stað stjórnar'skrá á jafn- rjettis grundvellli, en margir efast um, að það muni hepnast. Eldgos í Chile. Frá Santiago er sxmað: Cal- "bncofjallið í suðurhluta Chile gýs,. Hraunstraumar hafa valdið miklu tjoni a ökrum. íbuarnir í nági'enn- inu hafa neyðst til þess að flytja frá heimilum sínum. Þolflug. Frá Los Angelos er símað: Flug- vjelin „Question mark“ lenti í gær að afloknu eitt hundrað og fimtíu klukkustunda flugi. Viðurkenning •rnun ekki fást fyrir því, að flug- mennirnir hafi sett heimsmet í ■þolflugi, þareð þeir fengu bensín <g matvæli á meðan a fluginu stoð. K. R. æfingar í kvöld. Þriðji flokkur fimleikar kl. 8—9. Hnefa- 3eikar ld. 10—11. „Lögþvingnð samvinnaK Kaupdeilan og Tíminn. i. Það er bei’sýnilegt að aðalmál- gagn stjórnarinnar, Tíminn, er milli steins og sleggjxx í kaup- deilumálinu. Ritstjórinn skrifar stutta grein xxm málið í síðasta. tbl., en hann er auðsjáanlega í vandræðum. Hann hvorlti vill nje má styggja samhei’jana í liði sósial ista, sem standa fyrir verkfallinu. Ln svo vex’ðui' hann einnig að gefa bændum axxga, atlxuga hvað þeir muni segja. við gífurlegri kaxxphækkun nú. En ilt er tveim herrum að þjóna. Og þó að Jónas Þoi'bergsson hafi „tungur tvæi’“ og sje liðugt um málsbeinið, rekxxr hann sig herfi- lega á þegar hann ætlar í senn að tala rnáli bænda og sósíalista. XJr ]xví verða Öfugnxæli og röltvillur. Grein hans „Togaraverkfallið“ er ágætt sýnishorn þessa. „Sáttasemjarinn í átvinnudeil- um, dr. Björn Þói’ðarson lögmaður í Reykjavík, bar fram miðlunar- tillögur í deilumálum xxtgei'ðar- manna og sjónxanna og mun hafa lagt í þær mikla vinnu“*). Þannig bj’i’jar grein Jónasar Þorbergsson- ai. Fimtán línum neðar í greininni ó konxist þannig að orði: „Tíminn íxxun ekki taka afstöðu til sjálfra deiluatriðanna. Þau eru í sjálfu sjer hverful aukaatriði og ekki bygð á neinni rannsókn eða rök - um, heldur aðeins kröfum“. Hvað er þá orðið af hinni „miklu vinnu“, sem sáttasemjari lagði í miðlunartillögu sína? Yar hún ekki „bygð á neinni rannsókn eða. rökumf* En þessar rökvillur og mót- sagnir eru ekki það eina sem er eftirtektarvert í gi’ein Jónasar Þorbergssonar. Þar segir m. a. sx’o: „Útgerðarmenn þykjast eigi geta greitt 15% kauphækkun til hásetanna vegna fjárhagsástæðna útgerðarinnar. Má vera að það sje rjett. En fyrir því liggja engin rök fremur en kröfum sjómanna“. Nú er það sannað, að helmingur allra togarafjelaganna á minna, en ekki neitt. Alt hlutafjeð er' tapað og meira til; fjelögin lxafa stóran skuldabagga að auki. Geta þessi fjelög tekið á sig 15% kauphækk- un? Og þó að sum þeirra sjeu þannig stæð fjárhagslega, að ]xau geti tekið hækkunina, er hækkun- in þá rjettmæt gagnvai’t hinum? Getxxr atvinnuvegxxrinn í heild sinni borið hækkunina. Og geta aðrir atvinnuvegir boi-ið hana? A Jxetta alt vei’ður að líta, en ekki oinblína á það hvað einstaka út- gerðarfjelag kann áð geta goldið. II. Hvaðanæfa xxtan af landi berast sönxu raddirnar: Sveitimar erxx að tæmast; allir flýja í kaupstaðina. En livers vegna sækir fólkið í kaupstaðina ? — Auðvitað vegna þess, að þar fær það goldið hærra kaup og a því auðveldara með að stofna sjxxlfstætt heimili. Þetta er ofur eðlilegt, opj skiljanlegt,. Enn er þannig háttað um annan aðal- atvinnuveg þjóðarinnar, landbxxn- aðinn, að hann getur ekki greitt *) Allar letxxrbr. gorðar hjer. sama kaupgjald og sjávarxxtveg- urinn. Vonandi verður ekki langt að bíða þess, að jöfnuður komist hjer á. . En þar senx ójöfnuðurinn er enn svona mikill nxilli atvinnuveganna, hvernig stendur þá á því, að Tím- inn neitar að taka afstöðu til sjálfra deiluatriðanna? Þó hefir blaðið talið sig bændablað. Eða heldur Tíminn, að deiluatriðin í kaupdeilu þeirri, sem nxx er háð, sje bændum óviðkomandi? Dettur blaðinu í hug, að það verði auð- veldara fyrir bændxxr að fá vinnu- lcraft í sveitii’nar ef haldið verður áfranx að skrúfa upp kaupið við útgerðina? Hvað segja bændur? Finst þeim sjer vera óviðkomandi það sem deilt er um í kaupdeil- unni hjer nú? Þessir tveir höfuðatvinnuvegir þjóðarinnar, landbúnaður og sjáv- arútvegur, eru þær máttarstoðir, sem þjóðfjelág vort hvílir á. At- vinnuvegirnir mega ekki rífa hvor annan niður. — Þeir eiga að haldast í hendur og vinna sam- an að velgengni beggja. Æskilegast væri að þannig væri ástatt um hag beggja þessai’a atvinnuvega, að þeir gætu goldið hátt kaxxpgjald. En því miður er þessu ekki þannig farið ennþá. Að vísu koma einstöku sinnunx þau ár, þar senx útgei’ðin getur greitt hátt kaupgjald. En þau eru xxndantekning — því miður. Jónas Þorbergsson segir, að það sje órannsákað mál, hvað útgerðin geti greit.t í kauþgjald. En vilji hann kynna sjer þet.ta. nánar, mun hann komast að raun um alt annað. En leyfist að spyrja „bændabláð ið“ : Hver er kaupgeta landbúnað- arins? Eru bændur við því búnir nú, að greiða í kaup 15 kr. á dag og frítt. fæði, auk ýmissa hlxxnn- inda, eins og sáttasemjari fer fram á? Og mundi ekki vera erfiðleik- um bundið fyrir þá, að bæta 4 ki'. við þá upphæð, eins og leiðtog- ar sósíalista fara fram á? A síðastliðinu ári gxeiddu bænd- ur kaupamanni 40—50 Ixr. á viku og kaupakonu 25—30 kr. — Geta þeir hækkað þetta kaup um 15% næsta sumar, eða um 50%, ef forkðlfar sósíaJista fá í gegn sínar kröfxxr? Hækkun kaups til sveita, er óhjáltvæmileg afleiðing kauphækk xxnar við sjóinn. Samt segir Tím- inn, að sjálf deiluatriðin sje hverf ul aukaati’iði! III. „Lögþvinguð samvinna“ og ekk ert annað getur bjargað útgerð- inni úr því öngþveiti, sem hxin nú er í, segir Jónas Þorbergsson að lokuin. Hann minnist ekki á livern ig hann hugsar sjer fyrirkomulag þessarar „lögþvingxxðxx sanxvinnu“. Nei, það er ekki lögskipuð þving xxn, sem útgerðin þarfnast. Hún þarfnast fyrst og fremst skilnings og samxiðar valdhafanna og ann- ;ra atvinnuvega. En sjái Jónas Þorber'gsson engin ráð til þess að leysa vandamál xit- gerðarinnar, önnur en lögþvingað valdboð, hvernig hugsar hann sjer að leysa vandamál landbúnaðar- ins? Kenxur ekki röðin næst að honum ? Eða dettur nokkrum marxni í hug, að langt verði að bíða þess að fersprakkar sósialista fari að teygja hramminn xit um sveitirnar og boða verkfall þar? Á þar einnig að leysa vandanxálið með „lögþvingaðri samvinnu?“. Á að setja á laggirnar eitt allshei’j- ar-„ráð“ til þess að stjórna land- búnaðinunx ? Og þar undir mörg minni „ráð“, sem svo eiga að stjórná býlunum í landinu? Ef til vill er ætlxxn þeirra Tínxa- iixanixa eitthvað svipað þessu. En er þetta í raun og veru nokkuð axxnað en óþörf krókaleið að þjóð- nýtingarmarki sósíalista? Hví ekki að taka grímuna þegar íxiður, og stíga skrefið fult? Bannið í Bandaríkjunum. Því liafði verið spáð, að rnargir niyndxx drekka sjer til ólífis við forsetakosningarnár í Bandaríkj- unum. Þetta hefir rætst. Milli 6. og 8. okt. drápu sig til dæmis 25 menn á eitruðum vínanda og of- drykkju í New-York einni. Þess ber þó að gæta, að þeir einir eru taldir, sem konxust á spítala og voru skornir upp, til þess að rannsaka baiianxeinið. Þeir sem aðrir bæjarlæknar telja dána úr ofdrykkju eru ekki taldir nxeð, lík lega til þess að tölurnar falli bann nxönnxxm betur í geð. Manndauði í Nexv-York úr ofdrykkju var nxeiri en dænxi eru til fyrir bannið. — Lóring Black þingmaður taldi að um 11700 menn hefðu dáið 1927 í Bandai’íkjunum xir ofdrykkju. Metropolitan lífsábyrgðarfjelagið segir að manndauði xir ofdrykkjxx vaxi stórlega meðal, fjelaga. Árið 1920 dóu 77 en 1926 638 menn. Lögreglubrot fyrir ofdrykkju hafa og aukist afskaplega, þó drxxkknir menn sem reika ágötunum í New- York sjeu látnir fara í friði, ef þeir geta slampast heim til sín hjálparlaust. Eftirgrenslanir hafa leitt í ljós, áð leyniverslanir nxeð ilt áfengi eru orðnar fleiri í Banda ríkjunum en hinar illræmdxx veit- ingakrár (saloons) voru nokkru sinni fyrir bamxið. Þannig segir Clxarles Norris, merkur læknir í New-Yorlc frá banninu í Bandaríkjunum. Hann kallár það sjálfsmorðstilraun og segir að til þessa hafi hún kost.að þjóðina 178.000.000 dollara, án þess að láta neitt gott af sjer leiða. Dagbók. St/. Andr.-. Instr/. 0 IV/V 59291128 Umr.’. Fyrirl.-. Veðrið (í gær kl. 5) : Grunnar lægðir fyrir suðvestan laxxd og hreyfast þær eigi hraðar yfir en að sumarlagi væri. Hinsvegar er lc'ftþrýst.ing mjög há unx alla NV- Evrópu — mest í Stokkhólmi, 791 mm. — SA stinningskaldi x Vest- mannaeyjum, en annars er S-hæg- viðri um alt land. Skúrir og 5—6 stiga hit.i syðra, en þurt veður með 1—4 stiga hita á N og A-landi Veðurútlit í dag; SA-kaldi. — Skýjað loft. Dálítil rigning öðru hvoru. Merkúr, verslunarmannafjelag- ið, heldur fund í kvöld í Kaup- þingssalnum (sjá augl.) Til Hóla-dómkirkju afh. Mbl. frá Jóni Pjeturssyni 5 krónur, Jóni Jónssyni, fyrir að fá 9 Mata- dora. í L’honxbre 5 kr. Trúlofun sína hafa opinberað ungfrú Sigurjóna Bæringsdóttir, Gi’ettisgötu 20 b og Jón Guðjóns- son, þriðji meistari á varðskipinu „Þór.“ Mannalát. Nýlátinn er Hallbjörn Erlendsson frá Skógum í Kolbeins- staðahreppi, gamall bóndi. Varð hann bráðkvaddur.Hann var hætt- ur búskap, en bjó lengi í Skógum. Nýlátinn er Mai’ís Sigui’ðsson, bóndi í Stóru-Gröf í Stafliolts- tungum, miðaldra bóndi. Sköinmu fyrir jól andaðist elsta manneskja í Borgarfjarðarhjeraði, Guðrún, móðir Ólafs bónda á Sáms stöðum í Hvítársíðu. Var hún kom- in yfir nírætt. (FB). Influensan hefir verið að stinga sjer niður í Borgarfjarðarhjeraði, en ekki hefir hún lagst þungt á menn, þótt talsverður hiti hafi fylgt henni. Mislingar voru fyrir nokkru í Norðurárdal, en eru nú hoi’fnir. Frjetst hefir að mislingár sje i Miklaholtshreppi í Hnappa- dalssýslu. (FB). Sjera Einar á Borg hefir legið að undanföi’nxx og verið. mjög þungt haldinn, en er nú á bata- vegi. Gjafir til nýju kirkjunnar í Reykjavík, afhentar sjera Friðrik Hallgrímssyni um áramótin: 100 kr. frá Þ. Á. B. 25 kr. frá G. G. 8 kr. frá tveirn stúlkum. 30 kr. frá nokkrum sjúklingum. Lyra konx hingað um hádegi í gær. Meðal farþega voru: H. P. Stangeland kaupm., Reidar Sören- sen, H. Faaberg, J. S. Birkeland, og’ ungfrú C. Niclasson frá Fær- eyjum. Sáttmálasjóðurinn. Samkvæmt lögum 30. nóv. 1918, verða á þessu ári veittar um 20 þús. krónur xir danska hluta sáttmálasjóðsins, skv. reglugerð, 1. til að styi’kja andlegt sámband milli íslands og Daixmerkur, 2. til eflingar íslenskxxm ránnsókn um og vísindum, 3. t-il styrktar íslenskum náms- mönnum. Auk þess verður mönnum veitt- ur styrkur til þess að afla sjer sjerstakrar eða almennrar þekk- ingar (ferðastyrkur, styrkxxr til dvalar við lýðliáskóla o. s. frv.), fyrir að semja og gefa xxt vísinda- leg og fræðandi rit og fyrir ým- islegt annað, sém fellur' undir starfsvið sjóðsins. — Umsóknum verða að fyígja nákvæmar og glöggvar upplýsingar, og verða þær að sendast hið fyrsta, eðá fyr- ir 1. mars til „Bestyrelsen for dansk-islandsk Forbundsf ond‘ ‘, Kristiansgade 12, Köbenhavn. Bílar hafa undanfarna daga. far- ið milli Víkur og Seljalands. Hafa þeir vei’ið að flytja vermenn að austán. Streyma nú að vermenn úr öllum áttum og fara ýmist til ver- stöðvanna. hjer við Faxaflóa eða V estmannaeyja. Þorgeir skorargeir vai’ð að fara frá ísafirði um daginn óafgreidd- ur, eins og kunnugt er, vegna þess að verkamenn vildu ekki vinna við afgreiðslu hans. Fór hann þá til Önundarfjarðar og fekk þar bæði kol og vatn og helt síðan áfram til Englands. Fer hann þar í þurkví um leið. Nýr æfifjelagi í. S. í. Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra hefir gerst æfifjelagi 1. S. í„ og er hann sá 67. í röðinni. Hver kemur næst? Trúlofun sína hafa nýlega opin- berað ungfrú Ingibjörg Guðmunds dóttir frá Hellatxxni í Rangárvalla- sýslu og Árni Guðnxundsson, stud. med. frá Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.